Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 2

Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 2
VÍÐFÖRLI OKTÓBER 1998 Fréttir og fróðleikur Nýkjörið kirkjuþing Nýkjörið kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar kemur sam- an hinn 11. október næstkomandi. Þá verða liðin 40 ár frá því að kirkjuþing kom fyrst saman, en það var í októ- ber 1958. Samkvæmt nýjum kirkjulögum fær kirkjuþing nú nýja stöðu og hlutverk og verður æðsta stofnun þjóð- kirkjunnar með leikmannameirihluta. Þegar kirkjuþing kemur saman að þessu sinni verður það myndug samkoma sem mun starfa í umboði þjóðkirkju sem ber fulla ábyrgð á málefnum sínum innan lögmæltra marka. Það er ástæða til þess að marka þau tímamót með fyrirbæn og fögnuði í sérstakri guðsþjónustu í Dómkirkjunni. I haust er Alkirkjuráðið 50 ára. Það var stofnað 1948 og var þjóðkirkjan einn stofnaðili þess. Þess verður einnig minnst við sömu hátfð. Innan vébanda Alkirkjuráðsins eru 330 kirkjur úr 100 löndum um víða veröld. Ráðið leit- ast við að styrkja samstarf milli kirkjudeilda, lögð er áhersla á rannsóknir í guðfræði, samtal til að efla skilning milli kirkna og trúarbragða, virka þátttöku kirkna í að ráða bót á félagslegum vandkvæðum og að vinna gegn ranglæti og kúgun. A þessum tímamótum, þegar íslensk þjóðkirkja er að búa sig til að minnast þúsund ára kristni í landinu og er að axla aukna ábyrgð á eigin málum, er mikilvægt að hún minnist þess að hún er hluti alþjóðlegs samfélags. Þá alþjóðlegu sýn kirkjunnar þurfum við að styrkja hér hjá okkur og biðja og vinna að því að svo verði sem Kristur bað fyrir lærisveinum sínum: „Allir verði þeir eitt.“ Hátíðin verður í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 11. okt. kl. 20.30. Þangað verður þjóð og kirkju boðið að treysta hendur sínar og hjörtu til góðra verka. Að messu lokinni verður kirkjukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunn- ar. Kirkjuþing verður sett næsta morgun, 12. okt., kl. 9.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Samningur ríkis og kirkju Tímamótasamningur var undirritaður við hátíðalega at- höfn á Biskupsstofu 4- september sl. „Hann er niðurstaða af löngum ferli viðræðna og samninga og á tíðum deilna um kirkjueignir og réttarstöðu þjóðkirkjunnar, viðræðna sem átt hafa sér stað um áratugaskeið," sagði biskup í ávarpi sínu er hann undirritaði samninginn. Með samningnum fær ríkið jarðir kirkjunnar til eignar og ráðstöfunar að vild, en þær höfðu verið í umsýslu ríkis- ins frá 1907. I staðinn greiðir ríkið laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna kirkjunnar og innheimtir sóknar- gjöld eins og undanfarin ár. Leikmaður forseti kirkjuþings Það nýmæli verður tekið upp á kirkjuþingi að leikmaður verður forseti þess, en frá upphafi hefur biskup Islands verið þar í forsæti. Ein kona á kirkjuþingi Dalla Þórðardóttir, prófastur Skagfirðinga, er eina konan sem kosin var til kirkjuþings. Hlutur kvenna kemur mjög á óvart á sama tíma og sóknarnefndir fengu senda jafn- réttisáætlun kirkjunnar til yfirlestrar. Kosningarétt hafa sóknarnefndir og prestar. Leikmenn á kjörskrá 1998 voru alls 1250, þar af 569 konur, eða 46%, og 681 karl, eða 54%. Meðalaldur kjörinna kirkjuþingsfulltrúa er 56 ár. Leikmannaskóli kirkjunnar 70 manns komu fyrsta kvöldið er námskeið vetrarins hófu göngu sína. Skólinn byrjaði að þessu sinni með námskeiði um trúarbrögðin, sem Þórhallur Heimisson kennir, og námskeiði um kristnitökuna, sem þeir Jón Böðvarsson og Hjalti Hugason kenna. Úttekt á sambandi ríkis og kirkju Að tillögu biskups hefur kirkjuráð samþykkt að skipa nefhd til að gera úttekt á sambandi ríkis og kirkju og móta stefnu varðandi framtíð þess. Nefndin skal m.a. meta áhrif nýrra kirkjulaga á ís- lensku kirkjuna og tengsl hennar við stofnanir þjóðfélags- ins; afla upplýsinga um og leggja mat á umræður og að- gerðir í nágrannalöndum okkar hvað varðar tengsl ríkis og kirkju; gera guðfræðilega grein fyrir stöðu þjóðkirkj- unnar gagnvart þjóð og ríkisvaldi og öðrum trúfélögum; kanna áhrif þess að prestar verði embættismenn kirkj- unnar og þiggi laun úr prestlaunasjóði en ekki ríkissjóði; leggja mat á hvort og hvemig skipan kirkjunnar og staða gagnvart ríkisvaldinu hefur áhrif á boðun hennar og stöðu í þjóðfélaginu; meta hlutverk kirkjunnar í miðlun gilda, varðveislu hefða, gagnrýni á ráðandi viðhorf og hverskon- ar ranglæti í samtímanum. Skal í því sambandi einkum gaumgæfa áhrif kirkjuskipunarinnar á frelsi boðunarinnar. Nefndin skili skýrslu eigi síðar en vorið 2000. Þjálfun prestsefna Sjö guðfræðikandídatar eru í starfsþjálfun á vegum bisk- upsembættisins. Við upphaf þjálfunartímans fara allir kandídatamir í ítarleg viðtöl. Þjálfunartíminn nú er tveir mánuðir, september og október. Fyrstu tvær vikurnar kynnast kandídatar ýmsum stofn- unum sem þeir gætu þurft að leita til í prestsstarfi. Þá verða kandídatar sendir út á akurinn og munu fylgjast 2

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.