Bæjarins besta - 14.07.1999, Blaðsíða 5
Dúdú ásamt börnum, tengdabörnum, barnabörnum og
Bjarndísi Friðriksdóttur í Jónsgarði á ísafirði.
eftir fjörutíu og þriggja ára
farsælt hjónaband en giftist
aftur árið 1992. Seinni mað-
urinn var ekkjumaður. „Mér
hefði aldrei dottið í hug að
ég myndi gifta mig aftur“,
segir hún. Seinni eiginmað-
ur hennar dó úr krabbameini
eftir tveggja og hálfs árs
hjónaband.
„Fyrri maðurinn minn var
frá Kentucky og við bjugg-
um í Louisville í Kentucky.
Síðan fluttumst við yfir
landamærin til Indiana þó að
hann starfaði áfram í Louis-
ville, en það var aðeins um
tuttugu mínútna akstur á
milli. Sonur minn vinnur þar
líka.“
Dúdú starfaði lengi sem
læknaritari. „Þegar læknir-
inn sem ég vann hjá dó var
fyrri maðurinn minn orðinn
veikur og ég fór ekkert aftur
að vinna. Við átturn saman
fjögur góð ár el'tir að hann
hætti að vinna.“
Dúdú er ennþá búsett í
sama bænum í Indiana. Þeg-
ar hún giftist seinni mannin-
um keyptu þau sér þar annað
hús. „Þetta er lítið þorp með
aðeins um sjö þúsund íbú-
um. Maður þekkir alla og
fólkið er gott. Ég á mikið af
góðum vinum og góðum ná-
grönnum. Dísa mín býr í
Pennsylvaníu. Ég er mikið
hjá þeim eftir að ég varð aft-
ur ekkja. Roger býr aftur á
móti í sama bæ og ég.“
Ekki er margt um Islend-
inga á þessum slóðum.
Dúdú veit um eina íslenska
stúlku í New Albany, sem er
ekki langt frá.
A þessari liðlega hálfu öld
hefur Dúdú mjög oft komið
heim til ísafjarðar. „Börnin
mín voru bæði skírð og
fermd í Isafjarðarkirkju og
þetta er í þriðja sinn sem
þau eru hér á ferð með sín
börn. Fyrst árið 1980, en þá
voru þau í sumarbústað hjá
Pétri bróður mínum inni í
Tunguskógi. Seinni maður-
inn kom með mér árið 1992,
rétt eftir að við giftumst. Isa-
fjörður er „heima“ þó að ég
sé búin að búa úti í fimmtíu
og þrjú ár. Ég hef alltaf verið
Isfirðingur og verð það með-
an ég lifi. Mér finnst óskap-
lega gaman að koma heim.
Ég hef þörf fyrir að koma
heim. Ég vildi bara hafa
meiri tíma með henni Bjarn-
dísi blessuninni. Hún er svo
hlý og góð manneskja, alveg
eins og mamma og amma
og öll börnin hans Didda
bróður míns.“
Guðrún Guðleifs Bjarna-
dóttir heitir eftir móður
Jóakims Pálssonar í Hnífs-
dal og þeirra systkina, en
hún segir að mikil vinátta
hafi verið með foreldrum
hennar og því fólki. Foreldar
hennar voru Herdís Jóhann-
esdóttir og Bjarni Pétursson,
sem bjuggu í „Kofanum" í
Hnífsdal fyrstu hjúskapar-
árin en fluttust til Isafjarðar
árið 1922 og bjuggu lengst
„á Horninu“ eða Aðalstræti
15. Fjölskyldan var kennd
við það hús, einkum hús-
móðirin sem nefndist Herdís
á Horninu, en einnig var
Friðrik (Diddi málari) lengi
nefndur Diddi á Horninu.
Enda þótt Dúdú hafi verið
búsett fyrir vestan haf allan
þennan tíma hefur hún hald-
ið íslenskunni afar vel, alveg
ótrúlega vel, því að hún hef-
ur ekki talað hana heima
fyrir. Hreimurinn er sáralítill
og henni verður naumast
orða vant. Hún talar ekki ís-
lensku við börnin, - „en ég
hefði átt að gera það. Þau
voru nokkuð góð í íslensk-
unni þegar þau voru yngri
og sérstaklega Dísa skilur
talsvert mikið. Þau eru með
segulbandsspólur og reyna
að æfa íslenskuna við og
við.“
Barnabörnin eru miklu frek-
ar Bandaríkjamenn en Is-
lendingar, segir Dúdú, en
þau voru montin af því í
skóla að vera af íslenskum
ættum og fóru ekki dult með
það.
- Fólk hefur verið miklu
skemur en þú í útlöndum og
tapað henni mjög - hvernig
stendur á þessu með þig?
„Ég er með hreim! Og
mig vantar stundum orð. En
ég las Moggann upphátt og
ég las bækur upphátt til að
æfa mig - þegar enginn var
heima. Ég vildi halda ís-
lenskunni. Mér fannst það
alveg nauðsynlegt, vegna
þess að systkini mín töluðu
yfirleitt ekki ensku. Þau hafa
öll kornið vestur um haf í
heimsókn nema Diddi heit-
inn, pabbi hennar Bjarndís-
ar, og næstelsta systir mín,
sem er dáin fyrir löngu síð-
an. Hin hafa komið oft.“
Dúdú finnst það sérkenni-
legt að vera orðin sjötug.
„Mér finnst það agalegt!“
segir hún og hlær eins og
hún meini það alls ekki.
„Héðan í frá ætla ég að Ijúga
til um aldurinn. Framvegis
verð ég alltaf sextíu og níu
ára“, segir hún glettnislega.
„Ég hef aldrei logið til um
aldurinn - frá því ég var
sextán ára!“
- Þegar þú kemur heirn -
heim til Isafjarðar - leitar
hugurinn þá mikið til göntlu
daganna þegar þú varst að
vaxa hér úr grasi?
„Já, ég leita að gömlu
stöðunum. Veröldin er alltaf
að breytast og líka hérna á
ísafírði. Ég sakna fjörunnar
við Pollinn þar sem er búið
að gera uppfyllingar. Ég sé
eftir görnlu bryggjunni þar
sem stukkum í sjóinn og
vorum að synda. Og
bræðsluhúsunum. Þetta er
allt farið. En það er allt í
lagi. Þetta eru framfarirnar.
En ég er enn að leita. Ég fór
með Bjarndísi í göngutúr í
gær að skoða gömul hús
sem ég man eftir. Ég sé
óskaplega mikið eftir kirkj-
unni. Þar var ég skírð, fermd
og gift og þar voru börnin
mín skírð og fermd. En ég
kom í nýju kirkjuna í gær.
Mér finnst hún mjög falleg
og myndarleg og hljómburð-
urinn er góður. Og ég þekkti
styttuna sem var fyrir aftan
altarið í görnlu kirkjunni!"
- En þú hefðir heldur
viljað hafa gömlu kirkjuna...
„Já, vegna þess að minn-
ingarnar eru þar.“
- Hittirðu krakkana sem
þú varst að leika þér við í
æsku?
„Ekki marga. En ég var að
heimsækja Stínu Massa
bekkjarsystur mína sem er
núna úti í Bolungarvík. Og
ég kem alltaf til Helgu
Massa. Við áttum heirna í
öðrum endanum á húsinu en
fjölskyldan þeirra í hinurn
endanum. Og ég hitti Guð-
rúnu Hásler. En það er ekki
margt eftir hér af mínum
skólasystkinum. Annað
hvort eru þau farin eða dáin
eða ég veit ekki hvað. Geiri
í Engidal er kominn hér á
dvalarheimilið. Pabbi minn
og pabbi hans voru frændur.
Við komum oft inn í Engidal
í gamla daga.“
- Finnst barnabörnunum
ekkert skrítið að koma
hingað?
„Nei. Þau ganga hér um
allt. I gær gengu þau upp í
Naustahvilft í fínu veðri og
tóku myndir. Þegar þau
komu fyrst árið 1980 voru
þau inni í skógi í sumarbú-
stað rétt hjá ánni og þau
vildu fara þangað aftur
núna. Þeirn finnst afskap-
lega garnan að koma hingað.
Ég er mjög hrifin af því.“
Það er velþekkt, hversu
mikil samheldni er í stór-
fjölskyldunni sem ólst upp á
Horninu á Isafírði. Afkom-
endur þeirra Herdísar og
Péturs munu vera komnir á
fjórða hundrað og örfáir
þeirra eftir fyrir vestan en
samt eru tengslin ákaflega
sterk. Og tengsl Dúdúar við
fjölskylduna í Banda-
ríkjunum eru líka náin.
„Börnin mín og barnabörnin
eru mér ákaflega góð. Ég
veit ekki hvar ég væri stödd
ef ég ætti ekki fjölskylduna
mína, bæði ameríska og
íslenska. Ég er þakklát fyrir
að eiga góða fjölskyldu
„báðum megin í veröldinni",
ef svo má að orði komast“,
segir Guðrún Guðleifs
Bjarnadóttir, kölluð Dúdú.
-h.
Borholan í Tunguda! skilaði ekki þeim árangri sem vonast var tii
Staðfest að
heitt vatn
60-70 stiga
er í iörðu
í byrjun síðustu viku láfyrir,
að djúpborunin eftir heitu
vatni við Bræðratungu í
Tungudal í Skutulsfirði bar
ekki þann árangur sem vonast
var eftir. Það litla vatn sem
fannst var aðeins 37°C eða
líkamshiti og fjarri því að
nýtast á hitaveitukerfi Isfirð-
inga Til þess þarf vatnið að
vera meira og að minnsta kosti
yfir 60 stiga heill.
„Þetta eru okkur mikil von-
brigði. Staðfesting hefur
vissulega fengist á því, að ein-
hvers staðar á svæðinu er milli
60 og 70 stiga heitt vatn í
jörðu. Hins vegar vitum við
ekki nákvæmlega hvar það er
að finna og leitin að því er
kostnaðarsöm. Nú munu sér-
fræðingar Orkustofnunar
vinna úr þeim niðurstöðum
sem fengist hafa, áður en tekn-
ar verða ákvarðanir um fram-
haldið“, segir Kristján Har-
aldsson orkubússtjóri.
Borunin íTungudal og þær
rannsóknir sem áður voru
gerðar hafa kostað Orkubú
Vestljarða um 40 milljónir
króna. Þeim fjármunum er
ekki á glæ kastað, vegna þess
að aflast hafa miklar upplýs-
ingar sem vonandi verða til
þess að fyrr en síðar megi
finna það heita vatn sem sér-
fræðingarnir eru vissir uni að
sé í jörðu á svæðinu. „Við
vonumst lil þess að þessar
rannsóknir muni skila okkur
árangri að lokum“, segir
Kristján.
Holan sem nú var lokið við
að bora er liðlega 1250 m djúp
en byrjað var á henni í lok
apríl og önnuðust Jarðboranir
hf. verkið fyrir Orkubú Vest-
fjarða. Aður var búið að bora
margar reynsluholur á svæð-
inu og þrengja radíusinn á
þann stað sem vænlegastur
var talinn. Um það leyti sem
djúpborunin hófst í vor sagði
Sölvi Sólbergsson deildar-
stjóri hjá OV í samtali við
BB, að vissulega væri það
happdrætti hvort hægt yrði að
ná vatni í vinnanlegu magni
úr holunni.
Azi-bor Jarðborana hf. sem
notaður var í Tungudal.
Póiiand
Aðalbjörn
seinur um
nýsmíði
Aðalbjörn Jóakimsson, út-
gerðarmaður og fyrrverandi
framkvæmdastjóri Bakka hf.
í Bolungarvík, hefur samið
um smíði á 29 metra löng-
um ísfisktogara hjá Nauta í
Póllandi. Armann Armanns-
son, útgerðarmaður hjá Ingi-
nrundi hf. í Reykjavík mun
einnig hafa samið um smíði
á samskonar skipi. Aætlað
er að skipin kosti fullbúin
um 190 milljónir króna.
Skipin, sem hér um ræðir,
eru hönnuð af SkipaSýn ehf.
í Reykjavík. I þeim verða
1000 hestafla aðalvélar og
er rniðað við að aflvísir
skipanna verði ekki meiri en
svo að þau geti stundað
veiðar á þeim veiðisvæðum
þar sem togveiðar eru stund-
aðar næst landi.
Frá þessu er greint í Fiski-
fréttum sem komu út í síð-
ustu viku. Þar segir einnig
að gert sé ráð fyrir að fyrra
skipið verði afhent átta mán-
uðum eftir undiskrift samn-
ings og hitt þremur mánuð-
um síðar.
Stöð 2
Leitar að
lifandi
myndum
Nú stendur yfir efnisöflun
fyrir þáttinn Island í dag á
Stöð 2 um veginn sem lagð-
ur var upp á Straumnesfjall
og ratsjárstöðina þar. Frétta-
maðurinn Þorsteinn J. er bú-
inn að safna viðtölum við
menn sem unnu við veginn
og við stöðina sjálfa og
hann hefur hug á að fá meira
myndefni af þessari ein-
stöku framkvæmd.
Fyrst og fremst er hann að
leita að lifandi myndurn,
sem kunna að hafa verið
teknar af mannvirkjagerð-
inni, 8 mm kvikmyndum
eða filmubrotum, en einnig
góðum ljósmyndum sem
kunna að leynast í fórum
einhvers. Þorsteinn er í síma
515 6315 flesta daga og
netfangið er thjod@iu.is.
Þingeyri
Haraldur
ráðgjafí
Haraldur L. Haraldsson,
hagfræðingur hefur verið
skipaður ráðgjafi Þingeyr-
inga í atvinnumálum.
Hlutverk Haraldar verður
að hafa umsjón með aðgerð-
um til að skapa verkefni í
bænum. Hann hóf störf í
síðustu viku.
MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1999 5