Víðförli - 15.05.1983, Page 2

Víðförli - 15.05.1983, Page 2
Útgefandi: Útgáfan Skálholt sími 21386 Ritstjórí: Bernharður Guðmundsson, sími 12640 Afgreiðsla: Klapparstígur 27, Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyrí Gunnar Kvaran í júníbyrjun mun Gunnar Kvaran cellóleikari halda tónleika víðsvegar um land til styrktar hjálparstofnun kirkjunnar. Einnig mun Skálholt gefa út hljómplötu með leik Gunn- ars og rennur allur ágóði af sölu hennar til Hjálparstofnunar. Gunnar Kvaran gefur alla vinnu sína. Starfsmaður Hjálparstofnunar og framkvæmdastjóri Skálholts munu heimsækja söfnuði í tengslum við hljómleikaferðina og kynna störf þeirra stofnana. Nánar verður sagt frá ferðinni er skipulag hennar er fullunnið. Vídeónámskeið í Skálholti Prestar vinna við það í fullu starfi að koma boðskap á framfæri. Ekki þarf að efast um inntak og gildi boð- skapsins - sjálfs fagnaðarerindisins, hins vegar tekst ekki alltaf að koma honum svo til skila að hlustandinn skilji og meðtaki. Til þess að auðvelda mönnum það mikilvæga verkefni gangast Skálholtsskólinn og fréttafulltrúi kirkjunnar fyrir námskeiði í Skálholti dagana 12.-14. september. Dr. John Rider, sem verið hefur ráðgjafi alkirkjuráðsins í upplýsingamiðlun og boðskiptum verður þar aðalkennari. Myndband verður notað við kennsluna. Gefst mönnum þannig kostur á að sjá sjálfa sig í prédikun- arstóli og verður fjallað um þá boðmiðlun með jákvæðri gagnrýni. Þá verða kenndar aðferðir til að koma boðskap á framfæri gegnum fjölmiðla og kynntir ýmsir grundvall- arþættir boðskipta sérstaklega út frá kirkjulegum forsendum. Dr. Rider hefur áður haldið nám- skeið hérlendis og þótti mönnum verulegur fengur að, enda mikill ferskleiki yfir kennslu hans. Skálholtsrektor og fréttafulltrúi gefa nánari upplýsingar. Með þakklæti minnumst við þess, hversu vel viðraði hér á norðurslóð til messuferða í dymbil- viku og á páskahátíðinni. Á austur- strönd Eyjafjarðar voru sungnar fimm messur á þrem kirkjum frá skírdegi til annars páskadags. Þær voru vel sóttar, þrátt fyrir ágætt skíðafæri í Hlíðarfjalli ofan Akureyr- ar. Það er raunar annað en útilíf, sem hefur truflandi áhrif á helgihald þessa mikilvæga tímabils og er á góðri leið með að umturna tilgangi dymbilviku og skyggja á mestu há- tíð kirkjunnar, páskana. Það eru fermingar ungmenna, sem alls ekki eiga að viðgangast á þessum tíma. Fermingarhátíðir í dymbilviku Þegar boðað var til aftansöngs og heilagrar kvöldmáltíðar í Svalbarðs- kirkju á skírdagskvöld, þá var nær helmingur kirkjukórsins boðinn í fermingarveislur á Akureyri, því skírdagur er fastur fermingardagur þar eins og í öðrum stærstu þéttbýl- isprestaköllunum. Að vísu gat kant- orinn leyst vandann í þetta sinn, með því að benda fólkinu á þá ágætu lausn í góðu færi, að það gæti skroppið eftir matarveisluna þessa 10 km út á ströndina og farið síðan inneftir í kaffið og kransakökuna að lokinni messu. Og lausnin var virt, svo sakramentissöngurinn hljómaði með fullum styrk á þessu heilaga kveldi. En þarna er kirkjan á var- hugaverðri leið og getur ekki og má ekki afsaka sig með þeim rökum, að þetta sé eini hentugi tíminn til ferm- inga. Þær eiga alls ekkert betur við þá, en á jólum. Við, prestar, verðum undrandi og daprir, þegar fjölmiðlar taka vegfar- endur tali nær páskum, og á daginn kemur, að meiri hluti spurðra veit lítið sem ekkert um tilgang hátíðar- innar, sem í hönd fer. Við megum því ekki sjálfir ganga á hlut þessarar blessuðu hátíðar og þeirrar mikil- vægu íhugunarviku, sem á undan henni fer. Passían má ekki verða hornreka vegna þeirrar miklu veislu- gleði, sem fylgir fermingu. Aldrei hafa skilyrði verið betri til þess að leiða kristna menn á íslandi í hugan- um þann veg, sem frelsarinn gekk okkur til lífs. Til þess hjálpa okkur m.a. stórbrotin listaverk tónmeist- ara, sem nú er unnt að flytja með áhrifaríkri reisn í stærstu kirkjum landsins. Éljatjald fyrir páskamessu Með hálfum huga boðaði ég til guðs- þjónustu í Grenivík klukkan átta á páskamorgni. Sá siður hafði ekki verið innleiddur þar, en oft virðist erfitt að fitja upp á nýmælum í helgi- haldi, ekki síst á norðlægum stöðum þar sem veður og færi skipta miklu máli fyrir sumarmál. Og þegar ég leit út um norðurglugga klukkan sjö þennan morgun, þá hékk ískyggi- legt éljatjald fyrir vikinu milli Kald- baks og Höfða. Það virtist geta dreg- ið úr áhuga þeirra, sem undir því vöknuðu, fyrir kirkjuferð svo árla dags. Víð ókum út Höfðahverfi. Ósnortið föl var á vegi út fyrir Gljúfurá, sem rennur þvert yfir hverfið norðanvert. Þegar kom að þeim vegamótum norðan hennar, þar sem leiðin heim að bæjunum, Hóli og Höfða, tengist aðalvegi, sást ný slóð eftir bifreið, sem komið hafði þaðan og haldið út á Grenivík. „Nú er engu að kvíða," hugsaði ég með mér, „Sigrún hús- freyja í Höfða hefur ekki látið undir höfuð leggjast að halda til kirkju, þótt komin sé hún á tíræðisaldur. Þá er öðrum engin vorkunn. “ Og það kom á daginn. Éljatjaldið hafði leystst upp, svo það birti til yfir sjávarþorpinu og gamla kirkjan fylltist af fólki. í þessari hátíðar- guðsþjónustu var lítil stúlka borin að skírnarlauginni, vatni ausin og helguð hinum upprisna frelsara. Hún ber nafn langa-langömmu sinnar, sem sat þarna hress í sæti sínu við norðurglugga, fimmtán barna móðir og ættmóðir á annað hundrað afkomenda. Á eftir messu trúði þessi aldna heiðurskona mér fyrir því, að hún hefði vaknað klukk- an fjögur um morguninn og ekki þorað að sofna aftur af ótta við að missa af þessari morgunstund í kirkjunni sinni. Fimm ættliðir sátu þarna á kirkjubekk og mild morgun- birta lék um skírnarlaugina. Það var runnin upp blessuð páskatíð og sumarið í nánd. Bolli Gústavsson í Laufási. 2 - VÍÐFÖRLI *

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.