Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1996, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 22.12.1996, Qupperneq 16
Oskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsœls komanch árs Útvegsmannafélag Vestfjarða Tækniþjónusta Vestfjarða ______________J ÍSFANG HF. J Kjöt & Fiskur Patreksfirði J Tálknafjarðar- hreppur ______________J Lífeyrissjóður Vestfirðinga J A Y Vélsmiðjan Þristur hf. Sparisjóður Önfirðinga J Sparisjóður Þingeyrarhrepps TROSTAN ehf. Bíldudal _____________J BLOMABUÐ ÍSAFJARÐAR Eiríkur & Einar Valur hf. ÍSAFJARÐARLEIÐ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, hefur um árabil ritað jólasögur fyrir Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í jólablaði BB árið 1986, og síðan þá hafa sögur hans birst árlega að undanskildum árunum 1992 og 1993. Jólasögur Ólafs Helga, sem birst hafa í BB eru Aðfangadagur, 1986,Frelsi,jafnrétti, brœðralag, \9%1 ,Dögun, 1988,Áreksturinn, 1989, Þorláks- messa í búri án skötu, 1990, Leiftur andans, 1991, Jólakvöl Kormáks, 1994 og Húmskuggar, sem birtist á síðasta ári. Auk þessa hefur blaðið birt eftir Ólaf Helga, söguna Ekki af brauði einu saman, sem hann samdi fyrir bókmennta- kynningu sem haldin var á vegum Mennta- skólans á ísafirði árið 1989. Hér á eftir fer nýj- asta afurð Ólafs Helga, jólasagan Fjaran. Það var logn. Fjöllin spegluðust í sjávarflet- inum einmitt á því augna- bliki þegar birtan yfirgaf stuttan daginn á norður- hjara veraldar og sjórinn varð dökkur. Eftir örfáar mínútur hyrfu þau í sþegilsléttan sjóinn, sem nú var ótrúlega kyrr og engar endurminningar um veðurofsa vetrarins hugsanlegar nema í djúþi mannshugans. Þar ólgar hvort eð er mest í gerv- öllum heiminum. Þorpið, sem hafði ekki lengur sjálfstæða tilveru í heimi sveitarfélaganna heldur tilheyrði nú stærra samfél- agi, var hvort tveggja í senn smærra og um leið stærra en minning hafði geymt það. Þó varð það ótrúlega líkt sjálfu sér. Nokkur húsanna voru þau sömu, önnur höfðu horfið af mannavöldum, sum hafði náttúran hrifsað í grimmd sinni, sem þó gat ekki keppt við grimmd mannsins þegar verst lét hjá báðum. Kyrrðin, stillurnur voru orðnar honum framandi, en kærkomin tilbreyting frá erlinum sem fylgt hafði lífi hans frá því hann fór út í heim. Ljósadýrð stór- borganna fölnaði við þessa sýn. Ljósin, sem þó gátu engan veginn keþþt við stórþorgirnar, til þess voru þau of fá, margfölduðust í kyrrum spegli fjarðarins. Sýnin var stórfengleg í einfaldleik sínum og fullkomnum samleik tækni mannsins og falslausrar fegurðar nátúrunnar. Duttlungar hennar voru fjarri nú og þó var ekki lengra síðan en í gær að vart var útlit fyrirflug heim. Þá ólgaði fjörðurinn eins og þegar sjóveikin ætlaði hann lifandi að drepa áður fyrr. Nú var stillt. Skyldi náttúr- an endurspegla manns- sálina eða var því á hinn veginn farið? Auðvitað skipti það engu máli en tengslin voru sterk, miklu áhrifameiri en hann hafði fundið til áratugum saman. Fárviðrið sem geisaði síðasta vetur var honum fjarlægt, en fréttir bárust samt út í hinn stóra heim. Þrátt fyrir eignatjón bar gamla þorpið þess ekki alvarleg merki vió fyrstu sýn. Fréttirnar höfðu verið skelfilegri en raun barvitni. Þannig ereðli hinnar hörðu frétta- mennsku, sem tekur afmörkuð augnablik, slítur þau úr samhengi við veruleikann umhverfis og skammtar þann sannleik í örstuttu máli í blöðum eða sjónvarpi. Ekki ósatt, en samt afbakaður sann- leikur, afgreiddur af metnaði hins duglega fréttamanns, en í full- komnu ósamræmi við veruleika drengsins sem ólst hér upp. Jólaskreytingarnar urðu skýrari í meðförum fjarðarins eftir því sem særinn dökknaði. Um leið færðist ró yfir hugann. Óneitanlega var ein- kennilegt að vera kominn heim eftir öll þessi ár í fjarlægu landi. Fyrir löngu hafði hann lofað sjálfum sér að heim kæmi hann ekki aftur. Orðið heim táknaði auðvitað æsku- slóðirnar. En nú var verið að jarðsyngja gamla skipstjórann hans. Eins og þaó hefði gerst í gær mundi Jakob fyrstu orðaskipti sín við Jónas skipstjóra. í huganum kallaði Jakob hann alltaf Jónas í hvalnum. Jónas hafði verið sjómaður á hvalveiðibát áður en íslendingar neyddust til að láta ríka sérvitringa, sem aldrei höfðu difið hendi í kalt vatn segja sér að hætta hvalveiðum. Jónas í hvalnum hafði skammað 15 ára gamlan drenginn eins og hund fyrir að kunna ekki pelastikk. Ekki nóg með það. Fyrir framan alla hina úr áhöfninni gerði Jónas lítið úr honum, auðmýkti drenginn og gerði lítið úr því eina sem Jakobi þótti vænt um fyrir utan pabba sinn, bóklestrinum. Síðan mamma hans dó hafði Jakob snúið sér að bóklestri. Þar hafði hann eignast marga vini og fundið marga dýrgripi. Lífið varð strax bærilegra. Pabbi hafði stundum sagt að í flestu væri hann líkur mömmu sinni. Bóka- áhuginn væri þar engin undantekning. Móðir hans hafði ætíð verið undur góð við drenginn sinn. Hún var falleg og Ijúf, hafði skynjað viðkvæma sál lítils barns, sem gædd var ríku fegurðarskyni. En mamma hafði verið veik. Þrátt fyrir að svo væri dó hún þeim feðgum alger- lega að óvörum. í sorg sinni hafði drengurinn enga hug- mynd um það hversu mikið faðirinn syrgði. Hvernig á lítið barn á áttunda ári að skilja þá grimmd heimsins að hrifsa móðurina frá því. Faðir hans gerði allt til þess að létta honum lífið, en þurfti að vinna mikið. Jakob litli var því mikið einn. Löngu seinna skynjaði hann einsemd föðurins, þá að verða rótfastur úti í hinum stóra heimi. í skólanum gerðu allir grín að honum nema kennarinn, sem fremur hvatti Jakob en latti og benti hinum krökkunum á þetta góða fordæmi. En Jakob var ekki stoltur af því nema til loka skóla- dagsins. Þá fékk hann að heyra í fyrsta skiptið bókbéus, sem síðar styttist í bési. Eftir það gat hann gleymt nafninu sínu. Þeir einu sem notuðu það voru pabbi og kennarinn. Fyrir öðrum var hann í bestafalli Kobbi bési eða bara bési. Samt gat hann ekki snúið sér að prakk- arastrikunum með hinum. Skaplyndi hans fyrirbauð að gera öðrum mein á nokkurn hátt, hversu mikið sem sveið undan stríðni annarra. Bækurnar urðu enn betri vinir hans en fyrr. Oft átti Jakob bágt með að þola uppnefnin og smám saman varð hann annars hugar og dreymdi dagdrauma. Stundum gleymdi hann aó sinna því sem honum bar. Pabbi fyrirgaf honum það alltaf og kennarinn sýndi honum samúð og lét hann njóta námshæfileik- anna. Jakobi varð það Ijóst að hvað sem það kostaði ætlaði hann sér að læra og verða menntamaður. Ekki prestur, því nógu erfitt var að þola háðsglósurnar. Séra Bési kölluðu þeir hann elstu strákarnir í skólanum. Aldrei skyldi hann verða prestur. Einn þátturinn í því að láta drauminn um mennt- un rætast var sá að vinna sér inn fé til þess. Þess vegna fór hann á sjóinn með Jónasi í hvalnum. Þegar hann neyddist til að taka skömmum skip- stjórans óskaði hann þess að hvalurinn hefði ekki skilað honum. Þannig sá Bési fyrir sér atburða- rásina. En Jónas, kall- garmurinn, hefði einu sinni farið fyrir borð á hvalveiðiárum sínum og komizt naumlega úr hvalavöðu. Löngu seinna komst Bési að því, að það hafði gerst vegna þess að hnútur hafði ekki haldið þegar mest á reið. Það vissi hann ekki þegar skammirnar dundu á honum. Eftir þetta var Jakob aldrei kallaður annað en Bési Pelastikk eða Bési peli. Hann leið kvalir. Sumarið leið og Bési komst til Reykjavíkur í menntaskóla og lauk þar stúdentsprófi eftir nokkrar sumarvertíðir og lærói svo viðskiptafræði og reyndar verkfræði líka og þá lá leiðin til Ameríku í fram- haldsnám. Námsárin hurfu hratt í erli skólans og áhuginn á námi hjálpaði þartil. Það hjálpaði mikið að þurfa ekki heim. Stundum saknaði hann einhvers, aðallega foreldra sinna. Fyrir augunum glamp- aði sjórinn af jólaljós- unum, innst í fylgsnum hugans var þessi nagandi fullvissa að hafa vanrækt föðurinn. Var það eigin- girni? Síðan voru liðin mörg ár. Jakobi hafði vegnað vel í starfi, ekki verió farsæll í einkalífi. Nú var hann skilinn við banda- ríska eiginkonu sína og, að því er honum fannst, um leið við dóttur sína fimm ára. Sú raun var mikið áhyggjuefni. Nýtt starf gat hann fengið vestan hafs í landi tæki- færanna. Óendanlegir möguleikar tölvunnar og tilheyrandi iðnaðar sáu fyrir því. Jakobi þótti sem oft væri full langt seilzt í sölumennskunni. En vel að merkja engir voru fremri Ameríkönum í því að selja. í þessum risa- vaxna iðnaði var venju- lega fyrr spurt að því hvað viðkomandi hafði að selja 16 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.