Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 9
Bilaleiga Opmmartilboð í nóvember Flug, bíll og gisting: Reykjavík - ísafjörður - Reykjavík Frá kr. 12.000.- pr. mann m.v. tveggja manna herbergi Flug og bíll: ísafjörður - Reykjavík - ísafjörður Frá kr. 11.500,- pr. mann Flug og bíll: Reykjavík - ísafjörður - Reykjavík Frá kr. 12.000.- pr. mann Nánarí upplýsingar hjá: West Tours FLUGFELAG ISLANDS Sími 456 3000 Vesturferðir Aðalstræti 7, sími 456 5111 Búínnað hlusta á sömu þrjatiu ar göngunni í Svíþjóð. En það er fyrst og fremst sjórinn sem er vettvangur Konráðs Eggertssonar, hvort sem hann veiðir hval eða rækju. Senn er hálfur fímmti áratugur liðinn frá því að hann fór sína fyrstu alvöru sjóferð og þó er maðurinn ekki nema rétt liðlega hálfsextugur. Konrað Eggertsson ásamt Guðmundi syni síitum. gefið eitthvað meira út þegar heildarkvótinn verður ákveð- inn alveg á næstunni. I fyrra var kvótinn 1000 tonn og hef- ur mest orðið 3.000 tonn, segir hann. á eftir sér. Reyndar segist hann vera dellukarl. Síðasta aldar- fjórðunginn hefur hann stund- að gönguskíði af krafti og hefur m.a. tekið þátt í Vasa- Menn eru að rífa og slíta Þegar allt gengur eðlilega á veiðunum koma þeir feðgar í höfn á ísafirði um áttaleytið að kvöldi. „En ef við rífum og slítum, þá komum við fyrr í Iand. Það er oft á þessum veið- um sem menn eru að festa og rífa. Nokkrir hafa verið að rífa en við höfum sloppið hingað til, sjö-níu-þrettán“, segir Konráð. - Hvað hefur þú verið lengi á rækjunni hér f Djúpinu? „Eg byrjaði í janúar 1970. Við Ólafur heitinn Halldórs- son keyptum okkur bát í ágúst 1969 og ætluðum að byrja þá um haustið en fengum ekki leyfi fyrr en í janúar. Reyndar hef ég ekki verið óslitið hér í Djúpinu. Ég var á Brjánslæk um tíma þangað til það var sett á höfuðið. Annars hef ég verið hérna.“ Lífíð er ekki bara rækja Enda þótt Konráð Eggerts- son eigi senn að baki þrjá ára- tugi á rækjunni, þá er hann væntanlega þekktari fyrir veiðar á öllu stórvaxnari sjávardýrum, þ.e. hvölum, og baráttunni fyrir því að hval- veiðar verði leyfðar. Þegar þau mál ber á góma talar Konráð enga tæpitungu, jafnvel ekki þótt notaður sé vestfirskur mælikvarði. Einnig er hann kunnur fyrir æðarrækt inni í Þernuvík við Djúp og lands- menn kannast við myndirnar af honum liggjandi innan um ungana eða með þá í halarófu spoluna í - alltaf þegar líður að rækjuvertíö er sagt að verðið sé fallandi, segir Konráð Eggertsson rækjuveiðimaður „Þetta er alltaf að færast á færri og færri hendur. Við sömdum um verð og upplagn- ingu hjá Básafelli á fímmtu- degi. Á föstudegi vorum við komnir í nýja fyrirtækið, Mið- fell. Við gerðum samning um löndun og verð við allt annan mann. Hins vegar lét hann vita að það stæðu allir samningar sem hann hefði gert“, sagði Konráð Eggertsson rækju- veiðintaður á Halldóri Sig- urðssyni í símtali við blaðið, þar sem hann var að rækju- veiðum inni í Djúpi ásamt Guðmundi syni sínum. Stóru hákarnir eru að eignast allt „Ég sé ekki betur en nú sé að koma upp sama staðan og þegar Rækjustöðin var stofn- uð á sínum tíma. Menn verða að fara að ná sér í lítið stál- grindarhús og eins og tvær vélar og taka sig saman um að vinna þetta sjálfir. Mér sýn- ist vera að koma að því núna. Þeir verða að passa sig, sem eru að vinna þetta, að ganga ekki af okkur dauðum. Þetta færist alltaf á færri hendur. Allir rækjuveiðimenn sem selja kvóta selja stóru hákun- um sem eru að eignast allt. Það vill enginn selja okkur sem erum að fást við þetta.“ Konráð segir að hálfgerð leiðindatíð hafi verið í upphafi rækjuvertíðarinnar í Djúpinu, en hún hófst fyrir tæpum hálf- um mánuði. „Rækjan er á óskaplega takmörkuðu s væði. Það eru bátar búnir að fara hér inn úr öllu og gáfust upp þar og eru komnir hér út eftir. Við erum hérna á miðsvæðinu eins og við köllum það, við Hólmana og út undirVigur og á því svæði.“ Veiðisvæðið mjög takmarkað - Breytingar milli ára? „Já, þetta er mjög takmark- að svæði. Hins vegar fékkst núna rækja á kantinum hérna norður af Vigur, sem hefur ekki verið í nokkur ár. Það hafa margir fengið þar ágætis veiði núna. Maðurerhræddur við það þegar bæði Út-Djúpið og Inn-Djúpið er svona dap- urt. Þetta er bara miðsvæðið.“ - En hvernig er rækjan sem veiðist núna? „Þetta er ágætis rækja. Það þarf ekki að kvarta undan því.“ Konráð segir að nú séu rækjubátarnir í Djúpinu ekki nema eitthvað liðlega fimm- tán eða þar um bil. „Það er alltaf að fækka.“ - Skýringar á því af hverju veiðisvæðið er svona tak- markað núna? „Það er sjálfsagt ýmislegt sem gæti skýrt það. Þorskur- inn hefur náttúrlega sitt að segja. Ég er líka á því að við höfum veitt of mikið. Ég held að það sé búið að ganga of nærri ákveðnum svæðum og þurrka þetta upp. Það er mín skoðun en ég veit ekki hvort hún er rétt. Ég held að það ætti bara að setja fastan jafn- stöðuafla í Djúpið. Það eigi bara að vera tvö þúsund tonn og ef við náum því ekki, þá nær það ekki lengra. En ef við klárum það, þá hættum við bara.“ - Hefur þorskgengd farið mjög vaxandi í Djúpinu síð- ustu árin? „Já, það hefur verið óhemju þorskur. En það hefur nú oft verið þorskur áður. Það þarf yfirleitt að hafa einhvern blóraböggul." - H vernig er verðið? Hvern- ig er afkoman hjá ykkur? „Verðið hækkaraldrei neitt. Alltaf þegar fer að líða á sum- arið og fer að nálgast rækju- veiðar, þá kemur sífellt þessi sama spóla sem er búið að spila inn í þá alla sem korna nálægt rækjuvinnslu, að verð- ið á mörkuðunum erlendis sé fallandi. Þetta er spóla sem ég er búinn að hlusta á síðan 1969.“ - Hver er kvótinn hjá Hall- dóri Sigurðssyni? „Það eru um 32 tonn. Það er nú allt og sumt.“ Rækjukvótinn í Djúpinu hefur farið síminnkandi. Nú er bráðabirgðakvótinn 650 tonn en Konráð segist ekki hafa trú á öðru en það verði MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.