Bæjarins besta - 14.07.1999, Page 8
Körfubolti
KFÍ með
kvennalið
í 1. deild
Körfuknattleiksfélag ísa-
fjarðar hefur ákveðið að
senda lið til þátttöku í 1.
deild kvenna á næstu leiktíð.
Það er í fyrsta skipti sem
kvennalið félagsins leikur
þar en síðustu árin hefur það
leikið í 2. deild.
Þjálfari liðsins er Karl
Jónsson sem þjálfaði
kvennalið ÍR síðustu tvö
tímabil. Hann mun jafnframt
hafa yfirumsjón með þjálfun
yngri flokka félagsins. Ekki
er stefnt á að KFI verði að-
eins með lið í 1. deildinni
næsta vetur, heldur mun
markviss uppbygging hefj-
ast í kvennaflokkum félags-
ins til að tryggja nauðsyn-
lega endurnýjun.
Félagið hyggst tefla fram
erlendum leikmanni og hef-
ur leit þegar hafist. Tinna
Björk Sigmundsdóttir, sem
áður lék með ÍR, mun leika
með KFÍ og einnig er stefnt
að því að styrkja liðið með
einum til tveimur íslenskum
leikmönnum til viðbótar.
Fyrir er stór hópur leik-
manna á Isafirði, þannig að
ljóst er að félagið mun hafa
nokkuð sterku liði á að
skipa í 1. deild í vetur.
Bolungarvík
Skógardag-
ur á helginni
Skógardagur verður hald-
inn í Bolungarvík á laugar-
daginn. Skógrækt á íslandi á
100 ára afmæli í ár og þess
vegna verður skógardagur-
inn að þessu sinni með öðr-
um hætti en venjulega.
Dagskráin hefst kl. 14 í
skógarreitnum við Hregg-
nasa. Þar mun sr. Agnes M.
Sigurðardóttir blessa lund-
inn sem Bernódus Halldórs-
son, frumkvöðull skógrækt-
ar í Bolungarvík, gaf skóg-
ræktarfélaginu. Síðan verða
trjáplöntur gróðursettar og
börn á aldrinum sex til níu
ára fara í skógargöngu undir
leiðsögn og með óvæntum
uppákomum. Að lokum
verður grill, sprell og speki.
S/éttanes /S
r
Ahöfnin skor-
aði á eigendur
Áhöfn Sléttaness lýsti yfir
undrun sinni á ákvörðun
framkvæmdastjóra Básafells
að selja togarann og láta þar
með frá sér bestu tekjulind
fyrirtækisins.
Skoraði áhöfnin á stjórn
fyrirtækisins, bæjarstjórn
og aðra sem hlut eiga að
máli að endurskoða söluna,
þar sem fjöldi manns mundi
missa vinnuna. Eins og
fram kemur í blaðinu hefur
skipið nú verið selt.
Leikfé/agið Hallvaróur súgandi á Suóureyri
Lína langsokkur frnnisýnd
Reynir Ingason (i'fremstu röð fyrir miðju) ásamt leikurum og öðrum aðstandendum sýn-
ingarinnar um Línu langsokk.
Leikfélagið Hallvarður
súgandi á Suðureyri frum-
sýnir annað kvöld leikritið
Línu langsokk eftir Astrid
Lindgren og markar frum-
sýningin upphafið á Sælu-
helgi Súgfirðinga. Að sýn-
ingunni koma alls um þrjátíu
manns en leikstjóri er Reynir
Ingason. Undirbúningur og
æfingar hafa staðið yfir frá
því í maí.
I fyrra tóku nokkrir Súg-
firðingar sig til, endurvöktu
Leikfélagið Hallvarð súg-
anda af þymirósarsvefni og
sömdu sjálfir leikrit sem þeir
færðu upp. Lína langsokkur
er annað verkefni félagsins
eftir að það vaknaði.
Mest ber á ungu fólki í
sýningunni áLínu langsokk.
I uppfærslunni hjá Hallvarði
súganda eru nokkrir söngvar
sem hafa ekki verið í öðrum
uppfærslum, þar á meðal er
frumflutt lag eftir Súgtirð-
inginn Söru Sturludóttur, -
„og það er eitt dæmið um
það hvað við höfum mikið
af efnilegu ungu fólki“,
sagði Reynir Ingason leik-
stjóri í samtali við blaðið.
Helstu persónur í leikrit-
inu eru Lína og vinir hennar,
pabbinn, kona frá barna-
verndarnefnd, lögregla og
bófar og síðan maniman sem
er búsett í Himnaríki. I hlut-
verki Línu langsokks erAuður
Birna Guðnadóttir. Vini henn-
ar, þauTomma og Önnu, leika
þau Kristófer Sigurðsson og
Fanney Margrét Björnsdóttir
en í hlutverki barnaverndar-
nefndarkonunnar er Vala
Kristjánsdóttir. Frumsýningin
er í Félagsheimilinu á Suður-
eyri kl. 20 annað kvöld,
fimmtudaginn 15. júlí.
Formaður leikfélagsins
Hallvarðs súganda er Ævar
Guðmundsson, gjaldkeri er
Unnar Reynisson, ritari er Jó-
hanna Ólafsdóttir og með-
stjórnendur þeir Einar Ómars-
son og Þórður Matthíasson.
Reynir Ingason leikstjóri er
enginn nýgræðingurí leiklist-
inni. Hann var einn af stofn-
endum og fyrsti formaður
Litla leikklúbbsins á Isaftrði,
sem stofnaður var árið 1965.
Þá hafði Leikfélag Isafjarðar
sofnað svefninum langa fáunt
árum fyrr. Fyrsta verkefni LL
var einmitt Lína langsokkur
undir leikstjórn Sigrúnar
Magnúsdóttur leikkonu en
Margrét Óskarsdóttir fór með
aðalhlutverkið. Leikritið var
sýnt tíu sinnum fyrir fullu húsi
í Alþýðuhúsinu.
Áður hafði Reynir leikið
nokkrum sinnum með Leik-
félagi ísafjarðar meðan það
var og hét. Á milli leikfélaga
á Isafirði var hann síðan í leik-
listarklúbbi hjá æskulýðsráði
bæjarins, en þá var fært upp
leikritið Hans og Gréta undir
leikstjórn Sigrúnar Magnús-
dóttur. Upp úr því varð Litli
leikklúbburinn til. Á sínum
tíma sótti Reynir leiklistar-
námskeið og eftir það leik-
stýrði hann tveimur verkum
hjá LL. Það voru Rauðhetta
veturinn 1977-78 og Sá sem
stelur fæti er heppinn í ástum
veturinn eftir.
Reynir Ingason hefur ekki
leikið svo heitið geti hin síðari
ár. Hann var þó í hlutverki
Árna Jónssonar, faktors í Ás-
geirsverslun, í heimildamynd-
inni þekktu unt sjávarútveg á
Islandi, Verstöðinni Islandi.
Undanfarin ár hefur Reynir
stundað söngnám og komið
fram á þeim vettvangi, leikið
á Hlífarsamsætum og starfað
fleira á þeim vettvangi.
Unnar Reynisson á Suður-
eyri, sonur Reynis Ingason-
ar, hefur með nokkrum hætti
fetað í spor föður síns, því
að hann er einn þeirra sem
endurvöktu Hallvarð súg-
anda í fyrra. „Þetta er víst
ættgengt“, segir Reynir.
Reynir segir leiðinlegt
hvað menningarnefnd ísa-
fjarðarbæjar hafi svelt hið
endurvakta félag á Suður-
eyri. „Það fær miklu minni
styrk en ýmis önnur leikfé-
lög og leikhópar á svæð-
inu", segir hann.
Er vælið orðið I ífvstíll?
Það er talað um kvótasölu
úr bænum, skipasölur og lok-
un frystihúsa, og gáma sem
verið er að fylla af búslóðum
til brottflutnings. Fólk virðist
vera komið að taugaáfalli af
spennu yfir því. hvað neikvætt
gerist næst og hvernig hægt
verði að japla á því og hve
marga daga það dugi til neysl-
unnar.
Svo mikill er sortinn, að
jafnvel þeir sem eru á kafi í
verkefnum sjá ekki, að hér er
allt í bullandi framþróun og
vexti og að það eina sem vant-
ar er hugarfarsbreyting og ein-
hver framsýni.
Það sem hefur farið verst
með okkur síðustu árin er of-
urtrúin á þeim afbragðsgóðu
útvegs- og fiskvinnslufyrir-
tækjum sem við áttum en
auðnaðist því miður ekki að
fylgja þróuninni.
Þegar Árni Gíslason setti
vél í sexæring árið 1902 var
gríðarlega öflug þilskipaút-
gerð frá ísafirði. Hún var horf-
in 15 árum síðar. Um 1940
hófu menn að frysta fiskflök í
samkeppni við saltfiskverk-
unina, sem hér hafði verið
burðarás fiskvinnslu öldum
saman. lOárumsíðarvarsalt-
fiskverkun að mestu aflögð.
Upp úr 1990 hófst útflutning-
ur á ferskum fiski, hálfunnunt
og fullunnum, og nú 10 árum
síðar er frysting að mestu að
leggjast af.
Svona umbyltingar í at-
vinnulífinu eru alltaf að eiga
sér stað. Hvernig sem horftr
með alla kvóta mun mannafli
í ftskveiðum og vinnslu halda
áfram að dragast saman, á
sama tíma og fjöldi annarra
atvinnugreina er nú að hasla
sér völl á íslandi.
Fjöldamargar þeirra geta
borið sig á fsafirði og í raun er
fjöldi aðila að reyna að komast
að með atvinnurekstur í bæn-
um. Það sem vantar ef til vill
vegna hugarfarsins, er að bæj-
aryfirvöld sinni þeim sem
vilja byggja upp í stað þess að
liggja yfir þeim sem geta það
ekki.
Það er ljóst, að byggð mun
halda áfram að dragast saman
í þorpunum. Við því er ekkert
að gera, enda er búið að tengja
alla byggðakjarna bæjarins
með jarðgöngum og vega-
kerfi, sem gerir fólki kleift að
sækja vinnu þar sem það vill,
án tillits til búsetu.
Á sama tíma og atvinna
leggst saman í þorpunum og í
ftskvinnslu á ísafirði, fjölgar
störfum í aðalkjarnanum. Hér
er járniðnaður að nsa og eflast,
aðallega í nýiðnaði, og í
undirbúningi er að efla slipp-
inn og aðstöðuna við hann.
Byggingaframkvæmdir eru í
miklum blóma og stendur þar
helst í veginum skortur á
heppilegum byggingarlóðum
á Eyrinni. auk seinagangs
r r
Ulfar Agústsson,
hafnarvörður
á í safirði skrifar
stjórnkerfisins að mæta þörf-
um byggingariðnaðarins. Þró-
unarsetur er nýtekið til starfa,
þar sem störfum mun fjölga í
frjóu og uppbyggilegu utn-
hverfi.
Tölvufyrirtæki eru í örum
vexti og margmiðlunarfyrir-
tæki vill koma hingað, en hef-
ur enn ekki fengið eðlilega
úrlausn sinna mála. í vetur
varkeypturhingað togari, sem
að vísu er skráður í Reykjavík
af hugarfarsástæðum, en legg-
ur hér upp og hefur hér sitt
bakland og eigendur hans eiga
stóra skemmu við Ásgeirs-
garð sem þeir hyggjast taka í
notkun.
Á mánudag í síðustu viku
kom þingmaður Vestfjarða-
kjördæmis með nýsmíöaðan
krókaleyfisbát til bæjarins,
auk þess sem fleiri bátar hafa
verið keyptir hingað. Höfnin
stækkar jafnt og þétt í takt við
stækkun flutningaskipa, sem
nú koma nánast öll eingöngu
til Isafjarðarhafnar á norðan-
verðum Vestfjörðum. Auk
þess hefur höfninni og ferða-
málaaðilum tekist vel með að
selja skemmtiskipum þjón-
ustu, en þau koma nú í aukn-
um mæli að bryggju vegna
bættrar aðstöðu, auk þess sem
þeim fer fjölgandi.
Nú er verið að taka í notkun
ísverksmiðju, þá fullkomn-
ustu á íslandi, sem farin var
að selja ís út af atvinnusvæð-
inu áður en hún var formlega
tekin í notkun.
Tvö mjög öflug fiskvinnslu-
og útgerðarfyrirtæki eru að
verðatil íbænum. Þarer verið
að treysta reksturinn, svo að
reikna má með góðri arðsemi
og vexti innan fárra ára í stað
samdráttar.
Grunnskólinn á ísafirði er
kominn á bullandi siglingu og
stefnir í að verða með bestu
grunnskólum landsins. Tón-
listarskólinn er að taka í not-
kun endurbyggt húsnæði í
gamla húsmæðraskólanum
ásamt viðbyggingu, en hann
hefur alla tíð verið talinn einn
af bestu tónlistarskólum
landsins. Nýtt og glæsilegt
safnahús er að rísa í gamla
sjúkrahúsinu og kraftmikið
starf fer nú fram í Edinborgar-
húsinu, sem fyrir fádæma
dugnað aðstandenda er nú
komið langt áleiðis. Inni í
Tungudal var verið að taka í
notkun glæsilegan skála við
afbragðsgóðan og fallegan
golfvöll og ofar f dalnum
leggja sjálfboðaliðar nótt við
dag til að klára stórglæsilegan
skíðaskála fyrir næsta vetur.
Hér er aðeins fátt upp talið
af því sem hér er að gerast.
Málið er, að við þurfum bara
að draga duluna frá augunum
og horfa fram á veginn og
marka okkar eigin spor inn í
framtíðina.
Góð byrjun væri að hætta
að horfa út um gluggann á
fólkið sem er að bera út bú-
slóðirnar sínar, en horfa í stað-
inn á þá sem eru að bera bú-
slóðirnar inn og bjóða þá vel-
komna. Þeireru nefnilega lítið
færri.
Að lokum má minna á, að
fjöldi Isfirðinga hefur orðið
auðugur að lausu fé með sölu
á hlutabréfum í sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Ég dreg það ekki
í efa, að mikill meirihluti þess
fólks vill leggja fé í atvinnu-
rekstur hér, ef arðsemi er
tryggð. Enginn skyldi van-
meta þá orku og þá möguleika
sem þar búa.
Og hættið svo þessu væli.
8
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999