Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 6
Draumurinn um Edinborgarhúsið á ísafirði að rætast notkun eftir an - rausnarlegur styrkur úr Endurbótasjóði menningarbygginga gjör- breytir stöðunni en nauðsynlegt er að afla fjár á móti Endurbótasjóður menning- arbygginga hefur samþykkt allt að 30 milljóna króna styrk- veitingu til uppbyggingar Ed- inborgarhússins á Isafirði. „Þessi styrkur gjörbreytir allri framkvæmdagetu okkar og hleypir nýju blóði í félag- ið“, sagði Jón Sigurpálsson, formaður stjórnar Edinborgar- hússins ehf. í samtali við blaðið. „Ef vel gengur sér maður fyrir sér að þetta hús verði komið í fulla notkun eftir tvö til þrjú ár. Stóri salurinn verður vonandi orðinn hæfur til útleigu þegar á næsta ári. Það sem þarf inn í salinn, eins og margvíslegur tækjabúnað- ur, verður síðan að koma smátt og smátt“, sagði Jón. „Okkur var bent á þann möguleika að sækja um í þennan sjóð. Björn Bjamason menntamálaráðherra hefur sýnt okkur mjög mikinn vel- vilja og áhuga og ekki má gleyma Einari Kristni Guð- fínnssyni alþingismanni sem hefur verið okkur mjög hjálp- legur. Við sóttum um og feng- um mjög jákvæð viðbrögð og fáum á þessu ári úthlutun upp á fimm milljónir og heildarút- hlutun allt að 30 milljónum næstu fímm árin eða svo. Ég fór á fund sjóðsstjórnarinnar í síðustu viku og þar greindi ég henni frá því hvað er fram- undan hjá okkur og gerði grein fyrir stöðunni. Þetta var mjög jákvæður og góður fundur“, sagði Jón Sigurpálsson. „Það sem liggur fyrir hjá okkur núna er að fínna mót- framlag á móti þessum styrk. Það er nokkurs konar vinnu- regla hjá hinu opinbera að styrkþegar leggi annað eins fram á móti, og raunar er það óhjákvæmilegt í þessu tilviki því að kostnaðaráætlunin frá upphafi til loka framkvæmda hljóðar upp á tæplega 200 milljónir króna. Þá er miðað við allan tækjabúnað, bæði leikhúsbúnað og það sem þarf í ráðstefnusal, svo sem hljóð- kerfi, fjarfundabúnað og ann- að. Það er allt inni í þessari tölu.“ Endurbótasjóður menning- arbygginga er í vörslu mcnntamálaráðuneytis og for- maður hans er Hermann Jó- hannesson, deildarstjóri eignadeildar ráðuneytisins. Hlutverk sjóðsins er að standa straum af kostnaði við endur- bætur á húsakosti menningar- stofnana og stuðla að verndun gamalla bygginga í eigu rík- isins og bygginga sem þarf að vernda, að mati Þjóðminja- safnsins. Fjáröflunar- nefnd sett á stofn Nýlega hefur verið komið á fót fjáröflunarnefnd fyrir Ed- inborgarhúsið ehf, sem Jón Sigurpálsson segist vona að sé nokkuð öflug. I henni eiga sæti Laufey Jónsdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Ólafur B. Halldórsson, Haukur Odds- son (Péturssonar; eins konar sendiherra okkar í Reykjavík, eins og Jón orðar það), og Gunnar Jónsson. „Þessi nefnd á að koma fram með tillögur og finna möguleika á því að afla pen- inga Við einblínum ekki á fjáröflun innanlands, heldur eru einnig ýmsir möguleikar á fjármagni erlendis. Nú stefn- um við því að hefjast handa í aðalsal hússins og mér finnst ástæða til að ætla að hægt verði að fara að leika í honum þegar á næsta ári þó að hann verði kannski ekki alveg full- kláraður þá. Salurinn er lang- samlega stærsti einstaki póst- urinn í framkvæmdunum við Edinborgarhúsið. Hins vegar var vissulega miklum áfanga náð á síðasta ári þegar tekið var í notkun húspláss það þar sem Listaskóli Rögnvaldar er í suðurendanum á miðhæð- inni, þó að það sé ekki alveg fullfrágengið og má segja að innansleikjurnar séu eftir. Sá áfangi var okkur nokkuð dýr. Fjárhagsleg staða okkar er ekki það sterk að þetta var stór biti og við erum að jafna okkur á honum núna. En þessi styrkveiting núna gjörbreytir stöðunni hjá okkur.“ Ytra byrði Edinborgarhúss- ins hefur nýlega verið friðlýst að frumkvæði Húsafriðunar- nefndar. Að sögn Jóns Sigur- pálssonar studdi það vissulega mjög að styrkveitingu til húss- ins, hversu merkilegt það er og byggingarsögulega eitt af merkari húsum landsins. Vel búinn fjölnotasalur Stóri salurinn sem um ræðir verður svokallaður fjölnota- salur og verður leigður út hverju sinni fyrir fundi og ráð- stefnur, leiksýningar og tón- leika, svo eitthvað sé nefnt. Hann er á fyrstu hæð og nær al veg upp úr og tekur y fir allan norðurenda hússins. „Salur- inn ætti að verða okkar stærsti tekjupóstur. Þess vegna er brýnt að koma honum í notkun sem fyrst“, segir Jón. Salurinn tekur um 250 manns í sæti ef hann er not- aður án leiksviðs. Þegar þar verða leiksýningar fer það eft- iratvikum hverju sinni hversu mikið pláss sviðið tekur en það verður sett upp eins og hentar hverju verki. Þeir sem hafa kynnt sér þetta hús og teikningar og eru dómbærir á slíka hluti segja fullum fetum að þetta muni verða með skemmtilegri leiksölum sem þeir hafa séð, og er þar skemmst að minnast ummæla Þórhalls Gunnarssonar leikara hér í blaðinu um daginn. ítarleg kostn- aðaráætlun Jón Sigurpálsson tekur skýrt fram, að umræddur styrkur sé eingöngu til upp- byggingar á húsinu sjálfu en ekki til neinna annarra hluta. „Við verðum að gæta þess mjög vel að gera grein fyrir því á hverjum tíma hvað er framkvæmt og til hvers féð er notað. Reyndar er það vandalaust, enda höfum við á undan- förnum mánuðum gert mjög góða og ítarlega kostnað- aráætlun um alla framkvæmd- ina. Þar hefur hönnuðurinn, Elísabet Gunnarsdóttir arki- tekt, lagt hönd að verki, og eins fengum við með okkur Gunnar Ólafsson verkfræð- Jón Sigurpálsson forinað- ur stjórnar Edinborgar- hússins. Komið í fulla 6 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.