Víðförli - 01.06.2001, Side 5

Víðförli - 01.06.2001, Side 5
JÚNÍ 2001 VÍÐFÖRLI 5 en þeirra er kærleikurinn mestur“ Hvemig birtist það í lífi og starfi kirkjunnar og í samskipt- um okkar innbyrðis að kærleikurinn sé innsta eðli Guðs og megininntak hins kristna boðskapar? Trúðarnir Barbara og Ulfar, sem leikin eru af Halldóru Geirharðsdóttur og Bergi Þór Ingólfssyni, munu flytja spunaleik á lokakvöldvökunni um óðinn um kærleikann eins og hann birtist í fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Málstofan fjallar um þenn- an texta og gefst okkur þá tækifæri að eiga samræður um textann í nærveru trúðanna sem þeir munu nýta sér í túlk- un sinni á kvöldvökunni. Umsjón: Sr. Þorvaldur Karl Helgason. Kl. 10.00-11.00, stofu 3 í Vörðuskóla. Hjónaband, samskipti kynja Hjónabandssamningurinn Við hjónaband tekur ákveðinn samningur lagalegt gildi. En jafnframt hefur orðið til annar samningur sem felur í sér gagnkvæmar væntingar, óskir og kröfur. Hvemig uppfyll- um við þann samning og hvað hefur brot á honum í för með sér? Málshefjandi: Elísabet Berta Bjarnadóttir, félags- ráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Kl. 13.30, stofu X á 4. hæð Iðnskóla. Góðar samræður Farið verður yfir nokkur helstu atriði sem einkenna góðar samræður hjá hjónum og sambúðarfólki og geta stuðlað að nánu sambandi og hjálpað við lausn ágreiningsefna. Einnig er bent á hvað getur hindrað góðar samræður. Umsjón: Benedikt jóhannsson, sálfræðingur hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Kl. 11.00, stofu 7 í Vörðuskóla. Umræður um hirðisbréf biskups 1 birtu náðarinnar Fjórir guðfræðinemar munu ræða um hirðisbréf biskups ís- landog þá sýn á íslensku kirkjuna og framtíð hennar sem þar birtist. Þeir munu flytja stuttar framsögur og leiða um- ræður í framhaldi af þeim. Málshefjendur: Eygló Bjarna- dóttir, Gunnar Jóhannesson, Gunnar Þórðarson og Sigrún Rún Tryggvadóttir. Kl. 17.00, stofu 2 í Vörðuskóla. Horft fram á veg í birtu náðarinnar Fjallað verður um hirðisbréf biskups Islands. Kl. 13.30: Um- ræða fólks sem gegnir embættum í kirkjunni. Málshefjend- ur: Jóhann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sóknamefndar, Rósa Kristjánsdóttir djákni, sr. Þórhallur Heimisson. Fund- arstjóri: Drífa Hjartardóttir, sóknarnefndarformaður og al- þingismaður. Kl. 14-30: Umræða leikmanna. Málshefjend- ur: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi, Arni Sigfússon forstjóri og Jónína Bjartmarz alþingismaður. Fundarstjóri: Sr. Jakob Agúst Hjálmarsson. Kl. 13.30- 15.30, stofu 6 í Vörðuskóla. Kvennaguðfræði og jafnréttismál Kvennaguðfræði í önn dagsins Markmið kvennakirkjunnar er að vefa saman líf og trú svo að trúin á Guð gefi okkur traust á sjálfar okkur, aðrar manneskjur og lífið. Þegar við tölum um Guð tölum við um lífið og þegar við tölum um lífið tölum við um Guð. Þetta verður umræðuefni málstofunnar, sett fram með stuttum framsögum og umræðum. Málshefjendur: Elína Kristjánsdóttir guðfræðinemi og sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Kl. 13.30, stofu 3 í Vörðuskóla. Um mál beggja kynja í Biblíunni og helgihaldi Ein af megináherslum jafnréttisáætlunar kirkjunnar er að unnið skuli „að endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi“. Um framkvæmd þessa eru skiptar skoðanir. Eru bræður kannski systur og konur líka menn? Er leyfilegt að breyta orðalagi Biblíunnar og helgihaldsins? Við þessar spurningar og fleiri skyldar verður glímt í málstofunni. Málshefjendur: Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, dr. Gunnlaugur A. Jónsson og sr. Krist- ján Valur Ingólfsson. Fundarstjóri: Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræðingur. Kl. 14-30, stofu 3 í Vörðuskóla. Umhverfismál og mannréttindi Trú, umhverfismál og mannréttindi Fjallað verður um mannréttindahugtakið, hvernig það tengist trú og trúarlærdómum. Ennfremur um efnahagsleg og félagsleg réttindi og skoðað hversu á þeim er tekið á vettvangi Lútherska heimssambandsins þar sem umhverfis- mál falla undir þann málaflokk. Málshefjandi: Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Kl. 17.00, stofu 4 í Vörðuskóla. Umhverfisvernd og Guðs góða sköpun Allir hlutar náttúrunnar, bæði lifandi og dauðir, eru gjafir Guðs, og í eðlilegri hringrás efna og orku gegna allar lífver- ur ákveðnu hlutverki. Við erum því kölluð til að auðsýna kærleika og umhyggju okkar náttúrulega og mennska um- hverfi, í nútíð og framtíð, í nánd og í fjarlægð. Málshefjend- ur: Dr. Bjami Guðleifsson náttúrufræðingur, Tryggvi Felix- son landfræðingur, framkvæmdastjóri Landverndar, dr. Einar Sigurbjömsson guðfræðingur, formaður stjómar Guð- fræðistofnunar. Fundarstjóri: Guðrún Edda Gunnarsdóttir, náttúrufræðingur og sóknarprestur. Ábyrgðaraðilar: Land- vernd og Guðfræðistofnun. Kl. 13.30, stofu 7 í Vörðuskóla. Ofbeldi gegn konum og börnum og áratugur kirkjunnar gegn ofbeldi Ofbeldi karla gegn konum og bömum er vandamál í öllum löndum heims. Hverjar eru afleiðingar þessa ofbeldis, hvernig má skýra það og hvað er hægt að gera til að út- rýma því? Hver er hlutur kristinnar kirkju í að viðhalda þessu ofbeldi? Fyrirlesari: Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir sið- fræðingur. Kl. 13.30, stofu 2 í Vörðuskóla. María guðsmóður í íslensku samhengi Vegsemd og virðing Maríu guðsmóður í íslensku samhengi hefur risið og hnigið. Hátt rfs mynd hennar á íslenskum miðöldum þar sem hún vakir yfir hverri sál: brjóstbirtan sanna sem kaldir veggir áttu eftir að skilja nafnlausa í orð- um og myndum. Nú rís birta hennar aftur: ljós í myrkri mannhaturs og kvennakúgunar. Fyrirlesarar: Dr. Amfríður Guðmundsdóttir lektor, dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor og dr. Jón Ma. Ásgeirsson prófessor. Ljóðalestur: Dr. Svan- hildur Öskarsdóttir. Fundarstjóri: Ásdís Guðmundsdóttir skrifstofustjóri. Kl. 10.00, stofu 2 í Vörðuskóla.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.