Bæjarins besta - 10.01.1996, Blaðsíða 9
ápusaXXt viðskiptahugbúnaður
er daglega í notkun hjá minnstu
sem og stærstu fyrirtækjum
landsins. Vegna öryggis,
sveigjanleika, notendaviðmóts
og góðrar þjónustu hefur
ópusaMt viðurkenningu og
reynslu sem gott er að hafa
með sér inn í framtíðina og
gerir notendur kerfisins
samkeppnishæfari en nokkru
sinni fyrr.
ópusallt E er sérstaklega
hannaður með minni fyrirtæki
og einyrkja t' huga. Hann er
heilsteyptur
viðskipta hugbúnaður með
kosti og sveigjanleika stærri
kerfa.
* Lágur byrjunarkostnaður
* Kerfið tilbúið til notkunar
ópusallt Ef f járhagsbókhald
er einfalt í innslátti gagna og
inniheldur marga möguleika með
áætlanagerð, tilvísunum og ótal
skýrslum sem sýna vel lykiltölur
rekstarins, ásamt ótal öðrum
eiginleikum í útskriftum svo sem
vsk skýrslu og töflum.
Ótakmörkuð gagnastærð.
Verð frá kr. 34.270.-
án vsk.
Suðurlandsbraut
Sími 5881511
ópusallt E2 er heilsteypt
cining sem samanstendur
af fjárhagsbókhaldi,
viðskiptamannabókhaldi,
sölu og birgðakcrfi.
Þrautreynt kerfi hjá yfir 1300
fyrirtækjum. Tilbúið til
notkunar frá fyrstu mínútu.
Verð frá kr. 48.112.
án vsk
4 - 108 Reykjavík
- Bréfsími 5888728
íslensk
forritaþróun hf
Kjör á íþróttamanni ísafjarðar fyrír árið 1995
ópusdMt E - ópusdMt DOS - ópusMXt NET - ópusMXt fyrir Windows
Bæjarstjórn ísafjarðar mætti í hófið ásamt bæjarstjóranum
Kristjáni Þór Júiíussyni. Fv. Þorsteinn Jóhannesson, Haiidór
Jónsson, Kristinn Jón Jónsson, Karítas Páisdóttir, Koibrún
Haiidórsdóttir, Guðrún Á. Stefánsdóttir og Kristján Þór.
Ásta S. Haiidórsdóttir var kjörin íþróttamaður
ísafjarðar fyrir árið 1995 í hófi sem haidið var í
Féiagsheimiiinu í Hnífsdai í síðustu viku.
Nokkrir þeirra íþróttamanna sem hiutu viðurkenningar í hófinu eru hér með viðurkenningarskjöi síns. Fv. Jón
Kristmannsson, sem tók við viðurkenningu Friðriks Stefánssonar, GuðmundurÁgústsson, sem tók við viðurkenningu
sonar síns Hiyns, Aðaiheiður Ýr Gestsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, sem tók við viðurkenningu þeirra skíðamanna
sem ekki voru viðstaddir, Arnór Þ. Gunnarsson og Hansína Gunnarsdóttir. í ræðupúiti er Samúei Grímsson formaður
íþróttabandaiags ísfirðinga.
Ástahlaut
sæmdar-
heitið ððru
sinni
í hófi sem haldið var í Félagsheimilinu í
Hnífsdal á miðvikudagskvöld í síðustu
viku, var kunngjört hver hlaut sæmdar-
heitið íþróttamaður ísafjarðar fyrir árið
1995. Að þessu sinni kom það í hlut
skíðakonunnarÁstu S. Halldórsdótturfrá
Bolungarvík, sem keþpt hefur undir nafni
ísafjarðar undanfarin ár. Var þetta í annað
skipti sem Ásta hlýtur þessa nafnbót en
hún var síðast kjörin árið 1992. Eins og
kunnugt er hefur Ásta ákveðið að hætta
keþþni á skíðum og er viðurkenningin því
góður endapunktur á farsælum ferli.
Á síðasta ári þætti Ásta árangur sinn á
afrekaskrá alþjóða skíðasambandsins,
mjög verulega í stórsvigi og fór upp um
72. sæti eða úr því 205. í 133. sæti og
lauk hún því ferlinum meó 27,17 fis-stig.
í svigi endaði Ásta í 71. sæti með 16,37
fis-stig, sem er næstbesti árangur
Islendings frá upphafi. Hún keppti á
nokkrum Evrópubikarmótum á árinu auk
þess sem hún keppti á Heimsbikarmótum
við góðan árangur. Ásta varð fjórfaldur
íslandsmeistari á Skíðamóti íslands 1995
sem haldið var á ísafirði og sigraði í öllum
greinum með yfirburðum.
Hún stóð sig einnig vel á fjölda
alþjóðlegra móta, þæði erlendis sem
hérlendis og sigraði í nokkrum þeirra.
Ásta, sem stundað hefur skíðaíþróttina
frá 13 ára aldri er vel þekkt meðal
skíðamanna á Norðurlöndum og víðar,
og er því góður fulltrúi bæjar- og þjóðar,
bæði í keppni og utan hennar. Hún hefur
oft yljað Vestfirðingum um hjartaræturnar
með frábærum árangri og sýnt og sannað
hvað hægt er að gera ef vilji og sjálfsagi
ræður ferðinni. Hún er því verðugur
handhafi sæmdarheitisins íþróttamaður
ísafjarðar 1995.
Á hófinu í Hnífsdal voru fjölmargir aðrir
iþróttamenn heiðraðirfyrirárangursinn í
hinum ýmsum íþróttagreinum. Meðal
þeirra sem fengu viðurkenningu voru
Aðalheiður Ýr Gestsdóttir sundkona,
Hansína Þ. Gunnarsdóttir knattspyrnu-
kona, Jakob Jónsson handknattleiks-
maður, Jóhannes Jónsson skotmaður,
Sigurður Samúelsson golfari, Arnar
Pálsson, skíðamaður, Arnór Þ. Gunnars-
son skíðamaður, Auður K. Ebenesers-
dóttir skíðakona, Einar Ólafsson skíða-
maður, Gísli Einar Árnason skíðamaður,
Hlynur Guðmundsson skíðamaður og
Friðrik Stefánsson körfuknattleiksmaður.
Eru þau öll vel að sýnum viðurkenningum
komin.
Frá því fyrst var efnt til kjörs á
íþróttamanni ísafjarðar árið 1980, hafa
átta einstaklingar hlotið nafnbótina. Sá
íþróttamaður sem oftast hefur orðið
íþróttamaður ísafjarðarerEinarÓlafsson,
skíðagöngumaður, en hann hefur fimm
sinnum orðið fyrir valinu. Fyrstur til að
hljóta titilinn var Guðmundur Jóhannsson
skíðmaður, því næst kom EinarÓlafsson,
þá Stella Hjaltadóttir skíðakona, þá Einar
Ólafsson aftur og árið 1984 var sund-
maðurinn Ingólfur Arnarson fyrir valinu.
Árið 1985 varó Einar aftur fyrir valinu, árið
eftir var Helga Sigurðardóttir kjörinn
íþróttamaður ísafjarðar og næstu tvö ár
á eftir varð Einar fyrir valinu. Helga varð
afturá mótifyrirvalinu árin 1989-1991 en
árið 1992 var komið að Ástu S. Hall-
dórsdóttur skíðakonu. Árið 1993 varð
Daníel Jakobsson skíðagöngumaðurfyrir
valinu, árið á eftir var það kylfingurinn
Pétur Þór Grétarsson sem þótti standa
sig best og á síðasta ári var það Ásta S.
Halldórsdóttir, eins og greint hefur verið
frá hér að framan.
Ofangreindum íþróttamönnum er
óskaðtil hamingju meðviðurkenningarnar
og óskað velfarnaðar í keppni og starfi á
komandi árum.
MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1996
9