Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 9

Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 9
Básafell hf við Sindragötu á ísafirði. Listi Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins 1998 Básafell var stærsta fyrirtæki estflarða - Gunnvör hf. / íshúsfélag ísfirðinga hf. greiddi hæstu launin á Vestfjöröum á síðasta ári Básafell hf. er stærsta fyrir- tæki Vestfjarða, miðað við veltu, samkvæmt nýjum lista Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins. Listinn er miðaður við upp- lýsingar fyrir síðasta ár og því gæti hann verið breyttur ef miðað er við síðustu samein- ingar fyrirtækja í fjórðung- num. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal hefur ekki veitt upp- lýsingar til útgáfufyrirtækis Frjálsrar verslunar og er því ekki með á listanum nú frekar en áður. Velta Básafells hf. á síðasta ári nam 2.760 milljónum króna og var fyrirtækið í 60. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins. Gunnvör hf. / Ishús- félag ísfirðinga hf. er í öðru sæti yfir stærstu fyrirtæki Vestfjarða með veltu upp á 1.874 milljónir, þá kemur Orkubú Vestfjarða með 832 milljóna króna veltu, þá Hólmadrangur hf. á Hólmavík með 720 milljónir og Oddi hf. á Patreksfirði er í fimmta sæti með 559 milljóna króna veltu. í 6.-10. sæti listans eru Sparisjóður Bolungarvíkur með 313 millj óna króna veltu, Kaupfélag Steingrímsfjarðar með 286 milljónir, Mjólkur- samlag ísfirðinga með 160 milljónir, Eyrasparisjóður með 151 milljón og Póls hf. með 146milljónakrónaveltu. Ef litið er á lista yfir þau fyrirtæki sem greiddu hæstu meðallaunin kemur í ljós að Gunnvör hf. / íshúsfélag ís- firðinga hf. er í 10. sæti með meðallaun 4.925 þús. krónur. Fara þarf aftur í 93. sæti á listanum til að finna annað vestfirskt fyrirtæki en það er Orkubú Vestfjarða sem greiddi 3.047 milljónir króna í meðallaun á síðasta ári. A lista yfir þau fyrirtæki sem skiluðu mestum hagnaði fyrir skatta er Sparisjóður Bolung- arvíkur í 84. sæti með 76 millj- óna króna hagnað. Ef miðað er við hagnað sem hlutfall af veltu er Sparisjóður Bolung- arvíkur í 15. sæti með 24% hagnað af veltu. Sparisjóður Þingeyrarhrepps er aftur á móti í 12. sæti þess lista með 26% hagnað af veltu. Á lista yfír stærstu vinnu- veitendurna er Básafell hf. í 36. sæti með 297 starfsmenn að meðaltali. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eiga hvað mest eigið fé í krónum talið er Orkubú Vestfjarða í 22. sæti með eigið fé upp á 3.832 millj- ónir króna og í 48. sæti er Básafell hf. með eigið fé upp á 1.560 milljónir króna. Mannskaðinn á Dýrafírði fyrir einni öld IVIinnisvarðinn vígður Minnisvarði um Dýrfirð- ingana þrjá sem fórust fyrir einni öld, þegar Hannes Haf- stein, sýslumaður ísftrðinga, reyndi að taka breskan togara inni á Dýrafirði fyrir landhelg- isbrot, var vígður við eyðibýl- ið Bessastaði í Dýrafirði sl. sunnudag. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var við- staddur athöfnina, en ríkis- stjórnin styrkti gerð og upp- setningu minnisvarðans. Landhelgisgæslan sendi varðskip inn á fjörðinn og var skolið af fallbyssum skipsins í virðingarskyni við þá sem fórust. Höfundur mi nnisvarðans er Jón Sigurpálsson, myndlistar- maður á Isafirði. Frumkvæði að gerð hans áttu afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar á Bessastöðum í Dýrafirði, en hann var formaður á bátnum sem Hannes Hafstein fékk lil að fara út að togaranum og einn þeirra sem fórust. Hinir tveir voru Jón Þórðarson frá Meira-Garði og Guðmundur Jónsson frá Lækjarósi. Þrjár hressarLandsbankakonurað snœðingi. F.v. Bryn- dís Baldursdóttir, Þórdís Olöf Eysteinsdóttir og Arndís Finnbogadóttir. Árshátíð Landsbankans Bankastjóri Landsbankans Brynjólfur Þór Brynjólfsson var að sjálfsögðu á árshátíðinni. Hér hlustar hann af athygli á Steindór Ogmundsson. Til vinstri við Brynjólf er eiginkona hans, Ragnheiður Jónsdóttir. Þröstur Kristjánsson, Inga María Guðmundsdóttir og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri taka lagið. Starfsfólk Landsbankans á ísafirði hélt árshátíð sína um fyrri helgi og var henni slegið saman við að fara á frumsýninguna á Hippum, gleði ogglimmerí Krúsinni. Ekki var annað að sjá en bankafólkið og ektamakar þess nytu hátíðarinnar og kynnu því vel að rifja upp tónlistina sem rfktí fyrir ald- arfjórðungi og þá stemmn- ingu sem henni fylgdi. Kannski ekki laust við að >S K . ■ ■ ■ Éf ^ í gamalt værðarlegt hippablik tæki sig upp í augum prúð- búins miðaldra bankafólks og minningar vöknuðu um þá tíma, þegar hálsbindi voru bannvara en í staðinn voru blóm í hári og víðar. Elínborg Sigurðardóttir spilaði undir fjöldasöng. Með hippa- blik í augum MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 9

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.