Bæjarins besta - 19.05.1999, Síða 6
„Konurnar eru nol
ar sem blóraböggl:
- segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir í Súðavík
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi
oddviti og sveitarstjóri Súðavrkurhrepps,
er ekki að skafa af hlutunum þegar hún tal-
ar um „kvennamálin“ hjá Sjálfstæðisflokk-
num á Vestfjörðum. Henni eru þau ekki al-
veg óskyld, því að ekki er hún aðeins kona
á Vestfjörðum, heldur er hún einnig for-
maður Sjálfstæðisfélags Súðavíkur og hefur
gegnt mörgum öðrum trúnaðarstöðum fyrir
flokkinn hér vestra um langt árabil.
Annars hafa félagsstörf af ólrku tagi verið
afar ríkur þáttur í lífi Sigríðar Hrannar.
Enda þótt hún sé ekki orðin fertug á hún að
baki þrjú kjörtímabil eða tólf ár í sveitar-
stjórn í Súðavíkurhreppi. Sá tími var ekki
samfelldur dans á rósum. A þeim vettvangi
dró hún sig í hlé um síðustu kosningar.
Bæði fannst henni rétt að rýma fyrir öðrum
áður en hún yrði þar bara af gömlum vana
og eins veldur MS-sjúkdómurinn því, að
starfsþrekið er ekki hið sama og áður.
Nú hefur Sigga Hrönn hæg-
ara urn sig en oftast áður. I
sumar verður hún að leysa af
í Sparisjóði Súðavíkur en þar
var hún í föstu starfi í eina tíð.
Einnig gegndi hún í vor starfi
trúnaðarmanns menntamála-
ráðuneytisins, en það er fram-
hald af embætti prófdómar-
anna hér áður.
Og bridsið er aftur komið á
dagskrá.
Ilngmennafélag stnfnað
Sigríður Hrönn var ekki
nema sautján ára stelpa þegar
hún átti sæti í þriggja manna
undirbúningsnefnd að stofnun
ungmennafélags í Súðavík.
Það var árið 1977. EgiII Heið-
ar Gíslason, sem nú er fram-
kvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins, var æskuvinur og
leikfélagi Sigríðar Hrannar.
Egill Heiðar varþá nýkominn
heim frá félagsmálanámi í
Svíþjóð - „og hann var aðal-
driffjöðrin í þessu ásamt
manninum mínum, sem
reyndar var þá ekki enn orðinn
maðurinn minn", segir Sig-
ríður Hrönn. „Við stofnuðunr
Ungmennafélagið Geisla og
það starfar enn og stendur fyrir
félagslífí í bænum."
Ung í forystu
verkalýðsfélagsins
Sigga Hrönn var ekki heldur
gömul þegar hún byrjaði að
taka þátt í starfi verkalýðsfé-
lagsins. „A unglingsárum var
ég að vinna á sumrin í frysti-
húsinu eins og allirgerðu með
skóla á þeim tíma. Eg lenti í
því á félagsfundi sem ungl-
ingur að vera kosin í stjórn
verkalýðsfélagsins og var þar
varaformaður. Formaður fé-
lagsins var síðan í háskóla-
námi þegar samningar stóðu
yfir, þannig að það lenti á mér,
varla tvítugri, að standa í
samningaviðræðum fyrir
hönd félagsins. Eg lít svo á að
það séu fyrstu alvöru félags-
störfin mfn.“
Hrefnu-Láki...
Sigríður Hrönn er Norður-
ísfírðingur og Vestfirðingur í
bak og fyrir í móðurætt. Móð-
urafi hennar var Ólafur lóns-
son, oddviti og skólastjóri í
Súðavík. sonur Jóns Magn-
ússonar á Eyri í Seyðisfirði
og systursonur Jóns Guð-
mundssonar sem á sínum tínra
rak útgerð og verslun í Eyrar-
dal við Alftafjörð. A yngri
árum var Ólafur farandkennari
í Aðalvík og þar um slóðir.
Móðuramma Sigríðar var
dóttir Hrefnu-Láka í Súðavík,
sem var þjóðkunnur maður á
sinni tíð.
...og Hinni í Eröf
Elías Sigurjónsson, faðir
Sigríðar, var hins vegar úr
Þingeyjarsýslu og föðurætt
hans var þar, en móðir hans
var úrVestmannaeyjum, systir
Binna í Gröf. Það eru því
landsfrægiraflamenn íbáðum
ættum Sigríðar Hrannar, bæði
á þorsk og hval. Og raunar er
vottur af frönsku blóði í æðum
hennar, eins og svo margra
Islendinga, því að í ætt hennar
kom við sögu sjómaður á
franskri skútu sem strandaði
undir Eyjafjöllum.
Elías faðir Sigríðar lést í
vetur í Svíþjóð, en þar hafði
hann búið í tvo áratugi.
Móðir Sigríðar, Ingibjörg
Ólafsdóttir (hér vestra þekkja
hana allir sem Ebbu), bjó um
tíma í Reykjavík. Þar kynntist
hún Elfasi og þar hófu þau
sinn búskap. Sigríður Hrönn
fæddist í Reykjavík en var á
öðru ári þegar fjölskyldan
fluttist til Súðavikur og þar
ólst hún upp.
26 ára í sveitarstjérn...
Á árunum 1979 og 1981
eignaðist Sigríður börnin tvö
og var heimavinnandi um
skeið en fór svo út á vinnu-
markaðinn. Hún var um tíma
útibússtjóri kaupfélagsins í
Súðavík og vann síðan í spari-
sjóðnum. Á þeim tíma kom
hún inn í sveitarstjórnarpóli-
tíkina. Það var árið 1986, þeg-
ar hún var 26 ára. Upp úr því
urðu átökin frægu um stjórn-
arsetu í Frosta, Togsmálið og
allt það, en Súðavíkurhreppur
átti stóran hlut í fyrirtækinu
en hafði ekki átt aðalmann í
stjórn. Þau mál öll væru efni í
heila bók og hvorki staður né
stund að rekja þau hér. „í
kosningunum 1986fékkokk-
ar listi þrjá af fimm í sveitar-
stjórn Auðunn Karlsson
framkvæmdastjóri varíþriðja
sæti, ég í öðru og Hálfdán
Kristjánsson sparisjóðsstjóri
í fyrsta, en sveitarstjóri var
Steinn Ingi Kjartansson, sem
nú er sparisjóðsstjóri í Súða-
vík. Þarna kem ég alveg græn
inn í sveitarstjórn.Auðunn var
oddviti.“
...og oddviti og sveit-
arstjóri fyrr en varði
„Eftir fyrsta árið eru svo öll
þessi læti út af Frosta byrjuð.
Meirihlutinn sprakk, við Hálf-
dán vorum komin í minnihluta
en síðan kom einn af hinum
listanum til liðs við okkur. I
kjölfar þessara breytinga tók
ég við oddvitastarfinu. Þetta
er allt margflókin saga. Árið
eftir eða 1988 varð ég jafn-
framt sveitarstjóri. Steinn var
þá hættur fyrir nokkru og ann-
ar maður hafði gegnt starfinu
um skeið. Það voru ansi mikil
læti á þessum tíma og ég sjó-
aðist fljótt, enda varð ég að
gera það.“
Sigríður gegndi síðan starfi
sveitarstjóra allt til júlíloka
árið 1995 eða um sjö ára skeið,
lenguren nokkurannar í Súða-
vík. Undir lok síðasta kjör-
tímabils gegndi hún á ný starfi
oddvita. „Þá hafði ég verið
tólf ár í sveitarstjórn. Mér
fannst eiginlega vera komið
nóg og komið að öðrum. Ef
ég hefði verið lengur hefði ég
farið að skjóta rótum eins og
mér fmnst margir gera og vera
í þessu eins og af gömlum
vana.“
Nauðsynlegt að
hafa breitt bak
- Þessi tólf ár hafa á margan
hátt verið erfiður tími...
„Þetta var rosalega mikill
átakatími. Eftir fyrsta árið
gekk hreinlega ekki annað en
vera með breitt bak og brynja
sig.“
- Voru málin mjög á per-
sónulegum nótum?
„Já, þau verða það gjarnan
í litlum sveitarfélögum. Kann-
ski gerir maður sér ekki grein
fyrir því fyrr en eftir á, að
þettabitnarábörnunum.Allan
tímann meðan sonur minn var
í grunnskóla var ég í sveitar-
stjórn og lítið heima. Hann og
systir hans hljóta að hafa tekið
umræðuna í þessu litla sam-
félagi inn á sig. Það er óhjá-
kvæmilegtannað. Átakamálin
og átökin voru rædd á heimil-
unum og alls staðar. Börnin
heyra þetta og hafa auðvitað
ekki sama þroska til að taka
því og fullorðið fólk.“
Fjölmiðlarnir og
staðreyndirnar
- Einnig urðu í Súðavík
miklir atburðir af öðrum
toga...
„Já, þegar snjóflóðið fellur
í ársbyrjun 1995 er ég sveitar-
stjóri og formaður almanna-
varnanefndar. I framhaldi af
því urðu mikil blaðaskrif, eins
og ég held að flestir muni.
Mér fannst eðlilegt að ég tal-
aði við fjölmiðla, þegar þeir
leituðu til mín, og þá út frá
staðreyndum. Hins vegar
fannst mér að menn teygðu
og toguðu staðreyndirnar og
sannleikann ansi mikið og
umræðan stundum vera kom-
in langt út fyrir staðreyndir.
Þá tók ég einfaldlega þá
ákvörðun að vera ekkert að
ræða við fjölmiðla áþeim nót-
um. Og reyndar er álitamál
hvort yfirleitt er rétt að nefna
þessi frekar mál úr þessu án
sérstaks tilefnis.“
- Hverjir voru það helst sem
lögðu sig eftir því að teygja
sannleikann?
„Eg held að ég ætti ekki að
vera að nefna einhver nöfn í
því sambandi. Þeir sem gerðu
það vita það sjálfir og almenn-
ingur hér á svæðinu líka, held
ég. En oft fannst mér eins og
þarna væru einhverjir sem
vildu ná sér niðri á mér per-
sónulega frekar en ræða mál-
efni. Eða þá að þeir vildu bara
vera í sviðsljósinu í fjölmiðl-
um. Eg veit það ekki.“
- Það hafa þá verið ein-
hverjir heimamenn sem æstu
upp umræðuna í fjöhniðlum,
fremur en að fjölmiðlarnir hafí
sjálfir staðið fyrir því...
„Þetta helst í hendur. Við
vitum alveg að fjölmiðlamenn
hafa ákveðna aðila úti á
örkinni sem fæða þá á upp-
lýsingum en svo matreiða þeir
fréttirnar. Þetta vita allir sem
hafa komið nálægt því. Líka
kom þetta fram í öðrum
málum. Ætli það hafi ekki
verið sumarið 1995 sem Sig-
mundur á Látrum hætti sem
oddviti og hætti hreinlega í
sveitarstjórn. Eg tók þá við
oddvitastarfmu um haustið.
Sigmundur sagðist alltal' hafa
haft gaman af því að starfa að
sveitarstjórnarmálum, en þeg-
ar þetta væri komið út í per-
sónulegt skítkast, þá vildi
hann ekki koma nálægt þessu
lengur. Ég skildi hann að
mörgu leyti vel. Mér ofbauð
sérstaklega ein fréttin sem
birtist í tilteknum fjölmiðli.
Það var verið að segja frá hlut-
um sem gerðust á hrepps-
nefndarfundi og sannleikur-
inn var togaður í allar áttir
með þeim hætti að mér fannst
orðið heldur lítið eftir af hon-
um.“
- Það hefur væntanlega
ekki verið Morgunblaðið...
„Nei, það var ekki Morgun-
blaðið! Ég hringdi í þennan
fjölmiðil og sagði að ég hefði
nú verið á þessum fundi og
það sem lesa mátti í frásögn-
inni væri allt annað en þar
hefði átt sér stað. Þetta var
ekki bara gagnvart mér.“
Að búa til atburöarás
- Dagarnir eftir slysið -
manstu hvernig þér leið?
„Maður hafði lítinn tíma til
að leiða hugann að því. Það
var svo margt að gerast og
margt sem þurfti að sinna og
lítið um hvíld og svefn og
lítið hægt að hugsa um sjálfan
sig. En það sem ég var kannski
ósáttust við, var að sumir
menn virtust hafa vitað hlutina
fyrirfram eftir að þeir gerðust
þó að þeir hafi ekki vitað þá
áður. Það var verið að reyna
að tína til hitt og þetta og búa
til atburðarás sem enginn fótur
var fyrir. Ég get ekki minnst
þess, og hafði ég þó verið
formaður almannavarna-
nefndar frá stofnun hennar í
Súðavík, að nokkurn tíma hafi
verið rætt um að rýma
Túngötu, aldrei rætt um að
þar væri rýmingarsvæði og
aldrei merkt þannig, aldrei
bókað í fundargerðir eða ann-
að slíkt. Aftur á móti var um
það rætt að fólk svæfi neðar-
lega í húsunum ef það gerði
ofsaveður. Það var það eina
sem var fjallað umTúngötuna.
En eftir snjóflóðið var eins og
þarna kæmu upp einhverjir
vitringar sem hefðu vitað þetta
allt fyrir. Mér fannst þetta
dálítið ósanngjarnt, ekki bara
gagnvart mér, heldur öðrum
sem höfðu átt sæti í almanna-
varnanefnd og ekki síður hjá
íbúunum. Það var eins og ver-
ið væri að vekja einhverjar
grunsemdir hjá þeim um að
ekki hefði verið staðið rétt að
hiutunum. Enda vil ég naum-
ast trúa því, ef þeir menn sem
hafa lýst því yfir að þeir hafi
vitað allt fyrirfram hefðu gert
það í raun og veru, að þeir
hefðu þá verið svo illgjarnir
að þeir hafi ekki viljað láta
fólkið vita. Mér fannst mál-
flutningurinn helduröfugsnú-
inn. Ef maður sér barn vera að
drukkna, þá reynir maður að
bjarga því. Ef menn hefðu í
raun og veru vitað um snjó-
flóðið fyrirfram, þá hefðu þeir
6
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 1999