Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 12
SCARPA GÖNGUSKÓR!
VERÐ FRÁ KR. 5.990.-
Nú er lokið nær hálfs árs
atvinnuleysi og óvissu hjá
pólska verkafólkinu, sem fékk
atvinnuleyfi hjá Fjölni rétt í
tæka tíð áður en pökkunin
hófst hjá fyrirtækinu, en tölu-
vert vantaði upp áað nægilega
margir Islendingar fengjust í
þau störf sem í boði voru.
Magnús sagði nóg berast
að koma bátur inn með 85
tonn, Sighvatur, sem er í eigu
Vísis í Grindavík. Þeir sem
leggja upp hjá okkur er yftr-
leitt einn bátur frá Vísi og
síðan er Mýrafellið að landa
hjá okkur þegar það fer í
þorsk. Þetta eru útilegubátar
og við fáum um einn bát á
viku.“
Þú getur notaö
flugkortið
hjá okkur!
af góðu hráefni. „Það er núna
Samhangandi tölvupappír af
öllum stærðum og gerðum
Vandaður pappír
eykur endingu vélbúnaðar!
Samvinnuferðir
Landsýn
Söluskrífstola • Hafnarstræti i
ísafirði • Simi 456 5390
■í H-PRENT ER SÖLUAi
'•'•'.'.S.v
Sunnudaga
kl. 12 - 18
(/ésv'J
AUSTURVEGI 2 • SÍMI 456 5460
Fagranesið enn bundið við bryggju
Siglingar
heffjast ekki á
ný að óbreyttu
- þýðir ekkert að reka þetta eins og
hefur verið gert, segir Kristinn Jón
Jónsson stjórnarformaður
„Það er ekkert að frétta af stað aftur. Báturinn fer
eins og er og að minnsta
kosti er ljóst að skipið fer
ekki af stað alveg á næst-
unni“, sagði Kristinn Jón
Jónsson, stjómarformaður
Hf. Djúpbátsins í samtali
við blaðið á mánudag.
I svari sínu við fyrirspurn
Sighvats Björgvinssonar á
Alþingi fyrir skömmu gaf
Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherrajákvæð svör
um að leyst yrði úr málefn-
um Fagranessins þannig að
það gæti á ný hafið ferju-
siglingar um Isafjarðar-
djúp.
„Málið er tvíþætt“, sagði
Kristinn Jón. „Annars veg-
ar er skuldastaðan og hins
vegar framtíð skipsins. Það
verður að koma skuldastöð-
unni í lag áður en farið yrði
ekkert af stað fyrr en búið er
að finna lausn á peninga-
málunum og eins að gerð
verði raunhæf áætlun um
reksturinn. Það þýðir ekkert
að reka þetta eins og hefur
verið gert, að vera með allt
eftir á. Mér vitanlega er ekk-
ert sérstakt að gerast í þessu
máli. Eg get lítið annað sagt
en það að ráðherra mun vera
jákvæður og málið í athugun
en ég veit ekkert hvernig
þeim hugmyndum sem uppi
kunna að vera reiðir af.“
Kristinn Jón segir fleiri
vandamál vera í vegi þess
að Fagranesið hefji siglingar
á ný. „Ef ríkið á að styrkja
ferjusiglingar eftir næstu
áramót þarf fyrst að breyta
lögum, því að lagaheimildin
til þess fellur þá úr gildi.“
„Það er allt fínt að frétta og
allt á fullu hjá okkur“, sagði
Magnús Björnsson hjá Fisk-
vinnslunni Fjölni hf. á Þing-
eyri í samtali við blaðið á
mánudag. Þá voru 26 manns
að störfum hjáfyrirtækinu, þar
af tíu Pólverjar. „Þetta small
allt saman og við byrjuðum
að pakka á föstudaginn“,
sagði Magnús.
Bolfiskur ehf. tekinn til gjaldþrotaskipta
Riftun á sölu fast-
eignar til athugunar
- kröfur í Rauðsíðu og Rauðfeld hátt í 700 milljónir
en fyrirtækin nánast eignalaus
„Ég get nú minnst sagt þér
um stöðu mála hjá því fyrir-
tæki enn sem komið er“, sagði
Kristján Olafsson hæstaréttar-
lögmaður í Reykjavík í sam-
tali við blaðið. Kristján hefur
verið skipaður skiptastjóri í
þrotabúi Bolfisks ehf. í Bol-
ungarvík en fyrirtækið var tek-
ið til gjaldþrotaskipta sam-
kvæmt úrskurði Héraðsdóms
Vestfjarða 18. október sl.
Kristján er einnig skipta-
stjóri í öðrum fyrirtækjum
Rauða hersins svokallaða,
Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og
Rauðfeldi ehf. á Bíldudal.
„Þetta er svo nýtilkomið hjá
Bolfiski og könnun á því er
allsekki lokið. Hins vegargeri
ég fastlega ráð fyrir að í þessu
búi eins og hinum, Rauðsíðu
og Rauðfeldi, séu nánast eng-
ar eignir. Bolfiskur var um
síðustu áramót skráður eig-
andi að Holtastíg 11 í Bol-
ungarvík. Eftir það mun eign-
in hafa verið seld, á pappírn-
um að minnsta kosti, til ein-
hvers annars fyrirtækis. Síðan
er eitthvað af lausamunum
sem fyrirtækið mun eiga en
annað er ekki, svo ég viti til.
Mér er tjáð að eignin við
Holtastíg sé mjög mikið veð-
sett. Ég mun láta fara fram
Ketill Helgason, fyrrverandi
framkvœmdastjóri Kauða
hersins.
verðmat á eigninni og skoða
hvað hvílir á og hvort það eru
einhver skilyrði til að rifta söl-
unni.“
Kristján var væntanlegur
vestur um miðja þessa viku
að skoða málin hjá Bolfiski.
„Ég er í sjálfu sér búinn að
gera það í tengslum við hin
búin og sjá hvernig landið
liggur. Enn sem komið er lítið
að segja um kröfur í bú Bol-
fisks. Ég veit bara að það eru
kröfur á milli fyrirtækja Rauða
hersins svokallaða. Rauðsíða
á kröfu á Bolfisk og svo fram-
vegis.“
I byrjun mánaðarins var
auglýstíLögbirtingi eftirkröf-
um í þrotabú Bolfisks og barst
fyrsta krafan samkvæmt aug-
lýsingunni á borð skiptastjóra
sl. föstudag. Kröfulýsingar-
fresturinn er tveir mánuðir og
lýkur honum því í byrjun jan-
úar.
Hins vegar er fresturinn til
að lýsa kröfum í þrotabú
Rauðsíðu og Rauðfeldar lið-
inn. Kröfumar era þó ekki al-
veg endanlegar eins og þær
liggja fyrir núna. „Það er ekki
alveg búið að „hreinsa út úr
þeim“ en það sem ég er búinn
að taka saman í Rauðsíðu eru
tæplega 428 milljónir og í
Rauðfeldi tæplega 258 millj-
ónir“, sagði Kristján.
Eitt fyrirtækja Rauða hers-
ins enn er Rauðhamar á
Tálknafirði, en það fyrirtæki
er hins vegar algerlega í eigu
Rauðsíðu. Hvað eignir Rauð-
hamars varðar mun aðeins
hafa verið um að ræða fast-
eignir að Strandgötu 25 á
Tálknafirði sem voru slegnar
Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins. Bankinn auglýsti þær
til sölu hér í blaðinu í síðustu
viku. „Það sem ég geri varð-
andi Rauðhamar er bara að
reyna að slíta því félagi með
einhverju móti. Ég verð auð-
vitað að auglýsa eftir kröfum
í það, en af því að það er al veg
í eigu Rauðsíðu, þá hef ég full
umráð yfir fyrirtækinu þó að
það sé ekki búið að biðja um
gjaldþrot á því“, sagði Krist-
ján Olafsson.
Fiskvinnslan Fjölnir á Þingeyri
Allt komið í fullan gang
- tíu Pólverjar við störf hjá fyrirtækinu
Vió
erum
tilðgftd fteykjctt'ík
Landflutnjmer
www.scttmkip.te
i i i
tim 4§é fet 4§§
Virka daga
kl. 09 - 21
Laugardaga
kl. 10 - 18