Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.07.1999, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 07.07.1999, Blaðsíða 8
Suðureyrarlaug er eina útisundlaugin í ísafjarðarbæ I\vju búningsklefarn- ir tílbúnir til notkunar Nýja byggingin við Sund- laug Suðureyrar var afhent og tekin í notkun síðdegis á föstu- daginn. Þarna er um að ræða um 120 fermetra byggingu sem hýsir góða búningsklefa karla og kvenna með aðstöðu fyrir fatlaða, góða aðstöðu fy r- ir starfsmenn ásamt geymslu fyrir áhöld laugarinnar og vinnuaðstöðu kringum þau. Dagskránni stjórnaði Björn Helgason, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi Isafjarðarbæjar. Formaður bæjarráðs, Ragn- heiður Hákonardóttir, veitti byggingunni viðtöku úrhönd- um verktaka og bygginga- meistara, Árna Árnasonar á Suðureyri, en framseldi hana síðan Jóhannesi Aðalbjörns- syni, umsjónarmanni laugar- innar. Lilja Rafney Magnús- dóttir, formaður Verkalýðsfé- lagsins Súganda, rakti sögu sundlaugar í Súgandafirði, en við þetta tækifæri gaf félagið yfirbreiðslur yfir laugina og heitu pottana. Framkvæmdir við bygging- unahófust 10. nóvemberívet- ur. Arkitekt var Elísabet Gunn- arsdóttir en Sveinn Lyngmo tæknifræðingur var eftirlits- maður með verkinu, sem kost- aði um 18 milljónir króna. Formaður bœjarráðs Isafjarðarbœjar, Ragnheiður Há- konardóttir, afhendir JóhannesiAðalbjörnssyniumsjónar- manni mannvirkið. Sundlaug Suðureyrar er eina útisundlaugin í Isafjarðar- bœ. Nýju búningsklefarnir ásamt tilheyrandi eru hin fallegasta bygging. Dagskránni lauk með því að mannvirkið var formlega tekið í notkun þegar piltur og stúlka á Súgandafirði, þau Elísabet Rún Sigurðardóttir og Sindri Gunnar Bjarnarson, stungu sér til sunds og syntu fram og til baka. Alyktun um atvinnumál á Þingeyri íbúasamtökin Átak hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun sem send hefur ver- ið Davíð Oddssyni, forsæt- isráðherra, þingmönnum Vestfjarða, Byggðastofnun, bæjarráði ísafjarðarbæjar, stjórnarformanni Básafells, bankastjóra Landsbanka Islands, Alþýðusambandi Vestfjarða og fjölmiðlum: „Stjórn íbúasamtakanna Átaks beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ríkis- stjórnarinnar að hún beiti sér nú þegar fyrir varanleg- um aðgerðum til lausnar á þeirn bráða vanda sem steðjar að á Þingeyri í at- vinnumálum og bendir á eftirfarandi: Ríkisstjórnin aðstoði þá sem nú eru að reyna að leysa vanda Rauðsíðu og annarra atvinnurekenda og liggi svör fyrir eigi síðar en í næstu viku (í þessari viku, innsk. blaðsins) varðandi fyrirætlanir stjórnarinnar í þessu skyni. Við höfum þungar áhyggjur af atvinnuástandi og líðan einstaklinga og fjölskyldnaíbyggðarlaginu og raunar á öllumVestfjörð- um. Er það vegna stöðu mála í Rauðsíðu, þar sem vinna um hundrað manns; vegna uppsagna hjá Unni ehf. en þar vinna 16 manns auk mannskaps á þeim bát- urn sem eru í viðskiptum við fyrirtækið; og sökum hugsanlegrar sölu togarans Sléttaness ÍS 808, hvar 22 Vestfirðingar starfa um borð og af þeim eru átján frá Þingeyri auk þeirra ell- efu löndunarmanna frá Þingeyri og annarra er kom- iðhafaaðþjónustu viðskip- ið. Þingeyri er einn elsti verslunarstaður landsins og þar hefur átt sér stað stór- kostleg uppbygging á und- anförnum áratugum. Ótækt er með öllu að Þingeyringar séu látnir gjalda fyrir stjórn- unaraðgerðir. Við teljum því að koma verði þeim til hjálpar með öllum tiltækum ráðum á örlagastund. Við minnum á hugmynd- ir til atvinnusköpunar, sem stjórn Átaks sendi frá sér í fyrri áskorun sinni til ríkis- stjórnarinnar. F.h. stjórnar Átaks, Ragnheiður Ólafsdóttir, formaður." Gjaidskrár Orkubús Vestfjarða hækkuðu að jafnaði um 2,88% um mánaðarmótin Orkuverð OV iarri því að fylgja hækk- unum Landsvirkjunar síðasta áratuginn Almennur taxti hjá OV hefur lækkað um 0,7% meðan taxti Landsvirkjunar hefur hækkað um nærri 40% Eftir verðbreytingar á raf- orku, sem tóku gildi um mán- aðamótin, er almennur taxti OrkubúsVestfjarða 17% Iægri en hjá RARIK en 2% hærri en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Afltaxti OV er nú 21% lægri en hjá RARIK og 9% lægri en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Húshitunartaxti OV er 8% lægri en hjá RARIK en 40% hærri en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Um síðustu áramót hækk- uðu niðurgreiðslur vegna hús- hitunar um 9.300 krónur á meðalheimili á ári. Gjald- skrárbreytingin nú hefur í för með sér, að orkureikningurinn hjá meðalheimili hækkar um tæplega 600 krónur á mánuði eða rétt um 7.000 krónur á ári. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu, hækkuðu gjald- skrárOV aðjafnaði um 2,88% um síðustu mánaðamót í kjöl- far 3% hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar. Misjafnt er eftir gjaldskrár- liðum hversu mikil hækkunin er hjá OV og raunar er um 2% lækkun að ræða á almennri notkun A1 og aflmælingu B1. Utanhússlýsing A3 hækkar um 5,1% og hlutfall milli atl- gjalds og viðhaldsgjalds breytist. Gjaldskrá fyrir ótryggða orku hækkar um 3%. Aðrir gjaldskrárliðir hækka um 6%. Innbyrðis breytingar milligjaldskrárliðahjáOV eru fyrsta skref að því marki, að tekjur hvers liðar standi undir kostnaði við hann, þannig að tekjur af einum lið verði ekki notaðar til að niðurgreiða ann- an. Vegna hækkunar á raforku- verði frá Landsvirkjun varð ekki hjá því komist að hækka gjaldskrár OV að þessu sinni. Frá 1991 hefur gjaldskrá Landsvirkjunar hækkað um 39,4%. Á sama tíma hefur al- mennur taxti hjá OV lækkað um 0,7%, afltaxti hækkað um 17,6% og húshitunartaxti hækkað um 27,2%. Hækkun á húshitunartaxta hefur að mestu leyti verið mætt með auknum niðurgreiðslun úr ríkissjóði. 8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.