Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 3

Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 3
OKTÓBER 1998 VÍÐFÖRLI með störfum presta í þéttbýli og dreifbýli. Tólf prestar sjá um þann þátt. Þjálfunartímanum lýkur með vikuveru í Skálholti. f þjálfunarteymi eru Sigurður Árni Þórðarson, Kolbrún Ragnarsdóttir og Þorvaldur Karl Helgason. Framundan eru breytingar á prestsefnaþjálfun og er farið að vinna í samræmi við framtíðarskipan sem kirkjuþing ályktaði um 1997. Prestar með Englum Þórir Jökull Þorsteinsson og Bjami Þór Bjamason munu þjóna söfnuðum í ensku kirkjunni næstu mánuðina. I kjölfar Poorvo'samkomulagsins geta íslenskir prestar þjónað í kirkjum á Norðurlöndum, Eystrasaltslöndunum og Bretlandi. Framherjinn Bebeto játast Kristi I frétt frá Brasilíu kemur fram að hinn heimsfrægi knatt- spyrnumaður Bebeto (34) hafi gefist Kristi í hönd meðan heimsmeistarakeppnin í Frakklandi stóð yfir. Fyrir aftur- hvarf sitt sótti framherjinn Bebeto guðsþjónustur í baptistakirkju í Rio de Janeiro. Bebeto hefur vitnað um trú sína á vegum Athletes for Christ, m.a. með því að klæðast „treyju Guðs ríkis“. (Frétt ffá Brasilíu.) Mannabreytingar Halla Jónsdóttir, sem starfað hefur sem deildarstjóri á fræðslu- og þjónustudeild undanfarin ár, hefur sagt starfi sínu lausu og starfar nú sem sérkennari við Hagaskóla í Reykjavík. Hún vinnur þó tvo hálfa daga á deildinni fyrst um sinn. Halla hefur sinnt æskulýðs- og fermingarmálum, svo og málefnum kvenna. Guðný Hallgrímsdóttir, sem verið hefur í hálfu starfi sem ffæðslufulltrúi með ábyrgð á barnafræðslu, er í launa- lausu leyfi. Hún gegnir afleysingarstarfi í Seltjarnames' kirkju næstu 9 mánuðina meðan Solveig Lára Guð- mundsdóttir er í námsleyfi. Petrína Jóhannesdóttir guðfræðingur hefur verið ráðin í 75% starf hjá fræðslu- og þjónustudeild næstu 9 mánuð- ina. Hún mun annast barna- og æskulýðsmál, fermingar- fræðslu og málefni kvenna í kirkjunni. Petrína hefur áður leyst af á deildinni og sinnti þá barnafræðslu. „Innandyra í kirkjunni“ Námskeiðið Innandyra fyrir starfsfólk í bamastarfi kirkj- unnar hefur verið haldið í Skálholti, Stykkishólmi, Vest- mannaeyjum, á Patreksfirði, Eiðum og Löngumýri og verið vel sótt. Auk kynningar á fræðsluefni vetrarins, Ævintýri í Brekkugötu, er áhersla lögð á styrkingu og uppbyggingu þátttakenda. Starfsmenn í bamastarfi em kraftmikið og hugmynda- ríkt fólk og hafa farið á kostum í brúðustjómun, leikrænni tjáningu og tunguæfingum! Á námskeiðunum hafa ýmsir leyndir hæfileikar fólks komið í ljós og má þar nefna Vest- fjarðabandið sem rappaði og söng Baldursblús tileinkaðan prófastinum í Vatnsfirði. Sagt er að þau stefni á að gefa út geisladisk fyrir næstu prestastefnu og leggja síðan heiminn að fótum sér. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Elín Jóhannsdóttir sjá um kennslu og kynningu að þessu sinni. Guðmundur Haraldsson Ieikari fræðir þátttakendur um framkomu og tjáningu á tveimur námskeiðanna og Guðný Hallgríms- dóttir var á námskeiðinu í Skálholti. Fræðsluefni fyrir barnastarf Nýtt fræðsluefni fyrir barnastarf kirkjunnar er komið út á vegum fræðsludeildar og Skálholtsútgáfu. Efnið er samið af Elínu Jóhannsdóttur kennara og ber heitið Ævintýri í Brekkugötu. Tími hinna stóru dómkirkna kominn aftur? Á norrænni ráðstefnu um kirkjubyggingar var rætt um hvort tími hinna stóru og sérstæðu kirkjubygginga væri kominn aftur eða hvort áherslan ætti áfram að vera á smærri einingar og fjölbreytt safnaðarlíf. Kaj Bollmann, framkvæmdastjóri Kirkefondet, bendir á að verði höfuð- áhersla lögð á kirkjuna sem helgidóm sé hætta á að safn- aðarlífið falli í skuggann. (Church News from Denmark, september 1998.) Danir ræða miðstýringu og valddreifingu innan kirkjunnar Hver talar fyrir hönd kirkjunnar í málum er varða þjóðfé- lagið? Eru það einstakir biskupar, prestar og kirkjufólk ab mennt, eða á kirkjan að tala einni röddu? Um þetta eru skiptar skoðanir í Danmörku. Kjell Holm, biskupi í Árós- um, finnst kirkjan þurfa að tala einni röddu, en biskupinn í Hróarskeldu, Jan Lindhardt, varar við miðstýrðu áliti kirkjunnar. (Church News from Denmark, september 1998.) Miðlun trúar með rafrænum hætti Ráðstefna verður haldin í Árósum 10.-13. október nk. undir yfirskriftinni Værdiformidling og de elektroniske medi' er. Fjallað verður m.a. um þróunina fá ritmenningu til myndmenningar, nálægð og fjarlægð. Eru hinir nýju miðlar ógnun eða blessun? Ráðstefnan er haldin af Nordisk kirkelig studierád í samvinnu við Den Nordiske Religionspædagogiske Konference. Nánari upplýsingar veitir Örn Bárður í s. 535-1500. Bók um safnaðaruppbyggingu Unnið er að þýðingu bókar eftir þýska guðfræðinginn Christian Schwartz. I bókinni eru birtar niðurstöður könnunar er gerð var í 1000 söfnuðum í 32 löndum og 5 3

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.