Bæjarins besta - 09.02.2000, Blaðsíða 3
Kaup á togaranum Skiitli ÍS
Lífeyrissjóð-
urinn fus að
leggja fé í HG
- en ekki í hlutafélag samkvæmt
fyrri hugmyndum
„Eftir gaumgæfilega skoð-
un á þátttöku Lífeyrissjóðs
Vestfírðinga í stofnun hluta-
félags til kaupa á togaranum
Skutli ÍS 180 og útgerð hans
telur stjórn sjóðsins áhættu
þess fjármagns sem þannig
yrði lagt í slíkan rekstur það
rnikla að ekki sé hægt að
taka þá áhættu.“
Svo segir í bókun sem
gerð var á stjórnarfundi í LV
fyrir skömmu. Einnig segir í
bókuninni: „Stjórn Lífeyris-
sjóðsins er reiðubúin til að
leggja fram allt að helmingi
af kaupverði skips og afla-
heimilda í nýju hlutafé í
Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru
hf. Þannig væri hægt að
auka útgerðarumsvif fyrir-
tækisins og útgerð skipsins
yrði hluti af stóru og traustu
fyrirtæki. Ef framangreind
leið er ekki framkvæmanleg
að svo stöddu er stjórn Líf-
eyrissjóðs Vestfirðinga fús
til að standa að stofnun
félags unt kaup á Skutli IS
180 með miklum aflaheim-
ildum, enda liggi fyrir
yfirlýsing frá Hraðfrystihús-
inu-Gunnvöru hf. um að
slíkt félag yrði sameinað inn
í rekstur Hraðfrystihússins-
Gunnvarar hf. innan þriggja
mánaða frá kaupum skips-
ins.
Stjórn Lífeyrissjóðs Vest-
firðinga vill með þessurn
hætti stuðla að því að
Skutull hverfi ekki varan-
lega úr rekstri hér á Isatirði
og að hægt sé að tryggja
öruggan og traustan rekstur
á skipinu og stuðla þannig
að aukinni atvinnu hér í bæ
og renna styrkari stoðum
undir rekstur þeirra fyrir-
tækja sem vinna þann afla
sem skipið aflar og kærni til
vinnslu í landi.“
Efni bókunar þessarar er
nú til athugunar hjá Isafjarð-
arbæ og Hraðfrystihúsinu-
Gunnvöru hf.
Gerist
áskrif-
endur
í síma
456 4560
Skutull ÍS-180.
ísaQarðarbær og Vesturbyggð
Fjárhagsstaða alvar-
leg og stefnir í óefni
- að mati eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga
Nítján sveitarfélög á
landinu hafa fengið aðvör-
unarbréf frá eftirlitsnefnd
um fjármál sveitarfélaga.
Bréfrn eru með þrennskonar
texta eftir al vöru mála og fá
sjö sveitarfélög alvarleg-
ustu viðvörunina. Þeirra á
meðal eru tvö sveitarfélög
á Vestfjörðum, Isafjarðar-
bær og Vesturbyggð, en hin
eru Hrísey, Ólafsfjörður,
Skagafjörður, Snæfellsbær
og Vestmannaeyjar. Engin
önnur sveitarfélög á Vest-
fjörðum fengu viðvörun í
þessari lotu.
Að sögn Þórðar Skúla-
sonar, framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sveitar-
félaga, eins þriggja manna
sem eiga sæti í eftirlits-
nefndinni, tók hún til starfa
á síðasta ári samkvæmt lög-
um frá 1998. í nóvember
sendi hún öllum sveitarfé-
lögum bréf þar sem gerð
vargreinfyrirhlutverki nefnd-
arinnar og jafnframt skýrt frá
því að einhver sveitarfélög
mættu e.t.v. eiga von á að
heyra frekar frá henni, eins og
nú hefur gerst.
Hlutverk eftirlitsnefndar-
innar er að skoða fjárhags-
stöðu sveitarfélaga og semja
viðmiðanir. Við mat á stöðu
sveitarfélaga hefur nefndin
stuðst við reikninga þeirra
fyrir árin 1996-98, þannig að
vægi síðasta ársins er mest.
Það sem tekið var út úr reikn-
ingunum var skuldastaðan í
lok þessara ára og síðan
rekstrarafgangurinn, ef ein-
hver var. Sett var sú viðmiðun
að sveitarfélögunum væri
unnt að greiða niður skuldir
sínar á allt að tuttugu árum
með því að verja til þess allt
að helmingi rekstrarafgangs,
að öðrum forsendum óbreytt-
um. Þau sveitarfélög sent ekki
stóðust þessa viðmiðun fengu
síðan aðvörunarbréfm sem
getið var um.
Niðurstöður nefndarinn-
ar samkvæmt áðurnefndum
vinnureglum eru vissulega
enginn endanlegur dómur
urn fjárhag þeirra. Meðal
þess sem getur haft veru-
lega þýðingu er hvort þau
geta selt eignir, hvar þau
eru stödd í framkvæmdum
og hvort þau hafa t.d. lokið
framkvæmdum við þjón-
ustubyggingar, götur og
holræsi o.s.frv. Sveitarfélag
sem lítið skuldar getur átt
margt ógert og öfugt. Síðast
en ekki síst getur skipt veru-
legu máli hvort íbúum fer
fjölgandi og tekjurfari jafn-
framt vaxandi. Að áliti
Þórðar Skúlasonar geta illa
stödd sveitarfélög sem búa
auk þess við fólksfækkun
og skertar tekjur átt rnjög
erfítt nteð að vinna sig út úr
erfiðleikunum.
Jón F. Þórðarson garðyrkjufræðingur skrifar
Þegar skógurinn brennur
Skógareldar eru ekkert
gamanmál en hafa þó sínar
jákvæðu hliðar. f skógar-
botninum leynist ýmis
gróður og fræ, sem ekki
verður eldinum að bráð en
nær sér fyrst á strik þegar
gömlu trén hafa brunnið.
Því sem hefur gerst í
sambandi við sjávarútveg
og fiskvinnslu hér á Vest-
fjörðum og víðar á lands-
byggðinni má líkja við
skógarelda sem geisað hafa.
Verst er, að logandi eldspýt-
unni var viljandi kastað í
þurran gróðurinn.
Skógareldur af manna-
völdum hefur farið eyðandi
um byggðir landsins og enn
logar. Gömul og gróin fyr-
irtæki hafa orðið eldinum
að bráð en í öskunni leynist
líf, sem mun vaxa og dafna.
Nú þegar er nýgræðingur-
inn farinn að stinga kollin-
um upp úr öskunni. Víða
eru smáfyrirtæki að hefja
starfsemi og nýjar atvinnu-
greinar að rísa, sem enginn
hugði að fyrr en nú.
Samruni fyrirtækja og
rnyndun svonefndra útgerðar-
risa hefur engan vanda leyst,
heldur þvert á móti aukið á
vandann. Það virðist vera í
tísku núna að stofna risa. Risa-
fyrirtæki hér og risafyrirtæki
þar, nú síðast í hljómplötu-
iðnaði. Stærsti risinn á því
sviði í öllurn heiminum.
Fréttir frá Bandaríkjunum
herma, að samruni fyrirtækja
í því landi hafí yfirleitt gengið
illa. Dæmi er urn að heims-
þekktu risafyrirtæki hafi verið
skipt upp í hundrað sjálfstæð-
ar einingar. Clinton Banda-
ríkjaforseti lét svo um mælt,
þá hann gerðist forseti, að
vaxtarbroddurinn íbandarísku
þjóðlífí væru smáfyrirtækin.
Þetta hafa Danir skilið fyrir
löngu enda hafa smáfyrirtæk-
in verið kjölfestan í dönsku
efnahagslífí. Lífskjör í Dan-
mörku eru ein þau bestu sem
þekkjast.
Nú hafa risarnir áVestfjörð-
urn runnið sitt skeið og þá er
Jón F. Þórðarson.
komið að smáfyrirtækjunum
að byggja á rústunum. Bygg-
ingarvinnan er þegar hafín og
við óskum smiðunum velfarn-
aðar.
Alþingi setur lögin. Þau
mega ekki brjóta í bága við
stjórnarskrá. Að öðru leyti er
þingmönnum í sjálfsvald sett
hvaða lög þeir búa til. Abyrgð
þeirra er því mikil. Allt sem
hefur gerst í kvótamálum og
landsbyggðarmálum eru af-
leiðingar verka þingmanna.
Ekki kenna Davíð eða Hall-
dóri unt. Þeir geta ekkert gert
nema hafa meirihluta þing-
manna á bak við sig. Þetta er
því allt á valdi meirihluta
þingmanna.
Með bros á vör settu þeir
kvótalögin og lögin um fram-
sal kvóta, sem varð þess vald-
andi að landsbyggðin er að
hrynja. Þetta var gert í nafni
hagræðingar. Með bros á vör
sviptu þeir okkur atkvæðis-
réttinum með því að leggja
kjördæmið okkar niður. Það
var gert í nafni mannréltinda
og lýðræðis. Samkvæmt
þessu eru mannréttindi ekki
hátt skráð hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Ekki hjá NATO. Ekki hjá
EFTA. Ekki hjá Evrópuráð-
inu.
Ekki í Bandaríkjunum sjálf-
um, þar sem höfuðborgin
Washington hefur engan þing-
mann.
En Vestfirðingar höfðu of
marga þingmenn. Þess vegna
varð að leggja kjördæmið
niður til að jafna hið svokail-
aða vægi atkvæða, sem
enginn kannast við nema
íslenskir þingmenn og póli-
tískir ungliðar. Að þeirra
mati höfðu Vestfirðingar of
marga þingmenn. Það stóð
framförum í landinu fyrir
þrifum. Reykvíkingar
höfðu of fáa. Það stóð
höfuðborginni fyrir þrifum.
Og þingmenn okkar lögðust
á höggstokkinn með bros á
vör.
Ég vil ekki ljúka þessu
án þess að varpa fram einni
spurningu sem fólk getur
velt fyrir sér.
Hvaða kerfi var hér við
lýði og hvað varð þess vald-
andi, að Islendingar brutust
úr þeirri fátækt og þeirri
vesöld, sem hér ríkti, í það
að verða ein af ríkustu þjóð-
um heims með einhver þau
bestu lífskjör sem þekkjast?
Vonandi leitar einhver að
svarinu.
- Jón F. Þórðarson,
garðyrkjufrœðingur.
9. febrúar
Þennan dag árið 1984 var
Iðnaðarbankaránið framið.
Maður með lambhúshettu
yfir höfði rændi á fjórða
hundrað þúsund krónunt í
útibúi Iðnaðarbankans í
Breiðholti að starfsfólki
viðstöddu. Málið upplýstist
ekki.
10. febrúar
Þennan dag árið 1944 vörp-
uðu þrjár þýskar flugvélar
sprengjum að olíuskipinu E1
Grillo sem lá á Seyðisfirði
og sökk það. Þetta var tíu
þúsund tonna skip.
11. febrúar
Þennan dag árið 1973 var
kvikmyndin Brekkukots-
annáll, eftir skáldsögu Hall-
dórs Laxness, frumsýnd í
Sjónvarpinu. Myndin var
gerð í samvinnu sjónvarps-
stöðva á Norðurlöndum og í
Þýskalandi.
12. febrúar
Þennan dag árið 1989 fór
rafmagn af öllu landinu
vegna þess að selta settist á
einangrara á Geithálsi. Sums
staðar komst straumur ekki
á fyrr en eftir tvo sólar-
hringa.
13. febrúar
Þennan dag árið 1983 féll
loftsteinn í sjóinn austur af
landinu á níunda tímanum
um kvöldið. Birti víða til um
austanvert landið þegar
steinninn þaut með miklum
hraða um himinhvolfið.
14. febrúar
Þennan dag árið 1994 var
Björk Guðmundsdóttir valin
besta alþjóðlega söngkonan
og besti nýliðinn á Brit-
tónlistarverðlaunahátíðinni í
Bretlandi.
15. febrúar
Þennan dag árið 1944 var
kvikmyndin Casablanca,
með Humphrey Bogart og
Ingrid Bergman í aðalhlut-
verkum, frumsýnd í Tjarnar-
bíói, um mánuði áður en
hún hlaut Óskarsverðlaun. I
auglýsingu í Morgunblaðinu
var myndin sögð „spenn-
andi leikur um flóttafólk,
njósnir og ástir". Fáar
bandarískar kvikntyndir
hafa orðið eins frægar og
Casablanca.
Auglýsingar
og áskrift
sími 456 4560
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 3