Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.06.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 16.06.1999, Blaðsíða 5
UPPLÝSINGAR UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓDS BOLUNGARVÍKUR 1998 ° <*Ársfundur Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur 1999 verður haldinn í Ráðhússalnum Bolungarvík 25. júní 1999 kl. 16.00. ❖ Fundurinn er opinn öllum greiðandi sjóðfélögum og lífeyrisþegum FJARFESTINGAR ARSINS 1998 EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12. 1998: í þús. kr. Verðbréf með breytilegum tekjum....... 312.361 Verðbréf með föstum tekjum............ 1.276.239 Veðlán................................... 57.698 ICröfur................................... 4.876 Aðrar eignir............................. 32.556 Hrein eign til greiðslu lífeyris 1.683.730 YFIRLIT YFIR BREYTINGAR Á HREINNI EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS FYRIR ÁRIÐ 1998: í þús. kr. Iðgjöld................................. 60.567 Lífeyrir.............................. (25.564) Fjárfestingartekjur..................... 109.228 Rekstrarkostnaður..................... (4.301) Aðrar tekjur / (önnur gjöld).............. 1.150 Matsbreytingar........................... 19.774 Hækkun á hreinni eign 1998.............. 160.854 Hreineign 01,01 1998.................. 1.522.876 -------------- Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 1.683.730 í þús. kr. Hlutf. Bankar og sparisjóðir 51.043 12.01% Spariskírteini ríkissjóðs 0 0.00% Eignaleigur 0 0.00% Húsbréf 44.881 10.56% Húsnæðisbréf 20.082 4.73% Sjóðfélagar 1.800 0.42% Bæjar- og sveitarfélög 14.881 3.50% Önnur verðbréf. 28.949 6.81% 161.636 38.04% Innlend hlutabréf. 20.986 4.94% Hlutdeildarskírteini 242.338 57.03% Samtals 424.960 100.00% VERÐBREFAEIGN 31.12. 1998 Spariskírteini ríkissjóðs. Eignaleigur............ Húsbréf................. Sjóðfélagar............ Bæjar- og sveitarfélög. Lífeyrisgreiðslur 1998 í þús. kr. Fjöldi Ellilífeyrir 10.934 59 Sjómannalífeyrir 1.262 4 Örorkulífeyrir 10.186 39 Makalífeyrir 3.900 19 Barnalífeyrir 811 12 Samtals 27.092 121 Kennitölur Innlend hlutabréf.... Hlutdeildarskírteini. Samtals______________ í þús. kr. Hlutf. 493.578 29.98% 14.725 0.89% 28.399 1.73% 244.885 14.87% 316.736 19.24% 25.259 1.53% 81.820 4.97% 128.535 7.81% 1.333.937 81.03% 51.263 3.11% 261.097 15.86% 1.646.297 100.00% Kennitölur Arið 1998 Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum..... 42.2% Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum.... 7.1% Kostnaður sem hlutfall af eignum....... 0.3% Raunávöxtun m.v. vísitölu neysluverðs.. 7.1% Bjami Þórðarson tryggingastærðfræðingur hefur gert tryggingafræðilega úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins miðað við árslok 1998. Áfallnar skuldbindingarmiðað við 3.5% ársvexti eru að fjárhæð 1.437 millj. kr. í árslok 1998. Á sama tíma nam hrein eign skv. ársreikningi, án núvirðingar, 1.684 millj. kr. eða247 millj. kr. hærri fjárhæð. Staðameð núvirðingueignasjóðsins er 379 millj. kr. hærri en áfallnar skuldbindingar sjóðsins. Ef litið er til framtíðarréttar eru skuldbindingar samtals að fjárhæð 2.589 millj. kr. en eignir með núvirðingu að viðbættum áætluðum framtíðariðgjöldum, 2.819 millj. kr. hærri en áætlaðar skuldbindingar. 1 Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Ráðhúsinu • 415 Bolungarvík • Sími 450 7100 • Fax 456 7104 Stjórn íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði sendir frá sér áiyktun Byggjum aftur upp blóm- legt atvinnulíf í Dýraflrði Stjórn íbúasamtakanna Átaks í Dýarfirði hefur sent blaðinu eftirfarandi ályktun - áskorun sem send hefur verið ríkisstjórn Islands, Al- þingi Islendinga, þing- mönnnui Vestfjarða, Byggðastofnun og bæjar- stjórn Isafjarðarbæjar: „Stjórn íbúasamtakanna Ataks, í fyrrum sveitafélög- um Auðkúlu-, Mýra- og Þingeyrarhreppum lýsiryfír þungum áhyggjum af atvinnu- málum og óöryggi íbúanna á svæðinu með framtíðarat- vinnu í huga. Við skorurn á ríkisstjórn, Alþingi, Byggðastofnun og bæjarstjórn ísafjarðarbæjarað taka nú höndum saman og stuðla að varanlegu atvinnu- öryggi hér. Þetta má gera með stuðn- ingi við þau fyrirtæki sem nú berjast fyrir lífi sínu hér á svæðinu; og síðan mætli skoða hvort einhver opinber stofnun gæti flust hingað. Hér mætti t.d. byggja iðngarða til að efla og auka atvinnumögu- leika og skorum við á bæjar- yfirvöld og ríkisvaldið að hlut- ast til um það og t.d. fella niður aðstöðugjöld og skatt í 5 ár á fyrirtækjum sem vildu staðsetja sig hér eða skapa sér nýja aðstöðu; nýja vaxtar- brodda. Einnig hvetjum við ríkis- valdið og bæjarstjórn Isafjarð- arbæjar lil að gera Þingeyrar- llugvöll þannig úr garði, með lengingu og bundnu slitlagi, að hann geti nýst sem raun- verulegur flugvöllur og þjón- usta verði aukin hingað í tlug- samgöngum. Þá skorum við á bæjarstjórn Isafjarðarbæjar að upplýs- ingaþjónusta ferðamála verði áfram staðsett hér og aukin. Stöndum saman og byggjum aftur upp blóm- legt avinnulíf í Dýrafirði, einum fegursta stað Vest- fjarða, þar sem gott er að búa. Það er verðugt verk- efni fyrir okkur, Byggða- stofnun, ríkisstjórn íslands, Alþingi og bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar." - Með bestu kveðjum, fh. stjórnar Átaks, Ragnheið- ur Ólafsclóttir, formaður. Orkubúið Hækkar raf- orkunaverð að meðaltali um 2,88% Verð á raforku frá Orkubúi Vestfjarða hækkar að meðal- tali um 2,88% I. júlí nk. Ákvörðun þessa efnis var tekin á stjórnarfundi í fyrir- tækinu fyrir stuttu. Stjórn Orkubúsins ákvað að breyta nokkuð uppbygg- ingu verðskrár fyrirtækisins og er markmiðið með því það að selja orkuna sem næst því verði sem kostnað- ur við hvern þátt orkuaf- hendingarinnar nemur. Almennur heimilistaxti og afltaxti, þ.e. raforka til stór- notenda, lækkar um 2% en orka til húshitunar hækkar um 6%. Breytingarnar á gjaldskránni þýða ineðal- hækkun um 2,88%. Vestfirðir Kjördæmis- ráðstefna Samfylkingin á Vestfjörð- um hefur kosið fímm manna nefnd til að undirbúa kjör- dæmisráðstefnu samtakanna á Vestfjörðum og stofnun formlegrar stjórnmálahreyf- ingar. Stefnt er að því, að ráðstefnan verði haldin um mánaðamótin ágúst/septem- ber og að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar verði viðstaddir ráðstefnuna. ísafjörður Kjarabætur til kennara Isafjarðarbær hefur ákveðið að bjóða kennurum og leiðbeinendum við grunnskóla í bæjarfélaginu sérstakar kjarabætur og verða gerðir viðaukasamn- ingar við kennarana sem gilda munu til loka ársins 2000. Kennararnir hafa um tvo möguleika að velja, annars vegar geta þeir fengið 2,5 yfírvinnustundir greiddar á viku, 40 vikur á ári og tvær 25 þúsund króna eingreiðsl- ur ár hvert. Leiðbeinendur fá sömu kjör að loknum þrem- ur árum í starfi. Hins vegar býður Isatjarð- arbær húsnæðisfríðindi og eingreiðslur. Þeir sem velja þann kost geta leigt húsnæði hjá bænum á 11-13 þúsund krónur á mánuði og fá 40 þúsund króna eingreiðslu á fyrsta starfsári, 50 þúsund á öðru starfsári og 60 þúsund krónur á þriðja starfsári og síðar. Leiðbeinendur fá enga eingreiðslu á fyrsta starfsári. Kennarar og leiðbeinend- ur fá flutningsstyrk óháð því hvorn möguleikann þeir velja. MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.