Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.11.1999, Blaðsíða 7
NÓVEMBER 1999 VÍÐFÖRLI Trúarbrögð á íslandi Kristnihátíð Málþing hjá Miðstöð nýbúa Trúarbrögð á íslandi var yfirskrift málþings sem haldið var á vegum Miðstöðvar nýbúa hinn 4- nóvember sl. Sr. Tos- hiki Toma, prestur nýbúa, hafði umsjón með málþinginu sem fjallaði um mismunandi trúarbrögð sem iðkuð eru á ís- landi. Hann flutti inngangserindi um trúarbrögð, trúar- kenningar, menningu og þjóðtrú og gaf síðan fulltrúum Islam, Bahá'i og Búddadóms orðið. Tilgangur málþingsins var að ræða saman um trúarbrögðin, skoða hvað er líkt og ólíkt og hvernig koma má í veg fyrir árekstra mismunandi trúarhópa. Þetta er annað málþingið í þingröð hjá Miðstöð nýbúa. Stefnt er að málþingum mánaðarlega í vetur í miðstöðinni við Skeljanes og hefjast þau klukkan 19.30. Næsta málþing er 2. desember og fjallar um menntun aðfluttra barna á íslandi. Þar verður ástandi menntunar- mála nýbúabarna lýst, leitað ástæðna fyrir brottfalli úr skóla, afleiðingum þessa brottfalls lýst, rætt um mikilvægi móðurmálskennslu o.fl. 6. janúar verður málþing um kynþáttafordóma. Rýnt verður í kjölinn á kynþáttafordómum og spurt hvort þeir séu til staðar á íslandi. Er hægt að vinna fyrirbyggjandi að- gerðir gegn kynþáttahatri og -fordómum? Hvað geta upp- eldisaðilar og kennarar gert til að vinna gegn slíku? Sýnd verða dæmi um leiki sem nota má við umfjöllun um for- dóma. Leikmannaskólinn Næstu námskeið 10. nóvember 1999. Helgisiðir og táknmál kirkjunnar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson kennir fjóra miðvikudaga kl. 18-20. Kennt í HÍ, aðalbyggingu, stofu 5. 17. nóvember 1999. Kirkjusaga. Dr. Hjalti Hugason kennir fjóra miðvikudaga kl. 20-22 í HÍ, aðalbyggingu, stofu 5. Bókasafn Biskupsstofu Fræðsluefni til útláns Bókasafn Biskupsstofu hefur til útláns ýmiss konar efni sem að gagni getur komið í safnaðarstarfi kirkjunnar. Sem dæmi má nefna glærur, leikbrúður, litskyggnur, snældur og mynd- bönd. Einnig á safnið til bækur sem m.a. fjalla um kristilegt uppeldi og fræðslu. Erlend tímarit eru keypt til safnsins í nokkrum mæli og er hægt að fá greinar ljósritaðar upp úr þeim. Safnið er opið alla virka daga klukkan 8.00-16.00. Sím- inn er 535-1567. KRlSTNI í ÞÚSUNDÁR Nóvember. Reykjavíkurprófastsdæmi. Kirkjugöngur alla laugardaga. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni. 13. nóvember. Kirkjuganga. Dóm- kirkjan, Fríkirkjan, Aðventukirkjan, Hallgrímskirkj a. 14. nóvember. Reykjavíkurprófasts- dæmi. Kristniboðsdagurinn, sérstök dagskrá. 19. nóvember. Fríkirkjan í Reykja- vík 100 ára. Málþing um Fríkirkjuna og kirkjuskilning. 20. nóvember. Kirkjuganga. Hallgrímskirkja, Fíladelfía, Háteigskirkja. 20. nóvember. Reykjavíkurprófastsdæmi. Kristin trú í nútíma þjóðfélagi, ráðstefna um boðun kristinnar trúar í sal KFUM & K við Holtaveg. 21. nóvember. Hátíðarguðsþjónusta í Frfkirkjunni vegna 100 ára afmælis hennar. 21. nóvember. Reykjavíkurprófastsdæmi. Opnun sýn- ingar í Laugarneskirkju: Tími og trú. Trúarleg verk sjö lista- kvenna. Verkin hafa öll skírskotun til yfirskriftarinnar og byggja á ítarlegri könnun á táknmáli og sögu kristninnar og hinna ýmsu þátta trúarinnar. 27. nóvember. Kirkjuganga. Háteigskirkja, Kirkja Oháða safnaðarins, Laugarneskirkja. 3. desember kl. 20.00 og 4- desember kl. 17.00. Jóla- söngvar í Kvos. Atthagakórar, kirkjukórar og fleiri tón- listarmenn syngja og leika til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. 25. og 26. desember. Reykvíkurprófastsdæmi, Lang- holtskirkja. Kór og kammersveit Langholtskirkju flytja fyrsta hluta jólaoratoríu J.S. Bach þann 25. desember, ann- an og þriðja hluta þann 26. desember. Jobsbók og mannleg þjáning The Book of Job and Human Suffering er yfirskrift námskeiðs í Skálholtsskóla 17.-18. nóvember. Dr. Daniel Simunds- son, prófessor í Gamlatestamentisfræðum við Luther Seminary í Minnesota flytur fyrirlestra um Jobsbók og þjáninguna og stýrir umræðum. Dr. Simundsson er Vestur-íslendingur og dvelur hér á landi þetta misseri meðan hann vinnur að bók um spámanninn Amos. Auk Gamlatestamentisfræða hefur hann kennt sálgæslu út frá Jobsbók og hafa nokkrir íslenskir prestar notið góðs af leiðsögn hans við Luther Seminary. Hann hefur einnig kennt í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar í vetur. Námskeiðið fer fram á ensku. 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.