Bæjarins besta - 09.02.2000, Qupperneq 6
Heimavistarskólarnir fslensku hafa
að mestu runnið skeiðið á enda. Stór-
hýsin að Núpi í Dýrafirði og í
Reykjanesi við Djúp gegna nú öðrum
skyldum en þeim voru ætlaðar. Skól-
arnir á þessum stöðum, og jafnvel
enn frekar í Reykjanesi, voru að
mestu lokuð samfélög. Nemendur,
kennarar og annað starfsfólk voru
eins og sérstakur þjóðflokkur í sínum
litla heimi innan í stóra heiminum og
þó utan við hann. Þar giltu sérstök
lög og reglur, sumt skráð en flest
óskráð. Rétt eins og í öðrum þjóð-
félögum ríkti þar barátta um brauð og
völd, virðingu, ást og athygli, allan
stigann frá hinum veikasta til hins
sterkasta. Mörkin milli nemenda og
kennara voru stundum óglögg.
Leifur Halldórsson úr Ögri
við Isafjarðardjúp hefur aldrei
verið í öðrum skólum en
heimavistarskólum. I Reykja-
nesi var hann stig af stigi í
barnaskóla, unglingaskóla og
tveggja ára framhaldsdeild
eftir að skyldunámi lauk.
Eflaust hefur lífið í Reykja-
nesi öll þessi ár sett mark sitt
á Leif Halldórsson. Víst er að
Leifur setti ntark sitt á lífið í
Reykjanesi. A illskiljanlegu
fræðingamáli nútímans heitir
þetta gagnvirk miðlun áhrifa.
Við hittumst í vistarveru á
efri hæð íþróttahússins áTorf-
nesi á Isafirði, tveir menn sem
eitt sinn voru samlandar og
þjóðfélagsþegnar í Reykja-
nesi við Djúp. Það er líkast
því sem gamlir sveitungar af
Islandi mætist aftur íAmeríku
eða á tunglinu.
Leifur Halldórsson er for-
stöðumaður íþróttahússins á
ísafirði. Neðan úr salnum
berst kliður frá knattspyrnu-
leik ungra drengja og minnir
öðru hverju á stað og stund.
Að öðru leyti er hugurinn inni
í Reykjanesi fyrir mörgum ár-
um.
Þó er eins og það hafi verið
í gær.
Þegar Leifur lítur til þessara
ára er honum efstur í huga
félagsskapurinn við skóla-
systkinin og ekki síður við
kennarana og annað starfs-
fólk.
„Þetta var vissulega mitt
annað heimili í mörg ár. A
þessum tíma var enginn
mokstur og enginn akstur á
milli. I Reykjanesi var alveg
sérstakt samfélag. Mjög sér-
stakt.
Stundum komu nýir nem-
endur langt að á ntiðjum vetri.
Ég hygg að þeim hafi stundum
brugðið að sjá hvernig fólk
lifði þarna saman. Þetta var
eiginlega eins konar kom-
v Hetett&ocáZ
í Reykjaiiesi
r
„Eg man ekki eftir mér öðruvísi en sívaskandi upp“,
segir Leifur Halldórsson, þá nemandi í Reykjanesi við Djúp,
nú forstöðumaður íþróttahússins á ísafírði
múna og fólk var samrýmt á
marga vegu. Fyrirkom að ein-
hverjir féllu ekki inn í þetta
samfélag og gáfust upp á ver-
unni. En það var ekki al-
gengt.“
Fólk af ýmsum toga
Nemendur á þessum tíma
voru annars vegar úr sveitun-
um við Djúp, sem voru þarna
í sínum heimaskóla, og hins
vegar voru rnargir í hópi þeirra
eldri langt að komnir af mis-
jöfnum ástæðum og ekki alltaf
að eigin frumkvæði. I sumum
tilvikum má segja að vistin í
Reykjanesi hafi verið sfðasta
úrræðið til að beisla baldna
gripi sem illa varð tjónkað
við annars staðar. Sumir voru
afturámóti sendiríReykjanes
vegna þess að foreldrarnir
höfðu verið þar í skóla og áttu
þaðan góðar minningar. Á
hverjum vetri voru í Reykja-
nesi nokkrir unglingar á veg-
um félagsmálastofnana eða
annarra yfirvalda í öðrurn
landsfjórðungum og reyndust
jafnan hinir mætustu þegnar í
litla samfélaginu við Djúp.
Kennararnir í Reykjanesi
voru einnig af ýmsum toga,
komnir úr ýmsum áttum og af
ýmsum ástæðum líkt og
krakkarnir, sumireins og haf-
rekin sprek á annarlegri
strönd. „Já, það hygg ég sé
rétt“, segirLeifur. „En reyndar
man ég ekki eftir neinum sem
var eitthvað öðruvísi en hann
hefði átt að vera. Þetta var
mjög gott fólk.“
íþróttir og
kvöldvökur
- Félagslífið...
„Það varkannski ekki mjög
fjölbreytt. Vissulega snerist
lífið mjög um íþróttir. Við vor-
um þarna nokkrir iþróttafíklar
og drógum hina með okkur,
hvort sem þeim líkaði betur
eða verr. Við fórum til keppni
hér á Isafirði og á Núpi og
fengum líka heimsóknir. Svo
kepptum við oft við kennar-
ana, helst á hverju kvöldi. Það
var hatrömm barátta að reyna
að vinna kennarana í körfu-
bolta. Stundum tókst það en
ekki oft. Einkum var kraftur-
inn mikill þegar Þorkell Ingi-
marsson var kennari. Iþrótta-
áhuginn í Reykjanesinu var
ekki síst honunt að þakka. Hjá
Þorkeli var ekkert ef eða kann-
ski. Hjá öllunt bekkjum var
einfaldlega sund á tilteknum
tímum og útifótbolti á tiltekn-
um tímum. Þorkeli var ná-
kvæmlega sama hvernig viðr-
aði. Við skyldum í sund eða
fótbolta, jafnvel þótt við þyrft-
um að berja klakann af stig-
anum ofan í laugina eða ösla
fönnina á vellinum.
En það var margt fleira en
íþróttir. Kvöldvökur héldum
við nokkuð oft og reyndum
að skemmta okkur þar eins
og kostur var. Öll þessi ár sem
ég var í Reykjanesi tók ég
þátt í undirbúningi að árshá-
tíðum og skemmtunum. Það
tók oft alla haustönnina að
æfa leikrit fyrir fyrsta des og
var alveg rosalega gaman. Eft-
ir Reykjanesskólann hafði ég
alltaf hugsað mér að fara í
leiklistarskóla en lét aldrei
verða af því. Kannski sem
betur fer.“
Leiðtoginn
Leifur Halldórsson var ótví-
ræður leiðtogi í hópi nem-
enda, að minnsta kosti síðustu
árin, enda þótt hann virtist
ekki sækjast eftir því og væri
í allri framkomu eins mikið
ljúfmenni og hugsast getur.
Hver var ástæðan? Áttaði
hann sig almennilega á þessari
stöðu sinni í hópnum?
„Kannski ég hafi ekki áttað
mig á því eins vel og síðar, að
í hópi er jafnan einn sem ræð-
ur mestu, einhver leiðtogi,
hvort sem hann verður það
með góðu eða illu. Ég hygg
að ég hafi ekki fengið það
hlutverk með neinu illu. Ætli
helsta ástæðan hafi ekki verið
sú að ég var búinn að vera
þarnasvolengi. Éggatmiðlað
öðrum á ýmsan hátt og vissi
hvernig lífið þarna ætti að vera
svo að öllum liði sem best.
Hægri hönd mín, ef svo má
segja, var náinn vinur minn
og félagi og bekkjarbróðir á
mínum efri árum í skólanum,
Kjartan Örn Kjartansson að
norðan. Hann var ekki alltaf
mjög iðinn við lærdóminn.
Eins og Pétur heitinn Gautur
orðaði það: Níundi bekkur og
Kjartan.“
Pétur Gautur
Pétur Gautur Kristjánsson
lögfræðingur kenndi nokkur
ár í Reykjanesi og síðast veitti
hann framhaldsdeildinni for-
stöðu. Hún nefndist „Héraðs-
skólinn í Reykjanesi við Isa-
fjarðardjúp, Menntadeild,
skammstafað HRÍM“, eins og
Pétur Gautur orðaði það jafn-
an með formlegum og ítar-
legum hætti. Pétur Gautur
Kristjánsson var af ýmsum
ástæðum eins konar þjóð-
sagnavera í lifanda lífi, ekki
ósvipað séra Baldri Vilhelms-
syni í Vatnsfirði, sem löngum
kenndi meira og minna í
Reykjanesi.
- Hvernig kom Pétur Gaut-
ur ykkur fyrir sjónir?
„Hann var alveg stórkost-
legur maður. Við reyndum oft
að reka hann á gat á hinum
ólíkustu sviðum sem að okkur
sneru, eins og hvaða lið í ein-
hverri grein væru efst eða
neðst eða um miðja deild. Við
spurðum hann út í hljómsveit-
ir og annað sem unglingar
voru með hugann við. Pétur
Gautur vissi þetta allt. Hann
var líka stórkostlegur og
skemmtilegur kennari. Ekki
síst er mér minnisstæð dansk-
an hjá honum. Mér gekk vel í
henni og Pétur Gautur harð-
neitaði að ég tæki sama próf
og aðrir. Nú skyldi ég bara
klára dönskuna í eitt skipti
fyrir öll. Hann bjó til sérstakt
próf fyrir mig og sagði svo:
Nú geturðu sagt að þú sért
stúdent í dönsku.“
Forngríska við Djúp
HRÍM var hugarfóstur Pét-
urs Gauts. Menntadeildin var
í rauninni tveggja vetra fram-
haldsskóli með fjölbrauta-
sniði og Pétur vardeildarstjóri
og skipulagði námið. Sitthvað
var sérstætt við deildina líkt
og stjórnanda hennar. Þar á
meðal má nefna, að við hana
var kennd forngríska og
menntamálaráðuneytið viður-
kenndi þá námsgrein form-
lega, að því tilskildu að af
henni hlytist enginn kostnaður
fyrir ríkið. Kennari var séra
Baldur Vilhelmsson í Vatns-
firði, sem hafði numið forn-
grísku í guðfræðideildinni á
sínum tíma og síðar sérstak-
lega.
Nemendurnir voru tveir,
Pétur Gautur sjálfur og annar
kennari í Reykjanesi sem hér
skal ekki nafngreindur, en
hann mun hafa fundið upp á
þessari einkennilegu tilhögun.
Það voru fremur sérstæðar
kvöldmáltíðir þegar meistar-
inn og lærisveinarnir tveir átu
saman þrír í mötuneytinu í
Reykjanesi við Djúp og nokk-
uð vasklega og töluðu forn-
grísku á meðan. Hvort sem
grískan hefur valdið því að
slegið hafi út í fyrir meistaran-
um eða aðrar ástæður, þá kall-
aði hann eitt sinn á ráðskon-
una að lokinni veglegri kjöt-
máltíð og sagði: Þakka þér
kærlega fyrir, Anna mín, þetta
var ntjög góður fiskur.
Fínt mötuneyti
Leifur: „Reyndar hefði ég
getað varið tímanum betur en
síðasta veturinn minn í
Reykjanesi, seinni veturinn í
menntadeildinni. Ég tók fáar
greinar og ég held að ég hafi
aðallega verið þar vegna þess
að ég vildi ekki fara þaðan.
Sú tilhugsun að hætta að vera
í Reykjanesinu og þurfa að
fara annað og gera eitthvað
annað var beinlínis agaleg.
Það var Ifkast því að þurfa að
slíta sig að heiman í fyrsta
skipti. Ég man ekki eftir þeirri
stund í Reykjanesinu að mér
hafi Ieiðst.“
- Varstu ánægður með mat-
inn? Það er gamall siður að
röfla yfir matnum í mötuneyt-
um...
„Það var rosalega gott að
borða. Ég fullyrði ekki að svo
hafi alltaf verið, en í dag finnst
mér það samt. Þetta var fínt
mötuneyti. Mér finnst að helst
ættu allir íslendingar að fara í
heimavistarskóla. Ég held að
allir hefðu gott af því.“
- Nú teljast þessir skólar
úreltir. Reykjanesskólinn er
dáinn og kemur aldrei aftur...
„Já. Nú má enginn vera í
heimavist. Ég veit um marga
sem voru í Reykjanesinu og
hafa leitað logandi ljósi að
heimavistarskóla fyrir sín eig-
in börn. Einfaldlega vegna
þess að þeim fannst þetta svo
gott sjálfum. Ég hef aldrei
verið í öðrum skólum en
heimavistarskólum. Seinna
var ég tvo vetur á Hólum í
Hjaltadal. Þó að fólkið þar
væri eldra minnti lífið á
6
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000