Víðförli - 15.05.1983, Page 4
Séra Jón Bjarman:
Vangn voltur
fangaprests
Fyrir nokkru barst mér í hendur bók
frá vini mínum og starfsbróður, Ju-
hani Iivari fangelsispresti í lénsfang-
elsinu í Helsinki.
Bókin er að sjálfsögðu á finnsku og
ég skil minna en ekki neitt í því máli,
en höfundur var svo nærgætinn að
senda mér greinargóðan efnisúr-
drátt bókarinnar á ensku.
Bókin heitir Aumingjarnir og
endurögun, skýrsla um þjónustu í
fangelsi. Þótt bókin sé svo til ný, hún
kom út fyrri hluta árs 1982, þá hafði
ég heyrt af henni og vissi, að hún
hafði vakið athygli í heimalandi J. Ii-
varis prests og jafnvel viðar.
Afbrotafræðingar og sérfræðingar í
refsirétti og mannréttindamálum í
öðrum löndum en Finnlandi hafa
sýnt bókinni áhuga og heyrt hef ég
að hennar sé von í enskri og norskri
útgáfu. Væri það vel.
J.Iivari hefir vakið athygh og er
umdeildur maður ú heimalandi sínu
vegna óvæginnar gagnrýni sinnar á
refsi- og viðurlagakerfi Finna og um-
búðarlausra lýsinga á ástandinu í
finnskum fangelsum og á hlutskipti
fanga í vítahring síbrotanna. J.Iivari
hefur mátt þoia það að vera
uppnefndur á opinberum vettvangi,
kallaður rauði klerkurinn og í blöðum
hefir þess verið spurt, hversvegna er
opinberum stofnunum ekki lokað
fyrir þvílíkum niðurrifsmanni? En
það skal sagt finnsku samfélagi til
hróss, að engum dyrum hefir verið
fyrir honum lokað og ekki fer svo
fram umræða um fangelsismál og
refsipólitík í Finnlandi, að honum sé
ekki boðin þátttaka og hlustað sé á
sjónarmið hans og röksemdir.
í bók sinni reynir J.Iivari að gera
grein fyrir samhengi viðurlagakerfis-
ins við þá, sem beita þvi og hina sem
það bitnar á. Menn eru afbrotamenn
samkvæmt samfélagslegri skilgrein-
ingu. Sú skilgreining tekur yfirleitt
ekki tilht til hvers vegna ákveðnir
einstakhngar lenda í fangelsi, heldur
einungis vegna þess, að ákveðið at-
ferh er ólöglegt og krefst frelsissvipt-
ingar sem viðurlaga.
Viðurlagakerfið er í höndum dóm-
stóla og framkvæmdavalds, stjórn-
tæki, sem ráðskast með fjölda ein-
staklinga, sviptir þá frelsi um lengri
eða skemmri tíma, kippir þeim úr
leik, sem þeir ráða ekki við nema með
þvi að hafa rangt við, beita bola-
brögðum, rétt eins og í knattleik, þar
sem dómarinn áminnir og vísar
mönnum af velh þegar það sést að
þeir hafa rangt við. Áhorfendur flest-
ir vita, að þjálfarar kenna leikmönn-
um að beita brögðum, sem ekki kom-
ast upp og leikurinn verður ekki
unninn nema með þvi að hafa rangt
við að ákveðnu marki.
Séra Jón Bjarman.
Gagnrýni J.Iivaris beinist því ekki
aðeins að því, hvernig dómarar haga
störfum sínum eða hvernig fram-
kvæmdavaldið fuhnustar brott-
rekstrinum, heldur miklu fremur að
því, hvaða leik við erum að leika og
horfa á. Er það forsvaranlegur leikur,
sem við bjóðum þeim veiku að taka
þátt í og sem við oft á tíðum horfum á
úr hægindastólum okkar, spennt eða
fuh vandlætingar og hneykslunar á
frammistöðu leikmanna?
Er hér nú ekki nokkuð langt gengið
í samlíkingunni? Kunna menn að
spyrja.
í bók sinni leyfir höfundur lesend-
um sínum að fylgjast grannt með
einum „góðkunningjalögreglunnar"
þegar hann losnar úr refsivist. Hann
lýsir tilfinningum hans og vanmætti,
hvernig honum finnst, að aUir hljóti
að sjá á sér hvaðan hann er að koma
og jafnvel hvað hann hafi gert, hann
lýsir því einnig hvernig ÖU neikvæð
viðbrögð annarra verða tU þess að
staðfesta þá sjálfsímynd hans, að
hann sé stimplaður. Það leiðir svo tU
þess, að hann tekur sjansinn, svindl-
ar svoUtið, hugsar hann, brýtur af
sér, segjum við og áður en hendi er
veifað er hann á reit núU í lúdóspih
Ufsins. Og nú komum við, áhorfend-
urnir, tU skjalanna. Sagt er frá broti
hans í fjölmiðlum, sumir fjölmiðlar
nærast jafnvel að miklu leyti á slíku
fréttaefni. Við íslendingar þurfum
ekki að leita langt að dæmum um
sUkt, nýlegir dómar í Hæstarétti í
skaðabótamálum vegna gæsluvarð-
halds að ósekju rifjuðu upp fyrir okk-
ur ofát af slíku fréttaefni fyrir nokkr-
um árum.
Fyrir nokkru heyrði ég útvarpsvið-
tal við efsta mann á kvennahsta í
Reykjavík. Ég vitna tU orða konunnar
eftir minni: „SkUgreina þarf arðsem-
ishugtakið upp á nýtt,“ sagði hún.
Mér þóttu orð þessi umhugsunar-
verð, þau setja hið svonefnda
lífsgæðakapphlaup í nýtt samhengi.
Menn verða að íhuga ráð sitt og
spyrja, eftir hvaða gæðum sækjast
þeir og hvað vUja þeir fyrir þau
greiða, í friði, grænu grasi, hreinu
lofti og vatni, sannri umhyggju fyrir
öðrum mönnum. Hverju af þessu
vUja menn fórna fyrir þau gæði, sem
sóst er eftir í Ufsgæðakapphlaupinu?
Mér sýnist að hér sé verið að nálg-
ast sama grundvaUarsjónarmið og
fram koma í bók J.Iivaris. Leikurinn,
sem krefst mannfórna í fangelsisár-
um, er einnig of dýr á öðru sviði. Það
verður að spyrna við fótum svo ekki
fari verr og þá gUdir einu í hvaða
hlutfalh vandamáUð er skoðað, hvort
heldur í spillingu náttúrunnar með
óhóflegri mengun, uppsprengdri
verðbólguskrúfu, þar sem hvað kaU-
ar á annað, vaxandi kaupkröfur tU að
standa undir tilbúinni, oftast þarfUt-
Uli neyslu hluta og gæða, sem fólk
þekkti ekki fyrir ári eða tveimur, eða
hinu ýtrasta, eyðingu alls lífs í kjarn-
orkueldi í hugsjónasnauðu yfirráða-
kapphlaupi forystumanna stórveld-
anna, sem virðast hafa aUt okkar ráð í
hendi sér.
4 - VÍÐFÖRLI