Víðförli - 15.03.1995, Page 10

Víðförli - 15.03.1995, Page 10
Elín Jóhannsdóttir kennari Hvernig er Gub? Þetta greinarkorn er hugleibing um trúarþroska barna og ætlab þeim sem sjá um barna- og unglingastarf. Bækur hafa verib skrifabar sem byggbar eru á rannsóknum um þetta efni. Rétt er ab taka fram ab börn eru ákaflega misjöfn ab þroska þótt þau séu á sama aldri. Dæmin hér á eftir gefa nokkra hugmynd um hvar þau eru stödd á þroskabrautinni. Aldurinn tveggja til fjögurra ára: Börn á þessum aldri eru mjög hlutbundin í hugsun. Það þýðir að þau skilja aðeins það sem þau geta séð eða þreif- að á. Þau eru mjög sjálflæg og eiga því erfitt með að setja sig í spor annarra. Kennsla þessa aldurshóps þarf að taka mið af þessu. Þótt börnin eigi e.t.v. erfitt með að skilja það sem kennt er eru þau afskaplega næm á það sem gert er. Hugmyndir þessa aldurshóps: Guð er einhvers staðar í himninum, jafnvel uppi á skýi. Þangað fara allir sem deyja ... kannski er Guð þá sjálfur dáinn og þess vegna farinn til himna. Kannski er hann svartur á nóttunni og grætur þegar það rignir. Þau telja jafnvel að hægt sé að hringja í Guð. Börnin rugla oft saman Guði föður og syninum Jesú Kristi. „Þegar Guð fæddist...“ „ Þegar Guð var krossfest- ur ...“ „Þegar Guð var lítill ...“ Þau hafa auðugt ímyndunarafl og geta búið til sína eig- in guðshugmynd og spunnið ævintýri á eigin forsendum. Þau læra að Guð er góður og að við eigum að biðja til hans. Hann líkist gjarna einhverjum sem þeim þykir vænt um og líta upp til. Kennslan þarf að vera einföld. Hvert atriði örstutt. Hug- tök vefjast fyrir þeim. Orð eins og „synd“ eða „fyrirgefn- ing“ eru lítt skiljanleg og þarfnast einfaldra útskýringa. Þau eiga erfitt með að skilja Biblíusögumar en hlusta á þær eins og hverjar aðrar sögur og leggja lítið sem ekkert mat á þær. Kirkjustarf fyrir þennan aldurshóp ætti því helst að vera þannig að börnin upplifi þau hughrif sem helgin skapar. Börnin upplifa einnig hið trúarlega í gegnum þá sem þau umgangast í starfinu. Aldurinn fimm til sjö ára: Börn á þessum aldri eru enn að mestu leyti hlutbundin í hugsun. Þó eiga þau aðeins auðveldara með að skilja ýmis hugtök séu þau útskýrð á einfaldan hátt. Þau eru enn mjög sjálflæg og eiga því erfitt með að setja sig í spor annarra. Hugmyndir þessa aldurshóps: Böm á þessum aldri glíma gjarna við lífsgátuna og reyna að skilja flókna hluti. Nú hafa þau tileinkað sér mót- aðri hugmyndir um Guð. Þau hafa lært að hann er alltaf nálægur en jafnframt ósýnilegur. Þau vita að hann getur verið alls staðar. Þau velta því fyrir sér hvernig Guð geti verið eilífur og reyna að fá botn í það hver hafi skapað hann. Þau hafa flest áttað sig á því að Guð faðir og sonurinn eru tvær persónur en eiga samt erfitt með að greina þarna á milli. Sé bömum á þessum aldri gefið færi á að velta fyrir sér heilagri þrenn- ingu (faðir, sonur og heilagur andi) komast þau gjarna að þeirri niðurstöðu að þetta séu þrír guðir en ekki einn. A þessum aldri er hægt að útskýra á einfaldan hátt þannig að þau „skilji“, en þau geta einnig misskilið hrapallega og er þetta því vandmeðfarið. Hugmyndaflugið er mjög auðugt og upplifa þau trúna á sinn hátt þó svo að þau hafi tileinkað sér mótaðar hug- myndir umhverfisins að mörgu leyti. Þau draga sínar barnslegu ályktanir af því sem þau heyra: „í himnaríki ferðast allir um á ösnum“ (eins og í biblíusögunum). „Þegar ég verð stór ætla ég að búa til vél sem sér allt sem er ósýnilegt... líka Guð.“ „Fékk Snati gamli englavængi þegar hann fór til Guðs?“ „Hvers vegna er fólk jarðað þeg- ar það deyr ... er kannski styttra fyrir það að fara neðri leiðina til Guðs?“ Aldurinn átta til tíu ára: Á þessum aldri eru börnin gjarna mjög virk í félagslífi og þurfa að hafa nóg fyrir stafni. Þau eiga auðveldara með að setja sig í spor annarra en áður. Því er kjörið að kenna þeim það sem Biblían segir um samskipti við aðra - kristi- legt siðgæði. Þá er hægt að tala um umburðarlyndi og kær- leika. Margar af sögum Biblíunnar eru þeim skiljanlegri en áður. Þau eiga auðvelt með að lifa sig inn í frásagnir Biblíunnar, svo sem sögur af fólki sem Jesús mætti. Hugmyndir þessa aldurshóps: Börnin hafa tileinkað sér að mestu hugmyndir fullorðna fólksins um Guð. Þau hugsa samt ekki um hann á „guð- fræðilegum nótum“. í þeirra huga gæti Guð verið gamall maður á skýi. Aldurinn ellefu til þrettán ára: Á þessum aldri eru bömin að nokkru leyti fær um að draga ályktanir af því sem þeim er kennt. Hugtakaskiln- ingurinn er orðinn víðari. Nú taka þau gjarna ákveðna af- stöðu til Guðs. Þau eru ekki eins opin og áður varðandi 10 VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.