Bæjarins besta - 09.02.2000, Qupperneq 7
Fóstbrœðurnir Kjartan og Leifur og Björg frá Tálknafirði Leifur Halldórsson (með litað hár), Kjartan Örn Kjartansson
ásamt ónefndum kennara sem aðstoðaði mannskapinn við og Kári Guðmundsson í íþróttasalnum í Reykjanesi að lok-
uppfœrsluáleikritum.Myndinervœntanlegatekináœfingu. num ströngum leik við kennara.
margan hátt á Reykjanes. Þó
að við værum eitthvað frjálsari
á Hólum voru reglurnar þar
lfka strangar og það var mjög
af hinu góða.“
Býr í synd
Leifur Halldórsson er tæp-
lega þrjátíu og þriggja ára.
Systkinin úr Ögri eru sex en
eiga eldri hálfbróður sam-
feðra, Amunda Halldórsson.
Af alsystkinunum er Halldór
bæjarstjóri á Isafirði elstur.
síðan kemur Leifur, þá Haf-
liði, Harpa, Guðmundur og
Halla María. Öll hafa þau
verið í skóla í Reykjanesi.
Sambýliskona Leifs er
Matthildur Ómarsdóttir, upp-
runnin á Suðurlandi. Þau
kynntust á Hólum í Hjaltadal,
en þaðan brautskráðist Leifur
sem fiskeldisfræðingur vorið
1989. „Já, ég bý í synd og
ætla að gera það áfram. Ég
stríði séra Baldri á því að hann
fái aldrei að gifta mig. Þá segir
hann bara: Gott hjá þér góði.“
Börn Leifs og Matthildar eru
þrjú, Hjalti átta ára, Hrefna
fjögurra ára, og Helga þriggja
ára.
Leifur kom til Isafjarðar um
áramótin 1992-3 en hafði þá
starfað um skeið hjá Vogalaxi
á Vatnsleysuströnd og búið í
Hafnarfirði.
- Astæða þess að þú komst
aftur vestur...
„Mig langaði heim! Mér
fannst mjög erfitt að búa fyrir
sunnan því að það var svo
langtheim. Sem barnogungi-
ingur leitaði maður aldrei
hingað út á Isafjörð. En nú
finnst mér mjög gott að eiga
heima á Isafirði. Það var farið
að togna svo á naflastrengnum
að ég svipti mér vestur aftur
áður en hann slitnaði.“
íþróttahúsið
á Torfnesi
Allra fyrst eftir að Leifur
fluttist til Isafjarðar vann hann
hjá Agústi og Flosa en sótti
síðan um starf í nýja íþrótta-
húsinu á Isafirði. Það var tekið
í notkun síðla árs 1993 og
tveir menn ráðnir, Arnar Þór
Stefánsson, sem nú rekur
bensínstöðina á Isafirði, og
Leifur Halldórsson.
„Það var spennandi að fara
að vinna í svona splunkunýju
og flottu mannvirki. Lengi var
þar engin sérstök staða for-
stöðumanns, heldur var það
hlutverk í höndum íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa og við vor-
um starfsmenn hans. Það var
ekki fyrr árið 1998 sem for-
stöðumannsstaðan varð til og
ég hef gegnt henni síðan.
íþróttafulltrúinn er minn yfir-
maður en ég sé um rekstur
hússins, útleigu. niðurröðun
á stundatöflu og aðra skipu-
lagningu."
Iþróttahúsið á Torfnesi er
geysilega mikið notað og
mjög vel nýtt, allt frá hálfátta
á nrorgnana og til hálftólf á
kvöldin á virkunt dögum og
frá níu til níu um helgar.
„Segja má að það dugi varla
til því að alltaf er spurn eftir
tímum“, segir Leifur. „Fólkið
sem ég vinn með er mjög
skemmtilegt, kennarar, þjálf-
arar, börn og unglingar og pét-
ur og páll.“
Starfið í íþróttahúsinu er
margþætt. Þar er leikfimi-
kennsla hjá skólum, æfingar
hjá íþróttafélögum og kapp-
leikir. Almennir borgarar eru
með tíma í bumbubolta, bad-
minton eða einhverju öðru.
Auk þess eru ýmsir viðburðir
í húsinu, svo sem tónleikar,
vörusýningar og bílasýningar
og meira að segja hafa farið
þarfram minningarathafnirog
jarðarför. A síðasta ári eru
skráðar tæplega fimmtíu þús-
und „komur" í húsið, þ.e. ein-
stakir tímar eða viðburðir, eða
að jafnaði þrettán til fjórtán á
dag, alla daga ársins.
í samfélagi á stærð við Isa-
fjörð verður íþróttahúsið á
Torfnesi að teljast mjög stórt
og vandað. „Vissulega eru til
stærri íþróttahús hérlendis,
svo sem Laugardalshöllin,
Smárinn og Kaplakriki“, segir
Leifur Halldórsson. „En að
allra dómi er þetta hús lang-
flottast. Það var mikið í það
lagt. Reyndar vann ég ofurlít-
ið við að byggja þetta hús.
Sumarið 1988 varég að vinna
hjá Hjalta móðurbróður mín-
um þegar hann var að byggja
sér hús á Stakkanesinu. Við
höfum líklega þótt flinkir
smiðir, því að við fengum það
sem undirverktakar að byrja
á þessu húsi. Ég var nú ekki
við þetta nema nokkrar vikur.
Þá sinnti ég líka grenjavinnslu
og minkaveiðum í Ögurhreppi
eins og alltaf á sumrin. Reynd-
ar geri ég það ennþá öðru
hverju."
Veiðiskapur
Leifur Halldórsson úr Ögri
er veiðimaður í eðli sínu og
hefur alla tíð stundað veiðar
af ýmsu tagi. Líkt og fleira á
hann það sameiginlegt með
Þorkeli kennara Ingimarssyni
í Reykjanesi. „Ég leit alltaf
mikið upp til Þorkels. Einn
veturinn tók hann allan níunda
bekkinn með sér á rjúpu, einn
í einu um hverja helgi. Ég er
alinn upp við veiðiskap.
Frændur mínir Skötfirðingar
notuðu byssuna til að hafa í
sig og á. Alveg frá blautu
barnsbeini fór ég í leiðangra
með Hálfdáni móðurbróður
mínum, labbandi yfir fjöll og
firnindi og með öllum Ijörurn
á skyttirí. Það var oft býsna
gaman.“
Sú saga á ýrnist að hafa
gerst í Skötufirði eða í ísafirði
í Djúpi, að bóndi nokkur hafi
verið fenginn til að skjóta hrút
fyrir annan bónda handan
fjarðar. Skotmaðurinn nennti
ekki fyrir fjörð heldur skaut
hann hrútinn yfir fjörðinn en
eigandinn hélt skepnunni
fastri í klofinu á meðan.Allvel
þótti skotið en ekki síður þótti
mönnum til um traustið sem
hrúthafi bar til skyttunnar. I
einni útgáfunni af sögu þess-
ari var skyttan Guðröður
bóndi í Kálfavfk við Skötu-
fjörð, afi Leifs. Hvað sem því
líður er sagan fremur góð.
Enn hvarflar hugurinn að
skólanum horfna við Djúp,
lífinu þar og fólkinu. „Séra
Baldur kenndi mér í Reykja-
nesinu, bæði íbarnaskólanum
og héraðsskólanum, auk þess
sem hann varpreslurinn minn
og skfrði mig og fermdi. Hann
var órjúfanlegur hluti af tilver-
unni í Djúpinu. Ég man að
einkum krökkum sem komu
úr öðrum landshlutum þótti
mikið til hans koma og þau
biðu jafnan komu hans með
eftirvæntingu.“
Séra Baldur
- Hvað gerðist þá helst?
„Hann kom á Landróver-
num með rykkjum og skrykkj-
um og bíllinn var naumast
stoppaður þegar hann rauk út
hálfur í úlpunni með brúnu
skjalatöskuna opnaþví að það
vantaði á hana lásinn og hljóp
inn. Eitt sinn sat séra Baldur
yfir í prófi og tók upp blað og
fór að lesa. Mönnum þótti
skrítið að hann skyldi ekki
fylgjast með prófendum held-
ur byrgja sig inni í blaðinu,
þangað til í ljós kom að hann
var með göt á blaðinu fyrir
augun, hélt því fast að andlit-
inu og skimaði um bekkinn.
Þetta truflaði nú fremur en
hitt.“
Eins og menn vitaeru marg-
ar sögur af séra Baldri. Það er
ekki gert honum til lasts að
flytja þær sögur áfram, heldur
þvert á móti. Enda mun hon-
um ekki líka það mjög illa og
sjálfur hefur hann oft hjálpað
þeint á gang.
Leifur: „Séra Baldur er
óborganlegur. Þegar við vor-
um að læra undir fermingu
setti hann okkur fyrir að læra
trúarjátninguna eða þjóðsöng-
inn eða hvað það nú var. Við
sem þekktum séra Baldur og
höfðum verið við fermingar
hjá honum létum þennan lær-
dóm reyndar ekki ganga mjög
fyrir öðru en sumir aðkomu-
krakkar voru samviskusamari.
Svo kemur að því að hlýða
okkur yfir og séra Baldur bið-
ur strák frá Akureyri að fara
með það sem við höfðum átt
að læra. Hann byrjar en þegar
hann er búinn með tvær línur
eða svo segir séra Baldur: Gott
hjá þér góði, ég heyri að þú
kannt þetta alveg. Aumingja
drengurinn sagðist sjaldan
hafa orðið fyrir eins miklum
vonbrigðum, því að hann
hefði verið heila tvo daga að
puða við að læra utanbókar
það sem sett var fyrir.
Mér er líka minnisstætt það
sem séra Baldur gerði af
stráksskap sínum þegar hringt
var í mat og hungraðir náms-
menn þustu í matsalinn og
allir vildu komast sem fremst
í röðina. Séra Baldur átti þá
til að sitja fyrir þeim í dyrun-
um og grípa einhvern út úr.
Menn kunnu ekki við að slíta
sig af sjálfum prestinum, en
hann tók nemandann afsíðis
og hvíslaði leyndardómsfullur
eitthvað á þessa leið: Ég þarf
að tala við þig góði, þetta er
mjög slæmt sem ég hef heyrt.
Hvað heitir þú annars góði?
Þegar nemandinn sagði til
nafns sagði séra Baldur og
glotti: Já, gott hjá þér góði, þú
mátt fara. Og nemandinn
svangi varð síðastur allra í
röðinni í matsalnum. Þetta lék
hann oft.“
F órnarkostnaðurinn
„Við spáðum aldrei í það
þá, en í Reykjanesi var maður
lokaður inni og rimlar fyrir
opnanlegu fögunum á glugg-
unum á vistunum. Reyndar
voru rimlarnir ekki fullkomin
trygging fyrir því að menn
kæmust ekki út. Stelpurnar
og strákarnir voru á aðskildum
vistum og læst þar á milli. Ég
hugsa stundum um það hvern-
ig unglingarnir hér á Isafirði
núna myndu spjara sig í þessu
umhverfi. Klukkan hálfellefu
á kvöldin var hringt og þá
skyldu strákar og stelpur fara
á sínar vistir og síðan kom
kennari og taldi eins og í fjár-
húsi og læsti.
Eins máttum við strákarnir
ekki einu sinni fara inn á
stelpnavistina á þeim tímum
þegar opið var. Ef við gerðum
það fengum við refsipunkt
fyrir hvert skipti. Refsingin
var að vaska upp í eldhúsinu.
Ég man ekki eftir mér öðruvísi
en sívaskandi upp eftir að ég
komst á vissan aldur. Að vísu
áttu nemendur að skiptast á
að vaska upp samkvæmt
ákveðnu kerfi til að lækka
mötuneytiskostnaðinn. Ég
náði hins vegar aldrei að vinna
þessa skyldu vegna þess að
ég náði ekki einu sinni að
vinnaaf mérrefsingarnaráður
en skóla lauk á vorin. Að vísu
hafði ég ekki stórar áhyggjur
af þessari refsingu fyrir að
laumast inn á kvennavist, því
að einhver hlaut fórnarkostn-
aðurinn að vera.“
Svona er lífið
Margir áttu kæruslur á
kvennavistinni. Leifur:
„Draumurinn var að brjót-
ast út af vistinni eftir lokun og
inn á kvennavist, þó að fæstir
hafi nú þorað að reyna það.
Éggerði þaðaldrei. Einhverju
sinni á góðviðriskvöldi náðu
menn rimlum úr glugga á her-
bergi sínu og sigu niður í lök-
um. Þegar þeir komu niður
var Pétur Gautur á nærbuxun-
um úti á tröppum að viðra sig.
Hann sagði einfaldlega Góða
kvöldið strákar, og spurði
hvort þeim væri ekki kalt og
hvorthann ætti ekki að hleypa
þeim inn. Þeir kváðu svo vera
og fóru aftur inn á herbergi og
ekki var minnst á það meira.
Pétur Gautur var eini kenn-
arinn sem ég man eftir að hafi
neitað að taka að sér gæslu á
vistunum á kvöldin. Þegar við
spurðum hann af hverju hann
væri aldrei á vaktinni, þá
svaraði hann: Ég er ekki
kominn hingað til að fylgjast
með því hver ríður hverjum;
mér er alveg nákvæmlega
sama um það.“
Já, það var margt sérstakt í
Reykjanesi. Og flest gott.
Breyttir tímar
Nú gerast menn heimspeki-
legir á efri hæð íþróttahússins
á Torfnesi og jafnvel soldið
angurværir. Reykjanesskólinn
kemur aldrei aftur. Tímarnir
breytast og allt það.
Leifur: „Öllum sem voru í
Reykjanesinu ber saman um
að þetta hafi verið alveg stór-
kostlegur tími. Fólki leið þar
mjög vel. Reglurnar voru
vissulega strangar. Maður
heyrði það oft, til dæmis hér á
Isafirði, að þarna hefðu verið
eintómir vandræðaunglingar
úr Reykjavík og allt í Reykja-
nesi væri óalandi og óferjandi.
Það var leiðinlegt að heyra
þetta enda var það alls ekki
rétt. Ég horfi á börnin og ungl-
ingana hér á Isafirði í dag og
þau eru hvorki betri né verri
en krakkarnir í Reykjanesi
voru. Þó að þangað væru
sendir krakkar sem löguðust
illa að samfélagi sínu, þá lög-
uðust þeir vissulega að litla
samfélaginu í Reykjanesi.
Ymsir af þeim unglingum,
sem Félagsmálastofnun í
Reykjavík sendi vestur og
borgaði fyrir, stóðu sig einna
best í skólanum. Það var alveg
nóg fyrir þessa krakka að
komast burt úr einhverju
ákveðnu munstri. Núna eru
barabúin til einhvermeðferð-
arheimili fyrir krakka sem eru
komnir of djúpt í skítinn. Það
vantar Reykjanes.“
Nú er ekki lengur skóli í
Reykjanesi við ísafjarðardjúp.
Krakkarnir sem þar voru í eina
tíð eru dreifðir um allar þorpa-
grundir og ekki lengur krakkar
heldur foreldrar. Pétur Gautur
dó í vetur. Séra Baldur orðinn
löggiltur eftirlaunamaður.
Hvar ætli Þorkell sé?
-H.
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 7