Víðförli - 01.02.2002, Qupperneq 11
FEBRÚAR 2002
VÍÐFÖRLI
ll
Bækur frá Skálholtsútgáfunn
Væntanlegar bækur frá Skálholtsútgáfunni
Hönd í hönd - styrkur og leiðsögn á erfiðum stundum
kemur út um miðjan marsmánuð og verður hún fáanleg í
öllum helstu bókaverslunum.
Erfiðleikar sækja alla heim einhvern tímann á lífsleið-
inni. Þessi bók er sem útrétt hönd til allra þeirra sem
standa frammi fyrir óvæntu áfalli, hvort heldur það er
hjónaskilnaður, alvarlegur sjúkdómur, atvinnuleysi, andlegt
álag af ýmsum toga eða dauðsfall. Afallið kemur okkur iðu-
lega í opna skjöldu og oft virðist fátt um ráð. Um fimmtíu
einstaklingar sem reynt hafa ýmislegt á lífsleiðinni gefa góð
ráð öllum þeim er standa frammi fyrir lífsvanda og eru um
stund ráðvillt og jafnvel örvæntingarfull. Frásagnir þeirra
eru stuttar og vekjandi, huggandi og leiðbeinandi.
Öll þau sem orðið hafa fyrir óvæntum áföllum fá í þess-
ari bók trausta hjálp og raunsæja frá fólki sem hefur komist
yfir ótrúlegustu erfiðleika. Það vill rétta öðrum hönd sem
eru í vanda stödd. Bókin verður að öllum líkindum þeim
kærkomin sem vilja sækja styrk og visku til þeirra sem hafa
náð áttum á ögurstundum lífsins.
A leið til Jerúsalem, eftir Jón Bjarman, kemur út í byrjun
marsmánaðar. Þessi litla bók inniheldur fjórar íhuganir fyr-
ir föstu og páska. Þar er nútímamaðurinn leiddur úr erli
daglegs lífs í djúpa kyrrð á helgum slóðum. Skyndilega er
hann í för með fólki sem fylgir meistaranum frá Nasaret, en
ferðinni er heitið til borgarinnar Jerúsalem. A leiðinni suð-
ur landið gerist margt, nútímamaðurinn stendur við hlið
höfundar og hlýðir á ódauðleg orð og verður vitni að mátt-
arverkum.
Nærvera og návist eru orð sem fólki kemur í huga þegar
það les það sem Jón Bjarman skrifar. Hann segir gjarnan frá
því sem honum er nákomið og hann þekkir vel. Þetta er
augljóst bæði í sögum hans, ljóðum og hugleiðingum. Þess-
ar fjórar hugleiðingar bera þessu öllu ljóst vitni og verða til
þess að lesandinn - nútímamaðurinn - staldrar við og
íhugar stöðu sína í hringiðu dagsins. Að lestri loknum er
hann sterkari en ella, reiðubúinn að glíma við sjálfan sig og
dýpstu spurningar lífsins. Bókin verður fáanleg í öllum
helstu bókaverslunum og vitanlega í Kirkjuhúsinu á Lauga-
vegi 31.