Bæjarins besta - 13.10.1999, Side 12
ÚLPUR OG
ANORAKKAR
Útgerð Æsu ÍS-87 dæmd skaðabótaskyld fyrír Héraðsdómi Vestfjarða
Kolbrunu og Qölskyldu dæmd-
ar 6,7 milljónir í skaðabætur
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur dæmt Skelfisk hf. á Flat-
eyri, sem gerði út skelveiði-
skipiðÆsu ÍS-87, til að greiða
Kolbrúnu Sverrisdóttur, eftir-
lifandi sambýliskonu Harðar
Sævars Bjarnasonar skip-
stjóra, sem fórst með skipinu
25. júlí 1996 á Arnarfirði og
þremur börnum þeirra á aldr-
inum þriggja til átján ára tæpar
6,7 milljónir króna í bætur
vegna tjóns af völdum fyrir-
vinnumissis.
Stefnandi (Kolbrún) taldi að
meginorsakir slyssins hefðu
verið þær að búnaði og stöð-
ugleika skipsins hefði verið
áfátt og hefði skipið ekki verið
stöðugleikaprófað eftir breyt-
ingar sem á því voru gerðar
frá því það var afhent og þar
til það fórst í blíðskaparveðri
og sléttum sjó. Stefndi (Skel-
fiskur hf.) taldi hins vegar að
fullyrðingar stefnanda um or-
sakir slyssins væru rangar og
taldi að slysið hafa orðið
vegna óhappatilviljunar, sem
hann hefði ekki getað komið í
veg fyrir. Taldi stefndi að ýms-
ir þættir hefði getað valdið
tjóninu svo sem vanræksla
skipstjórans.
I áliti rannsóknarnefndar
sjóslysa, sem lagt var fyrir
dóminn, kom fram að ekki
hefðu fengist viðunandi upp-
lýsingar um allar breytingar
sem framkvæmdar hefðu ver-
ið á skipinu. Teldist það ámæl-
isvert að ákveða og/eða fram-
kvæma breytingar á skipi, sem
fallnar væru til að rýra öryggi
þess án vitundar eða sam-
þykkis opinberra eftirlitsaðila.
Héraðsdómur Vestfjarða
komst að þeirri niðurstöðu að
útgerðin væri skaðabótaskyld
vegna tjónsins þar sem skip-
stjóra skipsins hefði ekki mátt
vera ljóst að stöðugleiki skips-
ins væri varhugaverður þar
sem ekki hefði verið nægilega
upplýst á hvern þátt breyting-
arnar á skipinu hefðu hugsan-
Kolbrún Sverrisdóttir.
lega átt í ófullnægjandi stöð-
ugleika þess.
Dóminn kvað upp Erlingur
Sigtryggsson, héraðsdómari.
Meðdómendur voru Hjalti M.
Hjaltason og Sigurður Ring-
sted. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort dómnum
verði áfrýjað til Hæstaréttar.
**.tr\ 1 p r. ,
Garðurinn Skrúður í Dýrafirði
Nokkrir aðilar eru þessa dagana að ganga frá kaupum á þremur vinnsluhúsum Básafells
að Sindragötu 5, 7 og 11.
2,6 mllljón-
ir söfnuðust
í júní sl. var efnt til söfn-
unarátakstil stofnunarsjóðs
til að standa undir árlegri
starfrækslu, viðhaldi og
endumýjun á Skrúði íDýra-
firði sem er einn elsti garður
landsins. Söfnunarátakinu
var beint til Vestfirðinga al-
mennt, gamalla nemenda á
Núpi sem og fyrirtækja og
samtaka í fjórðungnum.
Alls söfnuðust 2,6 millj-
ónir króna í átakinu. 550
einstaklingar gáfu um 1,7
milljónir króna og 22 fyrir-
tæki gáfu 900 þúsund krón-
ur. Nöfn einstaklinga og fyr-
irtækja sem hafa lagt söfn-
uninni lið verða skráð í
Hollvinabók Skrúðs sem
liggja mun frammi í Skrúð
næsta sumar. Stjórn fram-
kvæmdasjóðs vill koma á
framfæri þakklæti til allra
hlutaðeigandi sem lagt hafa
málefninu stuðning.
Þá hefur stjórn sjóðsins
ákveðið að söfnun í sjóðinn
haldi áfram þar sem mark-
miðið er að vextir af sjóð-
num standi fyrir viðhaldi
garðsins. Leitað verður til
fyrirtækja auk þess sem ein-
staklingum gefst áfram
kostur á að leggja sitt af
mörkum. Reikningsnúmer
söfnunarinnar er 1175-26-
757 hjá Sparisjóði vélstjóra.
Nýir aðilar kaupa vinnslulms Básafells á ísafirði
Stefiit m.a. að
sushi-framleiðslu
- ráðgert að framleiðslan fari í sölu innanlands og í Evrópulöndum.
Fjársterkir aðilar koma að rekstrinum, þeirra á meðal Arnar
Kristinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Básafells
Nýir aðilar eru þessa dag-
ana að ganga frá kaupum á
þremur af vinnsluhúsum
Básafells á Isafirði, þ.e. hús-
eignunum að Sindragötu 5, 7
og 11. Frumkvæðið kemurfrá
ívari Pálssyni hjá Sameinuð-
um útflytjendum hf. í Reykja-
vík. Hefur hann og fyrirtæki
hans fengið fjársterka aðila
hér vestra ti 1 Iiðs við sig, þar á
meðalArnar Kristinsson, fyrr-
um framkvæmdastjóra Bása-
fells. I byrjun þessarar viku
var unnið að því að ná sam-
komulagi við veðhafa en í
framhaldi af því stóð til að
stofna eignarhaldsfélag um
húseignimar svo og fyrirtæki
til framleiðslu á sushi, sem
eru réttir úr hráum fiski og
hafa þekkst lengi í Austur-
löndum.
Ekki mun þó ætlunin að hið
nýja fyrirtæki framleiði fyrir
Austurlandamarkað, heldurtil
sölu innanlands og í Evrópu-
löndum. Sameinaðir útflytj-
endur hafa unnið að undirbún-
ingi sushi-framleiðslu um
langt skeið og verður sam-
kvæmt heimildum blaðsins
ekki farið af stað fyrr en
tryggilega hefur verið gengið
frá öllu er varðar bæði fram-
leiðslu og markaðsmál.
Sameinaðir útflytjendur hf.
hafa annast sölu sjávarafurða,
þar á meðal fyrir Vestfirðinga.
NÁMSKEIÐ
HAFIN
Silfurgötu 6 * ísafirði
Sími 456 4229
o
Virka daga
kl. 09 - 21
Laugardaga
kl. 10 - 18
Sunnudaga
kl. 12 - 18
(/éþf^/tf
AUSTURVEGI 2 • SÍMI 456 5460
TILBOÐ
Super WC eldhúsrúllur 8 stk./ kr. I38,-
Super hveiti 2 kg./ kr. 49,-
Gaffalbitar kr. 50,-
Nýmjólk og lettmjolk kr. 67,-
iisIm'iö
Mtiáá'f