Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.04.1999, Síða 1

Bæjarins besta - 21.04.1999, Síða 1
nfmmimáF HÚSGAGNALQFTIÐ LJÓNINU • SKEIÐI • SÍMI 456 4566 SÆN&ntmiASETT A2SEN&L - UmtÞ&OL o&mneHssmt mtB Kk. 2.690.- Stofnað 14. növember 1984 • Sími 45B 4590 • Fax 459 4584 • Netfang: bb@snerpa.is • verö kr. 200 m/vsk Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS-270 er meðal annars í eigu Gunnvarar hf. Breytingar á eignarhluta í Gunnvöru Keyptu þriðjung hlutafjár á 450 milljónir króna - Kannaðir verða möguleikar á sameiningu fyrirtækisins við íshúsfélag ísfirðinga hf. ng Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal en Gunnvör er hluthafi í báðum fyrirtækjunum Eignarhaldsfélagið Gunnís ehf. hefur keypt þriðjung hlutafjár í útgerðarfélaginu Gunnvöru hf. á ísafirði af hjón- unum Þórði Júlíussyni og Báru Hjaltadóttur á450 millj- ónir króna. Eigendur eignar- haldsfélagsins eru þeir Guðni Geir Jóhannesson, Vignir Jónsson, Kristján G. Jóhanns- son og Jón Benjamín Odds- son. I tengslum við breytingar á eignarhaldi í Gunnvöru hf. hefur verið skipuð ný stjórn og er Guðni Geir formaður hennar en meðstjórnendur eru þeir Kristján G. og Jón Benja- mín. I frétt frá íslandsbanka hf. sem upphaflega keypti hluta- bréfin fyrir eignarhaldsfélagið segir að markmið kaupenda bréfanna sé að styrkja rekstr- arforsendur félagsins og at- vinnustarfsemi í heimabyggð til lengri tíma. Þá segir að á næstunni verði tekin ákvörð- un um hvaða leiðir verði farnar í því sambandi og er sam- kvæmt upplýsingum blaðsins þar sérstaklega horft til sam- einingar við íshúsfélag ísfirð- inga hf. og Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal. íslandsbanki hf. mun verða félaginu til aðstoðar í þeirri stefnumótun. Gunnvör hf. gerir út frysti- togarann Júlíus Geirmunds- son og togarann Framnes. Þá á félagið 96% hlutafjár í Is- húsfélagi fsfirðinga sem gerir út Stefni ÍS og á helming í Mjölvinnslunni hf. íHnífsdal. Þá á Gunnvör hf. liðlega 17% hlut í Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal auk hlutabréfa í ýms- um þjónustufyrirtækjum. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórður það hafa verið erfiða ákvörðun að selja hluta- bréfin en þau hjón hefðu talið það skyldu sína að selja þegar þau sáu tækifæri að fá nýjan aðila sem ætlaði að réttarekst- urinn við. „Okkur hjónin vant- ar ekki peninga en töldum skyldu okkar að selja til að rétta reksturinn við," sagði Þórður Júlíusson í samtali við Morgunblaðið. - sjá frásögn og myndir af draumaferð ungs pars á ísafirði til Liverpool á Englandi á bls. 4. Boiungarvík Féll milli skips og bryggju Karlmaður féll milli skips og bryggju í Bolungarvík um kl. 4 aðfaranótt laugar- dags er hann var á leið út í skipið ásamt félaga sínum. Fallið var um þrír metrar og var hann nokkrar mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Maðurinn var flutt- ur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar en mun ekki hafa hlotið teljandi áverka. Vestfirðir Tólf fleiri fluttu burt Brottfluttir íbúar á Vest- fjörðum umfram aðflutta reyndust vera tólf fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt skýrslu Hagstofu íslands sem kunngerð var í síðustu viku. Mesta fækkunin er í Vesturbyggð en mesta aukn- ingin er í Isafjarðarbæ. Alls fluttu 124 einstakl- ingar úr fjórðungnum fyrstu þrjá mánuði árins en í hann fluttu 112 einstaklingar. I Reykhólasveit fækkaði um einn, um 16 í Vesturbyggð, um 6 í Súðavíkurhreppi, um 3 í Hólmavíkurhreppi og um einn í Kirkjubólshreppi og Kaldrananeshreppi. Fjölgun var um einn einstakling í Bolungarvík og f Tálkna- fjarðarhreppi og um 14 í Isa- fjarðarbæ. Brottfluttir frá Isafjarðarbæ reyndust vera 50 en aðfluttir 64. HAMRABORG Sfmi: 456 3166 HANN ER STJARNA ÞÁTTARINS - ÁN ÞESS AÐ VITA AF ÞVÍ. SVIKAMYUA SEM SVÍKUR ENGANN! HVER ER EIGINLEGA HIN EINA SANNA?

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.