Bæjarins besta - 07.07.1999, Qupperneq 7
Verslunar- og skrifstofu-
húsnæöi i miöbæ ísafjaröar
Til sölu eru fasteignir Pólsins hf. við Aðal-
stræti 11, ísafirði. Um erað ræða verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í
miðbæ ísafjarðar. Til greina kemur að selja
hluta affasteignunum. Góð aðkoma. Næg
bílastæði. Hentar fyrir margvíslega starf-
semi.
Allar nánari upplýsingar veita Björn
Jóhannesson hdl., í síma 456 4577 og
^Sævar Óskarsson ísíma 456 3092.
í ^
Raðhús til leigu
Fasteignin að Urðarvegi 68, ísafirði er til
leigu fram til 1. júlí árið 2000. Húsið verð-
urtilsýnis föstudaginn 9. júlí, milli kl. 16:00
og 18:00.
Tilboð um leiguverð og greiðslur skulu
send Fasteignum ríkissjóðs (fax 562 0644),
Tryggvagötu 19,150 Reykjavík, eigisíðaren
12. júlí nk.
Fasteignir ríkissjóðs.
Stuðningur
veitir styrk
Undanfarna mánuði hefur
Elísabet Alda Kristjánsdóttir
í Bolungarvík barist við erfið-
an sjúkdóm. Eiginmaður
hennar, Oddbjörn Stefánsson,
hefur einnig átt við veikindi
að stríða og gengist undir að-
gerð. Af þessum sökum hafa
tekjur þeirra verið litlar að
undanförnu.
Félagar Elísabetar í
Kvennakór Bolungarvíkur
hafa ákveðið að standa fyrir
söfnun þeim til handa til að
auðvelda þeim lífsgönguna og
hefur reikningur verið stofn-
aður í Sparisjóði Bolungar-
víkur.
Lesendur
Agnes M. Sigurðar-
dóttir, sóknarprestur
í Bolungarvík skrifar
Þegar óvæntir og erfiðir at-
burðir grípa inn í líf okkar er
gott að finna stuðning sam-
ferðafólks og þann velvilja
sem honum fylgir.
Reikningurinn í Sparisjóði
1176 er nr. 5700 og höfuðbók
05.
Agnes M. Sigurðardóttir,
sóknarprestur í Bohmgarvík.
Góður undirbúning-
ur fyrir hjónaband
Lagt af stað í 10 km hlaup. Gísli (t.v.) erstrax orðiiin síðastur.
Gísli var nœrfœrinn við
lambið.
Golfleikari í fremur óvenju
legunt búningi.
slökkviliðsmönnum í þess-
ari ferð enda er Gísli einn
þeirra manna sem eru ávallt
viðbúnir þegar Slökkvilið
Isafjarðar er kallað út.
Meðal annars var Gísli
látinn mjólka kú (síðan
drakk hann mjólkina), fara
til Suðureyrar, flytja ræðu á
Silfurtorgi, leika golf, gefa
lambi pela og hlaupa 10 km
í Oshlíðarhlaupinu í
slökkviliðsgallanum (hann
er ekki skráður meðal þeirra
sem komu í mark).
Gísliflyturrœðu ú Silfurtorgi
og talar bœði með og móti
giftingum.
Húsfreyjan í Botni sýnir
Gísla handtökin við mjaltirn-
ar úður en hann gengur til
verks.
Spenvolg mjólkin drukkin
við beljurass í Botni í Súg-
andafirði.
Vinir Gísla E. Úlfarssonar
á ísafirði (Gísla í Hamra-
borg) fóru með hann í
óvissuferð um helgina í
tilefni yfirvofandi brúð-
kaups. Gísli var látinn gang-
ast undir margvíslegar og
óvæntar þrautir og kárínur
en slfkt þykir víst heppilegur
undirbúningur fyrir hjóna-
band. Töluvert bar á
Brúðkaup þeirra Gísla og
Ingibjargar Sólveigar
Guðmundsdóttur verður
laugardaginn 25. júlí nk.
Sjóstanga veiðimót
Sveit Sigur-
bjargar sigraði
Aðalmót Sjóstangaveiði-
félags Isfirðinga var haldið
um síðustu helgi. Keppend-
urnir, 24 að tölu, komu víðs-
vegar að af landinu og öfl-
uðu þeir al Is 6.444 fiska sem
vógu 8.216 kg.
Blönduð sveit Sigurbjarg-
ar Kristjánsdóttur, með
keppendum frá Ólafsvík,
Vestmannaeyjum og Akur-
eyri sigraði í sveitakeppni
með 1.474 kg. I öðru sæti
varð sveit Sigrúnar Baldurs-
dótturfráísafirði með 1.244
kg. I karlaflokki sigraði
blönduð sveit Arnþórs Sig-
urðssonar, sem skipuð var
keppendum frá Vestmanna-
eyjunt, Akranesi og Reykja-
vík með 1.630 kg. I öðru
sæti varð sveit Einars Krist-
insson frá Reykjavík með
1.487 kg og í þriðja sæti
varð sveit Þóris Sveinssonar
á ísafirði með 1.244 kg.
I einstaklingskeppni karla
sigraði Þórir Sveinsson Isa-
firði með 600 kg, annar varð
Einar Lárusson, Reykjavík
með 562 kg og í þriðja sæti
varð Arnþór Sigurðsson,
Reykjavík með 507 kg.
I kvennakeppninni sigr-
aði Sigfríð Valdimarsdóttir,
Akureyri með 559 kg, önn-
ur varð Magnea Guðmunds-
dóttir, Bolungarvík með 536
kg og þriðja varð Sigríður
Kjartansdóttir, Isafirði með
282 kg.
Auk verðlauna fyrir sigur
í sveita- og einstaklings-
keppni voru veitt verðlaun
fyrir stærstu fiska einstakra
tegunda, fyrir flestar veiddar
tegundir, fyrir hæstu með-
alþyngd og fleira.
Aflahæsti skipstjórinn var
Sveinn Björnsson og áhöfn
hans á Fiskinesi með 1.698
kg eða 566 kg að meðaltali
á stöng. í öðru sæti varð
Þórarinn Jóhannesson og
áhöfnin á Rán með 1.264
kg eða 421 kg að meðaltali
og í þriðja sæti varð Elías
Ketilsson og áhöfn á Sæ-
birni með 2.162 kg eða 360
kg að meðaltali.
Mótið heppnaðist í alla
staði hið besta enda var veð-
ur sérlega hagstætt til sjó-
stangaveiði um helgina.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa
Ólafs Halldórssonar
skipstjóra
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði
Hugljúf Ólafsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Hrólfur Ólafsson
Ásgerður Ólafsdóttir
Halldór Ólafsson
Einar Ólafsson
Elín Ólafsdóttir
Jón Steingrímsson
Brynjólfur Bjarnason
Kristín Júlíusdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
Vilborg Jónudóttir
Guðrún Helga Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
ísafjaróarkirkja
Tónlelkar í kyöld
í kvöld kl. 20:30 heldur
sönghópurinn,, Vestan fjögur"
frá Flateyri og Söngfjelagið
úr Neðsta tónleika í Isafjarðar-
kirkju.
Efnisskrá tónleikanna eru
veraldleg og kirkjuleg lög frá
endurreisnar- og barrokktím-
anum. Efni söngtextanna, sem
eru á ýsmum tungumálum,
tjalla aðallega unt ást og til-
beiðslu. Á tónleikununi koma
einnig fram þau Rúnar Vil-
bergsson og Hulda Bragadótt-
ir, sem leika saman á fagolt
og orgel. Jafnframt leikur
Hulda einleik á orgel og Rúnar
á trommu í nokkrum af söngv-
unum. Sönghóparnir syngja
saman og í sitthvoru lagi.
Gestastjórnandi er Guðrún
Jónsdóttir, söngkona.
Sönghópurinn „Vestan fjögur"frú Flateyri og Söngfjelagið
úr Neðsta halda tónleika í lsafjarðarkirkju í kvöld.
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 7