Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.04.1999, Síða 8

Bæjarins besta - 21.04.1999, Síða 8
Landsbanka- knrinn í heimsðkn Kór Landsbanka ís- lands hf., eða Lands- bankakórinn eins og hann er kallaður. held- ur tónleika í Isafjarð- arkirkju á laugardag kl. 17. Söngstjóri kórsins er Guðlaugu rVikloi sson. Auk hans leika með kórnum þeir Bjarni Jónatansson ápíanóog orgel, Birgir Bragason á bassa og Pétur Val- garð Pétursson á gítar. Aðgangur er ókeypis. Gnður árangur ísfirðinga Strandagangan svo- nefnda var huldin fyrir stuttu. Fjölmargir fs- firðingar tóku þátt í göngunni og stóðu sig með prýði. í 20 kflómetra göngu 50 ára og eldri sigraði Kristján R.Guðmunds- son á 1:03,15, annar varð Elías Sveinsson á 1:12,46 og þriðji varð Konráð Eggertsson á 1:15,41. Halldór Mar- geirsson og Gunnar Pétursson urðu síðan í 4. og 5. sæti. í 20 kflómetra göngu 35-49 ára varð Einar Y ngvason í þriðja sæti, Sigurður Gunnarsson var í fjórða og Oskar Kárason í fimmta. Þrjðfyrir- tæki vilja snmu Iððina Lóðin að Sindragötu 13a á ísafirði virðist vera vinsælt bygging- arland ef marka má umsóknirumbygging- arrétt á landinu, en þrjú fyrirtæki hafa nú þegar óskað eftir að fá lóðina til umráða. Fyrirtækin eru Eim- skip, Trésmiðjan ehf. í Hnífsdal og Ágúst og Flosi ehf. en í umsókn Eiinskips segir að lóð- in verði nýtt til viðbótar núverandi aðstöðu, sem og fyrir framtíð- arrekstur dótturfyrir- tækis félagsins, ísa- fjarðarleiðar. Hin fyrirtækin áætla að byggja húsnæði undir fiskvinnslu, frystigeymslu og aðra hafsækna starfsemi. OPNIR FUNDIR Frambjóðendur Framsóknarflokksins á VestQörðum verða með opna fundi á eftirtöldum stöðum: Vagninum Flateyrí\ föstudaginn 23. apríl kl. 20:30 Félagsheimilinu á Suðureyrí\ laugardaginn 24. apríl kl. 13:00. Féiagsheimilinu í Súðavík, laugardaginn 24. apríl kl. 17:00. Samkomuhúsinu Drangsnesi, sunnudaginn 25. apríl kl. 20:30. Tölvunámskeið eldri borgara Námskeiðið verður haldið í samkomusal Hlífará ísafirði iaugardaginn 24. apríl 1999 kl. 14:00. Kennari verður Svavar Þór Guðmundsson frá Tölvuþjónustunni Snerpu ehf. Sjá nánar í götuauglýsingum. Zontaklúbburinn Fjörgyn. Landssími Islands hf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins og er hlutafélag í samkeppni á markaði þar sem stöðugar nýjungar eru og verða allsráðandi á komandi árum. Fyrirtækið stefnir að því að vera áfram í fararbroddi á sínu sviði. Landssíminn leitast við að veita bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu sem völ erá hverju sinni og rekur eittfullkomnastafjarskiþta- kerfi heimsins. ÞJONUSTUFULLTRUI ÍSAFJÖRÐUR Landssíminn óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa. Starfið felst í ráðgjöf, sölu og afgreiðslu á fjarskiptaþjónustu og notendabúnaði Símans, auk annarrar notendaþjónustu og tilfallandi verkefna. Við leitum að duglegu fólki, sem hefurtil að beraframúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af þjónustustörfum ásamt góðri grunnmenntun og tölvuþekkingu er æskileg. í boði eru krefjandi og áhugaverð verkefni og endurmenntun í starfi hjá framsæknu fyrirtæki. Ofangreint starf hentar jafnt konum sem körlum. Nánari uþþlýsingar veitir Guðný Kjartansdóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533-1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 28. apríl nk. merkt: „Landssíminn - þjónustufulltrúi ísafirði" LANDSSÍMI ÍSLANDS HF Ráðstefna um máiefni aidraðra Þjóöfélag fyrír fólk á fillum aldri Fjölmenni var á ráðstefnu um málefni aldraðra sem haldið var í Félagsheimilinu í Hnífsdal á sunnudag. Yfir- skrift ráðstefnunnar var „Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri" og var hún sérstaklega ætluð öldruðum og þeim sem koma að málefnum aldraðra með einum eða öðrum hætti. Það var Hákon Bjarnason, formaður Félags eldri borgara á ísafirði sem setti ráðstefn- una og síðan flutti bæjarstjóri Isafjarðarbæjar, HalldórHall- dórsson ávarp. Því næst flutti Margrét Erlendsdóttir, starfs- maður framkvæmdanefndar um Ár aldraðra ávarp sem hún nefndi „Bætum lífi við árin" og fjallaði það markmið og stefnumið Sameinuðu þjóð- anna á ári aldraðra. Ásgeir Jóhannesson, fyrrv. forstjóri fór yfir efnahagsmál eldri borgara í víðum skilningi og Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík fór yfir framtíðarsýn sveitarfélaga í málefnum aldraðra. Að lokum greindi Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara frá aðal áhersl- um landssambandsins. Þá var boðið upp á fyrir- spurnir og umræður og létu þónokkrir ráðstefnugestir í sér heyra um málefnið enda mörg mál ofarlega í huga þeirra. Fékk Framsókn martröð? Orsök eða afleiðing? Það heyrist nú hvað eftir annað sagt af forystumönn- um Framsóknarflokksins og verður sjálfsagt margnotað í kosningabaráttunni, að taka þurfi á því vandamáli, að þeir sem eiga útgerðarfyrir- tæki fari út úr sjávarútvegi með mjög mikla fjármuni þegar útgerðin er seld. Þennan ofsagróða þurfi að skattleggja sérstaklega og ef það verði gert, verði mun meiri sátt um sjávarútvegs- málin. Þetta sé það atriði sem fólki svíði mest og mesti skipti, þ.e. að taka til ríkisins verulegan hluta þessa hagnaðar með sér- stakri skattalegri meðferð og nefnt er að skattur af þannig gróða verði 50-80%. Skyldi þetta nú vera aðal vandamálið og ef svo er, er það þá orsök eða afleiðing núverandi kvótabrasks sem gefið var frjálst og hefur síðan verið óheft með lögum nr. 38/ 1990 um stjórn fiskveiða? Tökum á orsökinni og eyðum afleiðingu Eg fæ ekki séð að atvinnu- öryggi í sjávarbyggðum verði tryggara eða að kvótinn festist betur í byggðarlögum þó svo að sá sem „átti” kvótann sem fylgdi útgerðinni, verði látinn greiða hærri skatt af sölunni. Vandi fólks sem missir atvinnu vegna þess að at- vinnurétturinn er seldur burt verður eftir sem áður til staðar. Rétturinn til að róa til fiskjar hefur verið sú undirstaða sem öll sjávarbyggð á landinu byggir á. Atvinnurétturinn var gerður að söluvöru. Með löggjöfinni um stjórn fiskveiða frá 1990 var gefið gjörsamlega óheft frelsi til þessaðseljagjafakvótann. Ný skattlagning á þeim auðæfum sem þá var útdeilt er aðferð til að ná tekjum í ríkissjóð en hætt er við að framkvæmdin verði erfið. Við erum fundvís á leiðir framhjá skattinum. Aðferðin bætir ekki atvinnu- og eignastöðu fólks sem miss- ir frá sér atvinnuréttindi og þar með undirstöðu lang- flestra byggða. Þannig skattur á fram- kvæmd kvótabrasksins hækk- ar ekki húseignir í kvótalaus- um byggðum í verði. Þessar hástemmdu yfirlýsingar um að skattleggja afleiðingar óréttlátrar löggjafar eru sýnd- arviðbrögð þeirra sem ætla sér ekki að breyta kvótakerfinu. Það var reyndar upplýst af fulltrúum ríkisstjórnarflokk- anna á Norðurlandi eystra, í útvarpsumræðum miðviku- daginn 13. aprfl 1999,aðkerf- inu yrði ekki breytt. Það þarf að taka á orsök kvótakerfisvandans. Lögum um stjórn fiskveiða þarf nýtt Guðjón A. Kristjáns- son efsti maður á lista Frjálslynda flokksins skrifar Alþingi að breyta svo sölu- brask með óveiddan fisk verði aflagt. Það er orsökin, annað er afleiðing af kvóta- kerfinu með frjálsu kvóta- braski. Guöjón A. Kristjánsson. 8 MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.