Bæjarins besta - 07.07.1999, Side 9
Nokkurra daga kajakferö um Jökulfiröi
j j
Sex manna hópur fór í
nokkurra daga kajakferð um
Jökulfirði um fyrri helgi.
Einn þeirra var Róbert
Schmidt, hinn landsþekkti
veiðimaður sem lengi bjó á
Suðureyri. Hann er nú sölu-
stjóri hjá Sportbúðinni Títan
í Reykjavík og selur meðal
annars kajaka, en það er
önnur saga. I þessari ferð
veiddi hann reyndar ekki
neitt, ekki einu sinni í mat-
inn, heldur höfðu menn
jafnvel svartfuglinn með-
ferðis.
Þessir sex menn voru, auk
Róberts, þeir Eyþór Hauks-
son, Halldór Sveinbjörns-
son, Jón Oddur Guðmunds-
son, Spessi ljósmyndari
(Sigurþór Hallbjörnsson) og
danskur kunningi Spessa.
Allir eru þeir Vestfirðingar
(nema Daninn) og fjórir eru
fyrrverandi eða núverandi
starfsmenn H-prents á ísa-
firði. Hópurinn fór á föstu-
degi með Hafsteini Ingólfs-
syni á bátnum Blika úr
ísafjarðarhöfn og til Hest-
eyrar. Þaðan reru menn inn á
Stekkeyri, þar sem enn getur
að líta leifarnar af hinni
fornu hvalveiðistöð og síðar
sfldarverksmiðju og stromp-
urinn gnæfir enn. En látum
Róbert Schmidt hafa orðið.
„Spessi er afskaplega
mikið fyrir að kveikja eld
þar sem komið er í land og
það gerði hann líka inni í
stöðinni á Stekkeyri. Það
mátti hvergi stoppa þannig
Ferðahópurinn fyrír framan
slepptum því. Á Flæðareyri
vorum við með hlaðborð og
fínan mat og veglegar té-
beinssteikur voru matreiddar
á ferðagrilli. Reyndar er
Spessi grænmetisæta og
hefur verið það í fjölda ára.
Hann var eini græni maður-
inn í hópnum og við vorum
árangurslaust að ota að hon-
um stórsteikum og fugli.
Aftur á móti eldaði hann
fyrir okkur mjög kraftmikla
og matarmikla grænmetis-
súpu enda þekktur á veit-
ingahúsum í Reykjavík fyrir
sína matargerðarlist. Frá
Flæðareyri rerum við til
Grunnavíkur. Enn grilluðum
við þar í fjörunni og höfðum
matseldina eins frumlega og
við gátum. Sumir sváfu síð-
an í tjöldum en aðrir sváfu
úti í Biwak-pokum. Það var
mjög gott enda batnaði veðr-
ið með hverjum deginum í
ferðinni.
Á mánudagsmorgni,
daginn þegar við héldum
heim, vorum við Spessi
vaknaðir snemma og kveikt-
um varðeld í fjörunni í
Grunnavík. Við lágum í
Jón Oddur Guðmundsson og
fjörunni og vorum að spjalla
saman þegar tófa kom
skokkandi og settist á rass-
inn eins og hundur fáeina
metra í burtu og horfði á
okkur. Ég skreið upp á
bakkann og inn í tjald og
sótti myndavélina og náði
tófunni á filmu áður en hún
tölti aftur til fjalla. Dýra-
lífinu og náttúrufegurðinnni
í Grunnavík er ekki auðvelt
að lýsa í orðum.
Eyþór Hauksson voru í hópnum sem sigldi um Jökulfirði.
Róðurinn frá Grunnavík
og heim var alveg einstök
lífsreynsla. Veðrið var frá-
bært, sólskin og blíða alla
leiðina. Þetta var eitthvað
um þrjátíu kílómetra leið
sem við rerum þann dag.
Við fórum inn með Snæ-
fjallaströndinni, komum við
á Míganda og fórum undir
fossinn. Þaðan fórum við
beint yfir Djúpið í stefnu á
Hnífsdal. Á leið okkar urðu
stórar og miklar hrefnur sem
eltu bátana. Lundi og ýmsir
svartfuglar höfðu auga með
okkur. Við vorum berir að
ofan og brunnum flestir eitt-
hvað á leiðinni. Þetta var um
þriggja klukkutíma óslitinn
róður yfir Djúpið. Einhverjir
þurftu reyndar að pissa en
menn geta ekki mikið staðið
upp í kajökunum til slíkra
verka. Þá er annað hvort að
míga í bátinn eða í flösku og
einhver gerði það. Þegar
komið var að landi við
Hraðfrystihúsið í Hnífsdal
hlupu menn upp úr bátunum
og migu í einni röð eins og
heiðursvörður. Síðan var
róið með ströndinni inn
Skutulsfjörðinn. Sumir tóku
Róbert Schmidt og Eyþór
Hauksson við varðeld ífjör-
unni.
land í ísafjarðarhöfn en aðrir
reru alla leið inn að Brúar-
nesti. Ferðinni lauk með
einni grillveislunni enn.
Þessi ferð var öll alveg
meiriháttar. Daninn var að
vísu óvanur en stóð sig vel
en við hinir voru allir
þokkalega sjóaðir á kajök-
um“, sagði Róbert.
Sumir þeirra hafa meira
að segja róið fyrir Horn-
strandir. Róbert byrjaði á
kajak í Súgandafirði fyrir
fjórtán-fimmtán árum og var
þá jafnan einn á ferð á
fuglaveiðum. „Þetta er ákaf-
lega hollur og góður ferða-
máti og einhver sá skemmti-
legasti sem völ er á.
Auðvitað þurfa menn að
hafa góðan búnað og gæta
vel að örygginu. Við vorum
með GPS-staðsetningartæki
og áttavita og talstöð,
sjúkrakassa og aukaárar og
æfðum áður sérstaklega
björgunaraðgerðir og að
snúa bátunum. Þetta eru
atriði sem maður getur alltaf
verið að bæta við. Dóri er
alger sérfræðingur í öllu
sem viðkemur öryggi í
kajakferðum“, sagði Róbert.
Næst eru kajakmennirnir,
sem Spessi vill kalla Inúíta-
hópinn, að gæla við bæði
Arnarfjörðinn og norðan-
verðar Strandirnar. Jafnvel
haustferð undir Látrabjargi.
Það er ýmislegt í deiglunni
enda úr nógum ferðaleiðum
að velja á Vestfjörðum -
fyrir kajakmenn ekki síður
en aðra.
Róbert Schmidt á kajaknum.
að hann væri ekki farinn að
tína saman rekavið og
spýtnarusl til að kveikja eld.
Við vorum óneitanlega
smeykir um árarnar okkar ef
einhvers staðar yrði lítið um
eldivið. Við fengum okkur
súpu og kaffi á Stekkeyri en
fórum síðan aftur að Hest-
eyri. Þaðan rerum við í rign-
ingarhraglanda inn að Kví-
um og bjuggum okkur þar
náttból. Það var nokkuð
kaldsöm nótt. Daginn eftir
fórum inn í Lónafjörð og
alveg inn í botn. Ég hafði
svartfugl meðferðis og eld-
aði hann í fjöruborðinu með
koníakssósu og hrísgrjónum
og öðru tilheyrandi og efndi
til óvæntrar veislu.
Úr Lónafirði rerum við
þvert yfir að Flæðareyri og
fengum talsverðan andbyr.
Við fórum þar í fótbolta og
sváfum á sviðinu í félags-
heimilinu gamla, alveg laus-
ir við sviðsskrekk enda
engir áhorfendur. Við geng-
um inn að Dynjanda og ætl-
uðum jafnvel upp að
Drangajökli, en það var
frekar þungskýjað og við
samkomuhúsið á Flœðareyri.
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 9