Bæjarins besta - 14.07.1999, Side 2
XTtgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 ísaflörður
■tt 456 4560
0456 4564
Netfang prentsmiðju:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://wrww.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Hlynur Þór Magnússon
Netfang ritstjórnar:
bh@snerpa.is
Bæjarinsbesta er í samtökum'bæjar- og héraðs-
fréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda
og annars efnis er óheimil nema heimllda sé getið.
limiWilMI
Undan þeírrí ábyrgð
fá þeir ekki vikist
Formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Kristinn H.
Gunnarsson, kallaði söluna á Sléttanesinu skemmdarverk
og sakaði Landsbankann um að mismuna viðskiptavinum
eftir búsetu. Síðan tók þingmaðurinn flugið og talaði um
útgerðarmann, sem fékk væna sendingu á silfurfati.
Það er létt verk að ásaka Landsbankann fyrir að vilja
gæta hagsmuna sinna. Er þó ekki ýkja langt um liðið
síðan síðan ýmsir vinnufélagar þingmannsins töldu ekki
ofgert þar á bæ í þeim efnum. En um leið og þingmaðurinn
kveður upp áfellisdóm yfir bankanum ætti hann að ritja
upp hvernig lánastofnanir komust í þá stöðu að geta
krafið fyrirtæki um sölu áaflaheimildum til skuldalækk-
unar.
Ræða Þorsteins Pálssonar, þáverandi sjávarútvegsráð-
herra, á sjómannadaginn 1996, um þjóðareign á auðlind-
inni í hafinu, ómaði enn þegar þáv. Seðlabankastjóri og
nú flokksbróðir Kristins birtist í sjónvarpinu og grátbað
stjórnvöld um lagabreytingar svo unnt yrði að veðsetja
kvótann. Bankastjóranum var mikið niðri fyrir, bankanir
í hættu, þeir höfðu lánað mikla peninga út á þinglýsta
samninga, sem voru ekki pappírsins virði.
Bankastjórinn átti hauk í homi, forsætisráðherra. Tæpu
ári síðar, í skjóli nætur, samþykkti Alþingi Islendinga lög
sem heimiluðu að veðsetja aflaheimildir. Þá nótt var lítið
minnst á stjórnarskrána. Fjórir þingmanna Vestfirðinga
guldu þessu jáyrði og hinn fyrsti þeirra í röðinni komst
svo að orði: ,,Þetta frumvarp er ekki á nokkurn hátt líklegt
til að festa í sessi núverandi skipulag veiðanna. Þessu er
þvert á móti þveröfugt farið og núverandi ástand líklegra
til að festa tangarhald bankanna.” Og nú áttu menn að
geta stundað eðlileg bankaviðskipti í samræmi við „eign”
sína, þ.e. kvótann, í friði. Kristján Pálsson, þingmaður,
sagði hins vegar af sama tilefni: „Eg er ekki viss um að
allir þingmenn geri sér grein fyrir hvað þeir voru að
samþykkja.”
Hvað sem hverjum og einum kann að finnast um sölu
einstaklinga og fyrirtækja á aflaheimildum, eða kröfum
lánadrottna á hendur þeim í þá veru, þá eru þeir að nýta
það eitt, sem þingmenn eru búnirað færaþeim á silfurfati,
svo notað sé orðalag þingmannsins: Otakmarkað vald til
að ráðskast með auðlindina, óveidda fiskinn í sjónum.
Formanni sjávarútvegsnefndar tekst ekki að hvítþvo
þingmennina með ásökunum á hendur Landsbankanum.
Sú óburðuglega tilraun er feilspark.
Abyrgðin er þingmai.na, sem hina örlagaríku nótt á
vordögum 1997 framseldu frumburðarrétt íslensku
þjóðarinnar til fárra útvaldra gæðinga.
Undan þeirri ábyrgð fá þeir ekki vikist.
s.h.
OÐÐ VIRUNNAÐ
Út-utan
Strandlengja Noregs liggur að mestu að vestri. Þegar farið var út
að sjó eða út á haf\ar að jafnaði farið í vesturátt. Þess vegna skap-
aðist þarsú málvenja, aðúf tókað merkjaveiíMr. Andstæðan viðúr
er að utan eða utan. Þessa málvenju tóku norskir landnámsmenn
íslands út með sér. Þeir fóru út til Islands en frá Islandi fóru þeir
utan. Noregur var í austri og því voru Norðmenn á Islandi nefndir
Austmenn.
Suðvestanátt er enn kölluð úísynningur og norðvestanátt
ú/nyrðingur. Noregur var hins vegar landið í austri og því heitir
suðaustanátt /nnJsynningur og norðaustanátt /unJnyrðingur.
' ; \
Basafell
Engínn
fundur
í bráð?
Knattspyrnulið KÍB
Sigurgangan
heldur áfram
Ekki hafði verið boðað
til stjórnarfundar í Bása-
felli hf. þegar blaðið fór í
prentun og stjórnarmaður
sem blaðið ræddi við
hafði ekki heyrt um nein
áforrn um að halda fund.
Umtöluð sala á togar-
anum Sléttanesi er eins
og kunnugt er háð sam-
þykki stjórnar fyrirtækis-
ins. Samkvæmt óstaðfest-
um heimildum blaðsins í
gær var stjórnarformað-
urinn, Ragnar Bogason
hjá Olíufélaginu, að fara í
þriggja vikna frí til út-
landa.
Suðureyri
Sæluhelg-
in byrjar
Sæluhelgin árvissa á
Suðureyri byrjar á morg-
un. og stendur frarn á
sunnudagskvöld. Hún
hefst kl. 15 með fjall-
göngu upp á Hádegishorn
undir leiðsögn Kjartans
Ólafssonar rithölundar og
verður lagt af stað frá flug-
vellinum. Um kvöldið kl.
20 verður frumsýning á
Línu langsokk.
Eftir hádegi á föstudag
skemmtir tjöllistahópur-
inn Morrinn á götum bæj-
arinsenkl. 16 verðurfjöl-
skylduferð til Norðureyr-
ar. Á laugardagsmorgun
er messa í Suðureyrar-
kirkju en eftir hádegi
verður mansakeppni og
reiðhjóla- og kassabíla-
rall og dansleikir fyrir
börn og fullorðna um
kvöldið.
Fátt ef nokkuð virðist geta
komið í veg fyrir, að lið
Knattspyrnubandalags Isa-
fjarðar og Bolungarvíkur
(KÍB) komist í úrslitakeppn-
ina um sæti í 2. deild að ári.
Liðið hefur nú leikið átta
leiki af tólf í A-riðli 3. deild-
ar, unnið sjö og gert eitt
jafntefli og markatalan er
40:6. Markahæstir eru Pétur
Geir Svavarsson og Atli Vil-
helmsson með 6 mörk hvor
en Guðbjartur Flosason er
með 5 mörk. Tveir síðustu
leikir KÍB voru heimaleikir
og spilaðir í Bolungarvík.
Um fyrri helgi var Augna-
blik lagt að velli 13:1 og um
síðustu helgi sigraði KÍB
Fjölni 5:0. Næsti leikur er
útileikur gegn Haukum.
Hóima víkurrallið
Páll og Jóhannes sigruðu
Páll Halldór Halldórsson
stóð við stóru orðin í BB um
daginn er hann sagðist ætla
að sigra í Hólmavíkurrallinu
sem háð var um sfðustu helgi.
Hann og aðstoðarökumað-
ur hans, Jóhannes Jóhannes-
son óku af öryggi eins og
venjulega og sluppu við
óhöpp og bilanir.
Helstu keppinautar þeirra,
feðgarnir Jón og Rúnar urðu
hins vegar fyrir því óláni að
velta bifreið sinni.
Bílbe/tanotkun á Vestfjörðum
Flateyri best,
Bfldudalur verstur
Könnun var gerð á bíl-
beltanotkun í átta byggðar-
lögum á Vestfjörðum dagana
1.-12. júlí. I heildina kom
Flateyri best út en Bíldudal-
ur verst.
Á Flateyri og ísafirði
reyndust 79% ökumanna
vera með belti, á Þingeyri
78%, í Bolungarvík 65%, á
Patreksfírði 62%, á Hólma-
vík 60%, á Bíldudal 55% og
á Suðureyri 54%.
Á Flateyri voru 86% far-
þega í framsæti með belti, á
Patreksfirði 84%, á ísafirði
83%, á Hólmavík og Þing-
eyri 79%, í Bolungarvfk
74%, á Suðureyri 65% og á
Bíldudal 53%.
Á Flateyri voru 94% far-
þega í aftursæti með belti, á
Patreksfirði 92%, á ísafírði
87%, í Bolungarvík og á
Þingeyri 78%, á Suðureyri
72%, á Hólmavík 70% og á
Bfldudal 57%.
Júlíus Ólafsson, umferðar-
öryggisfulltrúi á Vesttjörð-
um sá um könnunina sem
framkvæmd var af slysa-
varnafólki á Vestfjörðum.
Júlíus sagði í samtali við
blaðið, að menn í sendibíl-
um allskonar væru oftast
ekki í beltum og varpaði
fram þeirri spurningu, hvort
þeir teldu sig ódauðlega.
ísafjörður
Jakob
Falur að-
stoðarmað-
ur ráðherra
Jakob Falur Garðars-
son, stjórnmálafræðingur
hefur verið ráðinn aðstoð-
armaður Sturlu Böðvars-
sonar samgönguráðherra.
Jakob Falur er 33 ára
ísfirðingurog stjórnmála-
fræðingur frá Háskólan-
um í Kent á Englandi. Síð-
ustu árin hefurhann starf-
að sem framkvæmdastjóri
ICEPRO, nefndar um raf-
ræn viðskipti.
Sambýliskona hans er
Vigdís Jakobsdóttir leik-
stjóri og eiga þau einn son.
Laxveiði
Glæðist í
Laugardal
Á mánudag voru komn-
ir 54 laxar á land í Laug-
ardalsá. Sjö dögum fyrr
voru aðeins komnir 30
laxar á land á tæpum mán-
uði og má því segja að
veiðin hafi tekið kipp und-
anfarna daga.
Það voru Englendingar
sem luku veiði í ánni á
sunnudag og fengu þeir
tólf laxa. Þeir munu hafa
sett í fjölmarga laxa til
viðbótar sem þeir slepptu.
Á mánudag hófu ítalir
veiðar í ánni.Auk laxanna
54 hafa þrír laxar komið á
land í Laugabólsvatni.
Engar fréttir hafa borist
af veiði í Langadalsá, en
þar voru sex laxar komnir
á land fyrir viku.
fimmtudag, föstudag og laugardag
JON
WGUNNA
Ljóninu, Skeiði, ísafirði, sími 456 3464
LEGGUR
OG SKEL
fcitciverslun barnannci
Ljóninu, Skeiði, sími 456 4070
2
MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1999