Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 6

Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 6
VÍÐFÖRLI OKTÓBER 1998 Nývígðir prestar 9. ágúst 1998 Bára Friðriksdóttir, cand. theol., til að vera prestur í Vest- mannaeyjaprestakalli frá 1. september 1998. Guðbjörg jóhannesdóttir, cand. theol., til að vera sóknar- prestur í Sauðárkróksprestakalli frá 1. september 1998. Lára Oddsdóttir, cand. theol., til að vera sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli frá 1. nóvember 1998. Nývígðir prestar 27. september 1998 Kristín Þórunn Tómasdóttir, cand. theol., til að vera hér- aðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi frá 15. september 1998. Ragnheiður Jónsdóttir, cand. theol., til að vera sóknar- prestur í Hofsóssprestakalli, Skagafjarðarprófastsdæmi frá 15. október 1998. Sigurður Grétar Sigurðsson, cand. theol., til að vera sókn- arprestur Breiðabólsstaðarprestakalli, Hvammstanga, Húnavatnsprófastsdæmi frá 1. október 1998. Tilfærslur í embættum Birgir Asgeirsson skipaður í embætti sendiráðsprests í Kaupmannahöfn frá 1. ágúst 1998. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skipuð í embætti sjúkrahús- prests á Ríkisspítölum frá 1. september 1998. Önundur Bjömsson skipaður sóknarprestur í Breiðabóls- staðarprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi frá 1. sept- ember 1998. Kristján Bjömsson, skipaður sóknarprestur í Vestmanna- eyjaprestakalli frá 1. september 1998. Bryndís Malla Elídóttir, skipuð sóknarprestur í Kirkjubæj- arklaustursprestakalli frá 1. október 1998. Nýir prófastar Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli, var skipuð prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi frá 1. september 1998. Halldóra Þorvarðardóttir, sóknarprestur í Fellsmúlapresta- kalli, var skipuð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi frá 1. september 1998. Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur í Víkurpresta- kalli, var skipaður prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi frá 1. október 1998. Lausn frá störfum Lárus Þ. Guðmundsson frá 1. júlí. Jóna Hrönn Bolladóttir frá 1. júlí. Sváfnir Sveinbjamarson frá 1. ágúst. Jón Bjarman frá 1. september. Hjálmar Jónsson frá 1. september. Sigurjón Einarsson frá 1. september. Sigurpáll Óskarsson frá 1. október. Breytingar á starfsliði Biskupsstofu 1. október 1998 Ása Gunnsteinsdóttir hefur látið af störfum og í hennar stað sem aðalbókari kemur Magnhildur Sigurbjöms- dóttir 1. október 1998. Sigurgeir Ingimarsson, sem hefur haft eftirlit með prests- bústöðum á landsbyggðinni, lætur af störfum 1. októ- ber 1998. Lausar stöður í Genf Hjá Lútherska heimssambandinu em eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Study Secretary for Worship and Congregational Life. Secretary for Project Coordination and Administration. Director and Editor'in-Chief, Office for Communication Services. Finance Officer í Kambódíu. Construction Engineer í Kambódíu. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ámi í s. 5535-1500. Lesið, heyrt og séð Paul Marshall ivith Leila Qilbert: Their Blood Cries Out, the world wide tragedy of modern Christians who are dying for their faith, Word Publishing, Dallas, 1997. Islendingum finnst það ekki tiltökumál þótt fleiri eða færri sæki kirkju og allflestir eiga velmeðfarið, líttlesið eintak af Biblíunni í góðu bandi. En víða um heim er fólk á þessari smndu dregið út af heimilum sínum, því mis- þyrmt og það limlest fyrir að eiga Biblíu eða dirfast að fara til messu. Aldrei hafa fleiri verið ofsóttir fyrir trú sína en um þessar mundir. Um þessa staðreynd fjallar bókin Their Blood Cries Out. Mér barst hún í hendur í haust, vinargjöf frá Ingþóri Indriðasyni Isfeld, presti í Fyrstu lúthersku kirkju í Winnipeg. Þetta er í einu orði sagt mögnuð bók og ætti að vera skyldulesning prestum og öllum sem láta sig mannréttindi og trúfrelsi varða. Paul Marshall er heimspekingur og sérfræðingur í mannréttindum sem kennir stjómmálafræði í Toronto og flytur fyrirlestra um víða veröld, einkum um mannréttindi. Hann hefur borið vitni um ofsóknir gegn kristnum mönnum fyrir Helsinkinefnd Bandaríkjaþings og leiðir þriggja ára verk- efni rannsóknateymis alþjóðlegra sérfræðinga um mann- réttindi. Frásagnir hans eru studdar traustum heimildum um kerfisbundnar ofsóknir í mörgum ríkjum heims. Mill- jónatugir kristins fólks í meira en 60 ríkjum eru aðþrengd- 6

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.