Bæjarins besta - 14.07.1999, Side 7
og tilheyrandi í Hnífsdal og
síðan varð ég verkstjóri í sal-
num. Eftir að Asberg fór suður
fór ég svo að stjórna þessu
hér fyrir vestan að vissu leyti
fyrir eigendurna í Reykjavík."
Hjá Fiskverkun Ásbergs
-1 símaskránni ertu titlaður
verkstjóri. Þú hefur samt verið
meiraen verkstjóri íFiskverk-
un Ásbergs þegar yfir lauk -
það má segja að þú hafir öllu
frekar verið verksmiðju-
stjóri...
„Já, það má segja að ég hafi
verið yfir þessu hér fyrir
vestan.Að vissu leyti má segja
að ég hafi verið verksmiðju-
stjóri. Um tíma sá ég líka um
innkaup á hráefninu og sölu á
afurðunum. En undir það síð-
asta var ég bara verkstjóri og
kom ekki nálægt öðrum hlut-
urn. Það voru aðrir sem sáu
um það.“
- En næsti yfirmaður þinn
hefur verið fyrir sunnan?
„Já.“
- Er ekki neitt um að vera í
fiskvinnsluhúsi Ásbergs í
Hnífsdal núna?
„Nei, ekki neitt. Það er bara
til sölu. Ég held að það sé
búið að flytja eitthvað úr því
suður. Annars hef ég ekkert
verið að fylgjast með því hvað
þar fer fram eða hvað er í
gangi hjá honurn."
Að standa uppi atvinnulaus
- Það er ekki óhugsandi að
þó sért núna ánægður með að
vera kominn með eiginn rekst-
ur - þú sagðir að þig hefði
langað til að gera eitthvað af
þessu tagi. En hvernig var að
standa fyrirvaralaust uppi at-
vinnulaus þegar tilkynnt var
að vinnslunni í Hnífsdal yrði
hætt? Hvernig verkaði það á
þig og fólkið sem vann þar?
„Uppsögn hlýtur að verka
mjög illa á mann. Það er alveg
hryllingur fyrir hvern einasta
mann að missa vinnuna. Á
bak við hvern mann sem miss-
ir vinnunaeru miklufleiri sem
eru líka sviptir örygginu og
lífsafkomunni. Það er áfall
þegar fy rirtækið þar sem mað-
ur vinnur er lagt niður.“
- En strax fyrstu dagana á
eftir varstu kominn á stjá að
leita þér að möguleikum til
að byrja sjálfur...
„Já, ég fór auðvitað mjög
fljótlega að skoða mín mál og
athuga hvað ég gæti gert. Þar
kom ýmislegt til greina. Það
virðist vera töluvert af fólki
hér sem virðist vilja koma ein-
hverju í framkvæmd. Það er
hins vegar ekki auðvelt fyrir
einstaklinga. Þeir hafa ekkert
fjármagn og engan aðgang að
fjármagni. Almúginn getur
ekki komið upp neinum rekst-
ri nema þá með miklum erfið-
leikum.“
-Leitaðirðu mikiðeftirfjár-
magni til að fara af stað?
„Ég spurðist náttúrlega fyrir
hvort það væri hægt að fá ein-
hverja styrki. Svörin sem ég
fékk út voru að svo væri alls
ekki. Það eina sem maður gæti
gert væri að taka lán. En sá
sem á ekkert á bak við sig
getur það ekki nema með því
að skuldsetja heimili sitt og
fjölskyldu.“
Það sem Vestfirðinga
vantar er trúin á sjálfa sig
- Hver er þín skoðun á fram-
tíð fiskvinnslu hér vestra og
framtíðinni hérna yfirleitt, í
ljósi síðustu tíðinda sem tröll-
ríða öllum fjölmiðlum og hef-
ur jafnvel verið líkt við nátt-
úruhamfarir? Er allt að fara til
helvítis?
„Nei, það held ég alls ekki.
Vestfirðingar eiga eftir að rísa
upp úr þessu og það fyrr en
síðar. Fólk þarf að taka hönd-
um saman og koma hlutunum
í framkvæmd í sameiningu.
Á meðan hver kúrir í sínu
horni og tuðar um að allt sé að
fara til fjandans, þá liggur leið-
in niður á við. Ef fólk er aftur
á móti með jákvæðu hugarfari
og vill gera eitthvað sjálft, þá
er hægt að leysa margan vanda
með sameiginlegu átaki. Ein-
staklingarnir hafa litla fjár-
hagslegaburði til að gerahlut-
ina einir. Ég veit að hér eru
margir einstaklingar sem vilja
gera eitthvað en geta það ekki
upp á sitt eindæmi. Ef menn
taka sig saman eru allir vegir
færir. Það er algjörlega óeðli-
legt að það þurfi að flytja allan
fisk í burtu og ekki sé hægt að
vinna hann hér. Þeir sem
kaupa hráefnið til að flytja
það í aðra landshluta þurfa
líka að flytja bein og hausa.
Það þurfum við ekki að gera
effiskurinn erunninn hér. Það
er skrítið ef vinnslurnar hér
geta ekki unnið á sama grund-
velli og aðrir, á meðan svona
mikið hráefni er að berast hér
að landi. Þess vegna er svo
mikilvægtað menn taki hönd-
um saman í stað þess að vera
að tuða hver í sínu horni. Það
sem vantar er að Vestfirðingar
hafi trú á sjálfum sér.“
- Hefurðu eitthvað spáð í
að fá útgerðarmenn báta hér í
félag með þér?
„Ég hef nú ekki hugleittþað
mikið ennþá. Það virðist vera
nokkuð rnikið um það hér að
hver hugsi bara um sig og sé
hræddur um sitt. En ef menn
vilja bindast samtökum um
að vinna hráefnið sem þeir
færa að landi, þá á að vera
hægt að gera það hér eins og
annars staðar. Það má vel
koma á föstum viðskiptum og
jafnframt að eigendur bátanna
séu hluthafar í fiskvinnslunni.
Þetta eru hlutir sem þarf að
skoða í alvöru og menn verða
að fara að koma sér saman
um að koma hlutunum í
framkvæmd. Ég er að gera
það sem ég get með því að
byrja á slægingunni og fara
svo út í flökun. Á meðan ég er
einn, þá tekur það náttúrlega
lengri tíma að byggja þetta
upp og bæta við.“
Langur vinnutími
- Þú sagðist vera Akureyr-
ingur. Það heyrist ekki á mæli
þinni. Er þitt fólk ekki Norð-
lendingar að uppruna?
„Móðir mín er úr Aðaldaln-
um en faðir minn er ættaður
af Vestfjörðum. Hann er
reyndar fæddur á Akureyri."
- Er ekki fremur langur hjá
þér vinnutíminn þessar vik-
Sléttanes ÍS-808. Orri ÍS-20.
Stjórn Básafells ákveður að selja tvo frystitogara
Sléttanesiö selt til Ingi-
mundar hf. og Látra hf.
Ingimundur hf. og Látrar
hf. í Reykjavík hafa gert
samning við Básafell hf. um
kaup á frystitogaranum
Sléttanesi IS. Kaupverð
hefur ekki fengist uppgefið
en með skipinu fylgja 4,5%
aflaheimilda Básafells hf.
Stjórn Básafells ákvað í
síðustu viku að létta á skuld-
um fyrirtækisins með sölu
eigna og er salan á Sléttanes-
inu liður í þeirri ákvörðun. Þá
hefur fyrirtækið sett Orra ÍS á
söluskrá, en hann mun verða
seldur án veiðiheimilda.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins hafa engin formleg
tilboð borist í Orra en stjórn
fyrirtækisins mun hafa leitað
eftir áhuga aðila innan Isa-
fjarðarbæjar með það að
augnamiði að halda aflaheim-
ildum innan svæðisins.
Skipverjum togaranna,
sem eru 48 talsins, hefur
ekki verið sagt upp störfum.
Stjórn Básafells hf. leggur
áherslu á að þær veiðiheim-
ildir sem verði eftir innan
fyrirtækisins, verði nýttartil
að efla landvinnslu.
Bo/ungarvfk
Bæjarstjórn
velur tvo kosti
Óshlíðarhlaupið
Olafía fæddist
1990, ekki 1940
Bæjarstjóm Bolungarvík-
ur hefur samþykkt einhuga
tillögu til stjórnar Ofan-
flóðasjóðs um að athuga
nánar tværaf þeim álta leið-
um til snjóflóðavarna fyrir
ofan bæinn, sem kynntar
voru á borgarafundi í síðasta
mánuði.
TiIlagabæjarstjórnarBol-
ungarvikur verður send Ol'-
anflóðasjóði og verði tekið
jákvætt í tillöguna þar, verð-
ur gengið til samninga við
sjóðinn um framhaldið.
Samþykkt bæjarstjórnar er
þess efnis að gerður verði
samanburður á svokölluð-
um varnarkosti 3 (rás ofan
byggðar) og varnarkosti 4
(sambland leiðigarðs og
Frá borgarafundinum
sem lmldin var í Bolung-
arvík fyrir stuttu.
þvergarðs). Báðir kostirnir
voru kynntir hér í blaðinu
fyrir stuttu.
Áætlað er að hefja fram-
kvæmdir árið 2001.
Samkvæmt tölvuútskrift
frá umsjónarmönnum Ós-
hlíðarhlaupsins, sem blað-
inu var látin í té að loknu
hlaupi, er Ólafía Kristjáns-
dóttir, sem lenti í fjórða sæti
í skemmtiskokki, fædd árið
1940. Hér var hins vegar
um smávægilega innslátt-
arvillu að ræða hjá móts-
höldurum og skakkaði hálfri
öld.
Ólafía er fædd árið 1990
en ekki 1940 og þess vegna
geta reyndar eftirfarandi
ummæli blaðsins í síðustu
viku vegna aldurs hennar
vel staðið óbreytt: „Árangur
hinnar síðastnefndu hlýtur
að teljast einkar athyglis-
verður...“, því að leita þarf
Ólafía Kristjánsdóttir.
allt niður í 23. sæti til að
finna eins ungan þátttak-
anda í hlaupinu.
Þess má geta, að elsti
keppandinn í skemmti-
skokkinu að þessu sinni, úr
því að Ólafíu hlotnaðist ekki
sú vegsemd, er fæddur árið
1945. Það er Árni Trausta-
son tæknifræðingur, en hann
er einmitt faðir Ólafs Th.
Árnasonar skíðakappa, sem
sigraði í hálfmaraþoninu.
urnar og mánuðina?
„Jú. Hann er frá því
snemma á morgnana og þang-
að til - ja, maður getur ekki
sagt þangað til sólin sest því
að hún sest alls ekki um þessar
mundir - og þangað lil fram
undir miðnætti eða jafnvel
fram yfir miðnætti. Það er nú
aðeins farið að draga úr því
hjá mér á köflum frá því sem
var þegar ég var að koma
þessu í gang. Núna er ég
rey ndar að koma mér upp bún-
aði fyrir handflökunina. Mað-
ur hefur ekkert efni á því að
kaupa sér iðnaðarmenn og
verður að gera þetta sjálfur.“
- Þarftu ekki að kenna
skólafólkinu handtökin?
„Nei, þetta eru bara hlutir
sem lærast hægt og rólega af
reyndari mönnum sem eru fyr-
ir. Ég er með ljómandi gott
fólk.“
- Eru það mest íslendingar
eða útlendingar?
„Það eru nærri því allt
Islendingar sem eru hjá mér.“
Ekki í laxveiði
- Þegar vinnutíminn er
svona langur, þá ferðu varla
mikið í golf eða laxveiði eða
annað slíkt...
„Nei, það geri ég ekki!
Reyndar hef ég ekki verið
mikið í sumarfríum um dag-
ana. Ég hef gaman af því að
vinna og vil vinna. En vonandi
kemur áður en langt um líður
betri tíð þannig að ég geti farið
að snúa mér meira að fjöl-
skyldunni."
Eiginkona Gunnars er
Kristbjörg Gunnarsdóttir og
börnin eru tvö. - Þú hefur náð
þéríkonunaáðuren þú komst
hingað...
„Já, við byrjuðum okkar bú-
skap á Akureyrí á sínum
tíma.“
- Hvað myndirðu helst fást
við ef þú værir bara að vinna
frá níu til fimm?
„Þegar að því kemur að ég
geti farið að vinna eðlilegan
vinnutíma, þá á ég vissulega
rnitt áhugamál.“
Býr sig undir ellina!
Og Gunnar segir frá því, að
það áhugamál sé að teikna og
mála og smíða, og yfirleitt
almenn handavinna. Hann
smíðar úr járni og timbri og
gleri, bæði skúlptúra og nytja-
hluti. „Það er svo langt síðan
ég byrjaði á slíku að ég man
ekki hvenær það var. Það er
gott að búa sig undir ellina og
geta þá haft eitthvað að dunda
við þegarþtar að kemur.“
Það er að vísu nokkuð í
það, að Gunnar H. Guð-
mundsson fái pláss á elliheim-
ili, því að hann verður ekki
fertugur fyrr en á næsta ári.
„En það er ágætt að vera
kominn með dálitla þjálfun í
hobbíinu áður“, segir hann.
„Reyndar er margt annað eftir
að gera áður en maður kemst
á ellistyrkinn. Lífið er rétt að
byrja.“ Að mestu leyti er
Gunnar náttúrubarn í listinni
og sjálflærður en hefur þó sótt
námskeið, bæði í málun og
glervinnu. „Annars hef ég
mest verið að dunda sjálfur í
mínu horni og finna mér ein-
hverja hluti til að koma sam-
an.“
Fyrir utan skúlptúrinn hefur
Gunnar fengist nokkuð við
bæði vatnsliti og olíu. Hann
þvertekur fyrir að hafa nokkru
sinni haldið sýningu á verkum
sínum. „Þettaerbarafyrirmig
og mína fjöldskyldu. Reyndar
hef ég gert svolítið af því að
smíða lampa og annað úr rúst-
fríu stáli og hef gefið eitthvað
af því í afmælisgjafir. Þetta er
mjög gott hobbí og maður
gleymir sér alveg við þetta.“
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 7