Víðförli - 01.02.2002, Page 8
VÍÐFÖRLI
21. ÁRG. 1. TBL.
Skrifað frá Skálholti ...
- Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað á að hafa í mat-
inn, hvernig á að bera það fram eða hvað þá að vaska upp.
Þetta er bara dásamlegt, sagði konan með áherslu. — Nú
finnst mér allt í lagi að hann Matti fari á alla þessa sóknar-
nefndarfundi, bætti hún við og skellihló. Sóknarnefndin í
myndarsöfnuði hér sunnanlands var á helgarfundi í SkáL
holti ásamt mökum sínum. Nefndarmenn voru að skipu-
leggja safnaðarstarfið næstu árin, hlýddu á fræðsluerindi og
tóku þátt í umræðum. Makarnir tóku þátt í hluta af dag-
skránni, en voru annars á eigin vegum, hvíldust, kynntust
vel innbyrðis og undirbjuggu kvöldvökuna í sameiningu. -
Þetta er góð fjárfesting, sagði sóknarpresturinn sem var
með hópnum, nú eru nefndin og makarnir orðin eins og
ein fjölskylda og það gjörbreytir starfinu heima.
Það hafa verið allmargar heimsóknir sóknarnefnda
hingað í Skálholt í vetur. Það hefur verið fróðlegt að fylgj-
ast með fundunum, sem eru skilvirkir og skemmtilegir.
Hingað hafa líka komið allmargir Alfahópar en það starf
hefur náð verulegum rótum í söfnuðunum. Margt af Alfa-
fólkinu hefur haft mjög takmörkuð kirkjuleg tengsl en er
nú að uppgötva kirkjuna - kyrrðarstundirnar í Skálholts-
kirkju eru þar sérstaklega verðmætar.
Kyrrðin í Skálholti
Þegar borgarmaður eins og ég flytur upp í sveit, skynjar
hann vetrarmyrkrið með allt öðrum hætti en í borginni.
Stjörnur og norðurljós verða hluti af hversdagnum og
myrkrið gæti verið erfitt, ef ekki væri blessuð kirkjan flóð-
lýst á kvöldin. En tignarleg lýsir kirkjan útfrá sér og bregð-
ur birtu á nágrennið. Ég bý nú á kirkjustað í fyrsta sinn t
nær 40 ára prestskap og það eru beinlínis forréttindi, sér-
staklega þar sem við syngjum kvöld- og morguntíðir alla
virka daga í kyrrð kirkjunnar.
Þetta verður sérstaklega áberandi á Kyrrðardögunum
sem við efnum til mánaðarlega yfir veturinn. Fólk kemur
til helgihalds í kirkjunni og vill helst ekki fara þaðan, vill
hvílast í kyrrð hennar og hinni kærleiksrfku þögn sem ríkir
meðal þátttakenda. Ég hef sjálfur tekið þátt í mörgum
kyrrðardögum, bæði hér heima og erlendis, t.d. á þeim
fræga stað Taizé, en enginn staður hefur slík áhrif á mig til
kyrrðar og íhugunar sem Skálholt. Ég er reyndar sannfærð-
ur um að Kyrrðardagar í Skálholti er ein mikilvægasta
þjónusta sem kirkjan getur veitt sínu fólki, sem verður að
takast á við flókna tilveru, streitu og amstur á hlaupum
hversdagsins. Sumir prestar hafa einmitt bent fólki á
Kyrrðardagana sem úrræði til hjálpar í sálgæslustarfi sínu
og hefur það borið góðan árangur, sýnist mér.
Við vildum gjarnan sjá fleiri námskeið hér fyrir starfs-
fólk safnaðanna. Þeir sem „vinna í fólki“ eru sífellt að gefa
af sér og verða að gæta þess að tæmast ekki. Væri ekki gott
að koma hingað til hleðsluviku þar sem sálgæsla, hand-
leiðsla, örvandi umræður og notadrjúg fræðsla væru í boði
og við kæmum endurnærð til starfa á ný. Og það þarf ekki
að vera heil vika. Allir þurfa á símenntun að halda; kirkju-
verðir, húsmæður í safnaðarheimilum, æskulýðsstarfsfólk,
meðhjálparar, fræðslufólkið — að maður tali ekki um org-
anista, djákna og presta. Væri ekki ráð að söfnuðir eða pró-
fastsdæmi byðu fólki sínu til stuttra námskeiða þar sem
menn kynnast innbyrðis, verða betur að sér í starfi sínu og
njóta sfn þess vegna betur í starfi. Það felst líka ákveðin
viðurkenning í því og umbun að vera send á slík námskeið
— mörg okkar fá ekki of mikið af slíku í starfi sínu.
Það verður fornleifauppgröftur hér í sumar og væntan-
lega byggð ný gistiálma í Skálholtsskóla svo að það verður
töluvert um að vera. Við fengum líka stuðning frá Kristni-
hátfðarsjóði við verkefnið að miðla reynsluarfinum til nýrr-
ar kynslóðar. Það verður í formi málþinga þar sem rædd
verða og greind hin siðrænu gildi sem nauðsynleg eru á
nýrri öld sem endranær og hvernig megi koma þeim á
framfæri, til skila. Þess vegna fögnum við umræðudögum
eldri borgara hér á bæ. Hana nú-hópurinn í Kópavogi
kemur innan skamms og fjallar um Kristnihald undir Jökli
út frá eigin reynslu. Hópur Tungnamanna las einmitt þessa
bók undir leiðsögn forvera míns, dr. Péturs Péturssonar, og
þeim verður boðið að taka þátt í umræðum Kópavogsbú-
anna. Þar verður umræðan um lífsgildin trúlega lífleg.
Bókun í Skálholtsbúðir og hingað í skólann er nú á einni
hendi og er dagskráin nokkuð þétt. En „enn er rúm“ eins og
í kvöldmáltíðinni miklu og við bjóðum ykkur öll hjartan-
lega velkomin til Skálholts í hópi eða sem einstaklinga til
að njóta þess sem þessi yndislegi staður býður upp á.
Bernharður Guðmundsson, rektor Skálholtsskóla
Ráðstefna á Álandseyjum
Uppspretta lífsumþenkingar
I vændum er ráðstefna á vegum NKS, Nordisk Kirkelig
Studierád, um bókmenntir sem uppsprettu lífsumþenkingar
(Litteraturen som kilde til livsreflektion). Ráðstefnan er
haldin í tengslum við norrænt rithöfundaþing á Alandseyjum
og stendur yfir dagana 21.-24. mars nk. Islendingum stend-
ur til boða að senda einn til tvo fulltrúa á ráðstefnuna, auk
stjórnarmeðlima, en Island er í forystu NKS um þessar
mundir.
Áhugafólk um bókmenntir í starfi kirkjunnar er hvatt til
að leita nánari upplýsinga hjá formanni NKS, sr. Bernharði
Guðmundssyni (rektor@skalholt.is), eða ritara samtakanna,
sr. Maríu Ágústsdóttur (maria@hallgrimskirkja.is). Ráðstefn-
ur NKS eru sérstaklega ætlaðar fólki sem starfar við full-
orðinsfræðslu í söfnuðunum, leiku og lærðu. Kostnað greið-
ir hver fyrir sig, en prestum er bent á Starfsmenntunarsjóð
BHM (www.bhm.is) þangað sem hægt er að sækja allt að 70
þús. kr. til greiðslu á far- og ráðstefnugjaldi annað hvert ár.
Þá má geta ráðstefnu um ofbeldi sem er í undirbúningi á
vegum (slandsdeildar NKS. Hún verður haldin í Skálholti
dagana 16-18. ágúst nk. og er fyrirhugað að ganga píla-
grímsgöngu dagana á undan frá Nesjavöllum til Skálholts
þar sem ofbeldis aldanna af ýmsum toga verður minnst.