Bæjarins besta - 07.07.1999, Page 10
Sviptingar
Mörgum Vestfirðing-
um brá í síðustu viku
þegar tíðindi bárust af
nýjustu sviptingunum í
atvinnulífinu í fjórð-
ungnum. Básafell aug-
lýsti að til standi að selja
eignir, skip og kvóta
fyrir einn og hálfan
milljarð. Munar um
minna hugsa margir.
Samt er ætlunin að auka
landvinnslu.
Annað var upp á
teningnum hjá hlutafé-
lögunum Gunnvöru, Is-
húsfélagi Isfírðinga og
Hraðfrystihúsinu í
Hnífsdal. Þau eiga nú að
sameinast. Frumkvæðið
er komið frá Islands-
banka, sem keypti tvo
stærstu hluthafana út.
Svo seldi Islandsbanki
nýju fyrirtæki, Ránar-
borg, sem einn Sam-
herjamanna á Akureyri
stofnaði þegar hann
hætti störfum í Sam-
herja, 10% af hlutfé hins
nýja sameinaða félags.
Isfirðingum er í fersku
minni hvernig síðustu
afskipti Samherja af út-
gerð á Isafirði enduðu.
Guðbjörg ÍS 46 er ekki
lengur skráð á Islandi.
Loforðin skiptu engu
máli þegar upp var
staðið.
Þorsteinn Vilhelmsson
er kannski öðru vísi
þenkjandi en þeir sem
nú sitja einir að Sam-
herja. Takið eftir því, að
Islandsbanki og Þor-
steinn ráða sennilega því
sem þeir vilja í nýja
stóra félaginu með 13 til
14 þúsund þorskígildis-
tonnin. Hvenær verður
freistingin of mikil til að
selja kvóta, skip og
eignir? Peningarnir ráða
öllu. Byggð og afkoma
fólks á Vestfjörðum er
orðin harla lítilvæg eftir
því sem best verður séð.
Nú skal nefnilega
frystihúsi Ishúsfélags
ísfirðinga, efra íshúsinu,
lokað. Þar á að segja
upp 100 manns. Lausa-
fólk hefur ekki trygg-
ingu fyrir vinnu lengur.
Allir vona að sem flestir
fái vinnu í Hnífsdal. En
það fer um marga, sem
eiga allt sitt undir vinnu
og hafa stundað land-
vinnslu fisks í áratugi.
Isfirðingar hafa ekki
loðnu til að veiða.
Básafell ætlar að auka
landvinnsluna og selja
skip og kvóta innan
fjórðungs. Mörgum
gengur illa að sjá sam-
hengið. Hvað verður nú
um rækjuvinnsluna?
Hvað verður um okkur?
Básafelli er stýrt af
Olíufélaginu segja
margir. íslandsbanki
ræður á hinum staðnum
segja aðrir. Niðurstaðan
hlýtur að verða sú, að
Vestfirðingar hljóta að
leggja ofurkapp á að
komast til valda og
áhrifa innan Islands-
banka og Olíufélagsins,
þar sem örlög þeirra
ráðast.
Rauðsíða, Rauðhamar,
Rauðfeldur og Bolfiskur
hafa fengið greiðslu-
stöðvun til 13. júlí. A
meðan bíða hundruð
manna eftir því að fá
laun og hreinlega að sjá
til sólar í lífi sínu. A
sama tíma eru sveitarfé-
lögin á Vestfjörðum í
Skoðanir
Stakkur skrifar
basli, skulda mikið, eiga
ekki fyrir afborgunum,
ekki einu sinni fyrir
vöxtum sum hver. Nú
vantar nýtt afl til að
skipuleggja til framtíðar.
Alþingis- og sveitar-
stjórnarmenn eiga
vandasamt starf fyrir
höndum.
Grunnskólar
Grunnskólinn á Isa-
firði hefur sótt fram á
veginn. Arangurinn í vor
úr samræmdu prófunum
var svo glæsilegur að
skólastjóra, kennurum
og nemendum er óskað
til hamingju. Þeim tókst
að kornast yfir lands-
meðaltalið. Markinu var
náð að þessu sinni. A
þessu sviði menntunar
komust Isfirðingar á
landakortið. Allar vonir
standa til þess að ár-
gangurinn haldi áfram á
sömu braut í Framhalds-
skóla Vestfjarða.
Grunnskólinn á Isa-
firði hefur undir stjórn
núverandi skólastjóra,
Kristins Breiðfjörð Guð-
mundssonar, tekið
stakkaskiptum til hins
betra. Honum hefur
tekist að fá kennara,
nemendur og foreldra til
samstarfs sem dugði.
Á sama tíma berast
skelfileg tíðindi frá
grunnskólanum á
Patreksfirði. Þar náði
einn nemandi samræmdu
prófunum og hinir 22
féllu. Meðaleinkunn var
lægst yfir landið, 3,61.
Til upplýsingar skal
tekið fram að einkunn
undir 5 er falleinkunn.
Patreksfirðingar eiga
mikið og erfitt starf fyrir
höndum. Vonandi tekst
SJÓNVARPIÐ
MIÐVIKUDAGUR
7. JÚLÍ 1999
11.30 Skjáleikurinn
16.50 Leiðarljós
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Melrose Place (18:34)
18.30 Myndasafnið
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.45 Gestasprettur
20.05 Víkingalottó
20.10 Bikarkeppni KSÍ
Bein útsending frá leik í átta liða
úrslitum bikarkeppni karla íknatt-
spyrnu.
22.10 Þrenningin (1:9)
(Trinity)
Bandarískur myndaflokkur um
hóp írskra systkina í New York
sem hafa valið sér ólíkar leiðir í
lífinu. Aðalhlutverk: Tate Dono-
van, Charlotte Ross, Justin Louis,
Sam Trammell, Bonnie Root, Kim
Raver, John Spencer og Jill Clay-
burgh.
23.00 Ellefufréttir og íþróttir
23.15 Sjónvarpskringlan
23.30 Skjáleikurinn
FIMMTUDAGUR
8. JÚLÍ 1999
10.30 Skjáleikur
16.50 Leiðarljós
17.35 Táknmálsfréttir
17.40 Nornin unga (13:24)
18.05 Heimur tískunnar (7:30)
18.30 Skippý (9:22)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.45 Jesse (2:9)
20.10 Fimmtudagsumræðan
20.40 Lögregluhundurinn Rex
21.30 Netið (6:22)
22.20 Menningarlíf í Eystrasalts-
löndum (3:3)
23.00 Ellefufréttir og íþróttir
23.15 Fótboltakvöld
23.35 Sjónvarpskringlan
23.50 Skjáleikurinn
FÖSTUDAGUR
9. JÚLÍ 1999
10.30 Skjáleikur
16.20 Fótboltakvöld
16.50 Leiðarljós
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Beverly Hills 90210
18.30 Búrabyggð (18:96)
19.00 Fréttir, veður og íþróttir
19.45 Björgunarsveitin (3:8)
20.35 Fóstrinn
(Saint Maybe)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá
1995 byggð á sögu eftir Anne
Tyler um ungan mann í Baltimore
sem þarf að koma bróðurbörnum
sínum til manns eftir að foreldrar
þeirra falla frá. Aðalhlutverk:
Blythe Danner, Edward Herrman,
Melina Kanakaredes, Thomas
McCarthy, Jeffrey Nordling og
Mary-Louise Parker.
22.25 Hermannasaga
(A Soldiers Story)
Bandarísk bíómynd frá 1984
byggð á verðlaunaleikriti eftir
CharlesFuller um lögmann sem er
sendur til að rannsaka morð í
herstöð íLouisiana. Aðalhlutverk:
Howard E. Rollins, Adolph Cae-
sar, Denzel Washington og Patti
Labelle.
00.00 Útvarpsfréttir
00.10 Skjáleikur
LAUGARDAGUR
10. JÚLÍ1999
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
10.30 Skjáleikur
11.55 Formúla 1
Bein útsending frá tímatöku fyrir
kapgaksturinn í Bretlandi.
16.25 íþróttasagan (3:7)
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Fjör á fjölbraut (23:40)
18.30 Nikki og gæludýrið
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.45 Lottó
19.50 Einkaspæjarinn (6:13)
20.35 Hótel Furulundur (8:13)
21.05 Eins og kóngar
(Comme de rois)
Frönsk gamanmynd frá 1997.
Tveir pólskir bræður eru á leið
heim frá Frakklandi eftir mis-
heppnaðadvöl þar. Aflugvellinum
sjá þeir hvar einkabílstjóri bíður
eftir íslenskum kvikmyndaleik-
stjóra sem er á leið á kvikmynda-
hátíð og sjá sér leik á borði að lifa
í vellystingum um sinn. Aðalhlut-
verk: Stéphane Freiss, Maruschka
Detmers og Mariusz Pujszo.
22.50 Grænjaxlar
(Supply and Demand II: Raw Recruit)
Bresk spennumynd frá 1998 gerð eftir
sögu Lyndu La Plante um sérsveit
lögreglu- og leyniþjónustumanna
sem fæst við erfið sakamál sem teygja
anga sína út fyrir landsteinana. Hér
glímir sérsveitin við erfitt fíkniefna-
mál. Aðalhlutverk: Miriam Margo-
yles, Larry Lamb, Stella Gonet,
Martin Kemp og Eamonn Walker.
00.30 Útvarpsfréttir
00.40 Skjáleikur
SUNNUDAGUR
11. JÚLÍ 1999
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
10.40 Skjáleikur
12.30 Formúla 1
Bein útsending frá kappakstrinum í
Bretlandi.
16.40 Öldin okkar (26:26)
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Geimferðin (49:52)
18.30 Þyrnirót (10:13)
18.40 Kletturinn
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.45 Með á nótunum
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Jón Leifs og Jónas Ingimundarson
veltir því fyrir sér hvort íslensk tón-
list hafi einhver sérkenni. Þá kveður
Steindór Andersen rímur.
20.30 Lífíð í Ballykissangel (8:12)
21.20 Helgarsportið
21.45 Fyrirheitna landið
(House of America)
Bresk bíómynd frá 1996 um bræður
í Wales sem eiga sér þann draum að
komast til Bandaríkjanna en ýmis ljón
eru í veginum. Aðalhlutverk: Steven
Mackintosh, Matthew Rhys, Lisa
Palfrey og Sian Philips.
23.20 Fótboltakvöld
Sýndar verða svipmyndir úr leik KR
og enska úrvalsdeildarliðsins Wat-
ford sem fram fór á Laugardalsvelli í
kvöld.
23.35 Útvarpsfréttir
23.45 Skjálcikurinn
MÁNUDAGUR
12. JÚLÍ 1999
11.30 Skjáleikurinn
16.30 Helgarsportið
16.50 Leiðarljós
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Melrose Place (19:34)
18.30 Mozart-sveitin (1:26)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.45 Ástir og undirföt (11:23)
20.10 Sívali turninn (1:3)
(The Round Tower)
Breskur myndaflokkur byggður á
sögueftirCatherine Cookson. Þættir-
nirgerastum 1960 og segja frá ungum
manni og konu af ólíkum uppruna
sem eiga samleið í lífinu. Aðalhlut-
verk: Emilia Fox, Ben Miles, Keith
Barron, Jan Harvey, Denis Lawson
og Isabelle Amyes.
21.05 Kalda stríðið (18:24)
21.55 Maður er nefndur
22.30 Andmann (5:26)
23.00 Ellefufréttir
23.15 Sjónvarpskringlan
23.30 Skjáleikurinn
ÞRIÐJUDAGUR o
13. JÚLÍ 1999
11.30 Skjáleikurinn
16.50 Leiðarljós
17.35 Táknmálsfréttir
17.45 Beverly Hills 90210 (21:34)
18.30 Tabalugi (7:26)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.45 Becker (11:22)
20.10 HHÍ-útdrátturinn
20.20 Yfirvofandi skelfingar (1:3)
Plágurnar
(The Coming Disasters: The Return
ofthe Plagues)
Breskur heimildarmyndaflokkur í
þremurþáttum. I þessum þætti ertjall-
að um farsóttir sem jarðarbúum gæti
stafað bráð hætta af. I seinni þáttunum
tveimur verður fjallað um eldgos og
loftsteina.
21.15 Á villigötum (2:3)
(The Ruth Rendell Mysteries: Going
Wrong)
Bresk sjónvarpsmynd byggð á sögu
eftir Ruth Rendell. Guy var smábófi
þegar hann var unglingur og foreldr-
um Leonoru, kærustu hans varekkert
um samband þeirra gefið. Árin liðu
og leiðir þeirra skildi en Guy getur
ekki hætt að hugsa um Leonoru og er
til alls líklegur. Aðalhlutverk: James
Callis og Josephine Butler.
22.10 Spænska veikin - seinni hluti
Myndin fjallar um uppgröft vísinda-
manna á líkum sjö námumanna í
kirkjugarðinum í Longyearbyen á
Svalbarða í ágúst í fyrra. Mennirnir
sjö létust úr Spænsku veikinni árið
1918.
23.00 Ellefufréttir og íþróttir
23.15 Sjónvarpskringlan
23.30 Skjáleikurinn
STÖ02
MIÐVIKUDAGUR
7. JÚLÍ 1999
13.00 Max Dugan snýr aftur (e)
14.35 Ein á báti (10:22) (e)
15.20 Vík milli vina (1:13) (e)
16.05 Spegill Spegill
16.30 Sögur úr Andabæ
16.50 Brakúla greifi
17.10 Glæstar vonir
17.35 Sjónvarpskringlan
18.00 Fréttir
18.05 Blóðsugubaninn Buffy (9:12)
19.00 19>20
20.05 Samherjar (14:23)
20.50 Hérerég (11:25)
21.15 Norður og niður (2:5)
22.05 Murphy Brown (8:79)
22.30 Kvöldfréttir
22.50 íþróttir um allan heim
23.45 Max Dugan snýr aftur (e)
01.20 Dagskrárlok
FIMMTUDAGUR
8. JÚLÍ 1999
13.00 Venjulegt fólk (e)
15.00 Oprah Winfrey (e)
15.45 Ó, ráðhús! (11:24) (e)
16.05 Eruð þið myrkfælin?
16.30 Sögur úr Andabæ
16.55 I Sælulandi
17.20 Líttu inn
17.25 Smásögur
17.30 Barnamyndir
17.35 Glæstar vonir
18.00 Fréttir
18.05 Sjónvarpskringlan
18.30 Nágrannar
19.00 19>20
20.05 Vík milli vina (2:13)
20.50 Caroline í stórborginni (4:25)
21.15 Tveggja heima sýn (18:23)
22.05 Murphy Brown (9:79)
22.30 Kvöldfréttir
22.50 í lausu lofti (21:25)
00.25 Venjulegt fólk (e)
(Ordinary People)
Hjónin Beth og Calvin og sonur þeirra
Conrad eru í sárum eftir að hafa misst
son og bróður. Conrad er yfirkominn
af sorg og sjálfsásökun og gengur til
sálfræðings. Sonurinn sem lét lífið
var alla tíð augasteinn móðurinnar
og getur úr veitt Conrad lítinn stuðn-
ing. Aðalhlutverk: Donald Suther-
land, Judd Hirsch og Mary Tyler
Moore.
02.25 Olíulindin (e)
(The Crude Oasis)
03.45 Dagskrárlok
FÖSTUDAGUR
9. JÚLÍ 1999
13.00 Norður og niður (2:5) (e)
13.45 Sundur og saman í Hollywood
14.35 Seinfeld (8:22) (e)
20.06 Skítamórall (e)
15.15 Ó, ráðhús! (12:24) (e)
15.40 Dharma og Greg (3:23) (e)
16.05 Gátuland
16.30 Sögur úr Andabæ
16.55 Blake og Mortimer
17.20 Ákijá
17.30 Á grænni grund
17.35 Glæstar vonir
18.00 Fréttir
18.05 Sjónvarpskringlan
18.30 Heima (e)
19.00 19>20
20.05 Verndarenglar (3:30)
21.00 Úlíhundurinn Baltó
(Balto)
Sagan um Baltó er að hluta til sann-
söguleg og mjög áhrifarík. Hún segir
frá hundinum Baltó sem er blanda
úlfs og hunds.Lé7A:/w/í://Y; Kevin Bac-
on, Bridget Fonda, Phil Collins og
Bob Hoskins.
22.25 Jane í hernum
(G.I. Jane)
Dramatísk spennumynd sem byggð
er á sögu Danielle Alexandra þar sem
hún tekur á spurningunni hvort konur
eigi erindi í stríð eður ei. Aðalhlut-
verk: Demi Moore, Viggo Mortensen
og Anne Bancroft.
00.35 Flóttinn
(The Getaway)
Ein magnaðast spennumynd síðari
ára. Aðalhlutverk: Alec Baldwin,
James Woods og Kim Basinger.
02.30 Maður morgundagsins (e)
(Tomorro w Man)
Aðalhlutverk: Julian Sands, Gian-
carlo Esposito og Craig Wasson.
04.00 Dagskrárlok
LAUGARDAGUR
10. JÚLÍ 1999
09.00 TaoTao
09.25 Bangsi litli
09.30 Heimurinn hennar Ollu
09.55 Líf á haugunum
10.00 Herramenn og heiðurskonur
10.05 Sögur úr Andabæ
10.25 Villingarnir
10.45 Grallararnir
11.10 Baldur búálfur
11.35 Úrvalsdeildin
12.00 NBA-tilþrif
12.25 í Pöndufjöllum (e)
13.45 Oprah Winfrey
14.30 Hringurinn (1:2) (e)
15.55 Sundur og saman í Hollywood
16.45 Koppafeiti 2 (e)
18.35 Glæstar vonir
19.00 19>20
20.05 Ó, ráðhús! (23:24)
20.35 Vinir (16:24)
21.05 Rokkstjarnan
(Tlie Rose)
Fyrsta bíómyndin sem söngkonan
Bette Midler lék í. Hún fer með hlut-
verk rokksöngkonu frá 7. áratuginum
sem þrátt fyrir mikla velgengni í starfi
bjó viðgífurlegt tilfinningalegt ójafn-
vægi og var oft á tíðum á barmi tauga-
áfalls.Aðalhlutverk: Alan Bates, Bette
Midler og Frederic Forrest.
23.20 Lögguland
(Cop Latul)
Spennandi lögregludrama með Svlv-
ester Stallone, Harvex Keitel og
Robert DeNiro í aðalhlutverkum.
01.05 Heilsuspillandi morð
(Caution: MurderCan Be Hazardous...)
Sjónvarpsframleiðandinn og stór-
reykingamaðurinn Clarke finnst lát-
inn heima hjá sér með sígarettu í
hendinni. Útlit er fyrir að maðurinn
hafi látist af völdum reykinga og
hjartaáfalls, en rannsóknarlögreglu-
manninn Columbo grunar að málið
sé flóknara en svo. Aðalhlutverk:
Peter Falk og George Hamilton.
02.35 Nílargimsteinninn (e)
(The Jewel OfThe Nile)
Aðalhlutverk: Darny Devito, Kath-
leen Turner og Michael Douglas.
04.20 Dagskrárlok
SUNNUDAGUR
ll.JÚLÍ 1999
08.59 Fíllinn Nellí
09.04 Á drekaslóð
09.24 Finnur og Fróði
09.34 ÖssiogYIfa
09.59 DonkíKong
10.24 Snar og Snöggur
10.49 Dagbókin hans Dúa
11.09 Týnda borgin
11.34 Krakkarnir í Kapútar
12.00 Sjónvarpskringlan
12.25 Daewoo-Mótorsport (11:23) (e)
12.55 Hringurinn (2:2) (e)
14.25 Blóð og sandur (e)
16.25 Hringekjan (e)
18.30 Glæstar vonir
19.00 19>20
20.05 Ástir og átök (21:25)
20.35 Orðspor (10:10)
21.35 Glæpur aldarinnar
(Crime ofthe Century)
Árið 1932 var ungum syni flug-
mannsins Charles Lindberg rænt,
honum haldið í gíslingu og hann að
lokum myrtur. Tveimur árum síðar
var maður að nafni Hauptmann tekinn
af lífi fyrir verknaðinn. Aðalhlutverk:
Isabella Rosselini, Stephen Rea og
J.T. Walsh.
23.30 Stjörnuhliðið
(Stargate)
01.30 Dagskrárlok
MÁNUDAGUR
12. JÚLÍ 1999
13.00 Eldvagninn (e)
14.55 Bílslys (3:3) (e)
15.50 Ó, ráðhús! (13:24) (e)
16.10 Eyjarklíkan
16.35 Sögur úr Andabæ
17.00 Maríanna fyrsta
17.25 Úr bókaskápnum
17.30 María maríubjalla
17.35 Glæstar vonir
18.00 Fréttir
18.05 Sjónvarpskringlan
18.30 Nágrannar
19.00 19>20
20.05 Ein á báti (11:22)
20.55 Fanfan
22.30 Kvöldfréttir
22.50 Eldvagninn (e)
00.55 Dagskrárlok
ÞRIÐJUDA GUR
13. JÚLÍ 1999
13.00 Samherjar (14:23) (e)
13.45 Orðspor (9:10) (e)
15.35 Caroline í stórborginni (4:25)
16.00 Köngulóarmaðurinn
16.25 Sögur úr Andabæ
16.50 I Barnalandi
17.10 Simpson-fjölskyldan
17.35 Glæstar vonir
18.00 Fréttir
18.05 Sjónvarpskringlan
18.30 Nágrannar
19.00 19>20
20.05 Barnfóstran (18:22)
20.40 Dharma og Greg (4:23)
(Dharma and Greg)
Nýr gamanmyndaflokkur um hina
frjálslyndu Dhörmu sem fellst á að
giftast íhaldsmanninum Greg eftir
aðeins eitt stefnumót. Vandinn er bara
sá að ættingjar parsins eru ekki eins
fljótir að taka við sér og þau.
21.10 Karlmenn strauja ekki (1:3)
( Why Men Don 't Iron )
í þessum nýju bresku heimildar-
þáttum er leitað skýringa á því hvers
vegna karlmenn virðast vera minna
fyrir húsverk en konur. Er þetta bara
gömul bábylja eða er um raunveru-
legan mun að ræða? Og ef svo er,
hvernig má þá skýra þann mun? Á
hann sér líffræðilegar eða félagslegar
skýringar? Svörin við þessum spurn-
ingum fáum við íþessum áhugaverðu
heimildarþáttum.
22.00 Daewoo-Mótorsport (12:23)
22.30 Kvöldfréttir
22.50 Geimveran (e)
(Alien)
Víðfræg bíómynd Ridleys Scotts um
áhöfn geimfars sem er ofsótt af geim-
veru.
00.45 Dagskrárlok
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1999