Víðförli - 01.02.2002, Síða 2
2
VÍÐFÖRLI
21.ÁRG. l.TBL.
opna leið sem kann að vera hentugri fyrir suma. Leið til að
kynnast þvf betur hvað kirkjan starfar og hvað hún stendur
fyrir.
Þótt stærsti markhópurinn sé ungt fólk sem hefur til-
einkað sér notkun vefsins þá eru margir aðrir hópar sem má
gera ráð fyrir að muni nýta sér vefinn. Eldra fólk sem kom-
ið er á eftirlaun vafrar um og flettir síðum. Fólk á miðjum
aldri sem þekkir það af eigin raun hversu handhægt og öfl-
ugt tæki veraldarvefurinn getur verið í starfi.
Það er eitt megineinkenni tölvutækninnar að hún krefst
enn meiri hraða dag hvern, nýrri upplýsinga, meira aðlað-
andi hönnunar. Sá sem ekki spilar með í þeim leik missir
einfaldlega af lestinni. Og þarna er nútímanum kannski
réttilega lýst. Annars vegar viljum við hafa allt sem nýjast
og hraðast, vera fremst og fyrst. Hins vegar erum við þjök-
uð af þessum ofsahraða. Fátt fær okkur til að staldra við til
íhugunar og uppbyggingar, andinn fær vart hvílst eða
nærst. Fátt virðist mikilvægara en annað.
Og þá er svo mikilvægt að muna eftir hinu einfalda,
eftir kyrrðinni og undraveröldinni sem getur falist í nota-
legri stund við kertaljós eða góðum göngutúr um ósnortna
náttúru. Þar fæst eitthvað sem gleður og veitir dýpri sýn á
veruleikann.
Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari
Endurbættur vefur þjóðkirkjunnar á internetinu
Breytt ásýnd kirkjuvefsins
Föstudaginn 8. febrúar síðastliðinn opnaði endurbættur
vefur þjóðkirkjunnar. Um leið var opnaður nýr vefur Bisk-
upsstofu. Vefslóðirnar eru:
www.kirkjan.is
www.kirkjan.is/biskupsstofa
Forsíðan: Fréttir, atburðir og trúmál
Forsíða vefsins (www.kirkjan.is) er hugsuð sem vettvangur
fyrir fréttaflutning, kynningu á atburðum og trúmálaum-
ræðu. Þar má einnig nálgast grunnupplýsingar um sóknir
landsins. Þá er hægt að leita að símanúmerum og netföng-
um starfsmanna kirkjunnar.
Fréttaflutningur á kirkjuvefnum hefur stóraukist. Nýjar
fréttir birtast daglega og er reynt að hafa þær sem fjöh
breyttastar. Abendingar um fréttir má senda á netfangið
frettir@kirkjan.is. I dagbók kirkjunnar er að finna upplýs-
ingar um ýmislegt sem er að gerast í kirkjum landsins.
Abendingar um viðburði má senda á dagbok@kirkjan.is.
Trúmálaefni hefur einnig aukist mikið á vefnum. Nú er
því skipt í fjóra flokka: Trúarlífið, siðferði og menning,
kenning kirkjunnar og prédikanir. Flokkunum mun fjölga
þegar trúmálavefurinn verður opnaður formlega í vor.
Nokkrir fastir liðir eru þegar komnir í þennan flokk. Á
hverjum laugardegi birtist yfirlit fyrir næsta sunnudag með
lestrum, bænum og guðspjallssálmi ásamt leiðbeiningum
fyrir daglegan lestur í Biblíunni. Verið er að vinna ítarlega
umfjöllun um kirkjulegar athafnir (skírn, fermingu, hjóna-
vígslu, útför og messu) sem verður tilbúin á næstu vikum.
Þá eru uppi hugmyndir um að birta reglulega prédikanir á
vefnum. Að síðustu má nefna umsagnir um áhugaverðar
bækur og kvikmyndir. Það er því af nógu að taka.
Þá er einnig að finna nýjan lið sem heitir kirkja mánað'
arins. Undir þeirri yfirskrift er stefnt að því að kynna
kirkjuhúsin út um landið og þá starfsemi sem þar fer fram.
Annan hvern mánuð verður kynnt gömul kirkja í samstarfi
við Þjóðminjasafn Islands, en hinn mánuðinn verður kast-
ljósinu beint að einhverri yngri kirkju.
Fie Edit Wew Favortes Tools Help □
’ ■* • '& íá £; 3 i : Address |-g) http://www.lqrkjan.is/ _li 1
tirks -jBvtingur tfjKrtjan IjBiskuosstofa eJKrfdustarf gjKlrkJuþing ^JPrestaSstl :g)VefirHugv jjJVehrtarkju gjKorkar j/)Dec ”
ÚÍiQiáiKjiiS^lþan jan 'i' þjónandi Forsíða r KIRKJAN.IS ■
Fvrirspurnir
Simanúmer og netfðng
Um vefinn
Blskupsstofa
taugavegí 31,150Rvk.
Siml 535 1500, fax 551 3284
klrkianglkirkian.is
Alkirkjuráðið
Á ársfundi samkirkjunefndar,
sem haldinn var fyrir skömmu
siðan, kynnti sr. Bemharður
Guðmundsson, rektor
Skálhottsskóla, Alkirkjuráðíð
: (World Council of Churches) og starfsemi
| þess. Kynningu hans má nú lesa á vef
: Biskupsstofu.
' Lesa áfram ,. ■
; Árrii Svanur Dariielsson, 2002-02-Í9
: í Leikmannskólanum er framundan áhugavert
námskeið um áhrif Guðrfðar Sfmonardóttur á
skáldskap Hallgrfms Péturssonar. Námskeiðið
nefnist Hjónin í Saurbæ og það er Steinunn
: Jóhannesdóttir rithöfundur sem kennir.
; Lesa áfram ..
j Irme Sjofn óskarsrkittlr, 2002-02-19
Dagskrá málþings um ungllngastarf
: Er unglingastarf kirkjunnar árangursríkt eða
; er það úrelt og staðnað? Mánudaginn 25.
: febrúar n.k. verður haldið málþing f
: Grensáskirkju um unglingastarf kirkjunnar.
: Yfirskrift málþingsins er "Er æskulýðsstarf
: tfmaskekkja?” og lögð verður áhersla á að
fjalla um unglingastarfið út frá þörfum
: unglinga f dag.
Tiúin oij hftó
Arnfriður Einarsdóttir,
logfræðingur og stjómarmaður f
BibiÁjfélaginu, hefur lesið allar
Potterbaskumar fy rir sfna st ráka
- aftur og aftur. Hún hefur skoðun
á gidi bókanra og hvað bömum sé
bjóðandi.
Meira efni
Englar alheimsins
Myndltst á kirk juvefnum é fðstu 2002
; JJpp, upp mfn sál .,.*
Passfusálmarnlr -1rúarlíflð
Fvrsti sunnudaaur f fðstu - trúarlffið
Meira um irúna oq (W
Fleiri atburðir
Kiikj.1 m.iii.id.irins
Kirkja mánaðarins er Grafarktrkla
á Hðfðastrónd í Skagafirði.
Grafarkirkju má telja til elstu
húsa sem enn standa á ísiandt.
Gfsli Porláksson Hólabiskup (1657-
1684) mun hafa látið reisa
kirkjuna...
Kirkiuárlð - fastan
Fastan, endumviunartfmar
| | ;Q Trusted sites
Forsíða vefs kirkjunnar.
Vefur Biskupsstofu: Upplýsingavefur
Vefur Biskupsstofu (www.kirkjan.is/biskupsstofa) er upplýs-
ingavefur um kirkjustofnunina og geymir m.a. upplýsingar
um skipulag kirkjunnar og kirkjustjómarinnar, um biskup
Islands, kirkjuráð, stofnanir kirkjunnar o.fl. Einnig verða
þar ítarlegri upplýsingar um einstök prófastsdæmi, presta-
köll og sóknir. Vefur kirkjuþings, sem opnaður var í októ-
ber á síðasta ári, mun falla undir vef Biskupsstofu.
Nú þegar er að finna miklar upplýsingar á vef Biskups-
stofu, en meira á eftir að bætast við. Til að mynda verða
settar inn ítarlegri upplýsingar um sóknir og prestaköll,
stofnanir kirkjunnar og ýmsar nefndir. Verið er að vinna að
einum gagnagrunni með grunnupplýsingum um starfsfólk