Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.06.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 16.06.1999, Blaðsíða 2
Snjóflóðavarnir í Bolungarvík Útgefandl: Ábyrgðarmenn: H-prent eM. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson •B 456 4560 Ritstjóri: £7456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hiynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bb bb@snerpa.is Bæjarins tsesta er í samtökum'bæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hijóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimllda sé getið. Ef sundur er skipt lögunum ,,Ef sundurer skipt lögunum, þá mun sundur skipt frið- num" sagði Sveinn heitinn Björnsson, í ávarpi sínu á Þingvöllum er hann hafði verið kjörinn fyrsti forseti Is- lands og vitnaði þar til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða er hann mælti frá Lögbergi, er þjóðin var í háska stödd vegna hættu á innanlandsstyrjöld. Hinn nýkjörni forseti lauk ávarpi sínu með þessunt orðum: „Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðar- stundu bið ég þann sama eilífa guð, sem þá hélt verndar- hendi yfir íslensku þjóðinni, að halda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess á þeim tímum, sem vér nú eigurn framundan.” Breytingarnar sem Islendingar hafa gengið í gegnum á nær öllunt sviðum þjóðlífsins þau 55 ár sem liðin eru síð- an stofnun lýðveldisins var lýst yfír á Þingvöllum við Öxará eru svo rniklar og stórstígar að hið hálfa væri meira en nóg til að taka sér orðið bylting í munn. Byltingin éturbörnin sín voru viðvörunarorð síns tíma. Ekki skal getum að því leitt að byltingar hérlendis hafi orðið landsmönnum dýrkeyptar í einum eða öðrum skiln- ingi. Sýnist mörgunt þó sitthvað hafa farið úrskeiðis í umbrotum þessa tímaskeiðs. Hitt er aftur á móti nokkuð víst að fáir finnast sem telja rnyndu akk í afturhvarfi til liðins tíma þegar á heildina er litið. Hinu er ekki að leyna að á 55 ára afmæli lýðveldisins eru blikur á lofti og ekki hugnanlegar. Æ (leirum verður hugsað til orða Ljósvetningagoðans að sé sundur skipt lögunum, þá ntuni sundur skipt friðnum. Sitthvað ergæfaoggjörvuleiki. UmræðuráAlþingi Is- lendinga í upphafi þessar viku færðu okkur enn einn vitn- isburðinn um lánleysi þingmanna, sent nteð gildandi fiskveiðistjórnunarlögum eru svo gott sem búnir að sundra sjávarbyggðum um Iand allt, hvar fbúarnir bíða þess nú eins að skilja eigur sínar eftir verðlausar og gerast hok- urkarlar á því markaðstorgi sem pappírsviðskipti eru ábatasömust atvinnugreina í stað þess að mega una sáttir við sitt líkt og forfeður þeirra hafa gert mann fram af manni. A 55 ára afmæli lýðveldisins er sundur skipt lögum meðal þegna landsins. Sú nötulega staðreynd verður ekki falin með sykurhúðuðum ræðum og innihaldslausum lofsöng um þjóðarsóma og eina sál. Nú þurfa íslendingar á öðrum Þorgeiri að halda. -s.h. ODÐ VIKUNNAD Biskup / byskup I seinni tíð er langtum algengara að rita biskup en byskup. I eldri ritum er þessu oft á annan veg farið. Báðir rithættirnir teljast „réttir“. Ymsir fræðimenn hafa nú þann hátt, sent upphaf- lega má telja skemmtilega sérvisku, að rila byskup þegar unt kaþólska er að ræða en biskup þegar lút- erskir eiga í hlut, reyndar án þess að málfræðileg rökliggi þaraðbaki. Dæmi: JónArason Hólabyskup; Jón Vídalín Skálholtsbiskup. 2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Almennur kynningar- fundur á mánudag - brýnt að taka ákvörðun og byrja á undirbúningi þegar í stað, segir Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri Upptakastoðvirki eru ekki talin raunhæfur kostur í snjó- flóðavörnum í Bolungarvík, samkvæmt hugmyndum sem kynntar voru bæjaryfirvöldum í síðustu viku. Þær tillögur sem helst eru taldar konta til greina eru sambland varnar- garða og rýminga auk upp- kaupa á einhverjunt húsum. Auk þess gerirein hugmyndin ráð fyrir rás af því tagi sem kynnt var í febrúar síðastliðn- unt, einungis miklu styttri. Kostnaður við gerð hennar er talinn unt 520 milljónir króna en kostnaður við gerð varnar- garða auk uppkaupa nokkru minni eða allt niður í unt 300 milljónir króna eftir útfærslu. Ak veðið hefur verið að efna til almenns borgarafundar í Bolungarvík nk. mánudag, þar sem þessar nýju tillögur verða kynntar. Þargefstbæjar- búum koslur á að bera fram spurningar og segja hug sinn. Meðfylgjandi uppdrættir sýna nokkrar af hinum nýju hugmyndum. valdaraf handa- hófi. „Það féllu snjóflóð á þrjú hús hér í Bolungarvík árið 1996 og þá varð ljóst að það sem flestir Bolvíkingar höfðu talið óhugsandi var orðið að Sambland leiðigarðs og þvergarðs. Aðeins er gert ráð fyrir að kaupa upp hús nr. 22 og 24 við Traðarland. veruleika - að nokkru sinni kænti snjóflóð í Bolungar- vík“, sagði Ólafur Kristjáns- son bæjarstjóri í samtali við blaðið. „I framhaldi af því var að sjálfsögðu gengið til santn- inga við Ofanflóðasjóð um að kanna hvaða varnir kæmu helst til greina. Niðurslaðan varð þessi stóra og mikla rás sem kynnt var í febrúar í vetur. Strax eftir borgarafund fóru bæjaryfirvöld suður og áttu fund með Ofanflóðasjóði. Það var ntjög góður fundur, þar sem farið var yfir stöðu mála og ákveðið að gera viðauka- samning við sérfræðinga um að skoða fleiri leiðir. Til þess verks var gengið þegar í stað og í síðustu viku komu hönn- uðirnir vestur ásamt fulltrúum Sambland leiðigarðs og þvergarðs. Hér er gert ráð fyrir að kaupa upp iill hús við Dísarland og liús nr. 22 og 24 við Traðarland. frá ofanflóðadeild umhverfis- ráðuneytis, frá Veðurstofu ís- lands og frá Framkvæmda- sýslu ríkisins, og þar voru kynntar hugmyndir þeirra að varnarkostum. Þar er einkum um að ræða nokkrar tillögur sem felast í gerð þvergarða og Ieiðigarða,“ sagði Ólafur. „Á þessum fundi var farið yfir þessar hugmyndir og varpað fram ýmsum spurning- um og þeir svöruðu eftir bestu getu. Síðan var ákveðið, og reyndar var búið að lofa að það yrði gert þegar viðauka- tillögur lægju fyrir, að boða til borgarafundar. Næstkom- andi mánudag, 21. júní. kemur stjórn Ofanflóðasjóðs til fund- ar með bæjarstjórn og þá um kvöldið kl. 20.30 verður efnt til almenns borgarafundar, þar sem þessar nýj u ti Ilögur verða kynntar. Þar gefst bæjarbúum kostur á að bera fram spurn- ingar og segja hug sinn. Áður munu þeir geta kynnt sér gögnin á bæjarskrifstofunni til undirbúnings fyrir fundinn. Ég held að bæjarstjórnarmenn hafi talið rétt að vera ekki að tjá sig sérstaklega um einstak- Stjórnunarbreytingar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Nýr framkvæmdastjóri SvanurGuðmundsson.yfir- maðtir sjávarútvegsgreiningar hjá Landsbréfum hf. hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Básafells hf. Arnar Kristins- son hafði áður sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri og hyggst snúa sér að eigin atvinnurekstri. Svanur er 39 ára sjávarút- vegsfræðingur frá Háskólan- um í Tromsö. Áður en hann kom til starfa hjá Landsbréf- um, vann hann að ráðgjöf og hugbúnaðargerð á eigin veg- um og þar áður var hann fram- kvæmdastjóri Krossavíkurhf. á Akranesi frá 1994 til 1997 og framkvæmdastjóri Guð- mundar Runóllssonar hf. í Grundarfirði. Samfara framkvæmda- stjóraskiptum á Básafelli, voru gerðar breytingar í stjórn fyrirtækisins. Ragnar J. Boga- son viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, kemur inn í stjórn sem aðal- maður og hefur verið kjörinn formaður stjórnar. Hann var áður varamaður í stjórninni. Ragnar starfar sem fram-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.