Víðförli - 15.05.1983, Side 9

Víðförli - 15.05.1983, Side 9
Þjónustumiðstöðin á Hvammstanga sem hýsir sóknarprest, sýslumann, tannlækni og fleiri. — Hvernig hagar þú kirkjustarf- inu, séra Guðni? „Stærsta sóknin er Hvammstanga- sókn sem er rúmlega 600 manns. Þar er messað annan hvern sunnudag og er barnaguðsþjónusta fyrir hádegi messudagana. Hina sunnudagana er svo messað til skiptis á hinum kirkj- unum þremur, Melstað, Staðar- bakka og Efra-Núpi. Um 250 manns er í Melstaðarsókn, 150 manns eiga sókn að Staðarbakka en aðeins um 50 manns á Efra Núpi. Reyndar eru aðstæður nokkuð sérstakar, að Stað- arbakki og Melstaður liggja samtýn- is og eru í rauninni í sömu byggð. Sumir sóknarmenn Efra-Núpssóknar eiga svo styttra að Staðarbakka en að eigin kirkjustað. Því hefur það orð- ið að sami kirkjukórinn syngur við sveitakirkjurnar þrjár og Ólöf Páls- dóttir á Bessastöðum er organisti. Kórarnir eru sérstaklega kraftmikl- ir og báðir organistarnir mjög hæfir og áhugásamir, bæði Ólöf og Helgi S. Ólafsson, á Hvammstanga. Þar við bætist að kirkjunar eru allar sérlega vel búnar og hirtar og bera vitni rausnarhug sóknarfólksins. Staðar- bakkakirkja er t.d. nýuppgerð. Söng- ur og ytri búnaður kirkjuhússins eflir sannarlega guðsþjónusturnar, en ekki er víst að sama verði sagt urr prestinn. “ — Þú kemur frá Vestmannaeyj- um Herbjört og sr. Guðni úr Hvols- hreppnum í Rangárvallasýslu. Hvað finnst ykkur helst einkenn- andi fyrir mannlífið norðan heiða? „ Öll byggðarlög hafa sinn brag og ekki gott að bera saman. Félagslíf er yfrið nóg og það fer ekki fram hjá neinum hvað um er að vera eins og oft verður í þéttbýlinu. í vetur hafa verið margvísleg námskeið, í leiklist, félagsstörfum, dansmennt, skatta- framtali, svo að eitthvað sé nefnt og svo er hið þróttmikla sönglíf. Nú er líka að fara af stað starf meðal aldr- aðs fólks. Það hefur verið opið hús með kaffi og dagskrá þar sem fólk getur hist og rabbað saman. Þetta er gert eftir mynstri Rauða krossins og Guðni hefur átt aðild að þessu í sam- starfi við Rauða krossinn á Hvamms- tanga." — Nú er það oft vandamál fyrir konur sem giftar eru prestum að þær flytja með mönnum sínum á staði þar sem þær geta ekki nýtt sína sérmenntun, sumar hafa jafn- vel háskólapróf. Spurningin er því gjarnan hver á að fylgja hverjum Herbjört? „Þetta er ekkert gamanmál í ýms- um tilfellum. Það fellur ekki undir jafnrétti heldur almenn mannrétt- indi að fá að vinna við verkefni sér að hæfi. Ég hef nú verið svo upptekin við að fjölga börnum og koma upp heimili á tveimur stöðum að það hef- ur ekki reynt á það að finna sér starf utan heimilis. Reyndar held ég að bókasafnsfræðingar séu tiltölulega vel settir hvað þetta áhrærir, það eru víða almenningsbókasöfn, skólasöfn og pappírsflóðið er alltaf að aukast og þeir geta nýst við skrásetningu og skjalavörslu hjá fyrirtækjum. Það hefur verið ymprað á því við mig að koma og vinna við mitt fag, ég sé nú til í haust. “ — Hefur þú haldið áfram guð- fræðirannsóknum hér á Melstað sr. Guðni? „Ekki ennþá. Hugurinn er allur bundinn við það að koma sér fyrir og finna sinn stað í söfnuðinum. Við erum byrjuð að húsvitja eftir þvi sem færð hefur leyft og förum þá gjarnan saman hjónin. Ég stefni að því að húsvitja öll sveitaheimilin í ár. Okkur hefur verið tekið forkunnar vel og þetta hefur verið mjög lærdómsríkt og uppörvandi. Ég held að fólk vilji að það sé húsvitjað reglulega. Að minnsta kosti sagði maður við mig á einum bænum: Sjáumst við ekki hérna að ári? Mig langar að koma barnastarfinu á góðan grundvöll. Ég hef verið að huga að samnýtingu ferða með börn- in úr sveitunum inn á Hvammstanga í kirkjuskóla eða barnaguðsþjónust- ur. Og auðvitað ættu Hvammstanga- börn að heimsækja sveitakirkjurnar líka. En þetta starf þarf að vera reglu- bundið, við skuldum börnunum það, svo traustir kirkjugestir sem þau eru. Það er líka skylda safnaðarins að sjá um skírnarfræðsluna að sínu leyti. Svo er þörf að auka tengslin í söfnuð- um og safnaðarvitund, t.d. með út- gáfu safnaðarblaðs eða með safnað- arsíðu í Víðförla. Þetta er allt í deigl- unni. Við höfum aðeins verið hér í fjóra mánuði. í haust flytjum við inn í nýja einingahúsið frá Siglufirði sem verið er að byggja á Melstað. Þá lýk- ur þessum bráðabirgðabúskap og ég vonast til að taka sæmilega til hend- inni í safnaðarstarfinu. Maður er sannarlega ekki einn. Sóknarnefn- dirnar, undir formennsku þeirra Brynjólfs Sveinbergssonar á Hvammstanga, Böðvars Sigvalda- sonar á Barði, Benedikts Guðmunds- sonar á Staðarbakka og Guðmundar Þorbergssonar á Neðra Núpi, sem eru í forsvari þeirra í Efra Núpssókn, vilja að haldið sé áfram góðu starfi forvera minna og heldur auka það. Þeir eru stórhuga Húnvetningar, ég vona að ekki sitji eftir skuturinn hjá mér. “ Kirkjurnar í Melstaðaprestakalli eru vel búnar. Hór sést úr Hvammstangakirkju. VÍÐFÖRLI - 9

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.