Bæjarins besta - 21.04.1999, Blaðsíða 6
Maður fer að hugsa
allt öðruvísi
Sigrún Sigurðardóttir í Hnífsdal rifjar upp örlagadaginn
2. janúar 1977 og segir frá foreldrum sínum og fjölskyldu
BB heimsótti Sigrúnu á
heimili hennar dag einn í síð-
ustu viku til þess að spjalla
við hana um foreldra hennar
og fjölskyldu, um slysið og
áhrif þess á þá sem eftir lifðu
og um heimildamyndina sem
áður er vikið að. Og um litla
drenginn, sem þau Sigrún og
Halldór misstu innan við hálfs
árs aldur árið 1962.
Alltaf ástfangin og
dönsuðu í eldhúsinu
„Pabbi og mamma voru
ákaflega skemmtileg heima
fyrir. Ég er ekki viss um að
fólk hafi almennt vitað hvað
þau voru skemmtileg. Á laug-
ardagskvöldum dönsuðu þau
alltaf heimaáeldhúsgólfi þeg-
ar danslögin voru í útvarpinu,
rétt eins og þau væru á balli.
Þau voru óskaplega ástfangin
og samrýmd alla tíð. Þegar
þau dóu var pabbi orðinn sjö-
tugur og mamma sextíu og
fjögurra ára. Ef fólk væri al-
mennt eins og þau, þá væri
heimurinn betri. Ef hver og
einn liti í eigin barm og reyndi
að bæta sjálfan sig en ekki
aðra, þá væru engin stríð“,
segir Sigrún.
Hermdi eftir
Grunnvíkingum
„Mamma var einhver besta
eftirherma sem ég hef vitað.
En hún fór mjög fínt með það
svo að fáir vissu þetta nema
fjölskyldan. Húngathreinlega
leikið allt fólkið í Grunnavík-
inni þaðan sem hún var. Henni
þótti vænt um allt þetta fólk
og þekkti það mjög vel og
það var eins og öll sveitin
væri komin á staðinn. Mér
fannst synd að hún skyldi
aldrei komast á svið. En ég
veit að það hefði hún aldrei
gert!“
Hinn mjúki maður
„Pabbi var þessi mjúki
maður sem var sjaldgæft á
þeim tíma. Ég segi alltaf að
hann hafí verið á undan sinni
samtíð. Hann var svo hjálp-
leguráheimili. Þetta varmað-
ur sem var að vinna erfiðis-
vinnu allan daginn, en þegar
hann kom heim á kvöldin
byrjaði hann alltaf á því að
hjálpa til með krakkana. Hann
var ekkert að rjúka upp í sófa
til að hvíla sig þegar hann
kom heim. Og alltaf þurrkaði
hann upp eftir kvöldmatinn
og hjálpaði svo mömmu við
að koma börnunum í rúmið.
Við krakkarnir héldum að allir
pabbar gerðu þetta en svo
komumst við að því að það
var hvergi svona nema heima
hjá okkur að pabbarnir tækju
svo mikinn þátt í heimilis-
störfunum. Hann fór alltaf
með okkur í göngutúra á
sunnudögum. Við börnin hans
og síðan barnabörnin voru
hans líf og yndi. Það var ekki
furða þó að það yrði óbætan-
legt skarð þegar hann fór.
Pabbi mátti ekkert aumt sjá.
Hann var maður sem gat gefíð
sína síðustu krónu ef hann
taldi einhvern þurfa hennar
frekar með.“
Heimildamyndin
Corpus Camera
Ég spyr Sigrúnu hvernig
það hafi komið til að hún kom
fram í heimildamyndinni sem
áður er vikið að.
„Þetta kom þannig til, að
Sigurjón [Baldur Hafsteins-
son] var búinn að gera bók
um ljósmyndir af dánu fólki
og líkkistum. Ég átti mynd af
kistum foreldra minna og
bróður saman og hann fékk
að nota hana. Svo hringir hann
aftur í fyrra og talar um að
hann ætli að gera heimilda-
mynd og spyr hvort ég sé til í
að tala við þau í myndinni.
Mér fannst það allt í lagi, því
að mér datt ekki í hug að þessi
mynd ætti eftir að koma fyrir
almenningssjónir. Það var
auðvitað óttalega barnalegt,
en það hvarflaði hreinlega
ekki að mér. En þetta er
ákaflega indælt og þægilegt
fólk og mér fannst allt í lagi
að tala við þau. Og síöan komu
þau hingað vestur með
myndatökuvél og ég gleymdi
einfaldlega návist hennar.
Samt held ég að mér hafí
alltaf fundist að ég ætti aldrei
eftir að tala um þessa hluti
við ókunnugt fólk, að tala um
slysið eða neitt sem viðkom
því, heldur að ég mundi bara
eiga það með sjálfri mér.“
Treysti sér ekki til
að horfa ú myndina
„En þegar þau komu öðru
sinni vestur í vetur til að Ijúka
við myndina og töluðu um að
hún yrði sýnd opinberlega, þá
leist mér ekkert á blikuma.
Mér leið hreinlega illa yfir
því að það ætti að fara að sýna
þetta í sjónvarpi. I alvöru tal-
að, ég vissi ekki hvað ég átti
að gera af mér! Sigurjón sendi
mér spólu með myndinni til
að sýna mér að þetta væri allt
í lagi. En ég horfði aldrei á
hana. Ég treysti mér ekki til
þess. Svo kom myndin í sjón-
varpinu og ég ætlaði að horfa
á hana þar. En ég gerði það
ekki. Það var loksins nokkrum
dögum seinna sem ég horfði
á hana á spólu. Þá fannst mér
myndin í heild verulega falleg
og dálítið öðruvísi en ég hafði
ímyndað mér."
-Þannigaðkvíði þinn hefur
verið ástæðulaus...
„Já, reyndar var hann það.
Annars fannst mér dálítið
óraunverulegt að sjá sjálfa mig
í kvikmynd og vera að tala
um þessa hluti. En ég held að
þetta hafi bara verið allt í lagi.“
Útrúleg viðbrögð
-Hefurðu fengið mikil við-
brögð?
„Já, fólk fór að hringja í
mig, ótrúlegasta fólk, bæði
sem ég þekki og þekki alls
ekki, og var að þakka mér
fyrir að hafa rætt um þetta.
Og þá fór mér að finnast þetta
gott mál. Ég hafði ekkert
hugsað þetta frá því sjónar-
miði. Til dæmis hringdi í mig
kona sem hafði misst foreldra
sína í slysi fyrir löngu og hafði
líka misst litla telpu fyrir
mörgum árum. Hún sagði mér
að hún væri búin að vera svo
reið í öll þessi ár og hefði
aldrei getað grátið. Hún sagði
við mig: Svo horfði ég á þessa
mynd og ég vissi í raun og
veru ekkert hvað þetta var. Ég
fór bara að horfa. En allt í
einu áttaði ég mig á því að ég
var farin að hágráta. Og þegar
myndin var búin, þá leið mér
svo miklu betur. Þetta sagði
þessi kona. Og hún hringdi í
mig til að segja mér þetta.
Hún fann einhverja samsvör-
un. Svo hefur fólk allsstaðar á
landinu verið að hringja í mig.
Ég er hreinlega hamingjusöm
yfir þessu. Ég hugsaði aldrei
út í neitt af þessu tagi fyrir-
fram.“
Áfallahjúlp þess tíma
„Ég nefndi í myndinni
hvernig fólk gekk úr vegi fy rir
mér þegar ég fór hér upp á
götu fyrst eftir slysið. S vo kom
ekkert meira fram um það í
myndinni. En það er afskap-
lega eðlilegt að fólk gangi úr
vegi. Það veit ekkert hvað það
á að segja við mann. En eftir
þennan dag hef ég oft hugsað,
hvað það hlýtur að vera ólfkt
að búa úti á landi en á stórum
stöðum þegar svona atburðir
verða. Það eru allir vinir,
bókstaflegaallir. Maðurkann-
ast auðvitað meira og minna
við alla í svona litlu plássi, en
þarna verða allir eins og
fjölskylda manns.
Það var engin formleg
áfallahjálp á þessum árum
eins og nú er, en vinir og vin-
konur komu hér dag eftir dag.
Þetta var sannarlega áfalla-
hjálp í verki. Ég hefði ekki
viljað búa í Reykjavík við
þessar aðstæður, þó að þar sé
gott fólk. En í fjölmenninu er
ekki þetta nána samfélag þar
sem allir þekkja alla.
✓
Islenska heimildamyndin Corpus
Camera, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir
nokkru, vakti mikla athygli. Meðal
þeirra sem þar komu fram var Sigrún
Sigurðardóttir í Hnífsdal.
Nú eru liðin rúmlega 22 ár frá at-
burðinum hörmulega þegar foreldrar
Sigrúnar, Elísabet Jónsdóttir og Sig-
urður Jónasson, og yngsti bróðir,
Hallgrímur Sigurðsson, fórust í bíl-
slysi. Þau voru á heimleið inn á ísa-
fjörð í flughálku og hvassviðri að
kvöldi 2. janúar 1977 úr heimsókn til
Sigrúnar og eiginmanns hennar,
Halldórs Friðbjörnssonar, og fjöl-
skyldu þeirra í Hnífsdal. Ekki var vit-
að um slysið fyrr en morguninn eftir.
Það voru bæjarstarfsmenn sem voru
að sandbera leiðina milli ísafjarðar
og Hnffsdals sem komu auga á bílinn
í fjörunni. Einn þeirra var Hjálmar
Sigurðsson, sonur Elísabetar og Sig-
urðar og bróðir Hallgríms.
Sigrún (Rúna), Valgerður (Geröa), Katí(Katrín),Jónas, Halli (Hallgrímur), Hjalli (Hjálmar)
og Rósi (Sigurður Rósi) ásamt foreldrum sínum, Elísabetu Jónsdóttur og Sigurði Jónassyni.
Martinus Simson tók myndina árið 1952
Það var eitt í sambandi við
þetta slys sem mér fannst eitt-
hvað það versta sem gæti hent.
Það var bróðir minn sem fann
þau. Hann kom fyrstur að
slysstaðnum þar sem bíllinn
var í fjörunni. Það er eitt að
missa fólkið sitt svona, en að
hann skyldi þurfa að koma að
því, það fannst mér ægilegt."
Systkinin urðu
ennpú núnari
„Við vorum sjö, systkinin.
Við höfðum alltaf verið ákaf-
lega samrýmd, þó að við vær-
um svo ólík að það var eins
og við værum sitt úr hverri
áttinni. Eftir þetta urðum við
sem eftir lifðum ennþá nánari.
En þetta er auðvitað ekkert
meira en svo margur þarf að
reyna. Fer nokkur í gegnum
lífið án þess að þurfa að reyna
eitthvað? Það er kannski mis-
jafnlega mikið.
En eftiratburði af þessu tagi
fer maður að hugsa á allt ann-
an hátt. Þá hættir maður að
taka alla hluti sem sjálfsagða
og sjálfgefna. í rauninni held
ég að reynsla af þessu tagi
bæti fólk. Maður verður um-
burðarlyndari og gerir minna
af því að fárast yfir smámun-
um. Maður er ekki að hafa
áhyggjur af einhverju sem
skiptir engu máli.
Tengslin innan fjölskyldu
minnar eru mjög sterk. Svo á
ég alveg einstaklega góðan
eiginmann og góð börn. Og
ég segi alltaf að ég hafi valið
tengdabörnin mín sjálf. Og
barnabörnin eru alveg spes!“
Sigrún kveðst alltaf hafa
haft mikinn áhuga á fólki. „Ég
veit nú ekkert af hverju það
er, en mér hefur alltaf fundist
gaman að kynnast fólki, tala
við fólk og vera innan um
fólk. Ef ég kann ekki nógu vel
við einhvern, þá held ég að
það sé vegna þess að ég hafi
ekki kynnst honum nógu vel.
Eg er búin að reka mig á að
þetta er staðreynd. Þegar
maður kynnist viðkomandi
nógu vel, þá kemur í ljós að
þetta er alveg ljómandi mann-
eskja.“
Slysið og aðdragandi pess
Slysið varð 2. janúar árið
6
MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1999