Víðförli - 01.10.1998, Blaðsíða 5
OKTÓBER 1998
VÍÐFÖRLl
glatt sælkera og vini Skálholts. Gert er vel við gesti í mat
og drykk, ásamt dagskrá með ívafi úr sögu og menningu
Skálholts. Vert er að benda sóknum og fyrirtækjum á
kvöldverðinn, sem hentar þeim vel sem vilja gera sér
glaðan dag á sérstakan hátt. Nánari upplýsingar eru veitt-
ar í Skálholtsskóla í s. 486-8870.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Færri vilja aðskilnað ríkis og kirkju nú en á sama tíma í
fyrra samkvæmt könnun Gallups. Af þeim sem taka af-
stöðu með eða á móti aðskilnaði eru tæplega 63% hlynnt
aðskilnaði en rösklega 37% andvíg. Á sama tíma í fyrra
voru 66% þeirra sem tóku afstöðu hlynnt aðskilnaði.
(Ríkisútvarpið, 10. september 1998.)
Norska kirkjuþingið
Norska kirkjuþingið kemur saman í Bergen í nóvember.
Þar eiga sæti 80 fulltrúar, 55 leikmenn, 11 prestar og 11
biskupar, auk þriggja fulltrúa Sama. Af 80 fulltrúum eru
32 konur eða 40%. (Kirkeaktuelt, nr. 4, 1998.)
Árið 2000
Það styttist óðum í næstu aldamót eða árþúsundamót -
millenium. Það stendur kirkjunni næst að halda uppá þessi
merku tímamót í sögu heims og þjóðar. Hér á landi starfa
tvær nefndir að undirbúningi hátíðarhalda, kristnihátíð-
amefnd og afmælisnefnd kirkjunnar. Verkefni kristni-
hátíðarnefndar er einkum að huga að hátíðarhöldum á
Þingvöllum sumarið 2000, en afmælisnefndarinnar að
huga að dagskrá þjóðkirkjunnar og einstakra safnaða
hennar 1999-2000.
Hátíðarhöldin hér á landi eru tvíþætt. 2000 ár eru lið-
in frá fæðingu Krists sem markaði upphaf tímatals okkar.
1000 ár eru liðin frá kristnitökunni. Á vegum prófasts-
dæmanna er undirbúningur í fullum gangi en hátíðir
verða víða í hémðum á næsta ári, 1999.
Þjónusta við innflytjendur
Síðastliðin tvö ár hefur Toshiki Toma starfað á vegum
kirkjunnar og þjónað innflytjendum. Laun hans hafa ver-
ið greidd af kirkjunni, Rauða krossinum, Félagsmálastofn-
un Reykjavíkurborgar og ÍTR. Á þessu ári hefur tekist að
afla styrkja til þjónustunnar frá fyrrgreindum aðilum, auk
félagsmálaráðuneytisins. Styrkveitingarnar nú eru hins
vegar mun lægri en á sl. ári. Leitað er leiða til þess að
tryggja þjónustuna í framtíðinni en eftirspurn eftir henni
fer vaxandi.
Toshiki vinnur náið með starfsfólki í Miðstöð nýbúa og
aðilum Félagsmálastofnunar. Innflytjendur eru hópur sem
á sér fáa formælendur og því er sérstök ástæða til þess að
huga að högum þeirra. Innflytjendum fer fjölgandi. Veistu
að á Isafirði eru töluð 37 tungumál? I einu frystihúsi þar í
bæ eru töluð 14 tungumál. ísland er að verða alþjóðlegt
samfélag. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að fólk af
ólíku þjóðerni og trú geti lifað saman í sátt og samlyndi.
Að því ber að vinna með markvissum hætti.
Áhugaverð námskeið í L0gumkloster
Dagskráin í Lögumkloster (Præstehöjskolen og Folke-
kirkens Pædagogiske Institut) á vormisseri 1999 hefur
borist fræðslu- og þjónustudeild og liggur þar frammi.
Mörg áhugaverð námskeið eru í boði og eru þau opin ís-
lenskum prestum og fræðurum innan kirkjunnar. Kostn-
aður er 50 danskar krónur á dag. Sækja þarf um námsdvöl
með góðum fyrirvara.
För biskups til Afríku lyftistöng
Biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, heimsótti í vor
dóttursöfnuði íslensks kristniboðs í Eþíópíu og Kenýu og
skoðaði áratuga starf Hjálparstofnunar kirkjunnar á þess-
um slóðum. För hans til Afríku mun án efa verða starfi
Hjálparstofnunar lyftistöng.
„Eg sá með eigin augum hversu framlög okkar, jafnvel
hin smæstu, litlu molarnir af borðum okkar, fá miklu
áorkað. En þörfin er mikil. Ég hvet einstaklinga og félaga-
samtök til að leggja sitt af mörkum. Umfram allt hvet ég
sóknir og söfnuði þjóðkirkjunnar til að koma myndarlega
til liðs við þetta mikilvæga starf. Ég legg áherslu á að ls-
lendingar geri verulegt átak í því að styrkja starfið með
auknum framlögum og fyrirbænum - okkur öllum til
heilla," sagði biskup eftir heimkomuna.
Indlandsför
Fimmtán manna hópur styrktarmanna Hjálparstofnunar
kirkjunnar er nýkominn úr tveggja vikna ferð til Ind-
lands. í Madras kynntist hópurinn merku starfi Social
Action Movement samtakanna sem H.k. hefur stutt í
bráðum tíu ár. Réttindafræðsla hverskonar, verkalýðsstarf
og fullorðinsfræðsla, s.s. lestur og skrift, eru helstu við-
fangsefnin. Auk þess rekur SAM forskóla fyrir börn fá-
tækasta fólksins til þess að búa þau undir skólagöngu í al-
menna skólakerfinu. Islendingar styðja 723 börn til náms
í gegnum SAM.
íslendingarnir fengu að sjá nýopnað athvarf fyrir börn í
skuldaánauð, en í gangi er sérstakt verkefni til þess að
losa hóp 500 barna úr skuldaánauð. Hjá Sameinuðu ind-
versku kirkjunni hittu flestir í hópnum fósturbömin sín,
en þar stunda 265 börn nám á vegum íslendinga. Þau
ganga þar í heimavistarskóla og gat fólkið því séð allar að-
stæður þeirra.
Ferðin tókst vel í alla staði, þrátt fyrir minniháttar
kveisu og auðvitað mikinn hita. Mátti ekki annað heyra
en að þátttakendur hefðu verið hinir ánægðustu með
ferðina.
5