Víðförli - 01.02.2002, Blaðsíða 4
4
VÍÐFÖRLI
21.ÁRG. l.TBL.
Hugleiðingar um
Á hverju vori fermast um 4000 ungmenni að undangengn-
um fermingarundirbúningi vetrarins. Á prestunum hvílir sá
undirbúningur, fermingarfræðslan - og ljóst að áherslur
þeirra eru mismunandi.
Víðförli leitaði til nokkurra presta og bað þá um að
skrifa pistil um fermingarundirbúning, áherslur í fræðslu,
óskir og drauma varðandi fermingarmálin. Tveir fyrstu
pistlarnir birtast hér. Á að leggja áherslu á utanbókarlær-
dóm, á að leggja mesta áherslu á að kunna biblíusögurnar,
trúfræðsla í bland við veruleika barnanna, hvaða máli
skiptir upplifunin í helgihaldinu og vináttan og traustið við
presta og starfsfólk kirkjunnar og hvað má betur fara í út-
gáfu á fræðsluefni. Hvað vantar? Hvernig stöndum við
okkur í fermingarundirbúningnum?
Víðförli hvetur presta til að senda inn efni í næsta Víð-
förla sem kemur út fyrir páska varðandi fermingarmálin.
Veruleikinn
og fermingarfræðslan
Þær eru margar óskimar sem koma upp í hugann þegar lit-
ið er til fermingarfræðslunnar. Heitasta óskin er að maður
finni leið sem nær að hjarta ungmennanna, því tómhyggj-
an er mikil sem tröllríður húsum þeirra. Það er ekkert mál
að setja upp fínt skipulag með góðar hugmyndir. Vandinn
liggur í þvf að ná til unglinganna. Fá þá til að hugsa um
sjálfa sig út frá forsendum kristni. Eg held að þar skipti máli
að trúfræðslan sé að einhverju leyti ofin inn í veruleika
sem þau skilja. Þar hafa sum verkefnin reynst vel úr safn-
möppu fermingarstarfsins sem Skálholtsútgáfan gaf út.
Börn og unglingar alast upp í margfalt flóknari veruleika
en gerðist fyrir tuttugu árum, hvað þá fyrr. Það hafa verið
freistingar fyrir unglingana á öllum tímum en nú er áreitið
svo mikið og tilboðin stöðug. I nútímafjölhyggjusamfélagi
er margs konar hugmyndafræði í gangi. Heimasmíðuð
heimsmynd er það sem unglingarnir eru í óðaönn að byggja
sér. Byggingarefnið er oft og tíðum hráar hugmyndir sem
eru efst á baugi hverju sinni. Mér er áhyggjuefni tómhyggj-
an sem skín svo berlega í gegnum afþreyingarefni nútím'
ans. Þar er allt leyfilegt og þar virðist sumt nauðsynlegt
eins og klám og eiturlyfjanotkun. Þetta er mikil ógnun við
heilbrigt gildismat. Þessu er stöðugt þrýst að ungmennun-
um svo er nema furða að eitthvað láti undan. Umræðan
um dauðann í fermingartíma nýverið kom mér óþægilega á
óvart. Þegar ég hlustaði eftir viðhorfum ungmennanna
kom m.a. í ljós að sum þeirra töldu það vera skýlausan rétt
sinn og heilbrigt viðhorf að taka líf sitt. Eg hef aldrei verið
jafn slegin eftir eina kennslustund. Þetta minnti mig á orð
heimspekinganna að ef enginn væri Guð væri allt leyfilegt.
I tómhyggju nútímans er nauðsynlegt að ná með boðskap
kristins siðgæðis og lífsviðhorfs.
Eg hef stundum spurt mig eftir fermingartímana hvort að
fermingarfræðslu
ítroðslan hafi eitthvað að segja. Ef hún er ein og sér held ég
að það nái skammt en ef maður nær börnunum til að hugsa
er líklegra að sáðkornið fái vökvun sem beri árangur þó að
síðar verði. Áður fyrr taldi ég utanaðlærdóm á sálmum lítils
virði en eftir því sem ég hugsa meira um það fá þeir aukið
vægi. Kjamaatriðum kristni er oft komið haganlega fyrir í
meitluðu máli. Forsendu þess að bömin festi sálminn með
sér tel ég þó vera að þau skilji merkinguna. Ég fékk Stein-
unni Einarsdóttur, listamann í Vestmannaeyjum, til að
teikna myndir út frá sálmi Sigurbjöms Einarssonar, Eigi
stjörnum ofar. Með því að sýna myndimar um leið og farið
var í gegnum sálminn tel ég að hann hafi setið betur í ferm-
ingarbörnunum. Eg hef bryddað upp á fleiru sem mér finnst
hafa heppnast vel í fermingarfræðslunni. Tónlistarmessur
þar sem fermingarbörnin em gerð virkir þátttakendur
heppnast vel. Að láta þau færa upp einfalt leikrit úr guð-
spjöllunum er skemmtilegt. Einhverju sinni bauð ég þeim
sem vildu að búa til leikrit sjálf út frá Gullnu reglunni.
Verkefnið var að sýna hvernig Gullna reglan gæti birst í lífi
unglinga. Eg uppálagði þeim að leikritið endaði með því að
Gullna reglan væri röppuð. Það stóð ekki á unglingunum,
þau lögðu til samræður um einelti í unglingahópi. Aldrei
hef ég heyrt nein fermingarbörn læra Gullnu regluna jafn
vel, þar að auki styrkti þetta sjálfsmynd þeirra þó að fæðing-
arhríðirnar tækju á. Þau urðu virkari í æskulýðsfélagi kirkj-
unnar og sýndu leikverkið á æskulýðsmóti í Vatnaskógi.
Kannski hafa einhverjir háalvarlegir hneykslast á uppátæk-
inu að láta ungmennin rappa Guðs orðið. Hitt er ég viss um
að ég fékk ungmennin til að skilja orð Krists og hugsa um
það af alvöru inn í raunverulegum aðstæðum sínum.
Eg hef lagt alúð í að kynna altarisgönguna fyrir ferming-
arbörnunum. Þar hef ég notað brauð og djús um leið og
fræðslan um sakramentið fer fram og höfða þar til innlifun-
ar þeirra í síðustu máltíð Jesú með lærisveinunum. Þetta
kynni ég fyrir foreldrunum í bréfi ásamt því að bjóða þeim
að ganga til altaris nokkrum vikum fyrir fermingar. Þannig
skapast gott tækifæri til að innræta þeim lotningu fyrir
sakramentinu.
Ágætis viðbót við fermingarfræðsluna er að horfa á bíó-
myndir sem í eru kristin minni. Þetta er þó vandmeðfarið
því ef árangur á að nást þarf efni myndar að vera þaulkunn-
ugt leiðbeinanda svo að hann geti skorið efnið niður á rétt-
um stöðum og spurt réttra spurninga. Kosturinn er að ung-
lingarnir eru mjög þjálfaðir í að nýta sér myndbönd sem
miðil til upplýsingar, fræðslu og skemmtunar. Hér getur
fræðslu- og skemmtanagildið runnið saman ef vel tekst til.
Annars er ég alltaf að bíða eftir myndbandinu um ævi
Jesú sem fræðsludeildin stefndi á að gefa út. Það er grá-
upplagt innlegg með kristsfræðinni sem er í Líf með Jesú.
Að geta nýtt sér myndbönd markvisst í fræðslunni skapar
dýpri sýn og brýtur upp leiða sem oft segir til sín á miðjum
vetri.
Eg á mér draum um að sjá tölvutækt margmiðlunarefni