Víðförli - 01.02.2002, Blaðsíða 6
6
VÍÐFÖRLI
21. ARG. l.TBL.
Ný kirkja í Tálknafirði
Þegar ég var í guðfræðideildinni fyrir ekki svo ýkja löngu
var stundum rætt um það hvað það væri nú slæmt þegar
peningar sóknanna færu í steinsteypu í stað þess að efla
starfið. Að mörgu leyti virðingarvert viðhorf, en á hitt ber
þó að líta að án aðstöðunnar verður lítið úr starfinu. Ann-
ars erum við hér í Tálknafirði ekki með steinsteypumóral,
því nýja kirkjan okkar er af timbri gjörð. Sannast sagna
man ég ekki hvenær timburkirkja var síðast byggð hérlend-
is og væri gaman að fá fregnir af því.
Flestum Tálknfirðingum fannst orðið tímabært að þeir
fengju kirkju í þorpið. Stóra-Laugardalskirkja er í um 7 km
fjarlægð frá Sveinseyri og var lengstum um erfiðan veg að
fara þangað úteftir. Sl. vetur mátti fella niður allmargar
messur eða færa helgihaldið heim í bílskúr vegna þess að
ófært var í Stóra-Laugardal, ýmist af snjóa völdum eða aur-
bleytu. Að geta farið torfærulaust til messu, að maður nefni
nú ekki að geta farið fótgangandi, verður Tálknfirðingum
gleðileg og áður ókunn reynsla þegar nýja kirkjan verður
tekin í notkun.
Það er að sjálfsögðu alvörumál fyrir lítinn söfnuð eins og
Stóra'Laugardalssókn að ráðast í kirkjubyggingu. Enginn
annar kostur var samt fyrir hendi. Engin hreinlætisaðstaða
er í gömlu kirkjunni, auk þess sem hún er orðin svo óþétt
að ef hreyfir vind að vetrarlagi verður illþolanlegt þar fyrir
kulda. Annað starf, s.s. barnastarf og fermingarfræðsla, fór
fram í bílskúrnum við prestsetrið.
Tálknfirðingar hafa verið duglegir að styðja kirkjubygg-
inguna; má heita að hvert heimili borgi mánaðarlega í
byggingarsjóðinn, með VISA raðgreiðslum eða á annan
hátt. Fyrirtækin hafa einnig stutt myndarlega við fram-
kvæmdirnar, hreppurinn og Jöfnunarsjóður sókna, sem hef-
ur gert mjög vel við okkur. En þrátt fyrir allan þennan
stuðning er ljóst að við eigum nokkuð eftir til að komast
fyrir vind. Ekki síst vegna þeirra efnahagslegu breytinga
sem orðið hafa í þjóðfélaginu frá því við hófum verkið.
Þess var samt gætt að við reistum okkur ekki hurðarás
um öxl. Kirkjan er hóflega stór; grunnflötur byggingarinnar
er 210 fm og þar að auki er söngloft, vel rúmt. Safnaðar-
heimili er afstúkað með þili sem renna má frá við fjöl-
mennari athafnir. Þess utan er hreinlætisaðstaða, skrifstofa
fyrir prest og eldhúskrókur. Arkitekt er Elísabet Gunnars-
dóttir á ísafirði.
Nú hillir undir að hægt sé að vígja kirkjuna. Stefnt er
að þvf að vígslan fari fram 5. maí og eru þá liðin tvö ár frá
því að Karl Sigurbjörnsson tók fyrstu skóflustunguna, en
það var 6. maf 2000. Aðeins er eftir að setja upp hurðir og
verið er að útbúa altari og prédikunarstól, sem verður tilbú-
ið von bráðar, auk þess sem eftir er að gera altaristöflu.
Höfundur að útliti altaris, prédikunarstóls og altaristöflu er
Hreinn Friðfinnsson listamaður.
Að vígslu lokinni verður allt starf, sem nú fer fram í
samkirkjulegu trúboðsmiðstöðinni við prestsetrið (þ.e. bíl-
skúrnum mínum) flutt í nýju kirkjuna. Er óhætt að segja að
hér vestra sé horft með feginsamleik og gleði til komandi
tíðar, þó ekki án eilítillar fjármálaáhyggju.
Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur
Leikamannaskóli þjóðkirkjunnar
Lærum um lífið
Við lifum í flóknum heimi sem gerir okkur stundum ráð-
þrota. Við horfum í allar áttir og okkur finnst umhverfið
framandi. Hver er ég? Hver er tilgangur lífs míns? Hvernig
fæ ég svar við öllum þessum spurningum sem leita á huga
minn eða hvernig fæ ég hjálp til að leita svara? Kristin trú
á ekki svör við öllum spurningum en hún hjálpar okkur oft
til að vera færari um að takast á við lífið. Kristin trú hvetur
okkur í raun til að vera óhrædd við að spyrja spurninga
sem varða líf okkar. Jesús sjálfur spurði oft spurninga og
skildi fólk eftir án svara. Við eru hvött til að stunda þekk-
ingarleit til að næra okkur sjálf.
Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar er leið til að fá svar við
spurningum eða til að spyrja spurninga og leita frekari
þekkingar. Boðið er upp á námskeið sem fjalla um sálgæslu,
hvernig við mætum þeim sem syrgja eða okkar eigin sorg.
Sjálfstyrkingarnámskeið eru líka í boði fyrir konur og
unglinga. I Leikmannaskólanum hefur líka verið boðið upp
á námskeið sem benda okkur á leiðir til að skoða t.d. kvik-
myndir í nýju ljósi, trúarlegu ljósi. Siðfræði og siðferði eru
þættir sem við í samtímanum glímum meira og meira við.
Öll þessi endalausu álitamál, bæði varðandi vísindi og
ákvarðanir daglegs lífs. Af kristinni siðfræði mál læra sitt-
hvað um uppbyggilega sjálfsrýni. Til að plægja þennan
akur hefur bæði hefur verið boðið upp á Biblíulestra sem
snúast um siðfræði sem og námskeið sem er til þess ætlað
að fræða um hvernig við tökum siðferðilegar ákvarðanir í
ljósi kristinnar trúar og gilda sem hún miðlar okkur.
Þetta er aðeins brot af þeim námskeiðum sem boðið
hefur verið upp á. Þau hafa verið fjölsótt, ekki síst þau sem
nýtast við störf innan kirkjunnar, s.s. meðhjálpurum og
sóknarnefndarmönnum.
Leikmannaskólinn nærist á okkar eigin áhuga og löng-
un til að leita fræðslu. Tökum þátt í námskeiðum sem í
boði eru og sýnum áhuga á starfi skólans með ábendingum
um það sem betur má fara. A vef Leikmannaskólans má
finna upplýsingar um þau námskeið sem eru á dagskrá og
slóðin er: www.leikmannaskoli/kirkjan.is
Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnisstjóri