Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.08.1999, Side 3

Bæjarins besta - 25.08.1999, Side 3
Handleiðsla eða afar sérkennileg tilviljun? Vikan framundan Sá fyrst hús afa síns daguin sem það hvarf - Gústav Arnar verkfræðingur kom til ísafjarðar að skoða æsku- heimili föður síns og hefði ekki mátt vera degi seinna á ferðinni „Þetta var dálítið sérkenni- leg upplifun. Væntanlega má kalla þetta tilviljun en hún er þá óneitanlega sérstæð og skemmtileg“, sagði Gústav Arnar yfirverkfræðingur í Reykjavík í samtali við Bæj- arins besta. I byrjun síðustu viku kom Gústav vestur á Isafjörð, að heita má fyrirvaralaust og samkvæmt skyndilegri hug- dettu, til þess að skoða í góðu tómi æskuslóðir föður síns og sjá hvar afi hans hafði búið ásamt fjölskyldu sinni. Gústav vissi þá ekki hvaða hús þetta var og því síður að einmitt þá dagana var verið að ráðast í niðurrif hins meira en aldar- gamla húss. Sagt var frá nið- urrifi hússins í BB í síðustu viku. Afi Gústavs var Björn Páls- son ljósmyndari á ísafirði og húsið sem um ræðir stóð við Aðalstræti 32. Björn byggði sér þetta hús árið 1891 en eftir að hann dó árið 1916 fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur. Þar á meðal var faðir Gústavs, Ottó Björnsson, en hann tók sérættarnafniðArnar og var landskunnur undir nafninu Ottó B. Arnar. Gústav Arnar, sem fæddur er árið 1933, hefur komið til Isafjarðar nokkuð oft, „en ég hef þá alltaf verið að vinna og ekki haft tíma til að huga neitt að fortíðinni hér. En eiginkona mín, sem er frá Skotlandi, fór síðan að impra á því við mig fyrir einu eða tveimur árum að það væri gaman að fara á ísafjörð og skoða þar hin gömiu heimkynni fjölskyldu minnar. Þetta frestaðist nú sífellt og eyddist, en svo fór það skyndilega að leita á mig fyrir skömmu að gera nú eitt- hvað í þessu. Við fórum síðan vestur án þess að vita þá neitt frekar um húsið hans afa og byrjuðum að spyrjast fyrir Aðalstrœti 32 á Isafirði. hvar það væri.“ Gústav og eiginkona hans fengu inni á Gistiheimili Aslaugar á gömlu Hæsta- kaupstaðarlóðinni við Aðal- stræti og spurðust þar fyrir um húsið hans afa. Það leið ekki á löngu áður en þeim var sagt, að hús Björns Pálssonar ljósmyndara væri við Aðal- stræti 32, aðeins steinsnar þar frá, og byrjað væri að rífa það og allra síðustu forvöð að sjá það. „Við rukum út með myndavélina og náðum að mynda húsið, sem var nú að vísu farið að láta mikið á sjá. Það leyndi sér þó ekki, að þetta hefur verið mjög glæsi- legt hús á sínum tíma. Okkur þótti mjög skemmtilegt að geta litið það augunt í síðasta sinn áður en það hvarf. Okkur fannst þetta dálítið einkenni- legt, vegna þess að þetta fór allt í einu að leita á mig og það var bara á sunnudags- kvöldið sem við ákváðum að fara vestur strax næsta dag. Okkur fannst eins og það hefði verið eitthvað sem stýrði okk- ur þangað. En að sjálfsögðu er hægt að flokka þetta sem algera tilviljun. Ottó B. Arnar skýrði upphaf ættarnafnsins þannig á sínum tíma fyrir syni sínum, að hann hefði ógjarnan viljað að börn- in hans hétu Ottósson eða Ottósdóttir. „Mér finnsl þetta reyndar nokkuð langsótt skýr- Björn Pálsson. ing“, segir Gústav sonur hans. „Eg held að skýringin sé frek- ar sú, að á þeim tíma þegar faðir mi nn tók upp ættarnafnið Arnar á öðrum áratug aldar- innar, var mjög í tísku á Islandi að taka upp ættarnöfn. Þá var hann nýfluttur til Reykjavíkur og Arnar-nafnið er komið að vestan þar sem það er til í örnefnum í mörgum samsetn- ingum. Eg held að það muni sitja í minningunni að hafa fengið að sjá húsið rétt áður en það hvarf. Þótt ekki hefði liðið nema einn dagur, þá hefði það verið of seint.“ Björn Pálsson kom víða við í bæjarlífinu á Isafirði á sínum tíma og var meðal hinna þekktustu manna bæjarins. Auk þess að vera Ijósmyndari kenndi hann dans, var í frem- stu röð góðtemplara og var bæjarfulltrúi á tímabili. ÍSAFJARÐARBÆR LEIKSKOLINN SOLBORG Starfsfólk óskast á leikskólann Sól- borg. Um er að ræða 100% afleysingar- stöðu, 69% skilastöðu frá kl. 13:00- 18:15 og 87,5% stöðu aðstoðarmanns matráðs, frá kl. 9-16. Umsóknareyðublöð er að fá á bæjar- skrifstofu Isafjarðarbæjar sem og á leikskólanum Sólborg. Umsóknar- frestur er til 9. september. Nánari upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 456 3185. SKEMMTILEGT STARF MEÐ BÖRNUM Við Grunnskólann á ísafirði vantar tvo starfsmenn til að annast börnin í heilsdagsskólanum (e.k. skóladag- heimili). Vinnutímifrákl. 12:40 til 17:00(60% starf) og kl. 12:40 til 15:00 (30% starf). Upplýsingar gefa skólastjóri, aðstoð- arskólastjóri og Herdfs Hiibner, kenn- ari í síma 456 3044. Trenamskeiö! Ef næg þátttaka fæst verð ég með tré- námskeið helgina 3., 4. og 5. september. í boði eru tvennskonar námskeið: 1. Málun á tré sem sett erá krans. Verð kr. 4.500, - Allt efni innifalið þ.e. kransinn, málning, stenslar, sagað tré og lakk. 2. Tréfígúra tilbúin til málunar. Verð kr. 3.500. -Alltinnifaliðþ.e. söguðfígúra, máln- ing, stenslar og lakk. Námskeiðin verða haldin að Völusteins- stræti 4 í Bolungarvík. Skráning er fyrir 31. ágúst í eftirtöldum símum: 423 7569 og 898 2117 (Adda) 456 7122 (Guðjóna) 456 7487 (Valrún) Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 senda plastið í Funa. Hann leggur þó áherslu á, að plastið sé samanþjappað og mjög gott og hreinlegt í flutningi og hafi að því leyti sérstöðu gagnvart almennu sorpi. Hann segir mjög dýrt að láta eyða sorpi í Funa, en taxtinn í Sorpu er aðeins lítill hluti af því sem er íFuna. „En vissulega varFuni dýr í byggingu og stöðin er fullkomin og góð“, segir Ágúst. Súðavíkurhreppur er afar víðlendur og strjálbýll og vegalengdir miklar. Nú eru hreppsyfirvöld að skoða hverjir kostir muni vera heppi- legastir í sorphirðumálum í Djúpinu. Það er Ijóst, að Súðvíkingar munu halda áfram að skoða alla möguleika til þess að Ágúst Kr. Björnsson, sveit- arstjóri í Súðavík. losna við það sem til fellur á sem ódýrastan og vistvænast- an hátt, hvort sem það verður í Funa eða annars staðar. Þessa dagana er verktakqfyrirtœkið Grœðir í Önundarfirði aö undirbyggja veginn um Hvilftarströnd og breikka iiann þar sem þörfkrefur fyrir nýtt og breiðara bundið slit- lag. Þarna er um að rœða um þriggja og hálfs kílómetra kajla sem verið hefur með ein- breiðu slitlagi, sem auk þess var víða orðið holótt og lasið. Innan tveggja vikna œtti að vera komið nýtt og tvíbreitt slitlag á þennan kafla. Grœðir annast undirbygginguna en Vegagerðin mun sjálf annast lagningu klœðingarinnar á veginn. Eins og sjá má á myndinni er vegurinn heldur leiðinlegur ineðan á framkvœmdum stendur, eins og vonlegt er, en Jljótlega verður liann orðinn miklu betri en áður. Miðvikudagur 25. ágúst Þennan dag árið 1970 var stífla í Miðkvísl í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu sprengd til að mótmæla stækkun Laxárvirkjunar. Samkomulag tókst í Laxár- deilunni í maí 1973. Fimmtudagur 26. ágúst Þennan dag árið 1991 tók Island formlega upp stjórn- málasamband við Eistland, Lettland og Litháen, fyrst allra ríkja. Föstudagur 27. ágúst Þennan dag árið 1946 komst fyrsti bíllinn yfir Siglufjarðarskarð. Þar með var einangrun Siglufjarðar rofín, en vinna við veginn hafði staðið yfír í ellefu ár. Vegurinn um Strákagöng leysti Skarðsveginn af hólmi árið 1967. Laugardagur 28. ágúst Þennan dag árið 1986 hóf Bylgjan útsendingar. Bylgj- an var fyrsta útvarpsstöðin í einkaeign sem tók til starfa eftir að einkaréttur Ríkisút- varpsins var afnuminn. fs- lenska útvarpsfélagið rekur nú Bylgjuna auk fleiri út- varps- og sjónvarpsstöðva. Sunnudagur 29. ágúst Þennan dag árið 1944 veiddist túnfiskur á ísa- fjarðardjúpi og vó hann um 300 kg. Næstu daga á eftir veiddust fjórir aðrir túnfisk- ar í Djúpinu. Mánudagur 30. ágúst Þennan dag árið 1967 brunnu tvær stórar vöru- skemmur Eimskipafélagsins við Borgartún í Reykjavík en í þeim voru þúsundir tonna af vörum. Eldurinn kom upp skömmu fyrir mið- nætti þennan dag og börðust slökkviliðsmenn við hann í röskan sólarhring. Þetta var mesta eignatjón í eldi lil þess tíma. Þriðjudagur 31. ágúst Þennan dag árið 1994 lauk lengstu viðureign skák- sögunnar hér á landi með jafntefli eftir 183 leiki. Þetta var skák Jóhanns Hjartar- sonar og Jóns Garðars Við- arssonar á Skákþingi Islands í Vestmannaeyjum. Eldra metið var frá 1988, 163 leikir. Atvinna Oskum eftir að ráða um- boðsaðila fyrir BB á Þing- eyri. Viðkomandi þarf að geta hafíð störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón í síma 456 4560. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 3

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.