Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 8

Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 8
VÍÐFÖRLI OKTÓBER 1998 hugasemdir í þar til gerða dálka í leiðtogaheftinu og „voila“, fjölskyldumessan tilbúin til æfingar og fram- kvæmdar. Allt þetta á innan við 5 mínútum. Hvað næst? ]ú, ég hafði ákveðið að láta fermingarbömin mín 13 skipta með sér að sjá um kirkjuskólann með mér og hin- um leiðbeinendunum. Nú skrifaði ég nöfn krakkanna í at- hugasemdadálkana í leiðtogaheftinu. Ég merkti með gul- um lit það sem þau þurfa að hafa með sér að heiman og athuga sérstaklega fyrir þá samveru sem þau bæru ábyrgð á. Tvær flugur í einu höggi: Leiðbeinendurnir vita að hverju þeir ganga, fjölbreytnin meiri í kirkjuskólanum og þjálfún leiðtoga komin í góðan gír. Nei annars, þetta voru víst þrjár flugur. Eitt verk var eftir: Það hefði verið synd að láta bréfið sem fylgir efni fyrstu samverunnar fara til spillis, því fyrstu samverurnar eru yfirleitt lítið sóttar. Ég ákvað því að senda bréf á heimili allra þriggja til tíu ára bama með texta þess og boð um að koma í kirkjuskólann. Þetta var vel gerlegt, enda Kapellán© væddur, og heimilin urðu 70 (af 240 í 700 manna byggðarlagi). Póstkostnaður uppá kr. 2.555 setur safnaðarkassann ekki í vanda, annað eins fer stundum í auglýsingar á viku. Heimtur urðu góðar, margar mæður fundu sig til kallaðar og fylgdu börnum sínum. Viðbrögð? Krökkunum fannst bókin frábær. Við lásum framhaldssöguna meðan krakkamir lituðu. Það gafst vel, meira að segja prakkararnir gáfu hljóð. „Elín, þetta er frábært efni. Ég hef nú ekki séð það betra!“ Carlos Ferrer, sóknarprestur Innan skamms I. október. Alþjóðlegur dagur aldraðra á vegum Samein- uðu þjóðanna. 7.-9. október. Förkunnelse, socialetik och diakoni i ett samhálle i förándring. Málþing á vegum Nordiska eku- meniska rádet. 9. október. Kirkjuráðsfundur. II. október. Kirkjuþing sett við messu í Dómkirkjunni kl. 20.30. Þingið starfar til 21. október. 25. október. Biskup setur Birgi Ásgeirsson í embætti prests í Kaupmannahöfn. 26. október. Biskup situr höfúðbiskupafund á Norður- löndum í Sigtúnum og samráðsfund með rómversk- kaþólskum biskupum á Norðurlöndum. 31. október. Aðalfundur Hjálparstofhunar kirkjunnar í Seltjamameskirkju. 9. nóvember. Málþing um kærleiksþjónustu kirkjunnar í Reykjavík. Námskeið Leikmannaskólans á næstunni 6. október: Reyðarfirði: Jól og páskar í kennslustofunni. Reykjavík: Konur em konum bestar. Akureyri: Konur em konum bestar. 9. október: Skálholti: Námskeið fyrir sóknamefndir. 12. október: Reykjavík: Þráin. Guðfræði og sálgreining. Reykjavík: Lúkasarguðspjall. 13. október: ísafirði: Jól og páskar í kennslustofunni. Blönduósi: Jól og páskar í kennslustofunni. Egilsstöðum: Börn og trú. 14. október: Reykjavík: Jól og páskar £ kennslustofunni. 15. október: Borgarnesi: Jól og páskar £ kennslustofunni. Reykjavfk: Karlmennskan. 16. október: Skálholti: Sporin 12. 20. október: Akureyri: Karlmennskan. 21. október: Isafirði: Fjölskyldan f góðum málum. 22. október: Akureyri: Jól og páskar f kennslustofunni. 27. október: Löngumýri: Jól og páskar f kennslustofunni. 4. nóvember: Eiðum: Að starfa í sóknarnefnd. 5. nóvember: Reyðarfirði: Að starfa í sóknarnefnd. 6. nóvember. Reyðarfirði: Konur eru konum bestar. 7. nóvember. Grundarfirði: Sporin 12. 8

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.