Bæjarins besta - 21.04.1999, Qupperneq 5
tsafjörður
Tungudalur og Skarðsengi -
framtíðarskíðasvæði Isfirðinga
Nú standa Isfirðingar
frammi fyrir ákvörðun um
framtíðarskipan skíðamála í
skíðabænum ísafjarðarbæ.
Skiptar skoðanir eru meðal
bæjarbúa í þessu efni en nauð-
synlegt er að forðast deilur og
átök þannig að hægt verði að
einhenda sér í uppbyggingu
svæðisins.
Persónuleg skoðun mín er
sú að byggja eigi upp Tungu-
dal sem framtíðar skíðasvæði
og fólkvang ásamt Skarðsengi
fyrir göngumenn, enda það
svæði talið „öruggt” Eg vil
benda á eftirfarandi rök fyrir
því:
Seljalandsdalur er snjó-
flóðasvæði þar sem nánast öll
mannvirki hafa eyðilagst þris-
var sinnum á fimmtíu árum.
Flóð sem valdið hafa minna
tjóni og eða fallið á fólk skipta
tugum á sama tíma. Oft hefur
legið við stórslysi á svæðinu.
Bygging mannvirkja til að
koma í veg fyrir snjóflóð eru
alltof dýr og óraunhæft er að
tala um mannvirki sem þola
þau. Að beitasnjóflóðaeftirliti
til að gera svæðið „öruggt”
gæti verið raunhæft til að nýta
svæði sem fyrir er, en glapræði
er að byggja upp svæði við
slíkar aðstæður. Sérstaklega
ef aðrar leiðir eru færar.
Fundin verði lausn á vanda
göngumanna með aðgengi á
göngusvæði en það er alger-
iega óraunhæft að byggja
skíðalyftu á snjóflóðasvæði,
eingöngu til að fá veginn upp
á Skarðshengi mokaðan. Eg
vil benda á tillögur Vegagerð-
arinnar um byggingu vegar úr
Tungudal upp á Seljalandsdal,
enda er það ódýrari kostur en
bygging vegskála í gegnum
fyrirhugaðan snjóflóðavarnar-
garð fyrir ofan Seljaland.
Stjórn Skíðafélagsins ályktaði
með þessari lausn enda þarf
að fara yfir snjóflóðasvæði til
að komast á Skarðsengi, eins
og vegurinn liggur í dag. Full
samstaða er um að færa nú-
verandi þjónustumiðstöð á
Harðarskálaflöt til að þjóna
göngumönnum enda mun nýr
skíðaskáli þjóna svæðinu í
Tungudal. Mikilvægt er að
skíðamenn standi saman um
þessar aðgerðir og vinni sam-
an að þessum miklu framfara-
málum íþróttarinnar.
Helsti ókosturinn við
Tungudal er sá að svokallaðar
„millibrekkur” vantarásvæð-
ið, en hefur sömu bröttu
brekkurnar og Seljalandsdal-
ur, bæði hvað bratta og lengd
varðar. Er hægt að bæta úr
því?
A Skíðavikunni var skíða-
fólki boðið upp á að skoða
nýtt svæði í Tungudalnum.
Troðarar og snjóbíll drógu
skíðamenn hundruðum saman
upp á Miðfellsöxlina, en þrjár
leiðirvoru troðnarþar. Öllum
bar saman um að um frábærar
brekkur væri að ræða.
Starfsmenn svæðisins full-
yrða að þetta svæði sé það
snjóþyngsta á svæðinu, jafn-
vel þó litið sé til Seljalands-
dals. Þarna komi fyrsti snjór-
inn á haustin og hann endist
framíjúniímeðalári. Svæðið
er öruggt hvað varðar snjó-
flóð, enda troðið frá toppi
þannig að flóð getur ekki farið
af stað.
A þessu svæði er um fjórar
megin leiðir að ræða. Leið 1
er 2,8 km. barnabrekka. Leið
2 er aflíðandi millibrekka.
Leið 3 er millibrekka með
bröttum stöllum. Og leið 4 er
tæplega 2 km risa-svigbrekka
sem er einsdæmi á Islandi.
Addi Kalli prófaði þessa
brekku fyrir okkur og gaf
henni fyrstu einkunn. Einnig
hefur Hafsteinn Sigurðsson
lýst því yfir að hann telji þetta
góðarbrekkursemmuni henta
vel fyrir unglingamót og
reyndar væri svæðið frábært.
Mig langar að koma að um-
sögnum gesta okkar á Lands-
mótinu og Skíðaviku, um
Skíðasvæði
Gunnar Þórðarson,
formaður Skíðafélags
ísflrðinga skrifar
Tungudalinn.
„Þið eruð með svig- og
stórsvigsbakka á heimsmæli-
kvarða”. Þetta er umsögn sér-
fræðingaískíðamótum. Hins-
vegar eru þessar brekkur of
krefjandi fyrir t.d. unglinga-
meistaramót en þar kemur
svæðið niður af Miðfellsöxl-
inni til sögunnar.
Byggjum Tungudalinn upp
sem framtíðar alpagreina-
svæði Isfirðinga og leysum
aðgengi göngumanna að
Skarðsengi ásamt að byggja
upp framtíðaraðstöðu göngu-
manna á Harðarskálaflöt með
flutningi þjónustumiðstöðvar
þangað. Jöfnum og sléttum
jarðveginn á skíðasvæðinu,
við lyftu og í botni dalsins og
lokum ánni fyrir ofan jarð-
göng. Með sléttari jarðveg
þarf miklu minni snjó til að
hægt sé að skíða.
Við heyrum það aftur og
aftur í Skíðafélaginu að verði
Seljalandsdalur byggður upp
aftur munu foreldrar neita að
senda börnin sín á skíðamót á
Isafirði. Einn af stjórnar-
mönnum Skíðasambandsins
sagði okkur í febrúar sl., löngu
fyrir síðasta snjóflóð, að erfitt
væri að fá fólk til að sam-
þykkja skíðamót á Isafirði
vegna snjóflóðaumræðunnar.
Við verðum að taka þetta al-
varlega. Öryggi skíðamanna,
sérstaklega skíðabarna, verð-
ur að vera í fyrirrúmi.
(
Verkin tala
Sjávarútvegsmál voru
mikið til umfjöllunar á Al-
þingi í vetur, mun meira en
menn höfðu ætlað þegar
þing kom saman í haust.
Glímaþurfti við Hæstarétt-
ardóm og leiða til lykta
nauðsynlegar lagabreyt-
ingar vegna dómsins. En
fleira markvert gerðist.
Lögin verða
endurskoðuð
Fyrst skal nefnt að
ákveðið var að endurskoða
lögin um stjórn fiskveiða á
næstu tveimur árum. Það
stóð ekki til en kom inn í
meðförum sjávarútvegs-
nefndar. Akvörðun um
endurskoðun er viðurkenn-
ing á því að veruleg óá-
nægja er með nokkur atriði
í löggjöfinni og að taka
verður málið til athugunar
og það verður gert.
Byggðakvóti
Ákveðið var að taka frá ár-
lega næstu sjö árin 1500 tonna
kvóta til þess að ráðstafa í
byggðarlögum sem lent hafa
í vanda vegna samdráttar í
sjávarútvegi. Þetta er vísir að
byggðakvóta.
Strandveiðikerfi
Sjávarútvegsráðherra lagði
til að leggja niður krókakerfið
og sameina það kvótakerfinu.
Því var hafnað og krókakerfið
verður áfram við lýði. Hætt er
við að kvótinn í krókakerfmu
hefði fljótlega verið keyptur
til stóru útgerðanna og hvað
sem um krókakerfið má segja
þá er það landsbyggðardreift,
nokkurs konar strandveiði-
kerfi smábáta. Það kemur sér
vel þegar farið verður að huga
Kristinn H. Gunnars-
son, formaður
sjávarútvegsnefndar
Alþingis skrifar
að almennari byggðakvóta.
Samræmdar ieikreglur
Leikreglur voru samræmd-
ar milli aflamarksbáta og
krókabáta þannig að nær allir
róa eftir svipuðum reglum.
Það var óhjákvæmilegt vegna
togstreitu milli kerfanna, þar
sem í öðru voru bátar kvóta-
bundnir en í hinu ekki nema í
þorski.
Handfærakerfi
Búið var til handfærakerfi
fyrir dagabáta með litla veiði-
reynslu sem gefur þeim mögu-
leika á að halda áfram útgerð.
Þessi bátaflokkur gagnast
Vestfirðingum nokkuð vel og
getur hentað bændum sem í
vaxandi mæli styrkja afkomu
sína með færaveiðum. Unnið
verður að því að þróa reglur
um þessa útgerð sem gefur
mönnum afkomumöguleika
án þess að heildarveiðin fari
upp úr öllu valdi.
Hvalveiðar
Til lykta var loksins leidd
umræðan um það hvort hefja
ætti hvalveiðar eða ekki. Nið-
urstaða Alþingis var afdrátt-
arlaus, ályktað var að hefja
skuli veiðarhiðfyrstaáhvala-
'Á
tegundum sem vísinda-
menn okkar hafa gefið út
kvóta á og vísindanefnd
NAMMCO staðfest. Það
eru bæði hrefna og lang-
reyður. Ríkisstjórninni var
svo falið að kynna sam-
þykktina og hrinda henni í
framkvæmd.
Bætur til innfjarð-
arækjuveiða
Stjórnarþingmenn Vest-
fjarða beittu sér fyrir því
og fengu framgengt að
rækjubátum við Húnaflóa
verður bætt með auknum
þorskkvóta mjög mikil
skerðing á innfjarðarækju-
kvóta sínum í vetur.Nýtt er
ákvæði í gildandi lögum
sem ekki hefur verið notað
árum saman.
Öll þessi atriði sýna og
sanna að það skiptir máli
hverjir halda á málum. Ég
vonast til þess að Vestfirð-
ingar telji sig hafa haft
nokkurt gagn af þingmanni
sínum í þessum verkum.
Samstarf
aukið við
Bolvíkinga
Bæjarráð Isafjarðarbæj-
ar og Bolungarvíkur hafa
lýst yfir vilja til þess að
taka út rekstur sameigin-
legra stofnana á norðan-
verðum Vestfjörðum.
Þá hafa sveitarfélögin
hug á að skapa alla hugs-
anlega möguleika á frek-
ara samstarfí þeirra á milli
auk þess sem bæjarstjórn-
unum hefur verið falið að
leita eftir samstarfi við
sveitarstjórn Súðavíkur-
hrepps og koma með til-
lögu sveitarfélaganna að
samstarfsnefnd.
ísafjörður
Sigrún og
Selma með
tónleika
Á sunnudag halda þær
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu-
leikari og Selma Guð-
mundsdóttir píanóleikari
tónleika í sal Grunnskól-
ans á ísafirði á vegum
Tónlistarskóla Isafjarðar.
Á efnisskrá tónleikanna
eru sónötur fyrir fiðlu og
píanó eftir Robert Schu-
mann og W.A. Mozart auk
verka eftir Brahms, Bar-
tók og Jón Leifs. Tónleik-
arnir eru áskriftartónleikar
Tónlistarfélagsins en einn-
ig verða seldir miðar við
innganginn og er miða-
verð kr. 1.200.
Sigrún Eðvaldsdóttir er
einn fremsti og þekktasti
fiðluleikari okkar íslend-
inga og hefur hlotið
ntargskonar viðurkenning-
ar fyrir leik sinn. Selma
hóf tónlistarnám sitt á Isa-
firði. en stundaði síðan
nám í Reykjavík, Þýska-
landi og víðar.
Vestfirðir
Listi Frjáls-
lynda flokks-
ins
Framboðslisti Frjáls-
lynda flokksins á Vest-
fjörðum hefur verið lagður
birtur.
Listans skipa þau
Guðjón Arnar Kristjáns-
son, Pétur Bjarnason,
Bergljót Halldórsdóttir,
Ásthildur Cesil Þórðar-
dóttir, Kristján Freyr
Halldórsson, Hálfdán
Kristjánsson, Ólöf
Jónsdóttir, Guðmundur
Óskar Hermannsson,
Rögnvaldur Ingólfsson og
Matthías Bjarnason.
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 5