Bæjarins besta - 21.04.1999, Qupperneq 12
SUMA RGJÖF/NA
F/ERÐU HJÁ
OKKUR . .
MgturjfMpairt
AÐALSTfWETI 27 SÍMI «6 3602
ísafjörður
Áheitasöfnun
Hafsprnunnar
Unglingadeildin Haf-
stjarnan sem er deild inn-
an Björgunarfélags ísa-
fjarðar efndi til áheita-
söfnunar um síðustu helgi
sem fólst í því að félags-
menn gistu um borð í
gúmmíbát á Pollinum á
ísafirði í tvo sólarhringa.
Veran um borð hófst kl.
17 á föstudag og lauk á
l sama tíma á sunnudag og
söfnuðust 250 þúsund krón-
ur sem ráðgert er að fari til
kaupa á áhöldum vegna
landsmóts sem halda á í
Skálavík í sumar. Atta liðs-
menn í Hafstjörnunni tóku
þátt í áheitasöfnuninni og
voru fjórir um borð í
gúmmíbátnum í sex tíma í
senn. Hafstjarnan hefur áður
efnt til slíkrar áheitasöfn-
unar en það var árið 1995.
Félagsmenn báðu blaðið
um að koma á framfæri
þökkum til allra þeirra sem
lögðu þeim lið við söfn-
unina. Meðfylgjandi mynd
tók ljósmyndari blaðsins af
'I
rx®-
nokkrum félagsmönnum
um borð í gúmmíbátnum á
sunnudag.
Fjölsótt málþing haldið um Hornstrandir og aðliggjandi svæði
Skiptar skoðanlr um
íramtíð Mðlandsíns
Málþing um Hornstrandir
og aðliggjandi svæði var hald-
ið sl. föstudag og laugardag í
fyrirlestrasal Framhaldsskóla
Vestfjarða. Þykir þingið hafa
tekist vonum framar en vel
yfir 100 manns mættu og fór
aðsókn verulega fram úr því
sem gert hafði verið ráð fyrir.
Að sögn Þorleifs Eiríksson-
ar, forstöðumanns Náttúru-
stofu Vestfjarða, eru þeir
aðilar sem stóðu að þinginu
hæstánægðir með þann áhuga
sem bæði heimamenn og ut-
anaðkomandi sýndu málinu.
Fjöldi fyrirlestra var í boði og
komið inn á flest það er Horn-
strandir og nálæg svæði varð-
ar, þ.árn. náttúrufar, sögu,
fornminjar, landeigendur,
skipulags- og ferðamál.
Að fyrirlestrunum loknum
urðu miklarenjafnframtmjög
málefnalegar umræður um hin
ýmsu nrálefni sem snertaþetta
landsvæði. Fjöldi fólks með
ólfk sjónarmið og ólíka hags-
muni tók til rnáls og viðraði
skoðanir sínar. Um sum atriði
voru allir sammála. eins og
t.d. umhverfismál en nauðsyn-
legt er talið að bæta hreinlætis-
og öryggismál. Þá voru menn
einnig einhuga um, að án tafar
yrði að korna á yfirstjórn fyrir
svæðið og gera ráðstafanir til
að takast á við vaxandi ferða-
mannastraum. Helst greindi
rnenn á um hver framtíð Hom-
stranda ætti vera og hvort
æskilegt væri að auka umferð
ferðamanna þar. Annars vegar
kom fram sú skoðun að Horn-
strandir ættu að vera óspillt
friðland þar sem ekki væri
markvisst stefnt að því að
fjölga ferðamönnum og hins
vegar kom fram skoðun þeirra
sem vilja byggja upp ferða-
mannaþjónustu, t.d. með því
að bæta göngustíga og byggja
upp aðstöðu fyrir ferðamenn.
Landeigendur létu nokkuð
að sér kveða í umræðunum
enda sá hópur sem e.t.v. á
einna mestra hagsmuna að
gæta. Lætur nærri að um
helmingur allra ferðamanna á
svæðinu séu húseigendur og
gestirþeirra. Nokkrarumræð-
ur urðu um stöðu þeirra gagn-
Frá málþinginu sem haldið var í Framhaldsskóla Vestfjarða.
vart Náttúruvernd ríkisins og
Isafjarðarbæ, t.d. varðandi
gjöld og þjónustu. Uppbygg-
ing ferðamannaþjónustu á
svæðinu er jafnframt nokkuð
sem snertir landeigendur tals-
vert og ef ekki er rétt að málum
staðið, skapast óhjákvæmi-
lega ákveðin togstreita milli
þessara aðila.
UmræðurnartelurÞorleifur
að haft verið góðar og gagn-
legar og það sem þar kom
fram verður skráð og safnað
saman í skýrslu sem höfð
verður til hliðsjónar þegar
kemur að því að taka ákvarð-
anir um framtíð og skipulag
Hornstranda og nálægra
svæða. Segir Þorleifur, að þó
svo að málþingið hafi í sjálfu
sér ekki skilað neinni ákveð-
inni niðurstöðu um málefni
Hornstranda, þá sé stærsti
ávinningurinn af þinginu
óumdeilanlega sá, að þarna
hittist í fyrsta sinn fólk með
ólíkar skoðanir og hagsmuni
og ræddi saman á mjög svo
málefnalegan hátt. Það sé
fyrsta skrefið í rétta átt og
þrátt fyrir að málefni Horn-
stranda séu flókin og erfið við-
ureignar, þá eru menn bjart-
sýnir á að hægt verði að finna
lausn þannig að allir geti vel
við unað.
í tengslum við málþingið
var haldin kvöldvaka á Hótel
Isafírði að kvöldi föstudags-
ins. Víst er, að margir heima-
menn sem ekki höfðu séð sér
fært að sækjamálþingið sjálft,
nýttu tækifærið og fjölmenntu
á kvöldvökuna. Þar voru mál-
in rædd á léttum nótum en
einnig var boðið upp á ýmis
skemmtiatriði, litskyggnusýn-
ingu um náttúru Hornstranda
og erindi um mannlíf á Horn-
ströndum.
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
HAFNARSTRÆTI 8
Alltaf heitt
á könnunni
Allir
velkomnir!
FRAMSÓKNAR-
FLOKKURINN
Virka daga
kl.09-21
Laugardaga
kl. 10 -18
FLUG TIL
KAUPMANNA-
HAFNAR
VERÐ FRÁ
KR. 25.300,-
#
Samvinnuferðir
Landsýn
Söluskrifstota • Hafnarstræti 7
isafirði • Simi 456 5390
kymftu
ViS emm tií þjönustu reiðubúin
Sparisjóðirnir
á Vestfjörðum