Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 8

Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 8
ísafjörður Gamla sjúkrahús- ið friðað? Menntamálaráðuneytið hefur sent bæjaryfirvöldum í Isafjarðarbæ bréf þar sem greint er frá því að ráðuneytið hafi nú til meðferðar tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins um friðun gamla sjúkrahúss- ins á ísafirði. í tillögunni er gert ráð fyrir að friðunin taki til ytra borðs. ísafjarðarbæ er gefmn kostur á að koma á framfæri athuga- semdum og skulu þær berast ráðuneytinu fyrir I. nóvember. ísaflarðarbær Fundir í sjónvarpi Forsvarsmenn Skjá-Varps hafa sent bæjaryfirvöldum í Isafjarðarbæ bréf þar sem fyr- irtækið býðst til að senda út tvo bæjarstjórnarfundi án þess að gjald verði tekið fyrir. Með þessu vill Skjá-Varpið gefa Isafjarðarbæ tækifæri til að kynna sér þennan mögu- leika nánar og sjá sér hag í því að nýta sér miðilinn í auk- inni þjónustu við bæjarbúa. Bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara. ísaflörður Brúðuleik- luis á ferð Brúðuleikhúsið Sögusvunt- an er á leið til Isafjarðar með nýjustu sýningu sína sem ætl- uð er börnum á aldrinum 2-6 ára. Sýningin sem heitir ,,Ertþú mamma mín" verður sýnd í Edinborgarhúsinu á laugardag kl. 14:00 og 15:30. Miðasala á sýningarnar hefst kl. 13:00 sama dag í Edinborgarhúsinu en einnig er tekið á móti pönt- unum í síma 456 5444. ísafjörður Námskeið í Merkaba Helgina5.-7. nóvember nk. gefst Vestfirðingum í fyrsta sinn kostur á að taka þátt í námskeiði í Merkaba hug- leiðslutækni og Shamballa heilunartækni. A námskeiðinu verður m.a. farið í undirstöðuatriði and- legrar iðkunar auk þess sem kenndar verða jákvæðar stað- festingar og hvernig hægt er að breyta lífinu með jákvæðu hugarfari og breyttu hugarfari. Námskeiðið mun fara fram í Hnífsdal. Allar nánari upp- lýsingar fást hjá Björk í síma 456 4559 og hjá Lilju og Ella í síma 566 7748. Soffía ásamt eiginmanni sínum, Roland Smelt. bænum. Hann ætti jafnvel að búa hér til starf atvinnu- og markaðsráðgjafa eða hvað ætti að kalla það, starf sem hefði það hlutverk að finna hugmyndir að nýrri atvinnu- starfsemi. Mér þætti ekki óeðlilegt að sparisjóðurinn legði fram fé í slíkt starf, að minnsta kosti að einhverjum hluta. Hann gæti lagt fram tvær milljónir á ári í þessu skyni. Bærinn áþessa peninga ekki til. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem er í fullu starfi og kannski einu og hálfu starfi að vera að reyna að finna nýjar hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Það vantar ein- hvern sem hefur tíma til að hugsa, því að hugsun er til alls fyrst. Sparisjóðurinn er einhver mikilvægasti þáttur- inn hér í þróun nýrra tækifæra í atvinnumálum. Það á ekki að vera neitt lögmál að pen- ingar til þeirra hluta séu sóttir út fyrir bæinn. Það hlýtur að vera hans hagur að það flytji fólk í bæinn. Hann á líka að taka þátt í markaðssetningu þess, hvað það er gott að vera hér. Hann verður að taka áhættu alveg eins og aðrir. Og mér finnst það ekki mega heyrast frá bankastofnun í Bolungarvfk að hún vilji ekki taka veð í húseignum í sínu eigin bæjarfélagi á þeirri forsendu að þær séu verðlaus- ar. Bærinn okkar hefur mjög litlar tekj ur um þessar mundir. Við sem hér búum erum venjulegt launafólk. Okkur vantarmeiri tekjur inn í bæinn. Okkur vantar meira af há- tekjufólki sem greiðir meira til bæjarins og okkur vantar fleira af fólki sem greiðir til bæjarins. Okkur vantar ein- faldlega fleiri atvinnutæki- færi. Markaðurinn erekki bara Bolungarvík og ef til vill ísa- fjörður, heldur allur heimur- inn. Smáfyrirtæki sem skapa ef til vill tvö-þrjú störf geta skapað heilmiklar tekjur fyrir bæinn. En það verðureinhver að hafa tíma og peninga til að kanna hvað við getum gert og hvað við getum fengið.“ Bolungarvík og sérkennin „Eg fæ aldrei nóg af því að segja hvað mér finnst Bolung- arvík fallegurbær. Eitt kvöldið kom samstarfsfólk mitt í báð- um skólunum og vinir saman í smávegis gleðskap hérna heima. Við borðuðum saman og ég bauð þeim út á sólpall- inn og sagði: Hér ætla ég að sýna ykkur dálítið sem Þjóð- verjar borga þrjú hundruð þús- und fyrir að fá að sjá en þið fáið það frítt. Veðrið var svo dásamlegt þetta kvöld og norðurljósin dönsuðu um himininn í fjallahringnum okkar en á milli mátti sjá stjörnumerkin hvert á sínum stað. Mérfinnst að við verðum að muna hvaða verðmæti felast í því að hafa aðgang að svona fallegu umhverfi, og hann frían. Svo vil ég að við varðveitum og styrkjum þau sérkenni sem við höfum hér. Til dæmis vil ég að sjómanna- dagurinn fái aftur fyrri reisn, ég vil að kirkjan sé troðfull af sjómönnum og fjölskyldum þeirra við sjómannadags- messu, ég vil almennilega keppni í róðri og netahnýting- um og beitningu, allir með fána og merki og Geir í hátal- arakerfinu og svo ball um kvöldið og allir fullir sem vilja vera fullir og þeir sem vilja syngja sjómannalög geri það. f stuttu máli: Mér finnst að við verðum að styrkja ein- kennin okkar, draga fram það sem gerir okkur Bolvíkinga sérstök og það tengist auðvit- að sjávarútveginum og sjó- mennskunni. Þessi atvinnu- grein er að vísu mjög breytt frá því sem áður var og að- stæðurnar aðrar. Allir eru alltaf að keppast við að veiða fisk- ana sem þeir mega veiða á meðan þeir mega veiða og taka sér þá helst aldrei frí. En ég vil segja við sjómenn: Horfið líka á þau verðmæti sem felast í því að gera sér glaðan dag með fjölskyldun- um ykkar. Við Bolvíkingar verðum að horfast í augu við þau vandamál sem hér er við að etja. En við verðum lrka að sjá kosti þess að eiga hér heima. Þeir eru miklu fleiri.“ Vesturfrakt Sjálfstæðir Vestfirðingar flytja með okkur! jg™ Afgreiðsla á ísafirði: Ásgeirsgata 3 (við hiiðina á Vestra-húsinu) Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteignaviðskipti Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu- skrá okkar, leytið nán’ari upplýsinga á skrifstofu. ÍSAFJÖRÐUR: Grundargata 2: Rúml. 60 fm 2ja herb. íbúð á I. hæð. Verð kr. 3.800.000,- Laus. Hlíðarvegur 16: Lítil 3ja herb. íbúð á 2. hæð í tvíbýlishúsi. Verð kr. 3.800.000,- Lausþ. 1/1 I nk. Hafnarstræti 6: 5-6 herb. íbúð á 2. og 3. hæð. Getur verið laus strax. Verð kr. 6.800.000,- Hlíðarvegur 14: Einbýlishús - kjallari, hæð og óinnréttað ris. Grunnflötur ca. 90m2. Húsið er nýuppgert að mestu. Verð: 10.400.000,- Heiðarbraut 12: Rúmlega 220m2 tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr. Geta verið tvær íbúðir. Laust fljótl. Verð kr. I 1.500.000,- Skipti á minni eign koma til greina. Mánagata 6: Efri hæð I55m2 5-6 herbergja. Laus. Mjallargata 6, norðurendi: Lítil 3- 4 herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Laus. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.600.000,- Smiðjugata I la, rúmlega 150 fm einbýlishús, tvær hæðir, ris og kjallari ásamt litlum bílskúr Aðalstræti 13: Efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt hálfum kjallara og tvöfóldum bílskúr. Hjallavegur 7, Suðureyri. Húsið er /76 fm. Á jarðhæð er séríbúð ca 60 fm. Selst í einu lagi. Húsið er laust. Stórholt II: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð fýrir miðju. Laus. Verð: 4.300.000,- Stórholt 13:4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign eðajafnvel bíl koma til greina. Ibúðin er laus. Verð kr. 7.800.000 Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb. íbúð 65 m2 á 2. hæð í sambýlishúsi. íbúðin er laus. Verð kr. 1.000.000 íbúðir. Verð: 1,5 til 3 milljónir. Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Verð: 7,2 milljónir. Vitastígur 9: 2 x 75m2 parhús. Nýuppgert og mjög vandað. Völusteinsstræti 28: I50m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð: 7.000.000,- Völusteinsstræti 3: Einbýlishús ásamt bílskúr. BOLUNGARVÍK: Hafnargata 7: Efri hæð í tvíbýlis- húsi. Verð: 2.800.000,- Höfðastígur 6: Rúmlega 170m2 íbúð á efri hæð og séríbúð í kjallara. Selst sitt í hvoru lagi. Þuríðarbraut 9: Rúmlega I20m2 einbýlishús úr timbri ásamt mjög stórum bílskúr (hátt til lofts). Húsið getur verið laust fljótlega. Hagstæð greiðslukjör - engin útborgun. Búðarkantur 2: Rúmlega 200m2 stálgrindarhús. Holtabrún 5: Ca. I40m2 einbýlis- hús ásamt bílskúr. Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herb. Sætún 6: Raðhús. Laust. Hjallavegur I I: Einbýlishús, 160- 170m2, illa farið. Verð kr. 2 millj., allt áhvílandi. ÞING EYRI Fjardargata 34a, rúmlega 100 fm parhús. Húsið er laust. Verð kr. 1.700.000. lH.HI.miT1 Dalbraut 12, I 13 fm einbýlishús. Laust. Verð kr. 4.800.000. Vestfirðir Líflegt námskeið VáVest hefur ákveðið að efna til námskeiðs fyrir stjórn- ir foreldrafélaga, foreldraráð og bekkjarfulltrúa grunnskól- anna á norðanverðum Vest- fjörðum. Námskeiðið verður haldið að Holti í Önundarfirði laugardaginn 16. október kl. 10-15. Á námskeiðinu verður m.a. reynt að svara eftirfarandi spurningum: „Til hvers er ætl- ast af mér sem stjórnarmanni í foreldrafélaginu? Hvernig get ég tekið virkari þátt í starf- inu? Hvert er hlutverk mitt í foreldraráðinu? Til hvers er ætlast af mér sem bekkjar- fulltrúa? Hvernig get ég gert starfið í foreldrafélaginu skemmtilegra og auðveldara? Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þau Soffía Vagnsdóttir, Edda S. Óskarsdóttir, Kjell Hymer, Rósa Þorsteinsdóttir og Jón Björnsson. í hádeginu verður léttur málsverður í boði Sparisjóðs Önundarfjarðar. Námskeiðinu verður stjórnað af félögum í JC-Vestfirðir. Þátttökugjald er ekkert, en áhugasömum er bent á að til- kynna þátttöku til tengiliðs foreldrafélaganna, Ingibjargar Vignisdóttur í síma 869 7667. ísaijörðiir ísaQarðar- leið verður Eimskip innanlands Þrjú landflutningafyrirtæki í eigu Eimskips, Isafjarðarleið ehf. á ísafirði, Dreki hf. á Ak- ureyri og Viggó hf. á Nes- kaupstað, hafa verið samein- uð. Þau starfa héðan í frá sem ein rekstrareining undir nafn- inu Eimskip innanlands hf., dótturfyrirtæki Eimskips. Með sameiningunni næst betri nýting átækjakosti, hag- ræðing í starfsmannamálum og samræmd þjónusta til hagsbóta fyrir viðskiptavini og jafnframt verður tekið í notkun nýtt farmskrárkerfi, að því er segir í tilkynningu frá Hf. Eimskipafélagi íslands. waRfiFVERK * I ‘tlílílactm 4 . . S EHFt rDi lig 4 • Bolungarvik • S: 456 7373 Atvinna Rafvirki óskast til starfa sem fyrst. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 898 1875 og 456 7373 J*® R6FVERK ehf, I Skólastíg 4 • Bolungarvik • S: 456 7373 8 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.