Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 13.10.1999, Qupperneq 3
Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Tálknafirði Kvöldflug á f safirði Brýnt er að hraðað verði undirbúningi þess að kvöld- flug um ísafjarðarflugvöll verði mögulegt, að áliti Fjórð- ungsþings Vestfirðinga. Þá ítrekaði þingið nauðsyn trygg- ra flugsamgangna milli Isa- fjarðar og suðursvæðis Vest- fjarða, en þær eru einu sam- göngurnar milli þessara svæðayfir veturinn. Jafnframt var áréttuð nauðsyn þess að flugvöllurinn í Dýraftrði verði gerður að fullgildum varaflug- velli. „Með því að útbúa kvöld- flugsaðstæður á ísafjarðar- flugvöll og gera Þingeyrar- flugvöll að fullgildum vara- flugvelli er um leið verið að auka öryggi samgangna milli Isafjarðarbæjar og Vestur- Barðastrandarsýslu", segir m.a. í greinargerð. Fjórðungsþing Minkinn burt FjórðungsþingVestfirð- inga sem haldið var um síðustu helgi skoraði á landbúnaðarráðherra og ríkisvaldið að hefjast nú þegar handa við að eyða mink úr íslensku lífríki „með árangursríkum, markvissum og óyggjandi aðferðum“. Sérstaklega verði leitað nýrra leiða á sviði líftækni og erfða- fræði til að útrýma mink. I greinargerð segir m.a.: Mikilvægt er að leita allra leiða í þessari baráttu. Þar koma mjög til álita leiðir í líftækni og erfðavísindum. íslenskt hugvit og íslensk- ir vísindamenn eru að skipa sér í fremstu röð í erfðavísindum. Leitað verði leiða með færustu vísindamönnum til að finna einfalda og örugga leið til að eyða minknum úr lífríkinu á þennan hátt. Slíkar aðferðir hafa rutt sér til rúms erlendis við eyð- ingu vargs sem veldur bú- sifjum við ræktun nytja- jurta. Framtíð Fjórðungssambandsins Samstarfið í hættu? „Framundan eru breyttir tímar. Kjördæmabreytingin á eftir að breyta mynstrinu í samstarfi sveitarfélaga. Línur munu færast til, áherslur breytast og átök um sameig- inleg hagsmunamál taka á sig nýjar myndir sem við sjáum ekki fyrir. Við skulum stíga hvert skref varlega. Við þurf- um að skoða allar hliðar breyttrar kjördæmaskipunar og skoða gaumgæfilega hvort hætta sé á að samstarf sveitar- félaga á Vestfjörðum sé í hættu. Mun framtíðin bera það í skauti sér að Vestfirðir verði þríklofnir í nýju kjördæmi, þar sem Barðastrandarsýsla ey kur samstarf sitt við Snæfellsnes, Reykhólar við Dalasýslu og Strandirnar við Húnavatns- sýslur?" Þannig komst Haukur Már Sigurðarson, formaðurstjórn- ar Fjórðungssambands Vest- lirðinga, m.a. að orði á Fjórð- ungsþingi um síðustu helgi. Hann minnti á að bráðlega muni reyna á það, hvort Fjórð- ungssamband Vestfirðinga verði í framtíðinni „aðeins samstarfsvettvangur sveitar- félaganna um þrýsting á ákveðin pólitísk málefni eða regnhlíf sveitarfélaganna í samrekstri þeirra að málum sem tengja saman hagsmuni allra byggða á Vestfjörðum“. Krílið til sölu Krílið, Sindragötu 6 á ísafirði, gott fyrírtæki í fullum rekstrí er til sölu. Uppiýsingar veitir Sesselja í símum 897 4196 og 456 4726. Til sölu er húseignin Vita- stígur 9, Bolungarvík, sem er tvíbýlishús ú tveimur hœðum, 80 fm. hvor hœð. Húsið er klætt með Steni-plötum og einangrað. Allir gluggar nýir með þreföldu gleri. Húsið er allt nýuppgert og allar vatns- og rafmagnsleiðslur nýjar ásamt nýju vatns- og rafmagnsinntaki. Parket á öllum gólfum. Falleg baðherbergi á hvorri hæð. Ath! Einnig kemur til greina að leigja húsið Húsið er laust nú þegar. Sjón er sögu rikari. Á sama stað er einnig til sölu sófasett, sófaborð, skápur, hillusamstæða, síma borð með spegli, eldhúsborð og ísskápur. Motorola bílatalstöð fyrir Gufunes radíó ásamt tveimur loftnetum og Lansing 3 tonna lyftari í góðu standi og vel útlítandi. Allar nánari upplýsingar gefur Ármann Leifsson í síma 456-7148. ÍSAFJARÐARBÆR LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST Leikskólakennarar óskast á leikskól- ann Eyrarskjól á Isafirði. Um er að ræða þrjár 50% stöður eftir hádegi. Á Eyrarskjóli eru fjórar aldursskiptar deildir með sveigjanlegum vistunar- tíma og er aðaláherslan lögð á hreyf- ingu og hollustu. Einnig kemur til greina að ráða annað uppeldismenntað fólk eða starfsfólk með reynslu í vinnu með börnum. Nánari upplýsingar gefa Valgerður Hannesdóttir, leikskólastjóri, Sigur- lína Jónasdóttir, aðstoðarleikskóla- Istjóri í síma 456 3685 eða Rósa Þor- steinsdóttir, skóla- og menningarfull- trúi í síma 456 3722. f Aðaifundur Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í ísafjarðarbæ verður haldinn þriðju- daginn 19. októbernk. kl. 20:30 að Hafnar- stræti 12 (2.hæð) á ísafirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Alþingismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson flytja ávörp. 3. Önnur mál. Allirsem rétt hafa til setu í fulltrúaráði eru hvattir til að mæta. Stjórnin. ílN EILBRIGÐISSTDFNUNIN ISAFJARÐARBÆ Bókhaldsstörf - tölvuumsjón - Starfsmaður óskast í 75% starf að Heil- brigðisstofnuninni, ísafjarðarbæ með aðset- ur í Fjórðungssjúkrahúsinu. Verkefnin eru á sviði bókhaidsumsjár og almennra skrifstofustarfa. Skilyrði erað um- sækjandi hafi reynslu á þessu sviði. Jafnframt er æskilegt að sami starfsmaður hafi þekk- ingu og kunnáttu á tölvubúnaði. Mögulegt er að sami starfsmaður annist umsjón með tölvukerfi hússins og er þá um 100% starf að ræða. Stofnunin leitarað áreiðanlegum og reglusömum einstaklingi með framtíðar- starfíhuga. Heilbrigðisstofnunin, ísafjarðar- bæ er reyklaus vlnnustaður. Umsóknarfrestur er til 29. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu stofnunarinnar hjá Guðjóni S. Brjánssyni, framkvæmdastjóra, vs. 450 4513 eða Sigrúnu Halldórsdóttur, fjármála- stjóra í vs. 450 4503. Vikan framundan 13. október Þennan dag árið 1987 synti kýr yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Val- þjófsdal. Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir af- rekið var hún kölluð Sæunn. 14. október Þennan dag árið 1964 kom rafreiknir Háskólans til landsins. Hann var með „40 þúsund stafanúmer" og þótti afkastamikill. Nokkrum dögum áður fengu Skýrslu- vélar mun minni tölvu. Þá sagði í Vísi: „Fyrsti rafheil- inn kominn. Vinnur verk hundruða skrifstofumanna." 15. október Þennan dag árið 1975 var fiskveiðilögsagan færð út í 200 sjómflur. Hafsvæði inn- an lögsögunnar er 758 þús- und ferkílómetrar en var 216 þúsund ferkflómetrar þegar hún var 50 sjómílur. Deilum við Breta lauk með samn- ingum íjúní 1976. 16. október Þennan dag árið 1890 var sími sem lagður hafði verið milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar vígður af lands- höfðingja. Þetta var fyrsta „málþráðarlagning" hér á landi, segir í Fjallkonunni. 17. október Þennan dag árið 1755 hófst Kötlugos. Því fylgdi feikna- legt jökulhlaup og öskufall. Þetta er talið mesta ösku- gosið í Kötlu á sögulegum tíma. Það stóð fram í febrúar. 18. október Þennan dag árið 1980 hófst sjötta hrina Kröfluelda, sú þriðja á sama árinu. Hún stóð í fimm daga. Alls urðu goshrinurnar níu, frá 1975 til 1984. 19. október Þennan dag árið 1994 kom Guðbjörg, fullkomnasta skipið í íslenska flotanum til heimahafnar á Isafirði. Skip- ið kostaði um 1,5 milljarð króna. Afmælís- blað BB BB verður 15 ára sunnu- daginn 14. nóvember nk. Af því tilefni hefur verið ákveð- ið að gefa út sérstakt afmæl- isblað sem dreift verður ókeypis í öll hús föstudag- inn 12. nóvember. Skila- frestur auglýsinga er föstu- daginn 29. október. MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 3

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.