Bæjarins besta - 21.04.1999, Blaðsíða 2
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 ísafjörður
® 456 4560
0456 4564
Netfang prentsmiðju:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http: /ftfww. snerpa. is/bh
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Hlynur Þór Magnússon
Netfang ritstjórnar:
hh@snerpa.is
Bæjarins besta er í samtökum "bæjar- og héraðs-
fréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda
og annars efnis er óheimil nema heimllda sé getið.
Boðberi betri tíðar
í dag lýkur vetri. Á morgun heilsum við sumri.
Hvorki reynsla kynslóða liðinna alda né veðurannálar
koma í veg fyrir að við fögnum sumrinu með hjarta
barnsins. Þó vitum við að þann dag geta skollið á
veður sem tengjast ekki nafni árstíðarinnar. Þannig
hefur það ætíð verið og verður og við því er ekkert að
segja eða gera Við höldum okkar striki og fögnum
sumri.
En hvað sem líður veðurfari sumardagsins fyrsta fer
ekki á milli mála að hann er boðberi betri tíðar,
boðberi yls og gróanda, upphaf betri tíðar. Þess vegna
er sumardagurinn fyrsti alltaf jafn kærkominn.
Að þessu er hætt við að sumardagurinn fyrsti beri
örlítið annað yfirbragð en vant er hjá mörgum hinna
fullorðnu þar sem ört styttist í kosningar, þótt blessuð
börnin láti sig lítt varða bægslaganginn sem sálnaveið-
unum fylgir.
Þrátt fyrir gleðina og bjartsýnina sem fylgir sumar-
deginum fyrsta eru það kannski pólitísku vindarnir
sem blása þessa dagana sem valda því að eitt af
kvæðum þjóðskálds okkar Vestfirðinga, Guðmundar
Inga Kristjánssonar, leitar á hugann: „Hér er mitt bú.
/ Og hér er minn fæðingarstaður. / Handtök mín / voru
bundin þessari sveit. / Hér hef ég verið / vorsins ham-
ingjumaður. / Vísnagerð mín / er sprottin úr þessum
reit.” - „Lokin í nánd. - / Og þá neita ég ekki hinu /
að nú eru málin / komin í erfiðan hnút. / Fjárhúsin
hrörleg, / fjórar sléttur í sinu, / og fullvirðisrétturinn /
er leigður út.”
Skáldið sá fyrir sér sveitina þar sem einstaklingurinn
fékk að njóta sín og Guðmundur Ingi byggði ekki stór-
bændahöllina í draumum sínum. Þau níu ár sem liðin
eru síðan skáldið á Kirkjubóli orti kvæðið hafa ekki
dregið úr þeirri dapurlegu mynd sem þarna er dregin
upp og skáldið óttaðist að biðu íslenskra sveita. Þvert
á móti hefur sýn skáldsins orðið raunverulegri með ári
hverju. Og ekkert lát virðist á.
En nú kveður vetur og sumri skal fagnað. Enginn
veit hvað sumri fylgir en óskin og vonin um góða og
grósku mikla tíð framundan fylgir sumardeginum
fyrsta hvernig sem hann blæs. Þannig eigum við okk-
ur líka drauma fyrir hönd þeirra sem síðar munu erfa
landið, að það bíði þeirra gott og gjöfult, þar sem
einstaklingurinn fær að njóta sín en húkir ekki sem
leiguliði í skugga fámennisyfirráða sem nú tröllríða
öllu til lands og sjávar.
Bæjarins besta þakkar lesendum sínum og
viðskiptavinum samfylgd á liðum vetri og óskar þeim
og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
- s.h.
ORÐ VIKUNNAD
San Francisco
Merking latneska orðsins sanctus er heilagur. Það er einkum notað
um dýrlinga kaþólsku kirkjunnar. I fjölmörgum núlifandi tungumálum
má finna það í ýmsum myndum. San Francisco er borg heilags Franz frá
Assisí, San Marco er kirkja heilags Markúsar, borgin Sáo Paulo er kennd
við Pál postula og Santiago er borg heilags Jakobs. A Islandi var Pétur
postuli löngum nefndur Sankti Pétur, einkum í hlutverki dyravarðarins
á himnum. Og ekki má gleyma sjálfum Santa Claus, þ.e. heilögum
Nikulási eða ameríska jólasveininum. Þannig mætti lengi, lengi telja.
Pönnukökuganga í Hnífsda/
Vctrarvinir njóta
veðurblíðiinnar
í Hnífsdal hefur um tólf
ára skeið verið til félags-
skapur sem heitir Vetrar-
vinafélagið. Eins og nafnið
gefur til kynna er hér um að
ræða vini sem hittast yfir
vetrartímann enda sumarið
tími ferðalaga og þvf erfið-
ara um vik að hittast.
Árlega, að tveimur árum
undanskildum þar sem snjó
skorti, hafa félagsmenn efnt
til svokallaðrar „Pönnuköku-
göngu" en í henni hafa félags-
menn og gestir gengið fram
Hnífsdalinn á gönguskíðum
og efnt til pönnukökuveislu.
Hafa margirfélagsmenn verið
prúðbúnir í göngunni sérstak-
lega kvenþjóðin sem klæðst
hefur síðkjólum.
Pönnukökuganga þessa árs
var haldin í blíðskaparveðri á
sunnudag og mættu til hennar
um 90 manns en flestir hafa
þeir verið um 120. Eftir að
hafa snætt pönnukökur og
drukkið kaffi tóku viðstaddir
lagið og áttu margir viðstadd-
ra erfitt með að halda heim á
Ólöf Helgadóttir formaður
Vetrarvina í Hnífsdal.
leið vegna veðurblíðunnar.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins eru reglur félagsins
aðeins tvær: 1. Ólöf Helga-
dóttir er formaður. 2. Því má
ekki breyta. Og þannig hefur
Byggðamálin tek-
in fastarí tökum
Byggðamálin eru örðug
viðfangs. í alltof mörg ár hefur
okkur gengið illa að festa
fangs á þessum vanda. Stjórn-
málaflokkarnir hafa ekki náð
að móta stefnu til lengri tíma
sem tryggði viðsnúning á
byggðaþróuninni. Þetta mál
er þess vegna eitt mikilvæg-
asta verkefnið sem við stönd-
um frammi fyrir.
Svo einkennilegt sem það
er þá hafa menn fram undir
þetta lítið rey nt að grafast fyrir
um hvað ylli búseturöskun-
inni. Þegar ég settist í stjórn
Byggðastofnunar við upphaf
kjörtímabilsins lagði ég til að
við færum skipulega í slíka
vinnu og varð það að ráði.
Niðurstöðurnar liggja nú fyrir
í ítarlegri skýrslu sem margir
þekkja. Þar sjáum við betur
en áður hvar eldur brennur á
íbúum byggðanna. Sumtviss-
um við að sjálfsögðu fyrir.
Annað kom kannski meira á
óvart. Stóra málið er að nú
vitum við með vissu hvar eigi
að bera niður til þess að líkur
séu á að árangur náist.
Fyrir vikið er nú verið að
taka skipulegar á málunum
en áður.
Stóraukið fé til
nýsköpunar á
landsbyggðinni
I fyrsta lagi eru það atvinnu-
málin. Þaðeraugljóstaðkrafa
samtímans er aukin fjöl-
breytni. Nú hefur þegar verið
veitt stórauknu fjármagni til
nýsköpunar í atvinnumálum
á landsbyggðinni. 300 millj-
ónum króna var veitt til þessa
í fjárlögum ársins í ár. Þúsund
milljónir króna verða til ráð-
stöfunar til nýsköpunarverk-
efna úr svo kölluðum Fram-
takssjóði Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins. Þá hefur starf
atvinnuþróunarfélaga verið
stóraukið, svo sem eins og
hér á Vestfjörðum. Og þessa
dagana er verið að koma upp
Þróunarsetri á ísafirði, sem
mun verða miðstöð þróunar-
starfs hér vestra og lykilatriði
fyrir uppbyggingu nýrra at-
vinnutækifæra.
Enn er þá ótalið það sem
mestu máli skiptir. Rekstrar-
skilyrði atvinnulífsins hafa
verið bætt. Möguleikar til at-
vinnustarfsemi af þeim sökum
eru betri en áður. Það er nær
einróma álit þeirra sem fisk-
vinnslu stunda að betur horfi
með rekstrarskilyrði í þeirri
atvinnugrein en oft áður.
Dæmi frá ísafirði -
sýnir hrað hægt
er að gera
I menntamálum hefur verið
unnið skipulega. Lög sett um
öll skólastigin í landinu.
Stuðningur aukinn við
framhaldsmenntun. Gríðarleg
aukning hefur orðið í hvers
konar símenntun og sérstak-
lega hefur orðið mikil upp-
bygging fjarnáms. Hér hafa
Vestfirðingar verið í farar-
broddi. Dugnaður og atorka
kvennanna sem stunda nám
við Háskólann á Akureyri á
hjúkrunarbraut, með fjarnámi
frá Isafirði, hefur verið aðdá-
unarverður og sýnir hvað er
unnt að gera á þessu sviði.
Þessum vaxtarbroddi ber að
hlúa að. Nú er líka hafm vinna
við að athuga möguleika á
slíkri fjarkennslu á grunn-
skólastigi, með tilraunaverk-
efni Broddanesskóla og
Hólmavíkurskóla.
Jöfnun námskostnaðar
- framiögin tvöfölduð
Loks er þess að geta að
stigin hafa verið skref til lækk-
unar kostnaðarliða sem
íþyngjandi hafa verið við
rekstur heimilanna. Framlög
til jöfnunar námskostnaðar
hafa verið tvöfölduð á þremur
árum. I Byggðanefnd forsæt-
isráðherra, sem ég varformað-
ur fyrir, var ennfremur lagt til
að þessi framlög yrðu tvö-
földuð á þremur næstu árum.
Þá var á þessu ári enn aukið
fjármagn til lækkunar á hús-
hitunarkostnaði. Hér er mikið
og brýnt byggðamál á ferð-
inni. Byggðanefndin lagði
enda til að framlög til þessa
viðfangsefnis yrðu á næstu
þremur árum aukin í jöfnum
skrefum þannig að húshitun-
arkostnaður yrði hvergi meiri
en hjá svo kölluðum meðal-
dýrum hitaveitum.
Símkostnaður j'afn -
aður -11% lækkun
símkostnaðar
Þá er nauðsynlegt að minna
á að á þessu kjörtímabili sigld-
um við loks í heila höfn máli
sem er búið að vera áratuga-
gamalt baráttumál lands-
byggðarfólks. Hér er átt við
jöfnun símakostnaðar. Nú eru
talsímagjöld innanlands loks
orðin þau sömu alls staðar og
enginn munur á staðar og
langlínutöxtum. Þetta þýddi
að símkostnaður okkar Vest-
firðinga lækkaði á einu bretti
um 11 prósent. Með öðrum
orðum: Það lætur nærri að
þessi aðgerð ein og sér hafi
Einar K. Guðfinnsson,
1. þingmaðurVest-
firðinga og efsti mað-
ur á lista Sjálfstæðis-
flokksins skrifar
þýtt það að heill mánaðar-
reikningur hafi fallið niður og
munar vissulega um minna.
Þannig þarf að vinna áfram
með skipulegum hætti að efl-
ingu byggðanna. Ekki með
upphrópunum, frösum og lof-
orðum um töfralausnir. Heldur
með ábyrgum hætti, sem um
munar og kemur íbúum lands-
byggðarinnar til góða.
o
A/þýðusamband Vestfjarði
Púlverjar á físk-
vinnslunámskaði
Undir lok síðasta mán- fólki var kennt ýmislegt sem
aðar lauk tveimur fisk- viðkemur starfinu, s.s. um
vinnslunámskeiðum á veg- vinnslurásir, markaðsmál,
um Alþýðusambands Vest- hreinlæti, vinnustellingar,
fjarða. Um er að ræða öryggismál og um réttindi
námskeið þar sem starfs- og skyldur á vinnumarkaði.
2
MIÐVIKUDAGUF) 21. APRÍL 1999