Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 10.01.1996, Blaðsíða 4
Útgefandi: H-prent h.f. Sólgötu 9, 400 ísafjörður ■s 456 4560 Q456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Jóhanna Eyfjörð Bæjarins besta er aðili að samtök- um bæjar- og héraðsfréttahlaða Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið Netfang: hprent@snerpa.is Vaxtaverkir, einokun og örlög Búnaðar- banka „Ég er út af fyrir sig á móti þessari vaxtahcekkun. Vextir hér eru of háir og kannske töluvert mikið of háir á sumum bréfum. Ég sé enga ástœðu til þess að hœkka vexti. Hitt er svo annað mál að Seðlabankinn rœður því miður miklu minna við vaxtahœkkanir en margir haláa." Hver er sá er þannig mœlir út af nýgerðri vaxtahœkkun Seðlabankans; í fyrstu í samúðarfullum tón með þeim sem bera þurfa drápsklyfjar vaxtaokursins og síðan fullur afsökunar á því, sem hann er að gera í nafni þeirrar stofnunar, sem hann sfýrir? Man einhver eftir fyrrum forsœtisráðherra, sem orðþungur kvað það eymdarskapinn uppmálaðan að stjórnenáur banka skyldu ekki verða við kröfum stjórnvalda um vaxtalœkkun og krafðist handafls til þeirrar iðju ef ekki vildi betur til? Svarið við þessum spurningum er of auðvelt til að hœgt sé að nota þcer í spurningarleik. En þau segja meira en mörg orð um ábyrgð frammámanna í þjóðfélaginu. Á sama tíma og Seðlaþankinn gefur tóninn í vaxtamálum kraumar undir kjötkötlum Búnaðarbankans, sem hina „nýríku menn í þjóðfélaginu, sem hafa verið að eipnast allt," eins og alþingis- og bankaráðsmaðurinn Guðni Agústsson orðar það, fýsir að setjast að. Guðni segir að hinir nýríku eigi að fá að eignast bankann í fyllingu tímans þegar búið sé að breyta honum í hlutafélag. Sjálfur forscetisráðherra hefur staðfest að hann hafi átt í óformlegum viðrceðum við menn, sem hefðu áhuga á að kaupa Búnaðarbankann, Það fer því ekkert á milli mála hvað er á seiði. Af ummcelum manna og því sem fyrir augu almennings hefur komið má cetla að það hlaupi ekki hver sem er til og kaupi Búnaðarbankann, líkt og að skreppa í Björnsbúð eftir einhverri nauðsynjavöru. Það hlýtur að vera meira. Sjálfur auglýsir bankinn sig sem traustan banka og skulu þar engar brígður bornar á. Eignir bankans og viðskiptavild verða ekki skráðar með tölum, sem almenningur hefur áags daglega fyrir augum. Það þarf áreiðanlega marga frystitogara á vogina á móti bankanum, svo notaður sér samanburður sem vinscelt er að grípa til þegar geta skal sér til um himinháan kostnað. Kannske eru örlög Búnaðarþankans nú þegar ráðin. Kannske ekki. En hvort heldur er þá er ncesta víst að hinn almenni starfsmaður bankans kemur ekki til með að hafa þar hönd á né heldur sá hluti þjóðfélagsþegnanna, sem orðið hafa undir í launaskriðinu undanfarið. Þar munu aðrir sitja í stafni. „Samruninn" sem nú fer sem eldur um sinu um allt athafnalífið er nauðsyniegur í mörgum tilfellum og kann að vera nauðvörn. En menn mega gceta sín. Leiði samruni fyrírtcekja af sér hringamyndun og einokun er verr farið en heima setið. Velflestir sjá hvert stefnir í sjávarúlvegi og landbúnaði. í þessum tveimur atvinnugreinum er í nafni hagrœðingar margvisst stefnt að yfírráðum fárra og stórra aðila. Haldi svo áfram sem horfir er hœtta á að frelsi og möguleikar einstaklingsins til athafna verði orðin tóm. Og það er áreiðanlega ekki það, sem við þurfum á að haláa. s.h. Grýla teit á börnin en mörg þeirra voru ekkert hrifin af keriingu. Jólin kvödd á hefóbundinn hátt Álfadans á síð- asta degi jóla Hin árlega Þrettánda- gleði fór fram á laugar- daginn var við gamla sjúkrahúsið á ísafirði og tókst í alla staði vei enda veður til slíkra gleðihalda eins og best verður á kosið. Að þessu sinni var gleðin í umsjón Kven- félagsins Hlífar og skáta- félaganna Einherja og Valkyrjunnar á ísafirði. Gleóin hófst með hefðbundnum álfadansi og tóku þátt í honum konungur og drottning ásamt miklu fylgdarliði. Þá voru ýmsar furðuverur á ferð s.s. Grýla og Leppa- lúði, Skrattinn og púkar hans að ógleymdum jólasveinunum. Félagar úr Sunnukórnum sungu við undirleik félaga úr Har- monikkufélagi Vestfjarða, en hátíðinni lauk með mikilli flugeldasýningu sem Hjálparsveit skáta sá um. Mikill fjöldi fólks, bæði frá ísafirði og nágranna- byggðunum mættu til gleðinnar og hefur sjaldan verið eins mannmargt við gleði þessa. Ljósmyndari blaðsins var að sjálfsögðu við hátíðina og tók þá meðfylgjandi myndir. Konungur og drottning í hásætum sínum. Og ekki heidurþegar Leppaiúði tók upp þann ósið að reyna að taka börnin, þá var hart barist á móti. Jóiasveinarnir vöktu meiri athygii enda höfðu þeir meðferðis sæigæti ípoka. Ljósagangur við Poiigötu. 4 MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.