Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2000, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 09.02.2000, Blaðsíða 2
* Utgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is Ritstjóri: SigurjónJ. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is Blaöamaður: Hlynur Þór Magnússon, sími 862 1874, netfang: blm@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is Stafræn útgáfa: www.bb.is Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið Að erfa sjálfan sig Sennilega verður engu logið upp á okkur Islendinga í þeim efnum að við erum öllurn fremri í að halda takti í þeim kerfum. sem löggjafinn burðast við að setja í því augnamiði að halda uppi röð og reglu í samfélaginu. Og reyndar gott betur því áreiðanlega fyrirfinnast engin lög þar sem við nýtum ekki hverja einustu smugu til hins ýtrasta til að ,,hafa sem mest út úr ríkinu“ eins og það heitir í daglegu máli. „Eg arfleiddi sjálfan mig að helmingi eigna minna“ segir faðir, stoltur af börnum sínum, um leið og hann stekkur með útbreiddan faðmmót heitri Flórídasólinni, reyndar aðeins í auglýsingu frá fasteignasölu á Reykja- víkursvæðinu. Ut af fyrir sig kann það að vera hið besta mál að menn arfleiði sjálfa sig í stað þess að láta börnin eða aðra fjar- skyldari ættingja rífast um reyturnar þegar þar að kemur. Með þessu móti er hægt að fyrirbyggja leiðindi sem sagan segir okkur að sundrað hafí mörgum fjölskyldum. Ekki fer heldur á milli mála sá stórkostlegi ávinningur fyrir viðkomandi, sem felst í því að erfa sjálfan sig. Með þessu snjallræði getur hann t.d. byggt upp sinn eigin ferðasjóð, því ekki ferðast menn mikið á efri árum fyrir eftirlaunin, tvísköttuðu. Það er einnig hið besta mál fyrir þá sem hafa lifibrauð af því að selja eignir annarra, að sem allra flestir geti sem oftast keypt allar þær fasteignir, sem hugurinn stendur til hverju sinni. Slíkt örvar viðskipti og eykur streymi pen- inganna, sem manni skilst að vegi þungt í hagkerfinu. Sem sagt: Við fyrstu sýn virðist það hið besta mál að framvegis erfi menn bara sjálfa sig. A hinum síðustu dögum og vikum hafa stjórnvöld ítrekað áminnt almenning og þá ekki síður sveitarstjórnir um nauðsyn aðhalds í framkvæmdum af öllu tagi undir kjörorði sínu: Sparnaður er dyggð. Bankar hafa fengið ákúrur fyrir útlánaaustur. I ljósi þessa vaknar spurning og skal henni beint til þeirra, sem mestar áhyggjur hafa af fjáraustri almennings og bruðlinu í sveitarfélögunum á landsbyggðinni: Er eðlilegt að ríkisstofnun dæli tak- markalaust út fjármunum til íbúðakaupa, þegar svo er komið að upphafleg markmið með liðveislu ríkisins við almenning, að eignast þak yfir höfuðið, eru ekki einungis fyrir bí heldur opinberlega auglýst að menn geti nýtt sér niðurgreidd byggingalán ríkisvaldsins við spilaborð verðbréfamarkaðarins? Er eitthvert vit í þessu? Er kannske næst á dagskrá að stofnuð verði hagsmuna- samtök þeirra sem erfa sjálfa sig með lánum frá Ibúða- lánasjóði ríkisins? s /, OÐÐ VIKINNAD Syn Islensk varðskip hafa jafnan borið nöfn ása (Oðinn, Týr, Þór o.s.frv.) en flugvélar Gæslunnar nöfn ásynja (Gná, Syn, Rán o.s.frv.). Þessi einfalda venja þvælist furðumikið fyrir ýmsum. Þannig virðist það frekar regla en hitt að gæsluþyrlan TF Syn sé nefnd TF Sýn. „Heilsubærínn Bolungarvík á nýrri öld“ opnunarhátíð á laugardag Ábyrgð gagnyart eigín heilsu Hátíðahöld verða í Bolung- arvík á laugardag, þegar „Heilsubærinn Bolungarvík" verður kynntur. Hér er um að ræða forvarnaverkefni sem á sérallmikinn aðdraganda. Þátt í því taka stofnanir, skólar, félagasamtök og fyrirtæki og bæjarfélagið sjálft en sérstök framkvæmdanefnd hefur unn- ið að rnálinu frá því snemma á síðasta ári. Helsta markmið- ið er að hver og einn finni til ábyrgðar gagnvart eigin heilsu og geti jafnframt átt þátt í ákvörðunum um heilbrigðis- þjónustu og nýtingu fjár- magns í heilbrigðiskerfínu. Merki Heilsubœjarins Bol- ungarvíkur. Opnunarhátíðin verður í íþróttamiðstöðinni Arbæ og hefst kl. hálftvö eftir hádegi og stendur frani eftir degi. Þar verður margt til skemmtunar. r Boltafélag IsaQarðar Halldór Ingí æfir með unglingalandsliðinu Halldór Ingi Skarphéðins- son úr 3ja flokki karla hjá Boltafélagi Isafjarðar hefur verið valinn til að taka þátt í æfingum með unglingalands- liði Islands, 16 ára og yngri, í knattspyrnu. Halldór Ingi er einn af þremur markvörðum sem valdir hafa verið til æfmganna og er valið mikill heiður fyrir hinn unga knattspyrnumann. Halldórlngi ermjögefnilegur íþróttamaður og hefur stund- að knattspyrnu af miklum dugnaði. Hann var valinn knattspyrnumaður BI fyrir árið 1999. Fyrstu æfingar Halldór Ingi Skarphéðins- son. Halldórs Inga með unglinga- landsliðinu verða 12. og 13. febrúar nk. Löggiltir endurskoðendur ehf. Opna skrifstofu á Hólmavík Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum ehf. opnuðu skrifstofu á Hólmavík þann 1. febrúar sl. Starfsmaður skrifstofunnar er Jónína Páls- dóttir en forstöðumaður er Bjarki Bjarnason, endurskoð- andi. Starfssvið skrifstofunnar er eins og vænta má, framtals- aðstoð við einstaklinga, rek- straraðila og fyrirtæki, skatta- ráðgjöf, bókhaldsvinnsla, launavinnsla, reikningsskil og endurskoðun. Með opnun skrifstofunnar á Hólmavík, sem opin er alla virka daga frá kl. 9-12, eru starfsstöðvar fyrirtækisins orðnar þrjár, við Aðalstræti 24 á ísafirði, Hafn- argötu 37 í Bolungarvík og Hafnarbraut 31 á Hólmavík. Hægt er að ná sambandi við skrifstofuna í síma 45 I 5366. Netfangið er holma- vik@lev.is svo sem söngur, dans og íþróttir. Meðal annars er íþróttaálfurinn Magnús Sche- ving væntanlegur í fagnaðinn. A næstu mánuðum og allt fram á nýja öld verður síðan öðru hverju efnt til einhverra viðburða, skemmtana og kappleikja til þess að halda fólki við efnið og koma fræðslu til skila, enda er hið formlega heiti átaks þessa „Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld". Að sögn Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræð- ings, formanns framkvæmda- nefndarinnar, og Steingríms Þorgeirssonar sjúkraþjálfa, sem sæti á í nefndinni, er áhersla lögð á að fólk hafi gleði og gaman af því að sinna um eigin heilsu. „Við viljum ekki skipa fólki fyrir, heldur stefnum við að því að allir læri ogfínni aðþeirgetasjálfir aukið þrek sitt og mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Og hafi gaman af því líka.“ Verkefni þetta er að sögn SigrúnarGerðu og Steingríms í samræmi við ákveðna heil- brigðisstefnu sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur barist fyrir um árabil. „Þetta grundvallast á markvissu for- varnastarfi og heilsubæjaverk- efnum sem stofnunin hefur komið af stað víða um heim. Þau hafa skilað góðum árangri í bættu heilsufari fólks og þar með minni tilkostnaði við heilbrigðismál. Iheilsubæjum er stefnt að því að tryggja jafn- ræði allra, stuðla að virkni einstaklinganna og koma á samvinnu ólíkra afla í bæjar- félaginu til þess að skapa ný viðhorf til heilsu og heilbrigð- isþjónustu." Auk Sigrúnar Gerðu og Steingríms eiga sæti í fram- kvæmdanefndinni þau Elínbet Rögnvaldsdóttir, Petrína Sig- urðardóttir og Flosi Jakobs- son. Þetta fólk var valið vegna mikillarogmismunandi reyn- slu þess á sviði forvarna og áhuga á verkefninu. í forvarnastarfí eins og hér um ræðir er lögð áhersla á manneldismál, líkamsrækt, tóbaksvarnir og slysavarnir. Einnig og ekki síst er lögð áhersla á heilsueflingu á vinnustöðum, sem beinist ekki aðeins að því að koma í veg fyrir heilsutjón, heldur ekki síður að því að bæta heilsu og líðan starfsfólksins. ÍSAFJARÐARBÆR FORELDRAR ATHUGIÐ! Fimmtudaginn 10. febrúar verður kynning á aðalnámskrá grunnskóla. Fulltrúarfrá menntamálaráðuneytinu kynnaaðalhlutanámsskrárinnar, lífs- leikni og upplýsinga- og tæknimennt. IKynninginhefstkl. 20:30 ísal Grunn- skólans á ísafirði. Frœðslunefnd ísafjarðarbœja r. Starfsmaður óskast Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. óskar eftir starfsmanni til starfa við skipaþjónustu sína. Starfið felst í viðhaldi og þjónustu við skip fyrirtækisins. Nánari upplýsingar í síma 450 4620. 2 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.