Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 2
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. í Hnífsdal Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson ® 456 4560 Kitstjóri: 0456 4564 SigurjónJ. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hiynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bh bb@snerpa.is Bæjarins besta er í samtökum Uæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hijóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. L A ■HjHiaJMW „Veraldar dæm- in varast skaltu í byrjun viku sýndi sjónvarpið hvar fatlað fólk lagði áherslu á þá kröfu að fatlaður einstaklingur nyti þeirra sjálfsögðu mannréttinda, að glata ekki rétti, sem samfé- lagið hefur búið honum, fyrir það eitt að bindast annarri mannveru tilfinningaböndum. Þetta gerði fólkið með því að mæta í réttarsal, þar sem nú skal á það reynt hvort venslun fatlaðs einstaklings leiði til þess að ríkisvaldið losni sjálfkrafa undan skyldum sínum við hinn fatlaða, í spamaðarskyni, þar sem nú hljóti honum að vera borgið. Svo „skemmtilega", og þykir þá rétt að hafa orðið innan tilvísunarmerkja, vildi til að sama dag greindi DV frá líkamsræktarferð íslenskra þingmanna til kollega sinna færeyskra, sem rétt eins og mörlandinn eru alltaf í bolt- anum. Nú mun ekki af veita að þingmenn búi yfir einhverju þreki og er þá ekki verra að það sé líkamlegt en hvað annað. Þá skal heldur ekki nánasast út af því að þingmenn njóti styrkja til þessar iðju. Því eins og sagt er um ungl- ingana: þeir gera þá ekkert af sér á meðan. Það væri sparðatíningur að býsnast yfir sólarhrings leigu á flugvél, þegar þeirrar hagsýni var gætt að velja ódýrasta ferðamátann, og sýna þar að auki það góða for- dæmi að ganga á takmarkaða vasapeninga til líkams- þarfa og stússa auk þess í leiðinlegum búningaþvotti. Þingmenn mega líka trúa því, sjálfum sér til hugsvölunar, að með tuðrusparkinu sýni Alþingi Islendinga Færeying- um sérstakt vinarbragð. Ef til vill felst sérstaðan í þeirri kurteisi að gera út um leikinn með sjálfsmarki. Framhjá einu verður þó ekki gengið. I svörum þing- manna við spurningum DV um Færeyjaferðina opinberast með einstæðum hætti dæmalaus fyrirlitning, dramb og lítilsvirðing við almenning í landinu: „Hvem varðar um það hvað er borgað fyrir það sem maður fer svona?“ Hér talar maður valdsins. Skilaboðin til almennings eru einföld: Ykkur kemur þetta.ekkert við. Ykkur er nær að hugsa um eitthvað annað. Það má líka orða það svo, að almenningi sé ekki seinna vænna að minnast eftirfarandi varnarorða um yfirvöld hvers tíma og hlíta þeim: „Veraldar dæmin varast skalt, voga þú ekki að gjöra það allt, sem höfðingjamir hafast að, þó heimurinn kalli loflegt það. Þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er.“ Við þetta er því einu að bæta að fátt er svo með öllu illt að ekki megi hafa af dulitla skemmtan. s.h. OÐÐ VIKUNNAÐ Ljótur Mannsnafnið Ljótur er nú útdautt en var gott og gilt í árdaga íslandsbyggðar. Þótt undarlegt megi virðast er orðið Ijótur skylt orðinu Ijós og hefur upphaflega táknað birtu og fegurð. Enda þótt nafnið Ljótur væri enn lifandi fyrir þúsund árum hafði lýsingarorðið þá þegar fengið núverandi merkingu. Það kemur m.a. vel fram í Egils sögu, en Egill Skalla-Grímsson, sem lést fyrir einni þúsöld og fáum árum betur, þótti heldur ófríður. I Höfuðlausn segir hann meira að segja sjálfur að hann sé ljótur en vill þrátt fyrir það eiga höfuð sitt áfram. Grandi hf. kaupir fyrir uni 550 milljónir - Þormóður rammi - Sæberg hf. selur 3/4 af eignarhluta sínum eftir að hafa tvöfaldað hann í síðasta mánuði Útgerðarfyrirtækið Grandi hf. í Reykjavík hefur keypt þrjá fjórðu af eignarhluta Þor- móðs ramma - Sæbergs hf. á Siglufirði í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. íHnífsdal. Hér er um að ræða 15% eignar- hluta í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. að nafnvirði um 90 milljónir króna en að mark- aðsvirði um 550 nrilljónir króna. í síðasta mánuði keypti Þormóður rammi - Sæberg hf. 10,2% hlut í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. af íslands- banka en átti áður 10% og átti ísafjarðarkirkja ímyndhlns ósýnilega Annað kvöld, fimmtu- dagskvöld kl. 20:30 heldur dr. Gunnar Kristjánsson er- indi um kirkjulega list í safnaðarheimili Isafjarðar- kirkju. Erindi dr. Gunnars nefn- ist „ímynd hins ósýnilega“ og er um list og trú innan kirkju og utan. 1 framhaldi af erindinu verða umræður um væntanlega altaristöflu kirkjunnar. ísaQörður Félagsmiðstöð GI10 ára Opið hús verður í Félags- miðstöðinni við Austurveg á ísafirði milli kl. 13 og 17 á laugardaginn, 13. nóvem- ber, en þann dag á hún tíu ára afmæli. Boðið verður upp á léttar veitingar og líf- leg skemmtiatriði í tilefni afmælisins. Frá upphafi hefur Jón Björnsson hefur verið for- stöðumaður Félagsmið- stöðvarinnar, en aðrar slíkar víða um land hafa löngum horft til félagsstarfsins á ísafirði sem fyrirmyndar. Margt hefur breyst á þess- um tíu árum en stærsta breytingin varð við samein- ingu sveitarfélaganna í ísa- fjarðarbæ á sínum tíma. Þá voru opnuð útibú á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri og þar með varð Félagsmið- stöð ísafjarðarbæjar sú víð- feðmasta á landinu. Fyrirhuguð er vegleg af- mælisdagskrá í Félagsmið- stöðinni samfleytt um tveggja vikna skeið og auk þess verður gefið út mynd- arlegt afmælisrit. því liðlega fimmtung í fyrir- tækinu fyrir söluna nú. Jafnframt þessari kaupum hefur Grandi hf. selt Þormóði ramma - Sæbergi hf. 90% í fiskvinnslufyrirtækinu Amesi hf. í Þorlákshöfn. Þessar til- færingar eru dæmigerðar fyrir það sem er að gerast í sjávar- útvegi og fiskvinnslu á Islandi um þessar mundir. Stórfyrir- tækin stokka sig saman og jafnframt liggur við að allir eigi hlut í öllum. Þannig á Grandi hf. 20% hlut í Þormóði ramma - Sæbergi hf. og var því í rauninni að hluta til að kaupa eigin eign með kaup- unum í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. nú. ÍSAFJARÐARBÆR ORÐSENDING TIL ÍBÚA ÍSAFJARÐARBÆJAR Þar sem nú er unnið að nýrri þjóðskrá m. v. 1. desember 1999 er íbúum sveit- arfélagsins bent á að tilky nna um breytt lögheimili sem allra fyrst. Eigendum íbúða er skylt að fylgjast með búsetuskráningu leigjenda sinna. Forstöðumenn fyrirtækja og stofn- ana eru hvattir til að tilkynna um nýtt starfsfólk. IVinsamlegast hafið samband við manntalsfulltrúa í síma 456 3722. Bœjarstjórinn í ísafjarðarbæ. METRÓ - Áral ehf. - Mjallargötu 1 • 400 Isafjöröur • Simi: 456 4644 • Fax: 456 4680 Atvinna Óskum eftirað ráða starfskraft hálfart dag- inrt eftir hádegi til áramóta. Upplýsingar í síma 456 4644 eða á stað- num. Tónleikasalurinn Hamrar Sönghópurínn Sólarmegin Sönghópurinn Sólar- megin frá Akranesi held- ur tónleika í Hömrum, sal Tónlistarfélags Isafjarðar nk. laugardag kl. 17. Sönghópurinn var stofn- aður snemma árs árið 1990 af nokkrum áhuga- söngvurum og hefur nán- ast eingöngu fengist við söng án undirleiks. Sönghópurinn hefur haldið fjölda tónleika og komið víða fram, bæði inn- anlands og utan, og einnig í útvarpi og sjónvarpi. Söng- hópurinn gaf út geisladisk- inn Sólarmegin árið 1996, en hann hefur að geyma fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra laga. A efnisskránni á tónleikun- um á laugardag eru m.a. ís- lensk og erlend þjóðlög, lög Sönghópurinn Sólarmegin frá í útsetningu Grayston Ives, sem hefur útsett fyrir King 's Singers og lög eftir höfunda eins og Billy Joel, Lennon og McCartney og Albert Hammond. Ljóst er að hér er um fjölbreytta og að- Akranesi. gengilega efnisskrá að ræða sem ætti að höfða til allra aldurshópa. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.200,- og eru miðar seldir við innganginn. Ókeypis er fyrir skólafólk. 2 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.