Bæjarins besta - 11.08.1999, Blaðsíða 7
ná
veg
Stjornmalamenn
þurfa tillögur
í skýrslunni sem Haraldur
gerði um Dalabyggð koma
fram úttektiráeiginlegaöllum
þáttum milli himins og jarðar
í mannlífi og atvinnulífi og
síðan eru lagðar fram tillögur.
„Þegar ég hef tekið að mér
verkefni af þessu tagi, þá hef
ég reynt að greina ástandið,
en þegar það er búið tel ég
mjög mikilvægt að leggja
fram tillögur. Þegar verið er
að gera úttektir af einhverju
tagi, þá held ég að oft skorti
að koma með tillögur í fram-
haldi af þeim. Oft vantar
stjórnmálamenn hreinlega
einhverjar skýrar tillögur til
að vinna eftir. Svo að Dala-
byggðarskýrslan sé tekin sem
dæmi, þá held ég að segja
rnegi að nánast allt sem þar
var lagt til hafí náð fram að
ganga. Hins vegar sjáum við
ekki enn hvaða þróun það
skilar.“
Fjölmiðlafár á Djúpavogi
Eftir störfin í Dalabyggð, í
október í fyrra, tók Haraldur
að sér tímabundið að vera
framkvæmdastjóri hjá Bú-
landstindi hf. á Djúpavogi og
ætlaði fyrst að vera þar rétt á
meðan verið væri að ráða nýj-
an framkvæmdastjóra. „En
þegar ég hafði verið þar í
nokkrar vikur, þá gerði ég mér
grein fyrir því að staða þess
fyrirtækis var miklu alvarlegri
en lýst hafði verið fyrir mér
þegar ég tók verkefnið að mér.
Þá má segja að ég hafí gert
svipað og ég gerði í Dala-
byggð - ég reyndi að greina
ástandið og koma með tillögur
til lausnar á vandanum. Mér
virðist að nánast allt sem þar
var lagt til hafi verið gert. Eins
og ástandið er núna á Djúpa-
vogi, þá hygg ég að þar hafi
verið stigin farsæl skref í at-
vinnumálum. Ef fólk man
hvernig fréttaflutningur frá
Djúpavogi var fyrir og um síð-
ustu áramót, þá var mikill
hamagangur sem fjölmiðlar
voru ákafír að búa til og koma
á framfæri. Aftur á móti þegar
hjólin fara að snúast, þá er
eins og fjölmiðlarnir rnissi
áhugann. Við fórum í gegnum
miklar hremmingar og erftð-
leika, þurftum að selja skip
og segja upp áhöfnum. A
þessu höfðu fjölmiðlarnir
mikinn áhuga. Eg man vel
þegar ég var að segja upp
áhöfninni áSunnutindi. Egfór
um borð áður en skipið hélt í
veiðiferð og þegar ég ætlaði
að fara að ræða við áhöfnina
niðri í matsal, þá eru þar allt í
einu komnir menn frá Sjón-
varpinu og það átti að fara að
taka upp þessa athöfn. Eg ósk-
aði vinsamlegast eftir því að
það yrði látið vera. Þeir gerðu
það reyndar og létu nægja að
taka viðtöl við menn sem voru
að fá uppsagnarbréf. En þegar
allt var yfirstaðið á Djúpavogi,
búið að fara í gegnum allar
nauðsynlegar aðgerðir og
menn farnir að átta sig á því
að hlutirnir væru farnir að
þróast á jákvæðan hátt, þá
boðuðum við til blaðamanna-
fundar. Við boðuðum alla
helstu fjölmiðla á landsvísu
og í héraði en þegar við at-
huguðum hverjir ætluðu að
konta á fundinn, þá reyndust
þeir bara vera tveir. Við urðum
að leggja töluverða vinnu í að
fáfleiri til að koma. Það virðist
ekki vera neitt gaman að segja
fréttir þegar eitthvað jákvætt
er að gerast. Eg held að blaða-
menn og fréttamenn eigi tals-
verðan þátt í hinni neikvæðu
umræðu um landsbyggðina.“
Það má nefna í þessu sam-
bandi, að í nýútkomnu tölu-
blaði af héraðsfréttablaði á
Austurlandi getur að líta frétt
með eftirfarandi fyrirsögn:
Uppgangur á Djúpavogi - öll
íbúðarhús að fyllast af fólki.
Einkarekstur á
Djúpavogshöfn
- Þú átt upptökin að einka-
væðingu Djúpavogshafnar...
„Ég lagði til að sameina rekst-
ur hafnarinnar og ftskmark-
aðarins. Það var ljóst að þessar
einingartvær voru mjög óhag-
stæðar í rekstri hvor í sínu
lagi. A álagstímum er þörf á
miklum mannskap, yfirleitt á
morgnana eða á kvöldin, en
síðan kemur dauður tími. Að
mínu niati er það ntjög einfalt
að samhæfa þessi verkefni,
þannig að sami maðurinn get-
ur unnið bæði fyrir höfnina
og markaðinn í stað þess að
höfnin sé með einn mann og
markaðurinn með annan. I
stað tveggja er hægt að ráða
einn. Fiskmarkaðir hafa átt
erfitt uppdráttar úti á landi,
vegna þess að þeir þurfa
ákveðinn mannskap en traff-
íkin er ekki nógu mikil. Með
samrekstri af þessu tagi er
hægt að spara höfnunum
kostnað og gera jafnframt
hagkvæmt að reka fiskmark-
aði á smærri stöðum. Nú rekur
Fiskmarkaður Djúpavogs
höfnina samkvæmt samningi
við sveitarfélagið. Við þetta
lækkar m.a. launakostnaður-
inn við rekstur hafnarinnar urn
að minnsta kosti helming. Þar
með er hægt að lækka þjón-
ustugjöldin og/eða hafa meira
afgangs til framkvæmda. Við
sjáum að nú þegar hefur
umferð um höfnina í Djúpa-
vogi aukist verulega. Þetta er
eini staðurinn á landinu þar
sem þetta hefur verið gert, enn
sem komið er, en ég sé fyrir
mér að það muni gerast víðast
hvar á landinu þegar menn
átta sig á hagræðingunni.
Samrekstur af þessu tagi má
einnig hugsa sér með öðrum
hætti, til dæmis gætu þeir sem
annast þjónustu við skipafé-
Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur er um þessar
mundir ráðunautur Isafjarðarbæjar í atvinnumálum
Þingeyrar. Hann er fjarri því að vcra ókunnugur hér vestra,
því að hann var bæjarstjóri á Isafirði um liðlcga tíu ára skeið
á árunum 1981-1991.
A þeim tíma sem síðan er liðinn hefur Haraldur komið
víða við. Fyrst var hann í nokkur ár framkvæmdastjóri
Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi en síðustu
fimm árin hefur hann tekið að sér ýmis tímabundin verkefni,
einkum úti á landsbyggðinni þar sem við sérstaka erfiðleika
er að glíma.
Eftir hann liggur viðamikil úttekt á málefnum Dalabyggðar
ásamt tillögum til úrbóta, sem nú eru sem óðast að verða að
veruleika. Þar á meöal er flýting á lagningu nýs vegar um
Bröttubrekku, sem á vissulega eftir að nýtast Vestfirðingum
vel.
Umskipti hafa orðið í atvinnumálum á Djúpavogi síðasta
hálfa árið, en Haraldur var kvaddur þar til þegar allt var í
kaldakoli. Djúpavogshöfn er nú rekin af Fiskmarkaði
Djúpavogs, fyrsta höfnin hérlendis sem sveitarfélag hefur
fengiö einkaaðila til að reka, en það er hugmynd Haralds.
Bylting hefur verið gerð í félagslega íbúðakerfinu, en
Haraldur lagði fram hugmyndir í þá veru á ráðstefnu um
fjármál sveitarfélaga fyrir tæpum þremur árum.
Fyrir nokkrum árum gerði Haraldur úttekt á gjaldþrotum á
Islandi, sem mikla athygli vakti.
Varðandi fjölskylduhagina er þess að geta, til fróðleiks
fyrir gamla vini og kunningja, að Haraldur er nýorðinn afi
(og Ijóinar allur í framan þegar það ber á góma). Ragnheiður
dóttir þeirra hjóna, Olafar Thorlacius og Haralds, eignaðist
drcng í mars, en hún er í þann mund að Ijúka námi í sálfræði
við Háskóla Islands. Arnar Haraldsson er eins og vænta má
í grunnskóla en Haraldur Líndal Haraldsson yngri er í þann
veginn að hefja nám í margmiðlun. Ragnheiður býr á
stúdentagarði cn strákarnir eru enn í foreldrahúsum.
lög einnig tekið að sér rekstur
hafnanna.“
Dylting í félagslega
húsnæðiskerfinu
- Þú hefur einnig markað
þín spor í róttækum breyting-
um á félagslega húsnæðiskerf-
inu, sem gerðar voru í byrjun
þessa árs...
„Ég tel það mikið heilla-
skref þegar þ ví kerfi var breytt,
sérstaklega fyrir landsbyggð-
ina. Eins og kerfið var, þá
virkaði það ekki fyrir lands-
byggðarfólk. Það kom vel út
fyrir staði eins og Reykjavík-
ursvæðið og Akureyri, en ann-
ars staðar var þetta hreinlega
íþyngjandi fyrir fólk. A lands-
byggðinni var orðið tvenns
konar verð á húsnæði, annars
vegar á hinum almenna mark-
aði og hins vegar á félagsleg-
um íbúðum, þar sem verðið
byggðist á framreikningi.
Þannig voru íbúðir í félagslega
kerfinu sums staðar á lands-
byggðinni tvöfalt dýrari en
íbúðir á almennum markaði
og greiðslubyrðin langtum
þyngri. Ég fullyrði að nýja
kerfið mun styrkja byggð úti
á landi, þegar fólk fer að átta
sig á því. Ef við höldum okkur
við landsbyggðina, þá getur
fólk núna farið á hinn almenna
markað og keypt fbúð t.d. á
fjórar milljónir, sem hefði
kostað átta til tíu milljónir í
gamla kerfinu, og fengið 90%
lán til a.m.k. 40 ára. Þetta er
veruleg kjarabót fyrir hinn
vinnandi mann á landsbyggð-
inni og ég fullyrði að þetta
mun auka eftirspurn eftir hús-
næði þar. Eins og ástandið er
á höfuðborgarsvæðinu í dag,
þar sem verð hefur rokið upp
úr öllu valdi, þá hlýtur fólk að
fara að horfa til þess að geta
komið út á land og keypt hús-
næði á þessum kjörum. Eins
og félagslega íbúðakerfið var,
þá stóð það landsbyggðinni
stórlega fyrir þrifum.“
Stjúrnsýsluhúsið
Að lokum víkur talinu að
Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði.
„Ég er mjög ánægður að hafa
tekið þátt í því að Stjórnsýslu-
húsið á ísafirði varð til“, segir
Haraldur. „Ég átti mjög gott
og lærdómsríkt samstarf við
aðra þá sem sæti áttu f undir-
búningsnefnd og síðan bygg-
ingarnefnd hússins, þá Högna
Þórðarson, Jóhann T. Bjarna-
son og Brynjólf Sigurðsson
prófessor, sem er gamall Is-
firðingur. Það sem mér fannst
einna jákvæðast varðandi
Stjórnsýsluhúsið, var að það
virtist ríkja alger samstaða hér
heinta unt byggingu þess. Það
er mín skoðun, að mjög vel
hafi tekist til og ákvörðunin
unt að efna til samkeppni hafi
verið farsæl. Hér stendur nú
mjög glæsilegt hús, sem er
eins konar kjarni í samfélag-
inu.“
Sendiherrann og
steinbítshausinn
Haraldur segir að það hafi
verið mikil umskipti þegar
bæjarskrifstofurnar fluttust í
Stjórnsýsluhúsið, en áður
voru þær á efri hæðum Kaup-
félagshússins. „Sérstaklega
var aðkoman þar heldur leið-
inleg. Það þurfti að fara inn í
skot á bak við til að komast
inn og þar var oft nokkuð
ósnyrtilegt.“ Honum er minn-
isstætt þegar sendiherra Breta
á Islandi var eitt sinn í heim-
sókn á Isafirði á fögrum og
sólbjörtum sumardegi. Sendi-
herrann og bæjarstjórinn eru
á leiðinni út af bæjarskrifstof-
unum og þegar þeir koma út í
skotið, þá blasir þar við stór
og illilegur steinbítshaus fyrir
fótum þeirra og var ekki laust
við að sendiherranum væri
nokkuð brugðið.
Enn er sólbjartur sumardag-
ur, nánar tiltekið laugardagur
fyrir hádegi, þegar við Har-
aldur L. Haraldsson höldum
að Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði
til þess að taka eina eða tvær
myndir. Það er sá staður sem
hann kýs sér helst til mynda-
töku fyrir þetta viðtal. Og
ekkert undarlegt.
- Hlynur Þór Magnússon.
Hollustuvernd
ríkisins
Breyting á starfsleyfi
fyrir Gná hffisk-
mjölsverksmióju,
Bolungarvík, frá
2. desember 1997
/ samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/
1998, um hollustuhættiogmengunarvarnir,
liggj'a frammi til kynningarbreyting á starfs-
leyfi fyrir Gná hf., fiskmjölsverksmiðju,
Bolungarvík, frá 2. desember 1997, á
bæjarskrifstofunum, Aðalstræti 12, Bol-
ungarvík, til kynningar frá 16. júlí 1999 til
10. september 1999.
Skriflegar athugasemdir við starfsleyfis-
tillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd
ríkisins fyrir 10. september 1999.
Rétt til að gera athugasemdir við starfs-
leyfistilögurnar hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og
forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða
nálægrar starfsemi.
2. íbúarþess svæðis sem ætla má að geti
orðið fyrir óþægindum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem
málið varðar.
Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á
heimasíðu Hollustuverndar ríkisins http://
www. hollver. is/mengun/mengun.html.
Hollustuvernd ríkisins,
Mengunarvarnir, Ármúla la.
Löcfreglan
á Isafirði
Skotvopnanámskeið
Fyrirhugað erað halda skotvopnanámskeið
á ísafirði dagana 19.-21. ágúst 1999 ef
næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst kl. 17
fimmtudaginn 19. ágúst í Stjórnsýsluhúsinu
á ísafirði.
Umsækjandi um skotvopnaleyfi þarf að
upþfylla eftirtalin skilyrði, skv. 2. gr. reglu-
gerðar nr. 787/1998 sbr. lög nr. 16/1998.
1. Að hafa náð 20 ára aldri og hafa ekki
verið sviptur sjálfræði.
2. Að hafa ekki gerst brotlegur við ákvæði
almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga
um ávana- og fíkniefni, vopnalaga eða laga
um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum
og spendýrum.
3. Að hafa nægUega kunnáttu til þess að
fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður
og vera að öðru leyti hæfur til þess að fara
með og eiga skotvopn.
Umsóknareyðublöð um þátttöku á nám-
skeiðinu liggja frammi á lögreglustöðinni á
ísafirði. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst
1999. Námskeiðsgjald er kr. 8.000.- og
greiðist við upphaf námskeiðs.
Lögreglan á ísafirði.
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 7